Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 17 Starfsemin hefur tekið ótrúlegum breytingum samfara tölvuvæðingu — segir Sigurður Hall, skrifstofustjóri „Starfsemi fyrirtækisins hefur í raun tekið ótrúlegum breytingum, samfara tölvuvæðingu þess, en um síðustu áramót tókum við nýtt tölvukerfi í notkun, sem hefur reynzt ótrúlega vel þennan stutta tírna," sagði Sigurður Hall, skrifstofustjóri hjá Völundi, í samtali við Morgunblaðið, en hann sá um undirbúningsvinnu og uppsetningu tölvukerfis fyrirtæk- isins. ALLT SÍÐASTA ÁR NOTAÐ TIL UNDIRBÚNINGS „Óhætt er að fullyrða, að ekki hafi verið anað að neinu við tölvu- væðinguna hér. Við notuðum allt síðasta ár til að komast að niður- stöðu um þarfir okkar hvað tölvu- vinnslu varðar og síðan fór fram mjög ítarleg könnun á þeim tölvu- kerfum, sem í boði voru á markað- num. Það er í raun mun meira en að segja það, að tölvuvæða stórt fyrirtæki. óneitanlega hefur það tegundir á stundinni, en áður var ástandið þannig, að aðeins fáir af- greiðslumenn höfðu í raun ein- hverja mynd af því hvernig lager- inn stóð frá degi til dags. Þetta er auðvitað gríðarlegur munur fyrir okkur sjálfa og viðskiptavini fyrirtækisins. Hingað hringja menn og fá svar samstundis um allar vörur fyrirtækisins." GERIR OKKUR KLEIFT AÐ HALDA LAGER AF EÐLILEGRI STÆRÐ „Þetta bætta eftirlit með vöru- birgðum fyrirtækisins gerir okkur kleift að halda lager af eðlilegri stærð, ef svo má að orði komast. Hann þarf ekki að vera of stór til þess að tryggja, að vörur séu alltaf til á lager og ennfremur er hægt að sjá fyrir breytingar í tíma og gera innkaup, þegar þurfa þykir. Virkara eftirlit með vörubirgðum kemur því til með að lækka fjár- magnskostnað okkar nokkuð, sem er ekki lítið hagræði i atvinnu- Sigurður Hall, skrifstofustjóri. \ viljað brenna við hjá fyrirtækjum, að þau hafa alls ekki sýnt nægjan- lega fyrirhyggju, þegar þau hafa keypt tölvur. Ýmist hafa menn keypt of litlar tölvur eða of stór- ar,“ sagði Sigurður Hall enn- fremur. ÖLL STARFSEMI VÖL- UNDAR VERÐUR TÖLVU- VÆDD Á ÞESSU ÁRI „Við ákváðum á sínum tíma, að skynsamlegt væri að byrja með því, að taka inn viðskiptamanna- bókhald, fjárhagsbókhald, lager- bókhald og launabókhald. Síðan munum við bæta framleiðslukerfi inn í síðar á þessu ári, þannig að segja má að öll starfsemi fyrir- tækisins verði orðin tölvuvædd þegar á þessu fyrsta ári sem við notum þessi verkfæri hér. Það má kannski segja í gamni og alvöru, að við séum ungir í anda, þótt fyrirtækið sé nú að ná þeim merka áfanga að hafa starfað í 80 ár,“ sagði Sigurður Hall. GÍFURLEGAR BREYT- INGAR SAMFARA TÖLVU- VÆÐINGU Sigurður Hall sagði aðspurður, að gífurlegar breytingar væru því samfara að tölvuvæða fyrirtækið. „Við sjáum stöðuna á hinum ýmsu þáttum starfseminnar nánast frá degi til dags. Allt eftirlit er mjög auðvelt, bæði hvað varðar birgðir fyrirtækisins og fjárhag frá degi til dags. Þetta kemur síðan út sem aukin og bætt þjónusta við við- skiptamenn fyrirtækisins. í dag er hægt að svara fyrirspurnum við- skiptamanna um tilteknar vöru- rekstri við okkar aðstæður hér á landi," sagði Sigurður Hall. EKKI BREYTING Á FJÖLDA STARFSMANNA Sigurður Hall sagði aðspurður, að tölvuvæðing Völundar myndi ekki hafa í för með sér fækkun á starfsliði. „Hagræðið kemur hins vegar fram á öðrum sviðum, eins og ég lýsti reyndar að hluta hér að framan. Við byggjum kerfið þann- ig upp, að móðurtölvan, sem er af Digital-gerð, er staðsett hér í skrifstofubyggingu fyrirtækisins. Síðan erum við með 11 útstöðvar í dag, en þær verða 16, þegar allt