Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
Fjölmennur fundur um hrossaútflutning:
Setja þarf nýjar regl-
ur og fínna meðalveg
í ólíkum sjónarmiðum
— sagði Þorkell
Bjarnason hrossa-
ræktarráðunautur
Fjolmenni var á fundi íþrótta-
deildar hestamannafélagsins Fáks á
Hótel Loftleióum fyrir nokkrum
dögum, þar sem rætt var um útflutn-
ing hrossa, hrossarækt og fleiri mál.
Frummælendur á fundinum voru
þeir Gnnnar Bjarnason ráðunautur
Bnnaóarfélags íslands um hrossa-
ntflntning, l'orkell Bjarnason
hrnssaræktarráðunautur Búnaðarfé-
lagsins, Magnús Friðgeirsson fram-
kvæmdastjóri hjá Sambandinu og
Ragnar Tómasson lögfræðingur og
hestamaður.
Reglur hindra
eðlileg viðskipti
Gnnnar Bjarnason hóf umræð-
una, og sagði í raun og veru lítið
hafa komið fram í þessum málum
síðustu ár, sífellt væri verið að
ræða sömu málin og sömu rökin
heyrðust aftur og aftur. En meg-
inatriði þessa máls væri að öll
verslun og viðskipti manna í milli
ætti að vera frjáls, og væri hesta-
verslun og hrossaútflutningur þar
ekki undanskilið. Nú væru ýmis
teikn á lofti í þjóðfélaginu um að
farið yrði í auknum mæli út á
brautir frjálsræðis, en svo undar-
lega vildi til, að þróunin í hrossa-
verslun virtist vera þveröfug.
fslensk hross eru nú seld til 14
landa beggja vegna Atlantshafs-
ins, sagði Gunnar. Viðskiptin færu
í meginatriðum þannig fram, að
útlendingar kæmu hingað til að
versla, leituðu að þeim hrossum
sem þeim þætti til koma, byðu i
þau og keyptu, ef samningar tækj-
ust. Að þessu leyti væri verslunin
allt öðru vísi en verslun með aðrar
útflutningsafurðir, þegar sent
væri úr landi eftir fyrirfram
ákveðnum samningum eftir
ákvörðuðum stöðlum og gæða-
mati. Þetta væri einfaldlega ekki
hægt með hross, vegna þess hve
ólíkir einstaklingar keyptu og
vegna þess hve ólík hrossin væru;
aldrei yrði unnt að selja þau hóp-
um saman eða eftir stórum pönt-
unum. „Hér eiga saltfisksöluaö-
ferðir ekki við,“ sagði Gunnar. í
Ijósi þessa væri enn skringilegra
en ella, að nú væri reynt að setja á
lágmarksverð á hross. „Svo getur
farið,“ sagði Gunnar, „að íslenskur
seljandi og erlendur kaupandi nái
samkomulagi um útflutning á ís-
lenskum hrossum, sem þeir báðir
eru ánægðir með. — Þá gerist það
skyndilega, að frá landbúnaðar-
ráðuneytinu kemur orðsending
þess efnis, að verðið, sem þeir
sömdu um sin á milli, sé ekki
nægilega hátt, og því verði ekkert
af sölunni! — Hvert mannsbarn
sér hver endaleysa er hér á ferð.“
Gunnar ræddi síðan um hina
ýmsu flokka hrossa, sem út eru
flutt, og sagði þar einkum vera um
þrjá meginflokka að ræða: Fjöl-
skylduhesta, þæg hross fyrir fatl-
aða, keppnishross og kynbóta-
hross. Verslunin ætti að vera al-
veg frjáls með fyrstu þrjá flokk-
ana, en eðlilegt að með sérstökum
auglýsingum yrði ísiendingum
gefínn forkaupsréttur á undaneld-
ishrossum, fyrst og fremst 1. verð-
launa stóðhestum og hryssum.
