Morgunblaðið - 25.02.1984, Síða 12

Morgunblaðið - 25.02.1984, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984_ Verndaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Garðabæ lækka í verði Viðtal við Pétur Sigurðsson, formann Sjómannadagsráðs — Sjómannadagsráð hefur til- kynnt að nú sé vitað um 75% af heildarkostnaði verndaðra þjón- ustuíbúða fyrir aldraða, sem Sjó- mannadagurinn er að byggja í Garðabæ. Hvers konar íbúðir eru þetta? — f lögum um málefni aldraðra frá 18. des. 1982 segir svo m.a. í kaflanum um íbúðir og dvalar- stofnanir aldraðra, 17. grein: „íbúðir og dvalarstofnanir fyrir aldraða skv. lögum þessum eru: 1. íbúðir sérhannaðar fyrir þarfir aldraðra. Þær geta verið tvenns konar: A) Þjónustuíbúðir, þar sem er húsvarsla og afnot af sameig- inlegu rými, en engin önnur þjónusta. B) Verndaðar þjónustuíbúðir, þar sem er húsvarsla og afnot af sameiginlegu rými. íbúðirnar skulu búnar kallkerfi, með vörslu allan sólarhringinn og veitt skal sameiginleg þjón- usta, svo sem máltíðir og ræst- ing-“ Þær íbúðir sem við byggjum eru í samræmi við B-lið. Það sem mun þykja nýlunda, er, að eigendur þessara íbúða verða einstaklingar og félagasamtök, bæði góðgerðar- félög og launþegafélög. — Eru íbúðir þessar í blokk? — Nei, þær íbúðir sem við erum að byggja í Garðabæ eru í fyrsta áfanga af fimm, sem fyrirhugaðir eru á landi, sem við höfum fengið til umráða. í þessum áfanga eru 28 íbúðir byggðar í raðhúsum með tvær og þrjár íbúðir í tíu húsum og eru allar íbúðirnar á jarðhæð. Auk þess verða byggðir nokkrir bílskúrar. Hver íbúð hefur sína einkalóð og verða íbúðirnar af- hentar fullgerðar, lóðir afmarkað- ar með limgerði og hellulagðir gangstígar fyrir framan og aftan húsin. — Hvað eru þessar íbúðir stór- ar? — Þær eru af þrem stærðum: 59,7 fermetrar brúttó, 77,5 fer- metrar, þar með talið garðhýsi úr gleri, og þær stærstu 83,5 fermetr- ar brúttó. Húsin standa öll við sömu götu og heitir hún Boða- hlein. Hún verður að sjálfsögðu malbikuð. — Nú eiga þessar íbúðir að vera sérhannaðar og búnar kall- og ör- yggiskerfi og þar á að vera þjón- usta til staðar. Hvernig verða þessi skilyrði laganna uppfyllt? — Strax við aðkomu að húsun- um mun þess öryggis gæta, sem reynt verður að veita íbúum þess- ara húsa. Allar gangstéttir og göngustígar verða upphitaðir til að fyrirbyggja sem lengst snjó- og frostbletti. I nær öllum herbergj- um íbúðanna er komið fyrir kall- eða bjöllukerfi, sem er í sambandi við þjónustu- og öryggismiðstöð sem staðsett er í Hrafnistuheimil- inu, sem er aðeins steinsnar í burtu, þótt í öðru sveitarfélagi sé, eða Hafnarfirði. Þar verður ör- yggisvakt allan sólarhringinn og þaðan verður veitt sú þjónusta sem íbúar þessara húsa eiga kost á, en hún verður aukin við þverr- andi líkamsþrek þeirra, á sama hátt og heimilisþjónusta sveitar- félaganna. í Hrafnistuheimilinu munu Sjómannadagssamtökin láta í té félagslega aðstöðu. Þar verður hægt að fá keyptar ein- stakar máltíðir, fullt fæði og ef veikindi ber að höndum verður hægt að fá sendan heim heitan mat. Til viðbótar þessu verður hægt að fá margs konar þjónustu, að- gang að heilsurækt og heilsugæslu á Hrafnistu, en þar eru læknastof- ur og aðstaða hjúkrunarfólks, og nýtist þessi aðstaða þeim sem búa Einsoe mer synist .... (Jísli J. Astþórsson Þetta er þykjast svona, sko Líklega er það hvað an- kannalegast við stjórnar- hætti í einræðisríkjum, að þar virðast leiðtogarnir ekki einasta ganga út frá því sem vísu að allur þorri þegna þeirra hafi ekki vitglóru í hausnum heldur ennfremur og þaraðauki vera alsælir í þeirri barns- legu trú að líkt sé komið fyrir almenningi lýðræðis- ríkjanna. Fréttaklausa frá Reuter, sem ég rakst á i erlendu blaði um daginn, staðfestir þetta enn einu sinni. Að- stoðarmenntamálaráðherra Austurþjóðverja, maður að nafni Klaus Höpcke, sýnist hafa tekið sér fyrir hendur í umboði Flokksins að hnekkja þeim þráláta orð- rómi að það sé eins auðvelt einsog að drekka vatn að heimfæra bók Orwells, Nítján hundruð áttatíu og fjögur, uppá stjórnarfarið austur þar. Oekki aldeilis, upplýsir féiagi Höpcke og er drjúgur með sig. Bókin er þvert á móti sígild ádeila sem hin úrkynjuðu auðvaldsríki hljóta að taka til sín; eða einsog hann orðar það með- al annars á stofnanamáli sínu: „Hinar óhugnanlegu myndir sem þar eru dregn- ar fram, koma heim og saman við höfuðeinkenni hins kapítalíska raunveru- leika.