Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 Keramiknámskeið verður haldið að Ingólfsstræti 18. Uppl. á vinnu- stofu í síma 21981 eða í heimasíma 29734 og 35349. Til sölu jöröin Sveinungseyri, Gufudalshreppi, Austur- Barðastrandarsýslu. Veiðiréttur í Múlaá og góðir möguleikar til fiskiræktar. Uppl. gefur Björgvin Þorsteinsson hdl., Lágmúla 7, sími 82622. Bíll til sölu: Range Rover ’80 Litur hvítur, ekinn aöeins 30 þús. km, lituö gler, útvarp og segulband, teppalagöur, góð Michelin- dekk, listar á hliðum. Mjög fallegur og vel meö farinn bíll. Tilboð merkt: „R — 1836“ leggist inn á augld. Mbl. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið aö notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 25. febrúar veröa til viötals Magnús L. Sveinsson og Vilhjálmur G. Vil- hjálmsson. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SVEIN SIGURÐSSON Erling Norvik og Jo Benkow. Flokkurinn byggist á fólkinu, ekki bara þingstörfunum. Söguleg formannsskipti í norska Hægriflokknum Hægriflokkurinn norski er 100 ára um þessar mundir og heldur upp á afmæliö með sögulegum formannsskiptum. Jo Benkow, formaöur flokks- ins og þingflokksins, hefur ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér og á landsfundi flokksins í ágúst nk. mun Erling Norvik, fyrrum formaður flokksins, taka við embættinu á nýjan leik. Segja má, að Benkow sé neyddur til að segja af sér, því að í nóvember sl. ákvað hann að vera aftur í framboði, en dró sig til baka, þegar hann gerði sér grein fyrir sam- blæstrinum gegn sér innan flokksins. Jo Benkow tók við for- mennskunni á landsfundi Hægriflokksins í Skien árið 1980 og hefur jafnframt verið for- maður þingflokksins. Benkow er vel metinn í flokknum og hefur ávallt unnið honum vel, en flokksdeildunum finnst sem hann hafi ekki sinnt þeim sem skyldi, hann hafi einfaldlega ekki haft tíma til að gegna báð- um störfunum samtímis. Auk þess ríkir mikil óánægja með þær málamiðlanir, sem hafa ein- kennt stjórnarsamstarfið og þynnt út eða gert að engu mörg helstu stefnumál Hægriflokks- ins. Benkow hefur talið sér það skylt sem formanni að verja all- ar málamiðlanirnar, en flestir flokksmanna telja, að formaður- inn eigi „bara“ að vera formaður flokksins og ekki sjálfskipaður talsmaður allrar ríkisstjórnar- innar. Erling Norvik á langan feril innan Hægriflokksins og hóf sín pólitisku afskipti fyrst árið 1948 þegar hann barðist fyrir kjöri föður síns, sem líka hét Erling, sem þingmanns fyrir Finn- mörku. Faðir hans var kjörinn á þing árið 1949 og sat í þrjú kjör- tímabil, en þá tók sonurinn við og var einnig á þingi í þrjú kjör- timabil, frá 1961—73. Norvik var varaformaður þingflokksins í tvö ár en samt virtust þingstörfin ekki eiga vel við hann. Honum fannst hann kafna innan um skjalabunkana í Stórþinginu, í nefndarstörfum og baktjaldamakkinu. Hans staður var í flokksfélögunum þar sem hann gat einbeitt sér að starfinu sjálfu, skipulagningu þess og stefnumótun. Árið 1970 varð Norvik varaformaður Hægriflokksins og formaður hans árið 1974. Með formennsku Norviks hófst mikið uppgangstímabil fyrir Hægriflokkinn, sem jók fylgi sitt í hverjum kosningun- um á fætur öðrum, úr 25% þegar Norvik tók við í 30% þegar hann fór frá. Norvik var með eindæm- um vinsæll formaður, alltaf glaður og reifur, stefnufastur og kunni um leið að tala við fólk á því máli, sem það skildi og lík- aði. Norvik tókst að vekja eldleg- an áhuga meðal flokksmanna, en Jo Benkow er hins vegar sakaður um að hafa tekist að slökkva hann. Það er fyrst og fremst þess vegna sem flokksmennirnir kalla nú aftur á Norvik. Miklar vonir eru bundnar við Norvik sem formann og e.t.v. meiri en eðlilegt er. Hægriflokk- urinn er ekki lengur stjórnar- andstöðuflokkur heldur ríkis- stjórnarflokkur, sem þarf óhjá- kvæmilega að taka tillit til sam- starfsflokkanna, en víst er þó, að formennska hans verður með öðrum brag en hjá Benkow. Norvik þarf ekki að sinna tíma- frekum þingstörfum og mun því geta helgað sig starfinu óskipt- ur, farið um landið þvert og endilangt og blásið nýju lífi í flokksstarfið. Fyrir þremur ár- um var Norvik spurður hvort hægribylgjan í Noregi væri búin að ná hámarki sínu og þá gaf hann þetta svar, sem er einkenn- andi fyrir og skýrir um leið hvers vegna hann er nú kallaður aftur til forystu: „Það er undir okkur sjálfum komið." Eins og fyrr sagði hafði Jo Benkow ákveðið í nóvember sl. að gefa aftur kost á sér sem formaður Hægriflokksins og lengi vel var ekki útlit fyrir ann- að en hann yrði sjálfkjörinn á landsfundinum í ágúst. Almenn- ir flokksfélagar voru hins vegar á öðru máli og hófu þá strax að vinna að endurkomu Norviks. Það sýnir kannski hvað best hvað Benkow hefur verið ein- angraður í embættinu og í litlum tengslum við hinn almenna flokksmann, að það kom honum í opna skjöldu þegar flokksdeildin á Finnmörku reið á vaðið og stakk upp á Norvik sem for- manni. I kjölfarið komu svo flokksdeildirnar í öðrum fylkj- um og þá sá Benkow hvert stefndi. Hann boðaði til blaða- mannafundar þar sem hann til- kynnti, að hann hefði dregið framboðið til baka og að Norvik væri rétti maðurinn í embættið. Nú kann einhverjum að finn- ast sem formannsskipti í norska Hægriflokknum komi ekki öðr- um við en- Norðmönnum og flokksmönnum sjálfum, en þetta mál sýnir þó í hnotskurn þann vanda, sem við er að glíma í lýð- ræðislegum stjórnmálaflokkum. Forystumönnum hættir nefni- lega til að einangrast frá al- menningi og flokksmönnum sín- um. Þeir gleyma sér stundum í annríkinu á þingi, nefndastörf- unum, utanlandsferðunum og samningamakkinu og muna kannski ekki eftir því nema á fjögurra ára fresti hvaðan þeir hafa umboð sitt. Með þetta í huga er búist við milu af Erling Norvik því að hann ætlar aðeins að gegna formannsstarfinu, lifandi sam- bandi við fólkið sjálft. Að sjálf- sögðu mun hann verða að út- skýra fyrir flokksmönnum ákvarðanir flokksforystunnar, sem ekki hefur verið gert nóg af hingað til, en auk þess mun hann hafa aðstöðu til að skýra fyrir forystunni skoðanir almennra flokksmanna. Ef vel tekst til með þessa skipan hjá Hægri- flokknum er ekki ólíklegt að hún muni hafa mikil áhrif á skipulag annarra stjórnmálaflokka í Nor- egi. (Heimildir: Aftenpostcn, Daghladet, Verdens Gang.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.