Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
Samstöðuleiðtogi í útvarpssendingu:
Hvetur Pólverja
til ad kjósa ekki
Buenos Aires, 24. febrúar. AP.
ÆÐSTI herréttur Argentínu fyrir-
skipaði handtöku þriðja og jafn-
framt síðasta hershöfðingjans, sem
sat í argentísku herstjórninni á með-
an Falklandseyjastríðið stóð yfír.
Hershöfðinginn, sem var handtek-
inn, heitir Basilio Lami Dozo, 55 ára
gamall, og fyrrverandi yfírmaður
flughersins.
Honum, ásamt þeim Leopoldo
Galtieri, fyrrum forseta, og Jorge
Anaya, aðmíráli, hefur verið gefið
að sök að hafa gerst sekir um af-
glöp í starfi. Þessir þrír sátu í her-
stjórn landsins er Argentínumenn
áttu í Falklandseyjastríðinu við
Breta. Bæði Galtieri og Anaya
hafa komið fyrir rétt og eru enn í
haldi.
Yfirmönnunum þremur er gefið
að sök, auk ásakana um afglöp og
vanrækslu í starfi, að hafa leitt
Argentínumenn út í styrjöld við
Breta. „Styrjöld af stærðargráðu,
sem þjóðin var á engan hátt til-
búin í,“ segir í ákæruskjalinu.
Þá er bæði Galtieri og Anaya,
en ekki Lami Dozo, gefið að sök að
hafa ekki orðið við beiðni annarra
deilda hersins um hjálp á örlaga-
ríku augnabiiki. Slík neitun jafn-
gildir dauðarefsingu í Argentínu.
Lögregluvörður um
fbúð Medvedevs
„Kúlupilturinn“ látinn
Davíð, 12 ára piltur, sem alla ævi varð að dvelja í sótthreinsuðum vistarverum vegna þess
að líkama hans skorti allt ónæmi gegn sjúkdómum, lést sl. miðvikudag á Texas-barna-
sjúkrahúsinu. Foreldrar hans voru við banabeð hans, en nöfn þeirra hafa aldrei verið
gefin upp. Banamein Davíðs litla, sem þekktur var undir nafninu „Kúlupilturinn“, var
hjartagalli.
Vloskvu, 24. febrúar. AP.
SOVÉSKI sagnfræðingurinn Roy
Medvedev hefur orðið fyrir því að
undanförnu, að lögregluvörður hefur
staðið fyrir utan hús hans í Moskvu,
heimtað skilríki af gestum hans og
meinað erlendum að ganga inn. Med-
vedev heimsækja oft vestrænir frétta-
menn til að ræða um gang stjórnmála
í Sovétríkjunum. Lögregluvörðurinn
hefur nú staðið yfír í þrjá sólarhringa.
A slíku hefur aldrei borið áður og
Medvedev hefur engar skýringar
fengið.
í símtali við fréttamann AP sagði
Medvedev að lögreglan heftaði á
engan hátt för hans og Sovétmenn
mættu eftir sem áður sækja hann
heim. Medvedev er yfirlýstur marx-
isti og skoðanir hans fjarri því að
teljast andófskenndar. Þó ræðir
hann opinskátt um sovésk málefni
við vestræna fréttamenn án tilskip-
ana eða leyfis stjórnvalda. Á síð-
asta ári var hann varaður við að
lauma andsovéskum áróðri með í
málflutningi sínum, en að öðru leyti
hefur hann verið látinn óáreittur
þar til nú.
Einn vestrænn fréttamaður ætl-
aði að berja að dyrum í dag, en var
meinað um það eftir að lögreglu-
Roy Medvedev
þjónn hafði skoðað skilríki hans. Er
Vesturlandabúinn bað um skýr-
ingar, vísaði vörður laganna á utan-
ríkisráðuneytið, en er fréttamaður-
inn hringdi þangað sagði talsmaður
þess að lögregluvörðurinn væri ekki
á þeirra snærum. Sagðist hann ekk-
ert vita um málið.
Afganistan:
Barist víða í
höfuðborginni
Nýju I)elhí, 24. febrúar. AP.
BARDAGAR blossuðu upp í Kabúl,
höfuðborg Afganistan, í gær að því er
útvarpsstöð stjórnvalda greindi frá. Á
tveimur stöðum var barist og sagði í
útvarpsfregninni að 18 frelsisliðar
múhameðstrúarmanna hefðu fallið og
talsvert af kínverskum vopnum hefði
fallið í hendur stjórnarhermanna.