“ Svo er að sjá sem Reut- ersmaðurinn sem símaði þessar athugasemdir vest- urfyrir tjald hafi samt ver- ið hálfgerður hrekkjalóm- ur. Hann lauk nefnilega frétt sinni með því að minna okkur á það sem er vitaskuld mergurinn máls- ins, nefnilega: „Nítján hundruð áttatíu og fjögur er bönnuð í Austurþýska- landi.“ Það er orðagjálfur af þessum toga sem neyðir jafnvel umburðarlyndustu menn til þess að álykta að stjórnarherrunum í fyrr- greindum ríkjum hafi í raun og sannleika tekist að telja sjálfum sér trú um að menn upp til hópa séu þvíl- íkir glópar og fáráðar að hinir útvöldu þurfi ekki einu sinni að vanda sig þeg- ar þeir séu að ljúga að þeim. Herr Höpcke hóstar ekki einu sinni, hvað þá hann roðni þegar hann hampar þessu lagvopni sínu sem snýr auðvitað beint að hon- um sjálfum. Hann er hvergi banginn. Skáldverkið sem hann er svona déskoti hrif- inn af, bannfært í hans eig- in léni? Ekkert mál. í þykjust- unni, einsog krakkarnir segja, er nefnilega alls ekki svo; nú, og ef einhver skrattakollurinn skyldi samt af tilviljun átta sig á því, þá hefur hann samt áreiðanlega alls ekki greind til þess að draga af því marktækar ályktanir. Kerfið gengur fyrir þver- sögnum sem það afneitar og fyrir látbragðsleik og sjón- hverfingum. Þegar æðsti- presturinn leggst bana- leguna, má það ekki vitnast. Það heitir í opinberum fréttatilkynningum að hann sé dálítið kvefaður. En voruð þið þá ekki að skrökva að okkur, kæri fé- lagi, þegar þið létuð hann Andropov okkar fá þessa slæmsku? Ekkert mál. Oekki aldeil- is, mundi Höpcke okkar svara. Þetta er misminni hjá þér, góurinn; eða lastu ekki eftirmælin í Pravda, góði? Ekki minnist ég þess að þar hafi verið eitt ein- asta orð um kvefpestir og svoleiðis uppákomur. Raunar er það til marks um furður þessa kerfis að skrípaleikurinn sem er inn- byggður í það verður aldrei augljósari en við fráfall þeirra manna sem hefur tekist að klóra sig uppá toppinn á lagkökunni. Svo er að sjá sem það hafi verið fréttamaður Washington Post í Moskvu sem fyrstur sló því föstu vestrænna blaðamanna að foringinn væri allur. Og hvernig þá? Jú, hann lagði saman tvo og tvo þegar hann uppgötvaði að hermálaráðuneytið var eitt ljóshaf frameftir allri nóttu og sömuleiðis aðal- stöðvar KGB, sovésku leynilögreglunnar. Sjálfir fengu Sovétmenn að vanda andlátsfregnina eftir dúk og disk, það er að segja þegar það hentaði huldumönnunum sem stjórna ríkinu: þegar þeir voru búnir að gera klárt, ef svo mætti orða það. Þartil sú stund rann upp urðu þegnarnir einsog ævinlega að láta sér nægja dularfull teikn: allt í einu er skrúfað fyrir dægurlögin í útvarp- inu til dæmis og hefst eins- konar þjóðarvaka við sí- gilda tónlist; líkið þó ennþá óþekkt einsog lög gera ráð fyrir. Sjónvarpið hér heima sýndi okkur þá stóru stund þegar leyndarmálið var loksins opinberað á skjá þeirra Sovétmanna („Allt klárt, strákar. Látið það vaða. Allir rýtingar hafa verið fjarlægðir úr öllum ermum"), og það er engu líkara en að þeir hafi komið sér upp einskonar spariþuli þarna í Kreml til þess að afgreiða mikilmennin lífs sem liðin. Kannski er hann varð- veittur í sérstökum silki- fóðruðum stokki og ekki tekinn fram nema við há- tíðlegustu tækifæri. Og því þá ekki? Hefur hin nýja yf- irstétt, sem tók við af gamla aðlinum, ekki sínar einka-akbrautir, einka- verslanir, einkasjúkrahús, einkahressingarhæli, einkasumarhallir, einka allt milli