Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 Vöhindur hefur verið til húsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu allar götur síðan 1905. _ -r ». ; _ • < Timbursala hefur verið stór hluti starfsemi Völundar í gegnum tíðina. Úr framleiðsludeild í Skeifunni 19. Sýningarsalur Völundar í Skeifunni hefur verið stækkaður til muna og er hugmyndin að sem mest af framleiðsluvörum fyrirtækisins sé þar uppsett. F.v. Gestur Geirsson, sölumaður, Þóra Birna Björnsdóttir, arkitekt, og Jón Þór Hjaltason, verksmiðjustjóri. Sveinn K. Sveinsson, framkvæmdastjóri. Kjarni starfsmanna hefur unnið áratugum saman hjá fyrirtækinu og hefur verið okkur ómetanlegur Timburverzlunin Völundur hf. er 80 ára í dag, en stofnfundur félagsins var haldinn 25. febrú- ar 1904, að sögn Sveins K. Sveinssonar, annars tveggja framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. „Á stofnfundinum lögðu 40 hluthafar fram 300 krónur hver í stofnfé, eða samtals 12.000 krónur. Flestir voru stofnendur fyrirtækisins trésmiðir.“ „Fljótlega eftir stofnun Völ- undar fékkst hentug lóð fyrir starfsemi fyrirtækisins að Klapparstíg 1. Fljótlega var hafizt handa við að reisa timburverksmiðju fyrirtækis- ins og var hún tekin í notkun 7. nóvember 1905. Verksmiðju- stjóri var ráðinn danskur maður, Rostgard að nafni, en fyrsti framkvæmdastjóri vari ráðinn Magnús H. Blöndal," sagði Sveinn K. Sveinsson ennfremur. „Auk timburverzlunarinnar var tekin ákvörðun um rekst- ur á tunnuverksmiðju og hús- gagnaverksmiðju. Fyrirtækið haslaði sér fljótlega völl sem verktakafyrirtæki og byggði mörg af þekktustu húsum landsins og ber þar hæst Safnahúsið við Hverfisgötu. Smám saman breyttist starf- semin í það form, sem hún er í í dag,“ sagði Sveinn K. Sveins- son. „það má segja, að starfsemi okkar sé tvíþætt í megindrátt- um í dag. Annars vegar er það innflutningur á timbri og öðr- — segir Sveinn K. Sveinsson, framkvæmda- stjóri Völundar um byggingarvörum og hins vegar er það rekstur verk- smiðju, sem framleiðir ýmsar tegundir hurða, glugga og fleiri tréhluta. Við höfum verið með sér- stakt hagræðingarverkefni í gangi í verksmiðju fyrirtækis- ins í Skeifunni 19 og það hefur gefið mjög góða raun. Skilað sér í mun meiri framleiðni og framleiðslu," sagði Sveinn K. Sveinsson. Aðspurður um aðstöðu fyrirtækisins í dag sagði Sveinn, að verulega væri að fyrirtækinu þrengt. Það hefði í raun sprengt utan af sér starfsemina. „Borgarstjórn hefur ákveðið, að íbúðabyggð muni rísa á því svæði, sem við höfum til umráða við Klapp- arstíg og Skúlagötu. Mun starfsemi fyrirtækisins því flytjast til þeirra lóða, sem borgaryfirvöld hafa úthlutað fyrirtækinu, annars vegar í Skeifunni, þar sem trésmiðja fyrirtækisins hefur þegar starfað í nokkur ár, og hins vegar að lóð á horni Gufunes- vegar og Vesturlandsvegar. Þegar þessar breytingar verða um garð gengnar reikna ég með, að aðstaða okkar verði komin í gott horf,“ sagði Sveinn K. Sveinsson. Sveinn K. Sveinsson sagði það hafa verið happ fyrirtæk- isins í gegnum tíðina hversu gott starfsfólk það hefði alla tíð haft. „Við höfum haft kjarna starfsmanna, sem hef- ur unnið hjá okkur áratugum saman, sem hefur verið fyrir- tækinu ómetanlegt." Um framtíðina sagði Sveinn K. Sveinsson, framkvæmda- stjóri Völundar: „Framtíðin er björt að mínu mati. Það hafa átt sér stað miklar breytingar á undanförnum mánuðum, sem hafa komið mjög vel út. Hagræðingarverkefni hefur verið í gangi síðustu mánuði í verksmiðju fyrirtækisins í Skeifunni og það mun halda áfram, enda hefur það þegar skilað umtalsverðum árangri. Þá er vert að geta um tölvu- væðingu fyrirtækisins, sem átti sér stað um síðustu ára- mót. Segja má, að öll starf- semin tengist tölvunni á einn eða annan hátt, nema hvað framleiðslubókhaldið kemur ekki inn fyrr en í vor.“ Eins og áður sagði er Sveinn K. Sveinsson annar tveggja framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, en auk hans veitir bróðir hans, Leifur Sveinsson, Völ- undi forstöðu. Leifur Sveinsson, framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.