Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 35
ofa Gu MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 35 Björn Árdal Jóns- son — Minning María W.H. Eyvind'■ ardóttir — Kveöja Með fáum orðum ætla ég að kveðja vin minn, Björn Ardal Jónsson, sem lést langt um aldur fram. Árið 1975 kynntist ég Birni er við hófum samtímis nám í Mynd- listar- og handíðaskóla íslands. Björn útskrifaðist vorið 1979 úr málaradeild skólans. í námi og starfi var það aðal Björns að leggja sig fram og gera allt mjög vel. Öll samskipti hans við fólk einkenndust af einlægni og áreiðanleika, og hann var mað- ur sem fólk gat treyst. Það eru því Birting afmœlis- og minningar- greina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar veröa aö bcrast blaðinu meö góö- um fyrirvara. Þannig veröur grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaöi, aö berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliö- stætt meö greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getiö, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóö um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíöum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og meö góöu línubili. mjög margir, sem minnast Björns með miklum hlýhug. Fjölskyldu hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, og bið henni blessunar Guðs. Björgvin Björgvinsson Björn Árdal Jónsson lést af heilablóðfalli þann 16. febrúar 1984. Hann var fæddur 28. júlí 1952. Björn var sonur hjónanna Jóns Þórarinssonar og Sigríðar Björnsdóttur. Björn ólst upp á Smáragrund á Jökuldal og var einn af hópi sex systkina. Tæplega tvítugur fluttist hann ásamt for- eldrum sínum til Egilsstaða. Vorið 1975 fór Björn til Reykja- víkur til þess að þreyta inntöku- próf í Myndlista- og handíðaskóla Islands. Þá hófust kynni mín af Birni því að ég var einnig þátttak- andi i þessu prófi. Mér er það sér- staklega minnisstætt hve einbeitt- ur og kappsamur Björn var við að leysa hin ýmsu verkefni af hendi, en prófið tók fimm daga. Haustið eftir, er við hófum námið, sá ég að honum var það eiginlegt að leysa öll verkefni sem hann tók sér fyrir hendur eins fljótt og vel og honum var unnt. Birni var margt til lista lagt auk myndlistarinnar. Hann var bráðlaginn og útsjónarsamur við smíðar og vélaviðgerðir. Sá eiginleiki hans sem ég tel að lengst muni minnst verða var hin einstaka frásagnargáfa sem hann var gæddur. Honum var einkar lagið að finna spaugilegu hliðarn- ar á flestu sem á daga hans hafði drifið og ekki síst því sem varðaði hann sjálfan beint. Björn var einnig vel hagmæltur. Kastaði hann gjarnan fram vísu ef honum fannst mikið til um eitthvað. Hann átti marga góða vini enda var hann mjög tryggur sínum vin- um. Til marks um það get ég nefnt að þó að ég flytti norður á Hofsós fyrir um fjórum og hálfu ári þá hef ég verið í stöðugu sambandi við Björn síðan, aðallega símleiðis. Síðast hringdi hann í mig viku áð- ur en hann veiktist í seinna skipt- ið og var þá mjög hress í bragði enda taldi hann sig vera búinn að ná sér að fullu. Hann var farinn að aka skíðafólki í hópferðum. Björn hafði yndi af að ferðast inn- anlands og utan. Það átti því mjög vel við hann að aka ferðahópum um landið á sumrin. Þar samein- aði hann áhugamál sín og atvinnu. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa verið einn af þeim sem fengu að kynnast Birni vel, því slíkir menn auðga líf manns. Ég bið Guð að styrkja hans nánustu, foreldra og systkini. Hafþór Ragnar Þórhallsson Fædd 25. febrúar 1901 Dáin 12. desember 1983 I dag, þann 25. febrúar, hefði amma, María Wilhelmína Heil- mann Eyvindardóttir, orðið 83 ára hefði hún lifað. { tilefni afmælis- ins langar mig til þess að hripa niður nokkrar línur og minnast ömmu. Amma fæddist 25. febrúar 1901 á Laufásveginum. Foreldrar henn- ar voru merkishjónin þau Eyvind- ur Árnason og Sophía Heilmann. Amma var elst af þremur systkin- um, hin voru Dagmar og Osvald, sem bæði eru látin. Ég held að það sé óhætt að segja að amma hafi verið hamingjumanneskja í sínu lífi. Hún átti góða æsku, og góða elli. Amma var mjög lifandi og lagleg kona. Hún varð raunveru- lega aldrei gömul. Hún var með afbrigðum minnug, og hafði sér- staklega skemmtiíega frásagnar- gáfu. Eg man oft eftir því að ég bað hana að segja mér hvernig líf- ið hafði verið í gamla daga.. Ung giftist amma afa, Árna Böðvarssyni rakara og útgerðar- manni. Afi og amma byrjuðu sinn búskap hérna í Reykjavík, en fluttust síðan til Vestmannaeyja, þar sem afi rak útgerð og rakara- stofu í mörg ár. Þegar þau fluttust frá Eyjum keypti afi Klöpp á Sel- tjarnarnesi, þar sem þau bjuggu í mörg ár. En síðustu árin var heimili þeirra á Grenimelnum. Hjónaband ömmu og afa var mjög gott. Þeim varð sex barna auðið, en fimm eru nú á lífi. Amma missti mikið er afi lést árið 1975. En sem betur fer var hún ein af þeim sem átti ótal áhugamál, og lét sér aldrei leiðast. Eitt aðal- áhugamál hennar var að mála, en hún byrjaði á því seinni árin. Ég man sérstaklega vel eftir því hvernig það byrjaði. Það var um vor eitt er hún var að passa okkur systkinin. Ég var í vorprófunum og var með nokkrar teikningar heima sem ég var komin í tíma- þröng með að klára. Ég spurði því ömmu hvort hún gæti ekki hjálpað mér. Hún byrjaði, og upp frá því hætti hún aldrei. Það eru margar myndirnar hennar sem prýða mörg heimilin í dag. Ég ætla nú ekki að fara að rifja upp æviferil ömmu. Ég vildi bara þakka henni fyrir allt. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Mæja CHRYSLER sýning um helgina —13-17 Fallegii; ódýrir; f rískir og umf ram allt amerískir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.