Megum ekki missa
bestu hrossin úr landi
Þorkell Bjarnason sagði, að nán-
ast allt það, sem Gunnar hefði
sagt, væri sem talað úr hjarta út-
Fjölmenni var á fundinum um hrossaútflutningsmál á Hótel Loftleiðum, eins og myndin sýnir. Fremst á myndinni má
meðal annars þekkja Halldór Sigurðsson í Stokkhólma, Birnu Baldursdóttur sölufulltrúa hjá Sambandinu og Sigurð
Sigmundsson ritstjórnarfulltrúa blaðsins Eiðfaxa. Myndirnar tók Friðþjófur Helgason.
trú á íslenska hestinum, vegna yf-
irburða hans og hæfileika, að
hann myndi seljast úr landi þrátt
fyrir lágmarksverð. Sannleikurinn
væri enda sá, að lágmarksverðið
væri síst of hátt, og sorglegt til
þess að vita, að meðalverð seldra
stóðhesta úr Iandi árið 1983 væri
aðeins 88 þúsund krónur. „Þetta er
fáránlega lágt verð og þekkist
hvergi að kynbótagripir seljist
fyrir slíka prísa,“ sagði Þorkell.
Koma þarf á staðli
fyrir íslenska hesta
Ragnar Tómasson hóf mál sitt á
því að segja að öllum þjóðum væri
skylt að efla útflutning sinn, og
íslendingar hefðu flutt út hross í
150 ár. Síðustu ár hefði hins vegar
orðið mikil breyting á þessum út-
flutningi og væru fluttir út reið-
hestar nú í stað púlshesta áður.
Aðdáun á íslenska hestinum
sagði hann alla fundarmenn eiga
sameiginlega, þótt þá greindi á um
útlendingar vildu töluvert á sig
leggja til að ná þessum hestum, en
mikið tjón væri ef svo færi.
Hrossaverslun verður
að borga sig
Magnús Friðgeirsson kvaðst ekki
vera hestamaður og auk þess nýr í
starfi hjá Sambandinu. Sér dyld-
ist þó ekki að öll verslun væri
mjög bundin tilfinningum manna.
Framhjá því yrði ekki gengið, en
heldur ekki því að hestaverslun,
eins og öll önnur verslun, yrði að
borga sig. Það væri frumforsenda
þess, að unnt væri að standa í út-
flutningi á hrossum.
Kvað Magnús hrossaútflutn-
ingsmálin nú vera í mjög bág-
bornu ástandi, og aðeins væru
flutt út milli 200 og 300 hross á
ári. Slíkt nægði einfaldlega ekki
til að halda þessum málum gang-
andi. Verslunina yrði að auka og
það ætti að vera unnt, þó mörg
ljón virtust óneitanlega vera á
veginum. Nú væri það til dæmis
svo, að leyfi þyrfti hjá sex aðilum,
til að flytja út hross; hjá
landbúnaðarráðuneytinu, fram-
leiðsluráði landbúnaðarins, Bún-
aðarfélagi Islands, útflutnings-
ráðunaut, yfirdýralækni og
viðskiptaráðuneytinu. Fara þyrfti
til allra þessara aðila, bæði í þess-
ari röð og öfugri, þannig að í raun
þyrfti ellefu leyfi og umsagnir áð-
ur en unnt væri að selja hross úr
landi. „Það hlýtur að mega gera
þetta á einfaldari hátt,“ sagði
Magnús. Hann sagði einnig að
mikilvægt væri að unnt yrði að
lækka kostnað við útflutning, en
það yrði ekki gert nema með
magnaukningu og hlyti þar að
koma til greina að flytja saman
lífhross og afsláttarhross á sama
gripaflutningaskipi. Því miður
virtust þó ekki vera þau teikn á
lofti nú er bentu til aukins út-
flutnings, því sumir töluðu jafnvel
um að ekkert geri til, þótt útflutn-
ingur stöðvist um lengri eða
skemmri tíma.
