Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 45 \^L?AKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS ny if Rafmagnsveita Reykjavíkur: Svör vegna fyrirspurna hinn 8. og 16. febrúar si Geller ocp Balashov tefla í MIR-salnum Sovésku stórmeistararn- ir Efím Geller og Júrí Balashov veröa gestir MÍR og tefla fjöltefli í MÍR- salnum, Lindargötu 48, mánudagskvöldiö 27. febrúar kl. 20.30. Þeir sem hafa hug á því aö etja kappi viö skákmeistar- ana hafi meö sér töfl. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. MÍR Til Velvakanda. Vegna fyrirspurna til Raf- magnsveitu Reykjavíkur 8. og 16. febrúar síðastliðinn skal eftirfar- andi tekið fram: Rafmagnsveita Reykjavíkur les á mæla hjá almennum orkukaup- endum einu sinni á ári. Eftir álestur er orkukaupendum sendur svokallaður álestrarreikningur sem er miðaður við mælda orku- notkun frá síðasta álestri. Álestr- arreikningur er sundurliðaður þannig, að fram koma einingar- verð og gjaldskrártímabil. Milli álestra eru sendir fimm svonefnd- ir áætlunarreikningar (á u.þ.b. tveggja mánaða fresti). Hver áætlunarreikningur er miðaður við u.þ.b. f/6 af áætlaðri ársnotkun, sem er byggð á síðustu mældri orkunotkun. Áætlunarreikningar eru miðaðir við að orkunotkun sé jöfn allt árið og eru því sem næst jafnháir milli álestra, að því gefnu að gjaldskrá breytist ekki. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur nýlega tekið í notkun nýtt gagnavinnslu- og innheimtukerfi. Nokkrir byrjunarerfiðleikar hafa verið. Verið er að lagfæra ýmsa agnúa sem í ljós hafa komið og starfsfólk hefur verið að kynnast notkun kerfisins og þjálfast í með- ferð þess. Því miður hefur prentun reikninga í nokkrum tilvikum far- ið úrskeiðis, sem hefur haft í för með sér, að reikningar hafa borizt einstaka orkukaupendum seint. Rafmagnsveitunni er að sjálf- sögðu kunnugt um þessi tilvik og er tekið fyllsta tillit til þeirra í sambandi við innheimtuaðgerðir. Ennfremur skal tekið fram, að sé eindagi á laugardegi, sunnudegi eða öðrum frídögum, flyzt eindag- inn að sjálfsögðu yfir á næsta virka dag á eftir. Rafmagnsveitan telur ekki ástæðu til að tíunda hin ýmsu gjöld, svo sem söluskatt og verð- jöfnunargjald á sjálfum reikning- unum. Verðjöfnunargjald nemur nú 19% og söluskattur 23,5%. Af hverjum 100 kr., sem greiddar voru Rafmagnsveitu Reykjavíkur á árinu 1983 vegna orkukaupa, námu verðjöfnunargjald og sölu- skattur 28 kr., orkukaup frá Landsvirkjun 44 kr. og hluti Rafmagnsveitunnar nam 28 kr. til að standa undir rekstri og fram- kvæmdum. Rafmagnsveita Reykjavíkur byrjar að reikna vanskilavexti á öll vanskil 5. marz næstkomandi. Vanskilavextir falla á reikning, sé hann greiddur eftir eindaga. Leit- ast verður við að tryggja það, að orkureikningur berist orkukaup- anda að minnsta kosti 15 dögum fyrir eindaga. Orkureikningar eru ýmist born- ir út af starfsfólki Rafmagnsveit- unnar eða sendir í pósti. Ástæða þess að reikningar hafa verið bornir út af starfsfólki veitunnar er sú, að það hefur verið ódýrara en þjónusta Pósts og síma. Rafmagnsveita Reykjavíkur Kynleg frásögn Til Velvakanda. í Morgunblaðinu hinn 10. þ.m. var frásögn um stafsetningar- próf hjá níundu bekkjum grunnskóla. Blaðið furðar sig á einni málsgreininni, og er ég ekki undrandi á því. Hvernig dettur nokkrum skólamanni í hug að koma með svona vitleysu til prófs, þar sem getið er um viðhorf landsmanna í strjálbýli til höfuðstaðarbúa. Ég held fólk virði og meti höfuðborgina, enda koma margir hingað í ýmsum er- indum, og fjöldi fólks flytur hingað, ekki síst á efri árum. Þá ei verkefnið illa