Talsmenn friðargæsluliða sögðu á
hinn bóginn að barist hefði verið á
fjórum vígstöðvum í Kabúl og hefði
stjórnarherinn afganski misst all-
marga menn.
Þá greindi sami talsmaður frá
því að eldflaug hefði hæft sovéska
sendiráðið í Kabúl í annað skiptið á
fáum dögum, en tjón hefði þó orðið
iítið bæði á mönnum og eigum
þeirra.
Babrak Karmal, forseti lepp-
stjórnarinnar sovésku í Afganistan,
hefur verið í Moskvu að undanförnu
og í dag ávarpaði hann stjórnmála-
ráðið sovéska og hinn nýja aðalrit-
ara, Konstantin Chernenko. Þar
bað hann um aukna aðstoð Sovét-
manna í baráttunni við frelsissveit-
irnar sem hafa gert stjórnarhern-
um og sovéskum hersveitum í Afg-
anistan margar og miklar skráveif-
ur. Gat hann þess að hann væri í
þann mund að hleypa af stokkunum
heima fyrir áætlun sem miðaði að
því að hneppa ungmenni og ekki
síst táninga í auknum mæli í
stjórnarherinn með þeim rökum, að
byltingin í Afganistan hefði aukið
möguleika ungmenna í landinu á
því að „auka víðsýni sína og mennt-
ast“, eins og hann komst að orði og
bætti auk þess við: „Það verður að
kenna ungum Afgönum, að hata
óvini Afganistan."
Galtieri á dauðarefe-
ingu yfir höfði sér
Þriðji fyrrum yfirmaður hersins handtekinn á skömmum tíma
Varsjá, 24. febrúar. AP.
EINN KUNNASTI leiðtogi Samstöðu, hinna frjálsu verkalýðsfélaga í Pól-
landi sem stjórnvöld hafa bannað, las tilkynningu í leyniútvarpsstöð samtak-
anna í dag. Leiðtoginn, Zbignew Bujak, hvatti þar landsmenn til að kjósa
ekki 17. júní næstkomandi, en með því að kjósa tæki fólk þar með á sig hiuta
af ábyrgðinni á stjórnarháttum í landinu.
Þetta var í fyrsta skipti síðan í varpsstöð Samstöðu sendi frá sér
desember á síðasta ári að út- tilkynningu í þessum dúr og þess
Dularfull flogaveiki
veldur getuleysi karla
Boston, 24. febrúar. AP.
VÍSINDAMENN HAFA komist á snoðir um undarlega tegund floga-
veiki sem hefur meðal annars getuleysi hjá karlmönnum í fór með sér.
„Enn ein líkamlega skýringin á getuieysi, það líður senn að því að
karlmenn hætti að leita sálfræðinga vegna getuleysis, það fínnast nú
mjög ört hinar ýmsu líkamlegu óreglur sem valda slíku frekar en
andlegar orsakir. Mér sýnist að þær séu í afar mörgum tilfellum
afleiðing af óþekktum Ifkamlegum ástæðum," sagði Richard Spark
prófessor við háskólann í Boston, og fyrirliði þeirra er rannsakað hafa
málið.
Hér er um tímabundna floga-
veiki í afmörkuðum líkamshlut-
um að ræða og kemur sýkin í veg
fyrir framleiðslu kynhormóna,
dregur þvi úr kynhvötinni.
Spark segir að enn sé ógerningur
að geta sér til um hversu út-
breidd þessi tegund flogaveiki sé
meðal getulausra karlmanna, en
af 16 slíkum í rannsókn hans
reyndust 11 óafvitandi vera
haldnir henni. Auk þess hefur
veikin fundist í 40 getulausum
karlmönnum á sjúkrahúsinu þar
sem hann starfar, síðan hann
uppgötvaði hana fyrst, 1982.
Flogaveiki þessi hefur ekki
sömu einkenni og fólk setur
strax í samband við sjúkdóminn.
Þeir sem hafa þennan sjúkdóm
fá ekki hin fárlegu krampaköst,
en á hinn bóginn þjást sjúkl-
ingarnir af fjölbreytilegum
hegðunartruflunum. Má þar
nefna verki sem virðast engar
rætur eiga, skyndibræði af eng-
um sökum, yfirlið, fólk vætir
rúm sín og verður ringlað.