lendinga. Þeirra sjónarmið væru
Gunnari efst í huga, en hann gætti
þess ekki að vernda þyrfti íslenska
hrossastofninn og gæta þess að ís-
lendingar missi ekki frumkvæðið
og bestu hrossin úr landi. „Eftir
þrjátíu ára útflutning hrossa er
svo komið, að við höfum flutt svo
mörg undaneldishross úr landi að
útlendingar geta sem hægast snú-
ið sér að ræktuninni sjálfir," sagði
Þorkell. Sagði hann hafa verið
farið rangt að í þessu efni, aðeins
hefði átt að selja úr landi gelta
hesta til að uppfylla óskir sport-
manna, en láta kynbótahrossin
vera hér heima. „Við eigum að
selja afurðina en vernda auðlind-
ina,“ sagði Þorkell, og sagði aug-
ljóst hver hætta okkur íslending-
um væri búin af eftirlitslausum
útflutningi. „Útlendingar yrðu til
dæmis fljótir að draga úr okkur
tennurnar, ef þeir fá óhindrað að
kaupa hér 50 bestu hestfolöldin
árlega eða 10 bestu hryssurnar,"
sagði Þorkell, „við erum í hættu
stödd og þurfum að spyrna við fót-
um.“
Þorkell vék einnig að lágmarks-
verðinu, og sagðist hafa það mikla
önnur mál. Gunnar Bjarnason
sagði hann eiga þakkir skildar
fyrir frábært starf við kynningu
hestsins erlendis og fyrir það að
hafa verið hvatamaður að því að
koma á sýningum erlendis, þar
sem hæfileikar íslenska hestsins
nytu sín. — Nú þyrfti hins vegar
að hefjast handa við að koma á
meira skipulagi í útflutningnum,
og væri í því sambandi mjög at-
hugandi hvort ekki ætti að koma á
einhvers konar staðli eða lýsingu á
„íslenska reiðhestinum". Hestar,
sem slík skilyrði uppfylltu, yrðu
merktir eða auðkenndir sérstak-
lega og ekki yrði leyft að flytja
aðra hesta út. Núverandi verð á
útfluttum hrossum væri allt of
lágt, og því þyrfti það að haldast í
hendur, að verðið hækkaði og
auknar kröfur yrðu gerðar um
kosti.
Þá sagði Ragnar einnig, að ein-
hverjar hömlur yrðu að vera á út-
flutningi okkar bestu hesta, komið
hefði fram í blöðum að boðnar
hefðu verið 800 þúsund krónur í
Sörla 653 frá Sauðárkróki og 700
þúsund í Náttfara 776 frá Ytra-
Dalsgerði. Greinilegt væri því að
Gunnar Bjarnason
Ragnar Tómasson
Þorkell Bjarnason
Magnús Friðgeirsson
Skagfirðingar hafa
ekki tapað stofni
sínum
Frjálsar umræður hófust að
loknum framsöguerindum. I þeim
vakti Gunnar Bjarnason meðal
annars athygli á því, að þótt á
hann væri deilt fyrir að selja
stóðhesta óhindrað úr landi, þá
hefði hann aldrei flutt út eigin
stóðhesta. Það hefði Þorkell
Bjarnason á hinn bóginn gert, og
ekki verið undan því kvartað.
Einnig gerði Gunnar þau ummæli
Þorkels að umræðuefni, að hætta
væri á að íslendingar glötuðu
stofni sínum til útlanda. Slíkt
væri reginfirra, líkt og að halda
því fram að Skagfirðingar töpuðu
stofni sínum, þótt ræktuð væru
skagfirsk hross á Suðurlandi.
Miklu nær væri að segja að slíkt
efldi skagfirsku ræktunina, og ný-
ir möguleikar í sæðistöku úr
stóðhestum gerðu það að verkum
að við ættum að eiga samstarf við
útlendinga um hrossaræktina.
„Við erum Evrópumenn og ís-
lenski hesturinn er af evrópskum
uppruna," sagði Gunnar, „og við
eigum engan einkarétt á honum,
þótt við viljum standa fremst í
ræktuninni. En líkt og við viljum
fá refi og minka og njóta á annan
hátt góðs af búfjárræktun ann-
arra þjóða, þá eigum við ekki að
einangra okkur með hestinn, það
er ekki hægt.“
Síðar á fundinum vék Gunnar
síðan að ágreiningi um þetta mál,
sem að verulegu leyti hefði krist-
allast í deilum þeirra Þorkels á
undanförnum árum. Ljóst væri að
nóg væri af slíku og mikilvægt
væri að menn settust niður og
reyndu að komast að sameigin-
legri, endanlegri lausn þessara
deilumála.
Er farið að
ganga of langt
Þorkell Bjarnason tók i sama
streng síðar um kvöldið, er hann
sagðist gera sér ljóst að deilur um
þetta mál væru komnar út í öfgar.
Hann hefði verið og væri á móti
útflutningi kynbótahrossa. Verið
gæti þó að unnt væri að finna ein-
hvern meðalveg, setja takmarkan-
ir og forkaupsrétt á útflutning en
gefa hluta verslunarinnar frjáls-
an. Verst væri að hafa ástandið