kerfið er komið í gagnið með vor- inu. Ef okkur á síðari stigum sýn- ist heppilegt að stækka eða víkka út kerfið, er það hægur vandi. Við getum þrefaldað vinnslugetu kerf- isins án vandkvæða." ALMENN BETRI ÞJÓNUSTA OG BÆTTUR REKSTUR Að endingu sagði Sigurður Hall, skrifstofustjóri, að tölvuvæðingin hefði almennt bætta þjónustu í för með sér. „Öruggari og betri upp- lýsingar liggja fyrir á hverjam tíma fyrir viðskiptamenn fyrir- tækisins og okkur sjálfa. Við- skiptavinir fyrirtækisins fá nú sent mánaðarlegt yfirlit um stöðu sína, þar sem hlutirnir eru ná- kvæmlega skýrðir. Við getum mun betur fylgzt með rekstrinum frá degi til dags og þótt ekki séu liðnir nema tæplega tveir mánuðir frá því að við tókum tölvukerfið í gagnið, er það þegar farið að skila sér í bættum rekstri." Jón Þór Hjaltason, verksmiðjustjóri. Sérstakt hagræöingarverkefni í gangi í framleiösludeild: Hefur leitt til veru- lega aukinnar fram- leiðni fyrirtækisins — segir Jón Þór Hjaltason, yerksmiðjustjóri „HJÁ OKKUR hefur verið hagræðingarverkefni í gangi frá síðastliðnu vori, en það hefur leitt til verulegrar aukningar á framleiðni fyrirtækisins," sagi Jón Þór Hjaltason, verksmiðjustjóri Völundar, í samtali við Morgunblaðið. „Samfara þessu hagræðingarverkefni hefur verið fjárfest í nýjum og afkastameiri vélum, sem hafa gerbreytt framleiðsluferlinu. Allt þetta hefur leitt til um 30—35% framleiðsluaukningar hjá fyrirtæk- inu á tiltölulega skömmum tíma,“ sagði Jón Þór Hjaltason ennfremur. „Eitt af stærri vandamálum okkar er sú stað- reynd, að staðla varðandi stærðir á gluggum og stöðluð hurðaop vantar tilfinnanlega, sem hefur leitt til þess, að fjöldaframleiðsla á lager hefur verið mun minni en æskilegt væri, en slík framleiðsla skilar sér undantekningalaust í lægra verði til viðskipta- manna. Þrátt fyrir þetta hefur lagerframleiðsla hjá Völ- undi stóraukist á síðustu mánuðum. Það hefur lækk- að vöruverð umtalsvert, auk þess að stytta af- greiðslutímann mikið. Sem dæmi má nefna, að af- greiðslufrestur á innihurðum hefur verið um fjórar vikur. Ef fólk kaupir hurðir af lager er afgreiðslu- tíminn innan við ein vika, sem er mjög viðunandi," sagði Jón Þór Hjaltason. „Ég tel að þessi þættir samanlagðir hafi gert Völ- und mjög sterkan í þeirri hörðu samkeppni sem trésmíðaiðnaðurinn er í og ég geri ráð fyrir, að við munum enn styrkja stöðu okkar í framtíðinni, sam- fara aukinni hagræðingu, auk þess sem tölvuvæðing fyrirtækisins er verulega til bóta,“ sagði Jón Þór Hjaltason. Jón Þór gat þess, að um síðustu áramót hefði tölvuvæðing fyrirtækisins hafizt fyrir alvöru, en hún hefði stórlagað allt upplýsingastreymi innan þess. „Við gerum síðan ráð fyrir, að framleiðslubókhald verði tekið inn með vorinu. Þá er í gangi mikið átak í sölu- og markaðsmálum og er stækkun verzlunarinnar í Skeifunni 19 einn liðurinn í þeim aðgerðum. Þar er ætlunin að sýna sem flestar framleiðsluvörur fyrirtækisins á sama stað, en með aukinni þjónustu við viðskiptavini hef- ur aukin sala fylgt í kjölfarið," sagði Jón Þór Hjalta- son. í samtalinu við Jón Þór Hjaltason kom fram, að Völundur hefur um árabil bæði þurrkað og gagnvar- ið timbur. „f Skeifunni 19 er afkastamikill þurrkofn, einn sá fullkomnasti á Norðurlöndunum. Völundur hefur gagnvarið timbur til utanhússklæðningar og einnig gluggaefni frá því um 1960 og er þvi komin með áratuga reynslu í að gagnverja tirnbur." Jón Þor var beðinn að nefna helztu framleiðslu- vörur fyrirtækisins. „það eru innihurðir, útihurðir, gluggar, bílskúrshurðir, verksmiðjuhurðir, svala- hurðir, ýmsar