Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 v þú vacst sterkar'i í fyrstu brú&kaupsferb'ir\n\" ást er ... ... að faðmast til að halda á sér hita. TM Rag. U.S. Pat. Off.—all rights reserved °1984 Los Angeles Times SyrxJicate Með morgnnkaffinu Sérðu ekki maður að allir pen- ingarnir eru farnir? HÖGNI HREKKVÍSI v HAKIN Ef? AD MOTA TiMAMN, rygST VlP El?UM m6 ElMU simm/ STOPP. • Snæfellsnes — Breiðuvíkurhreppur: Þyrfti að gera úrbætur í síma- og vegamálum Til Velvakanda Finnbogi Lárusson skrifar: „Hinn 13. janúar sl. birtist í Velvakanda grein eftir Svövu Guðmundsdóttur, Görðum, með yfirskriftinni: „Ekki er gott í litlu þjóðfélagi að heilu byggðarlögin gleymist næstum". Eg vil þakka Svövu fyrir þessa góðu grein, og tek undir það sem hún segir. Við Breiðvíkingar búum ekki svo vel að hafa sjálfvirk sím- tæki á borðinu eins og Staðsveit- ungar, svo það verður lengra í land hjá okkur að við getum hætt að hrópa í símann — bara að við verðum ekki orðnir raddlausir þegar að því kemur. Sveitungarnir geta ekki talað saman vegna þess hve sambandið er slæmt, og það er undir hælinn lagt hvort það tekst að fá nothæft samband út á land. Símþjónustustúlkurnar í Borgar- nesi hafa gert allt sem þær hafa getað til að greiða fyrir okkur með samtöl. Samkvæmt minni reynslu eru þær mjög liðlegar og vil ég nota tækifærið til að þakka þeim ágæta þjónustu. Við teljum að sjálfsögðu víst að við þurfum ekki að borga afnotagjald við þessar aðstæður — en ég spyr: hvenær fáum við betra símasamband? Þá vil ég fara nokkrum orðum um samgöngur og vegamál. Við Breiðvíkingar höfum lengi búið við slæmar samgöngur og vonda vegi, og enn rofar lítið til í þeim efnum. Á síðastliðnu hausti lag- færði vegagerðin að nokkru leyti verstu snjóskaflana á Útnesvegi, á svæðinu frá Hellnaafleggjara að Purkhólum og eitthvað vestar, en fjárveiting lá fyrir í þetta verk. Þessir vegaspottar er laga átti voru ákveðnir í samráði við hreppsnefndina. Að þessum lag- færingum var mikil bót, það hefur sýnt sig nú í vetur — en betur má ef duga skal. Sá galli var á gjöf Njarðar að brekkan sunnanvert við Purkhóla var ekki löguð, sem er þó einn versti snjóstaðurinn, og einmitt þarna hefur mestur snjór komið í vetur og lokað leiðinni til Hellissands. En hvers vegna var ekki þessi vegarspotti lagaður — var fjár- veitingin búin? Nei, svo reyndist ekki vera, heldur hafði verið tekið af fjárveitingunni í fyrirtæki utansveitar og það ekki svo lítið: kr. 300 þús., hefur verið haft eftir góðum heimildum. Þetta hefur komið okkur, og öðrum vegfarend- um, illa í koll í vetur. Áðurnefnda Purkhólabrekku og fleiri vegar- spotta hefði mátt gera góða fyrir þetta fé, sem notað var í annað. Þá vík ég að snjómokstrinum. í þessum snjóakafla sem staðið hef- ur síðan fyrir jól, hefur vegurinn hér í sveit verið mokaður þrisvar útað Hellnum, en ekki að enda byggðarinnar, að Malarrifi, sem hefði þó þurft. Þar hafa skaflar lokað veginum frá Hellnum að Malarrifi og svo í áðurnefndri Purkhólabrekku. Hefði nú verið mokað að Purkhólum þá væri þar með opið til Hellissands, en vegur- inn frá Hellnum til Hellissands hefur aldrei verið mokaður. Marg- ir jeppabílar hafa farið þessa leið í brýnum erindum og komist með því að moka sig í gegn um snjó- skaflana, en það hefur tekið allt uppí 6 klukkustundir að komast á milli Hellissands og Hellna með þessu móti, sem annars um 45 mínútna keyrsla. Mér finnst þessi vinnubrögð vera fyrir neðan allar hellur. Finnst ekki hægt