Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 25 fHttgtmliIfifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Forysta Dagsbrúnar á flótta Alþýðusambandið klofnaði á fundi í Dagsbrún í fyrradag og ekki nóg með það, forystusveit Dagsbrúnar með Guðmund J. Guðmundsson er lögð á flótta undan róttækum Fylkingarfélögum sem ætla að breyta Dagsbrún og Verkamannasambandinu þar sem Guðmundur J. Guð- mundsson er forseti úr „skrifstofuapparati" í „bar- áttutæki verkalýðsins", það er að segja p>ólitískan vett- vang fyrir öfgafulla marxista. Það er dæmigert fyrir stjórn- málaþróun á vinstri væng ís- lenskra stjórnmála, að á sama tíma og Verkamanna- flokkurinn er að hreinsa skoðanabræður Fylkingarfé- laga úr röðum sínum eru þeir að færa sig upp á skaftið bæði innan Alþýðubandalagsins og í verkalýðsfélögum þar sem alþýðubandalagsmenn hafa ráðið ferðinni. Undir forystu Svavars Gestssonar er Al- þýðubandalagið að breytast í pólitísk regnhlífarsamtök að ósk Ólafs R. Grímssonar þar sem hver höndin er uppi á móti annarri og vegna þrek- leysis forystumannanna ná þeir öfgafyllstu undirtökun- um þegar mest á reynir. Ein af kenningum skoðana- bræðra Fylkingarfélaga í út- löndum er sú, að lýðræðisleg- ir stjórnarhættir felist í því að þeir skuli ráða sem „virk- astir" eru í starfi, það er að segja þeir sem geta smalað flestum á fundi. Þessi regla hefur leitt til þess að minni- hluti manna í verkalýðsfélög- um ræður þar ferðinni og berst hatrammlega gegn því að mál séu borin undir félags- menn alla. Til marks um vinnubrögð af þessu tagi er að á fundinum í Dagsbrún skyldi því vera hafnað að afgreiða tillögu um afstöðu til kjara- samninganna með leynilegri atkvæðagreiðslu. Eða halda menn -að meirihluti Dags- brúnarmanna sé því fylgjandi að fara í verkfall núna? Það er æðsta takmark Fylkingar- félaganna, sem nú stjórna Dagbsrún í gegnum Guðmund J. Guðmundsson og Þröst Ólafsson, að félagið skapi glundroða í efnahagslífi þjóð- arinnar með verkfallsaðgerð- um. Þann glundroða ætla fé- lagarnir í fjórða alþjóðasam- bandi kommúnista síðan að nota til að koma ár sinni bet- ur fyrir borð í anda höfuð- smiðs heimsbyltingarinnar, Leon Trotskys. Svavar Gestsson hefur skipað sér í sveit með Fylk- ingarfélögunum í Dagsbrún og tekið upp markvissa bar- áttu gegn Asmundi Stefáns- syni, forseta Alþýðusam- bands íslands. Formaður Al- þýðubandalagsins vill að efnt verði til verkfalla gegn Ás- mundi Stefánssyni og bindur vonir við Dagsbrún í því sam- bandi. Þetta er sá lærdómur sem draga verður af niður- stöðunni á Dagsbrúnarfund- inum. Að lokum verða það hinir almennu félagsmenn í Dagsbrún sem bera herkostn- aðinn af þessu valdabrölti öllu, því að hvorki Fylkingar- félagarnir né hin nýja stétt Alþýðubandalagsins setur kjör þeirra og afkomu í fyrir- rúm. Samiö í álverinu Samningar tókust um kaup og kjör í álverinu í Straumsvík á elleftu stundu. Hljóta allir góðviljaðir menn að fagna því að ekki kom til stöðvunar á framleiðslu í ál- verinu en hún hefði leitt til stórtjóns fyrir þjóðina í heild. Meginatriði samningsins í Straumsvík eru sambærileg við niðurstöðu Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitenda- sambandsins en auk þess var samið um hlutdeild starfs- manna í tekjum af framleiðsl- unni ef vel gengur, sú hlið samkomulagsins er viljandi sett fram með frekar óljósum hætti. Þetta er fyrsta alvarlega vinnudeilan í álverinu og hef- ur ekki farið á milli mála að forystusveit Alþýðubanda- lagsins, sem nú veðjar á Fylk- inguna í Dagsbrún, leit á launþega í álverinu sem brim- brjóta í pólitískum átökum um völd og áhrif í þjóðfélag- inu. Var ekki einleikið hvern- ig Þjóðviljinn hamaðist út af kjörum álversmanna án þess að meina nokkuð með ofsan- um annað en að koma illu aí stað á öðrum vettvangi. Æskilegt væri að forystu- menn starfsmanna álversins áttuðu sig á þessum vinnu- brögðum og