hugsað frá því sjónarmiði, að innræta ungling- Stafsetning og landshlutarígur Um þessar mundir ganga 3.876 nemendur undir samræmd próf 9. bekkjar grunnskóla. óskar Morgun- blaðið þeim öllum velfarnað- ar. Dugmikið og vel menntað æskufólk er besti auður sérhverrar þjóðar, ekki sist jafn fámennrar og við erum, þar sem meira er krafist af sérhverjum einstaklingi en meðal fjölmennari þjóða. Á þriðjudaginn var efnt til samraemds prófs í stafsetn- unum þessa skoðun, sem er bæði ill og ósönn og til skaða og skammar. Það mætti skrifa ýmislegt um þetta mál, en vel sé blaðinu að hafa haft orð á þessu. Gestur. Frábærar stjúp- systur á Naustinu 1664-6652 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: „Eg fór ásamt vinafólki í Naustið föstudags- kvöldið 17. þ.m. Þarna var mjög huggulegt að vera, en það sem setti svip á kvöldið og gerði það eftirminnilegt voru hinar eld- hressu Stjúpsystur, sem þarna komu fram. Það kom okkur mjög á óvart hversu vel þær skemmtu og raunar fannst okkur þær al- veg frábærar. Það er alltof sjaldgæft að sjá konur með svona skemmtiatriði. Takk fyrir okkur og áfram stelpur." „Hratt flýgur stund“ — frábær útvarpsþáttur Margrét hringdi og hafði eftir- farandi að segja: „Mig langar til að þakka Gunnari Erni fyrir frábæran þátt í útvarpinu — þáttinn „Hratt flýgur stund". Það má svo sannarlega segja að stundin fljúgi hratt þegar maður hlustar á þennan þátt, svo vel er að honum staðið." Höfuðstafurinn passaði ekki við stuðlana Kona hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „Það var farið með íslenzka gátu í útvarpsþætti barnanna, Hrímgrund, sl. laug- ardag, en gátuna hafði ég lært svona: Tíu toga fjóra tvö ent höfuðin á, rassinn upp og rassinn niður — og rófan aftan á. í Hrímgrund var síðasta hend- ingin hins vegar höfð „og halinn aftaná". Ég veit að sjálfsögðu að það er talað um hala á kúm, en sé farið svona með gátuna pass- ar höfuðstafurinn (h) ekki við stuðlana (r), þannig að kveðandi vísunnar brenglast. Þess vegna þykir mér það fara betur að gát- an sé höfð í upprunalegri mynd.“ ísmat hf. kann- ar framleiðslu á niðursoðnum hundamat Gunnar Páll Ingólfsson hjá ísmat hf. í Ytri-Njarðvík sló á þráðinn til Velvakanda: „Það birtist bréf frá konu í Velvak- anda hinn 19. þ.m. þar seiri hún hvetur íslendinga til að taka upp hundamenningu og framleiða gæludýrafóður — Icelandic Pet Products. Við hjá ísmati hf. I Ytri-Njarðvík höfum um nokk- urt skeið verið með það í athug- un að framleiða niðursoðinn hundamat. Þegar hafa verið gerðar hér prufur til að kanna gæðin, og munu niðurstöður mats á þeim sýna áður en langt líður hvort hagkvæmt sé að fara út í þessa framleiðslu." Afléttið hundabanni — framleiðið gsludýrafóður „Kæri Velvakandi. Mig langmr aðeins til aö leggja orö f belg út af hinu ei- lffa þnetuefni, hundahaldinu, maetti ekki breyta þesau hug- taki I „hundamenningu*. „Gaeludýramenning*, eða sú atvinnustarfsemi sem henni tengist, er stór viöskiptaliöur f flestum þjóöfélðgum heimsins. Gefur þessi iðja þjóðfélögunum svo mikinn arð, að fjöldi manna hefur góða afkomu af allri þeirri þjónustu er þessi dýr þarfnast Mér finnst mál til komið að tslendingar taki aðra stefnu varðandi viðhorf til gmiudýra. GULLNI HANINN BISTRO Á BESTA STAÐÍEÆNUM Veitingasalurinn er ekki stór í sniðum, hann er mátulega stór til að skapa rétta stemmningu, góð persónuleg tengsl á milli gesta og þeirra sem þjóna þeim til borðs. Svo eru fáir, sem slá Gullna hananum við í matargerð. Mjög fáir. LAUGAVEGI 178, SÍMI 34780 /--------- ■ ■ \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.