að einangra þannig eitt heimili í hreppnum, og varla hefði það munað öllu þó mokað hefði verið að Purkhólum, og þar með opnuð leiðin til Hellis- sands, því ekki er um aðra leið að velja fyrir hreppsbúa að komast til Hellissands eða Ólafsvíkur í verslunarerindum eða þá til að leita læknis. Ekki vil ég kenna neinum ein- staklingi um þessi vinnubrögð. Ég held að þarna sé um mistök eða skipulagsleysi að ræða, nema hvort tveggja sé. Þetta var líka svona í fyrravetur og endurtekur sig nú. f þessu sambandi vil ég minnast á sérleyfisrútuna sem heldur uppi ferðum á Snæfellsnes. í þessum snjóakafla hefur hann farið Heiðdal og norðan fjalls, til Ólafsvíkur og Hellissands. Þar taka þeir bílinn sem þurfa að komast í Breiðuvík en verða þó að fara með rútunni til Hellissands fyrst í þeirri von að þeir komist til Breiðuvíkur um Útnesveg, en hvort það tekst er undir hælinn lagt. Þá sýnist mér að erfiðleikum sé bundið fyrir það fólk sem þarf að komast í eða úr sveitunum vestan Heiðdalsvegar sunnanfjalls, að 3271-9775 skrifar: Velvakandi góður! í Velvakanda þann 10. febr- úar sl. lýsir Ólafur Þorsteins- son sig andvígan hundum og hundahaldi í Reykjavík. Sagði hann m.a. frá þvi í bréfi sínu, að hundur hefði hlaupið inn á leikvöll og gert öll sín stykki í sandkassa þar. Þessu er ég ekki að mæla bót. En Ólafur gleymir bara öllum hinum ferðast með rútunni. Ur þessu mætti bæta á þann hátt að áætl- unarrúta færi vestur hreppana sunnanfjalls um Útnesveg til Hellissands og ólafsvíkur og sömu leið til baka, en önnur Heiðdal. Þá nyti öll byggðin sunnan fjalls þessarar þjónustu, og vegfarendur einnig. Þetta væri til mikilla bóta, og þó ekki væru daglegar ferðir er ég viss um að það fólk sem ferðast með áætlunarbílnum til og frá Ólafsvík og Sandi, myndi heldur fara þessa leið en Heiðdal — það munar miklu á vegalengd. Það er mjög einkennileg ráð- stöfun að sérleyfisrútan skuli ekki fara um Útnesveg í staðinn fyrir Fróðárheiði — nú er ólafsvíkur- enni ekki farartálmi lengur. Ég þori að fullyrða að mikið ódýrara yrði að halda Útnesvegi opnum en Fróðárheiði, því Útnesvegur er mjög snjóléttur og þó sérstaklega kaflinn frá Hellnum til Hellis- sands. í vetur hefur þetta verið snjóléttasta svæðið á nesinu, og hefur reyndar verið um áraraðir. Þá finnst mér það vera stórt at- riði að byggðin í Breiðuvík mundi með þessu fá stórbættar samgöng- ur, sem Breiðvíkingar hafa svo sannarlega farið á mis við, og er tími til kominn að bæta um. Þetta yrði öllum vegfarendum til mikils hagræðis. Bílar hafa mjög oft orð- ið að snúa við á Fróðárheiði og fara Útnesveg. Ég lít svo á að leggja beri áherslu á að bæta Út- nesveg. Ég er nærri viss um að ekki stendur á sérleyfishafanum að bæta þjónustuna við fólkið, og þar á meðal okkur hér á Breiðuvík — þetta eru úrvalsmenn og hafa veitt hér þjónustu með heiðri og sóma. Að endingu mælist ég vinsam- legast til þess við alla sem þessum málum ráða, að þeir taki öll þessi mál til rækilegrar athugunar — og verði þau metin af raunsæi, þá treysti ég því að úr verði bætt. hugulsömu, sem hugsa vel um hundana sína, og eru með þar til gerða poka og taka upp saurinn jafnóðum. Hann gleymir líka að það eru kettir í borginni svo hundruðum skiptir og þeir gera líka öll sín stykki í sandkassana á leik- völlunum þar sem börnin eru — fyrir nú utan að drepa í stórum stíl fuglana okkar. Það gera hundarnir ekki. Athugasemd við orð Ólafs um hundahald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.