himins og jarðar? Hví þá ekki einkaþuli? Allavega var maðurinn grár og gugginn einsog hann þjáðist af krónísku loftleysi, og hann virtist ekkert sprækari þegar hann var tekinn fram í síðara skiptið til þess að færa sov- étþjóðunum þau fagnaðar- tíðindi að þær hefðu eignast nýjan ástsælan foringja. Þó hefst kerfisdansinn kannski ekki fyrir alvöru fyrr en þessi formsatriði eru frá. Þannig urðum við þess áskynja, hérna auð- valdsmegin í tilverunni, að framavonir Konstantíns gamla Chernenkos höfðu stórum aukist eftir andlát Andropovs þegar honum hafði tekist að olnboga sig uppí stöðu yfir-útfarar- stjóra dagsins. Á Vestur- löndum er svonalöguðu stússi venjulega dengt á einhvern ráðuneytisstjór- ann sem veltir því í ofboði yfir á þann af deildarstjór- um sínum sem honum finnst leiðinlegastur, en við erum ekki að fjalla um hin úrkynjuðu Vesturlönd. Á hinn bóginn er þessu þann- ig farið þarna eystra að sá sem nælir sér i líkið ef ég mætti orða það svo — sem klófestir útfararstjóratitil- inn — hann er einhverra hluta vegna þarmeð búinn að fá forskot á keppinauta sína í kapphlaupinu um há- sætið; enda hreppti Cher- nenko hnossið. Spjaldið með öllum heið- ursmerkjunum við endann á líkbörunum minnti okkur ennþá á hvernig orð og at- hafnir stangast á í þessu sjónarspili flokksmaskín- unnar. Á sjónvarpsskerm- inum orkaði spjaldið þann- ig á mann úr fjarska að minnstakosti að það var því líkast sem maður hefði villst inná flóamarkað þar- sem hinn ómissandi skran- sali væri mættur til leiks með úrbeyglurnar sínar. í hinu dásamaða stéttlausa þjóðfélagi, sem á yfirborð- inu hafnar hverskyns prjáli og sýndarmennsku, dunda hinir öldnu leiðtogar sér semsagt við það á hátíðis- og tyllidögum að hengja gljáandi málmþynnur framaná vömbina hver á öðrum til marks um ágæti sitt og yfirburði. Og þeir eru alveg vitlausir í prjálið. Satt best að segja hrekkur heiðursmerkjaserían alls ekki til, og þeir mega gera svo vel að sæma sig sömu orðunum æ oní æ; ef mig misminnir ekki var forveri Andropovs, hann Leonid Brezhnev, útnefndur „hetja Sovétríkjanna" í þrígang að minnstakosti. Loks langar mig að drepa á hænsnabúahugarfarið sem ég nefni svo og sem er rótgróið þarna á austur- slóðum, ef við gefum okkur það að ennþá séu til hænsnabú uppá gamla mát- ann þarsem hænurnar tróna hver uppaf annarri f hænsnakofanum í stað þess að vera kviksettar í spör- fuglabúrum. Vinur minn náinn skellti allt í einu uppúr um daginn þarsem við sátum í ró og næði og hlustuðum á út- varpsfréttirnar. Þulurinn hafði verið að gauka því að okkur að fróðustu menn um hirðsiði Kremlverja þætt- ust sjá þess ýmis merki að Mikhail nokkur Gorbachev gengi hinum nýbakaða Sov- étleiðtoga næstur að völd- um. Gott og vel, og hvað höfðu fræðingarnir til marks um það? Jú, ‘það var til dæmis eitt að félagi Gorbachev hafði sést hægra megin við félaga Chernenko og alveg uppá síðunni á honum þegar þeir voru við embættisstörf á Rauða torginu. Og þetta er því miður ein furðumyndin enn úr kynja- húsinu sem ofsatrúarmað- urinn kennir við sósíalisma, lýðfrelsi og bræðralag. Það er semsagt helst að þegn- arnir geti áttað sig á því hverjir stjórni þeim þetta árið með því að grúfa sig yfir myndirnar sem teknar eru af heiðursmerkjahers- ingunni þegar hún lætur svo lítið að birtast á graf- hýsi Lenins til þess að með- taka hyllingu fjöldans. Lögmál hænsnabúsins, sem ég er hérna! Hver stendur hvar? Hvar eru kapparnir staðsettir á hænsnaprikunum? Hver kroppar í hausinn á hverj- um? Og hið frjálsborna verka- fólk sem við fengum að sjá í sjónvarpinu þarsem því hafði verið smalað saman í verksmiðjunum til þess að hlýða af tilheyrilegri and- akt á síðasta lofsönginn um hinn horfna leiðtoga — þetta frjálsborna og marg- prísaða verkafólk ræður nákvæmlega jafnmiklu um val þessa leiðtoga hverju sinni og vélarnar fyrir aft- an það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.