Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 5 Meðfylgjandi mynd er frá undirritun samningsins. Davíð Oddsson, borgar- stjóri og séra George, fulltrúi kaþólska biskupsins á íslandi, staðfesta samn- inginn. Á bakvið þá eru frá vinstri: Björn Friðfinnsson, framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar borgarinnar, Logi Guðbrandsson, lögfræði- legur ráðunautur kaþólska biskupsins og Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri. Borgin fær yfirráð yfir hluta Landakotstúns: Skrúdgarður verður á austanverðu túninu 8AMNINGUR á milli borgarinnar og kaþólska biskupsins á íslandi um stærstan hluta Landakotstúns, var staðfestur sl. miðvikudag, en samning- inn staðfestu Davíð Oddsson, borgar- stjóri, fyrir hönd borgarinnar og séra George, fyrir hönd biskupsins. Samn- ingurinn felur m.a. í sér að ræktaður verður skrúðgarður á túninu. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Hafliða Jónssyni, garðyrkjustjóra Reykja- víkurborgar, var gerður samningur á milli kaþólsku kirkjunnar og borgar- innar árið 1978, en hann var nú stað- festur. Fær borgin full afnot af hluta túnsins og kemur upp skrúðgarði austan kirkjunnar, en skipulag garðsins hefur verið gert í samráði við biskupsembættið. Sá hluti sem borgin hefur af tún- inu, miðast við miðjar kirkjudyr og til norðurs og það svæði sem er aust- an þeirrar línu er í umsjá borgarinn- ar. Að sögn Hafiiða felst það m.a. í skipuiaginu að bílastæði verður við Túngötu fyrir 28 bíla. Þá verða við Túngötu gróðurker og gróðurbeð meðfram Hólavallagötu og garður verður steyptur í ióðarlínu, en ofan á honum verður gróður. Þá verður hellulögn yfir túnið á milli Túngötu og Hávaliagötu og einnig frá Hóla- vallagötu. Loks verða í garðinum setbekkir, trjágróður og göngustíg- ar, sem verða upplýstir, og leiksvæði verður í garðinum. Áformað er að framkvæmdum ljúki hausið 1986. „Ráðstefnan fyrst og fremst fyrir foreldra“ „Vímuefnaráðstefnan er fyrst og fremst haldin í því skyni að fræða almenning um fikniefnavandann sem við köllum „fjölskyldu- vandamál". Það er til að mynda ekki hægt að hjálpa ungum krökk- um sem eiga við slík vandamál að stríða nema aðstoð fjölskyldna þeirra komi til,“ sagði Hendrik Berndsen, formaður SÁÁ í samtali við Mbl. SÁÁ, landlæknisembætt- ið og Áfengisvarnanefnd Reykja- víkur halda í dag ráðstefnu um vímugjafa í Norræna húsinu kl. 13.30. „Erindin sem verða flutt á ráðstefnunni eru öll stíluð upp á fjölskyldur og ég hvet eindregið alla aðstandendur barna og ungl- inga, foreldra og kennara til að mæta. Þá á ég ekki einungis við þá sem hafa kynni af vandamál- — segir Hendrik Berndsen, formaöur SÁÁ, um fíkniefna- ráöstefnu í Nor- ræna húsinu í dag inu. Ráðstefnan er ekki síður ætl- uð hinum sem aðeins þekkja það af afspurn. Enginn veit hvenær vímugjafavandamál getur sprott- ið upp í eigin umhverfi og stað- reyndin er sú að foreldrar eru oft tnjög grandaiausir fyrir vanda- málinu. Þá ber að gæta þess að í kringum einn fíkniefnaneytanda eru nánir aðstandendur og vandamál hans kostar ekki síður andleg veikindi þessa fólks. Oft bregst fjölskyldan rangt við vandamálinu, einfaldlega vegna þess að fólk hefur enga fræðslu fengið um það. Og þó fjölskyldu- tengsl séu oft meira eða minna brostin hjá unglingum sem eiga við fíkniefnavandamál að striða þá þurfa þeir á hjálp aðstandenda að halda ef bati á nást," sagði Hendrik. SÁÁ og Áfengisvarnaráð munu síðan, í framhaldi af ráð- stefnunni halda kvöldnámskeið fyrir foreldra, innan foreldrafé- laga skólanna. Kvaðst Hendrik vona að hægt yrði að koma á fót öflugri „foreldrahreyfingu" sem ynni gegn fíkniefnanotkun ung- menna. Sagði hann námskeið sem haldin hefðu verið fyrir aðstand- endur vímugjafanotenda hafa verið fullskipuð til þessa. Kristinn Sigmundsson „Úr tónlist- arlífinu“ EINS og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu, hefur Kristinn Sigmundsson tekið við umsjón þáttarins „Úr tónlistarhTinu" af Margréti Heinreksdóttur. Birtist fyrsti þáttur Kristins, sem er viðtal við Jón Ásgeirsson, tónskáld, á bls. 14 í blaðinu í dag. Kristinn Sigmundsson er líf- fræðingur að mennt. Hann hefur starfað mikið að söngmálum og helgað sig tónlistarmálum ein- göngu sl. ár. Hann lærði söng í Vínarborg og er landsþekktur söngvari. FALLEGUR FISLÉTTUR FÍLSTERKUR FRA MTÍÐA RBÍLL 1929 i EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4. Kópavogi. Símar 77200 - 77202 1984 virðulegur sprettfiarður þægilegur spameytinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.