Spark og samstarfsmenn hans
rannsaka nú einnig möguleg lyf
gegn þessari dularfullu floga-
veiki, en hann segir að í sumum
tilvikum hafi hefðbundin floga-
veikilyf unnið bug á veikinni og
fært mönnum aftur kyngetuna.
Er nýtt breskt njósna-
hneyksli í uppsiglingu?
London, 24. febrúar. AP.
BRESKA dagblaðið Daily Mail
skýrði frá því í dag, að starfsmenn
bresku leyniþjónustunnar hefðu
komið upp um njósna- og fjar-
skiptastöðvar sovésku leyniþjón-
ustunnar, KGB, á Kýpur.
Frétt blaðsins fylgdi í kjölfar
þeirrar tilkynningar breska
varnarmálaráðuneytisins, að
háttsettur maður innan
bækistöðvar breska flughersins
á eynni hefði verið spurður
spjörunum úr að undanförnu
vegna gruns um upplýsingaleka.
Annað Lundúnablað, Daily
Telegraph, skýrði frá því í kjöl-
far tilkynningar varnarmála-
ráðuneytisins, að ráðherrar
landsins hefðu verið varaðir við
því að nýtt njósnamál kynni að
vera í uppsiglingu.
Kýpur var áður bresk nýlenda,
en samkvæmt samkomulagi á
milli þjóðanna frá árinu 1960, er
eyjan fékk sjálfstæði, mega
Bretar hafa tvær herstöðvar á
henni. Fjarskiptastöðvar á Kýp-
ur hafa gegnt mjög mikilvægu
hlutverki í því styrjaldarástandi
sem ríkt hefur fyrir botni Mið-
jarðarhafs.
Aðferðirnar, sem beitt hefur
verið af hálfu Sovétmanna til
þess að fá upplýsingar hafa
einkum falist í því að lokka
menn í faðm fagurra kvenna.
Hafa þeir síðan verið myndaðir í
bak og fyrir, oft fá- eða óklæddir
með öllu, með nakið kvenfólkið
sér við hlið.
var getið, að aðrir leiðtogar Sam-
stöðu, sem fara huldu höfði, væru
fylgjandi yfirlýsingu Bujaks.
Stjórnvöld reyna jafnan að trufla
útsendingar Samstöðuútvarps-
stöðva sem eru víða í Póllandi og
tekst það jafnan all vel, enda eru
sendar Samstöðu jafnan veikir. Þó
komst tilkynning Bujaks til skila
víða í Varsjá.
Talið er að stjórnvöld óttist
nokkuð að fólk muni hlýða kalli
Bujaks og Samstöðu og kjósa ekki.
Gæti það orðið til þess að kosning-
unum yrði að fresta til næsta árs.
Kosningarnar myndu ekki vera
frjálsar, allir frambjóðendur eru
kannaðir ofan í kjölinn ef svo
mætti segja af nefnd á vegum
stjórnvalda, þannig að stjórnar-
andstæðingur myndi aldrei
hreppa þingsæti.
í tilkynningu sinni lýsti Bujak
nokkrum fylgifiskum herstjórnar-
innar, 300 pólitískum föngum,
versnandi efnahag, umhverfis-
spillingu og húsnæði í niðurníðslu.
„Það yrði stórgóður pólitískur sig-
ur ef fólk sæti heima í stað þess að
kjósa," sagði Bujak.
Eþíópía:
2,7 millj-
ónir dóu
úr hungri
AÐ SÖGN stjórnvalda í Eþíópíu lét-
ust a.m.k. 2,7 railljónir manna úr
hungri á þeim fímm þurrkaskeiöum,
sem voru í Eþíópíu á árunum
1958—74 og tvær milljónir manna
flosnuöu upp af þessum sökum. Eng-
ar tölur eru til um síöasta áratug eöa
afíeiöingar þurrkanna, sem nú ríkja.
Tigre og Eritrea eru þau svæði í
Eþíópíu, sem verst hafa orðið úti í
þurrkunum en þar ráða skærulið-
ar víða lögum og lofum. Núverandi
stjórnvöld segja fyrri stjórn Haile
Selassie keisara hafa bannað allan
fréttaflutning af hungurdauða í
landinu en hafa þó sjálf engar
upplýsingar um ástandið í landinu
núna. Um þessar mundir er haldin
ráðstefna á vegum SÞ um veður-
farsbreytingar og þurrkana í Afr-
íku en margir hafa nú miklar
áhyggjur af framgangi eyðimark-
anna í Afríku og annars staðar.