gerðir útveggjaklæðninga, loftklæðn- ingar, veggklæðningar, viðarþiljur, skilrúmsefni svo og vmsir frágangslistar. Ef ég á að nefna helztu innflutningsvöFUr fyrirtækisins, þá eru þær móta- viður, smíðaviður, krossviður, ápésaplötur, plast- húðaðar spónaplötur, harðtex, Velux-þakgluggar, parkett, sólbekkir, límtré, tjörutex-einangrun, þak- pappi, Uno form-eldhúsinnréttingar, baðinnrétt- ingar og fleira." Um framtíðina sagði Jón Þór Hjaltason, verk- smiðjustjóri Völundar: „Ég lít björtum augum á framtíðina. Okkur hefur tekizt mjög vel upp f hag- ræðingu okkar á síðustu mánuðum og ég sé ekki annað, en að áframhald verði á því. Við höfum aukið framleiðslu okkar og stefnum að enn frekari aukn- ingu.“ Vöntun á íslenzkum stöðlum gerir okkur erfitt fyrir með fjölda- framleiðslu á lager — segir Ferdinand Hansen, verkstjóri framleiðsludeildar „ÞAÐ HAFA orðið verulegar breytingar á framleiðsl- unni hjá okkur á síðustu misserum, sérstaklega á síð- asta ári, en þá var sérstakt hagræðingarátak í gangi,“ sagði Ferdinand Hansen, verkstjóri í framleiðsludeild Trésmiðjunnar Völundar, í samtali við Morgunblaðið. Ferdinand sagði að undir hans stjórn í framleiðsl- unni störfuðu 14 starfsmenn, en framleiðslunni er skipt upp í tvö megin svið. Annars vegar er um að ræða innihurðaframleiðslu og síðan útihurða- og gluggaframleiðslu, auk framleiðslu á ýmiss konar tréverki. „Þær aðgerðir, sem framkvæmdar hafa verið til hagræðis í framleiðslunni, hafa skilað sér framar vonum og ég geri ráð fyrir, að þetta eigi ennþá eftir að batna. Ekki sízt eftir að framleiðslubókhald verð- ur tekið upp í framleiðslunni hjá okkur, en gert er ráð fyrir, að það komi í gagnið með vorinu," sagði Ferdinand. Það kom fram í samtalinu við Ferdinand, að unnið væri á einni vakt. „Við vinnum dagvinnu að viðbætt- um einum tíma í eftirvinnu. Þetta fyrirkomulag hef- ur gefizt ágætlega, en við hefjum vinnu hér á morgn- ana klukkan 7.20 og unnið er til 16.30 á daginn. Aðstaða fyrir starfsmenn er hér til fyrirmyndar og andinn er mjög góður. Við höfum góða kaffistofu og búningsklefum hefur verið komið upp, þannig að aðstaða er mjög góð,“ sagði Ferdinand. Það kom fram I samtalinu við Ferdinand, að hann er menntaður trétæknir frá Danmörku og sagði Ferdinand Hansen, verkstjóri framleiðsludeildar. hann menntunina nýtast sér mjög vel í þessu starfi sem verkstjóri. „Eitt af vandamálum okkar er skortur á stöðlum hér á landi. Það eru engir staðlar til um stærð og gerð hurða og glugga. Það gerir það síðan að verk- um, að erfitt er að fjöldaframleiða á lager, sem síðan lækkar verðið til neytandans. Við höfum reyndar tekið upp ákveðna fjöldaframleiðslu á hurðum, sem hefur stytt afgreiðslufrestinn úr 4 vikum niður í 3—4 daga. Þar er fólki boðið upp á sex mismunandi hurðir. Ef hurðaop eru með öðrum málum, verður fólk að bíða í 4 vikur eftir afgreiðslu," sagði Ferdin- and Hansen. Það kom að sfðustu fram í samtalinu við Ferdin- and Hansen, verkstjóra í framleiðsludeild trésmiðj- unnar Völundar, að honum líkaði mjög vel að starfa hjá fyrirtækinu, enda væri starfsandi mjög góður og við áhugaverða hluti væri verið að fást. Gefa Hringnum 100 þúsund kr. f TILEFNI 80 ára afmælis Timburverzlunar- innar Völundar og Kvefifélagsins Hringsins í ár, tók stjórn Völundar ákvörðun uiíi 2ð gefa Hringnum 100 þúsund krónur í Barnaspítala- sjóð, sem stendur straum af kostnaði við væntanlegan Barnaspítala Hringsins við Landspítalann. Gjöfin var afhent á afmæli Hringsins í janúar sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.