skýrðu það út fyrir Dagsþrúnarmönnunum, sem sendu þeim baráttu- kveðjur á fimmtudaginn, hvers eðlis þau eru í raun. Félag bókagerð- armanna: Boöið upp á ASÍ-VSÍ grundvöll „Við HÖFUM boðist til að Ijúka samningagerð við Félag bókagerðar- manna á sömu nótum og samningur ASÍ opg VSÍ gengur út á, jafnframt því sem samræmingu kjarasamn- inga þeirra þriggja félaga sem sam- einuðust í Félagi bókagerðarmanna verði haldið áfram,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræöingur hjá VSÍ, sem aöild á samningum Félags prentiönaðarins og Félags bókagerð- armanna, en fundur var í deilunni hjá rfkissáttasemjara á miövikudag og hefur verið boðað til nýs fundar á mánudaginn kemur kl. 13.30. Magnús E. Sigurðsson, formað- ur Félags bókagerðarmanna sagði að staðan væri óljós í samninga- málunum og ekkert hefði gengið í dag. Það væru mörg atriði sem þeir þyrftu að fá leiðréttingu á, sem ekki myndu kosta aukin út- gjöld fyrir Félag prentiðnaðarins, sagði hann meðal annars. Trúnaðarmannaráðsfundur var í Félagi bókagerðarmanna á mið- vikudag. Viöræður Dagsbrún- ar og VSÍ á miðvikudag Verkamannafélagið Dagsbrún óskaði í gær eftir viðræðum við Vinnuveitendasamband íslands um kjaramál, í framhaldi af fé- lagsfundi í fyrradag, sem felldi samninga þá sem VSÍ og ASÍ hafa gert með sér og fól stjórn félags- ins að leita eftir viðræðum á nýjan leik. VSÍ samþykkti að hefja við- ræður og munu þær hefjast í næstu viku. Fundur hefur verið ákveðinn á miðvikudaginn klukkan 10.00. Þorsteinn Geirsson: Semja má við BSRB á sömu nótum „NIÐURSTAÐAN varð sú, að það væri hægt að semja við BSRB á sömu nótum og VSI og ASÍ án þess að fjárlagaramminn springi,“ sagði Þorsteinn Geirsson, formaður samn- inganefndar fjármálaráðuneytisins, í samtali við Mbl. í gærkvöld. Margskonar yfirlýsingar hafa gengið undanfarna daga um möguleika ríkisins til að gera hliðstæðan samning milli BSRB og fjármálaráðuneytisins. M.a. hefur verið haft eftir fjármála- ráðherra, að hann teldi það ekki gerlegt, til þess vantaði fé í ríkis- sjóð. Blm. Morgunblaðsins spurði Þorstein Geirsson hvar þeir pen- ingar hefðu nú fundist. „Það reyndist ekki mikill vandi," svar- aði hann. „Málið er minna en það sýnist í fljótu bragði." Klukkan tíu árdegis í dag hefst samningafundur samninganefnda BSRB og ríkisins hjá ríkissátta- semjara. „Almennum kjarasamn- ingum er lokið og ég vona að okkur takist að ljúka þessu fljótlega," sagði Þorsteinn Geirsson. Frá undirritun samningsins. Talin frá vinstri: Magnús Geirsson, Örn Friðriksson, frá samninganefnd starfs- manna, Guðmundur Vignir Jósefsson, Guölaugur Þorvaldsson og Elfsabet Ólafsdóttir hjá sáttasemjaraembætt- inu, og dr. Giorgio Brighenti og Einar Guðmundsson frá ÍSAL. Jakob R. Möller: Er ánægður með að samningar hafa náðst „ÉG ER fyrst og fremst ánægður með að það tókst að ná þessu sam- an með aöstoð sáttasemjara á erfiö- um punktum f deilunni," sagði Jak- ob R. Möller, lögfræðingur hjá fs- lenska álfélaginu í samtali við Morgunblaöiö um samningana. „Eg held að samkomulagið sé mjög viðunandi fyrir okkur. Báð- ir aðilar vildu reyna til hins ýtr- asta að ná samkomulagi og í gærkveldi var ákveðið að sitja þar til samningar næðust og þetta væri búið, enda ekki um annað að gera ef verksmiðjan átti ekki að lokast,“ sagði Jakob enn- fremur. „Þetta er langerfiðasta vinnu- deila sem háð hefur verið hjá ÍSAL í þau 14 ár sem um heildar- samninga á vinnustaðnum hefur verið að ræða. Oftast hafa samn- ingar gengið mjög friðsamlega fyrir sig,“ sagði Jakob ennfremur. Báðar samningsnefndirnar ásamt ríkissáttasemjara við undirskriftina. • • Orn Friðriksson: Samningar undirritaðir á V estfjörðum ALÞÝÐUSAMBAND Vestfjarða, Vinnuveitendafélag Vestfjarða og Vinnumálasamband samvinnufélaganna undirrituðu í gærdag nýjan kjarasamning. Samningurinn er í öllum atriðum samhljóða þeim heildarkjarasamningi, sem ASÍ og VSÍ undirrituðu fyrr í vikunni, að sögn Jóns Páls Halldórssonar, formanns vinnuveit- endafélagsins.Við undirritun kemur 5% almenn launahækkun, síðan 2% áfangahækkun 1. júní n.k., 3% 1. október og 3% 1. janúar á næsta ári. Gildistími samningsins er og til 15. apríl 1985. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að „hin nýja vígstaða" yrði rædd á sunnudag á kjaramálaráðstefnu sambandsins. „Sannleikurinn er nefnilega sá,“ sagði Pétur, „að verkalýðshreyf- ingin er meira og minna í molum vegna rangra viðbragða undanfar- in ár, þegar stjórnvöld hafa verið að ráðast á gerða samninga. For- ystumenn hreyfingarinnar, hverju nafni sem þeir nefnast, hafa verið of litaðir af pólitík sinna flokka. Þeirra afstaða hefur mótast af hagsmunum flokkanna en ekki hagsmunum hreyfingarinnar í heild. Það hefur valdið því, að al- mennir félagar í hreyfingunni eru hættir að treysta henni. Það er ekki lengur hægt að veðja á, að fólk trúi því, að betri samningar haldi, jafnvel þótt hægt væri að ná þeim. Og vegna þessa er verka- lýðshreyfingin ekki í stakk búin núna til að ná betri samningum. Þetta þarf að skoða og ræða mjög rækilega á næstu mánuðum. Menn þurfa að gefa sér góðan tíma til þess að átta sig á hvað hefur skeð á undanförnum árum og hvernig má bæta stöðu verka- lýðshreyfingarinnar," sagði Pétur Sigurðsson. Svavar Gestsson formaður Alþýöubandalagsins: Fögnum því ef menn eru tílbún- ir til að slást Ánægðir að hafa skil- að okkar verkeftii „Það HEFUR tekist samkomulag og samninganefndin hefur ákveðið að mæla með samþykkt þess sam- komulags við starfsmennina á fundum sem verða í dag,“ sagði Örn Friðriksson, aðaltrúnaðarmað- ur starfsmanna í álverinu i Ntraumsvík í samtali við Morgun- blaðiö. „Þegar menn standa í samn- ingum verða hvorir tveggja aðila að reyna að nálgast sjónarmið viðsemjenda og ég tel að báðir aðilar hafi gert það og verið sæmilega ánægðir," sagði Örn. „Ég læt það vera, menn eru einkum hressir yfir því að hafa lokið sínu verkefni," sagði Örn aðspurður um hvort ekki gætti þreytu hjá samningamönnum eftir þennan langa samninga- fund. * Þórarinn V. Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSI: Hækkunin kemur á alla launaliði starfsmanna Yfirlýsingar um skerðingu eru beinlínis rangar „ÞESS HEFUR gætt nokkuð á síðustu dögum, að nýgerðir kjarasamningar ASÍ og VSÍ hafi verið rangtúlkaðir, nú síðast í ályktun Dagsbrúnar. Ég vil taka sérstaklega fram, að frá og með 21. febrúar sl. hækka öll laun félagsmanna þeirra verkalýðsfélaga, er samþykkja samninga um a.m.k. 5%,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Mbl. „Þetta gildir jafnt um dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnukaup. Ennfremur tekur hækkunin til hverskyns launa fyrir ákvæðis- og bónusvinnu. Eftir- og næturvinna greiðist eftir sem áður með 40% og 80% álagi á dagvinnutaxta. Það er því beinlínis rangt, sem fram hefur verið haldið, að laun fyrir eftirvinnu, næturvinnu og bónus- vinnu hafi verið skert með þessum samningum," sagði Þórarinn enn- fremur. Þórarinn sagði að lágmarks- tekjutrygging fyrir dagvinnu bækkaði um 5% fyrir starfsmenn 16 ára og eldri, en sérstök hækkun tekjutryggingar kemur til fyrir þá sem náð hafa 18 ára aidri og starf- að hafa 6 mánuði í starfsgrein. „Sú hækkun er 15,5% frá því sem verið hefur. Ákvæðum um lágmarkstekjur er ætlað að tryggja þeim launþeg- um sem taka lægri fastalaun en 12.660 krónur á mánuði, eða 11.509 krónur sé um byrjendur að ræða, og ekki geta aukið við tekjur sínar í dagvinnu með t.d. bónus eða öll- um þvílíkum greiðslum að minnsta kosti framangreindar lágmarkstekjur. Tekjutrygging þessi kemur því einnig ákvæð- isvinnufólki til góða, ef bónus- greiðslur verða t.d. lágar eða falla „NEI, FÓLKIÐ vill bara taka til sinna ráða. Þegar spurt er þá koma svona svör. Ég er sannfærður um að slík svör gætu komið víðar að, ef opnaöur væri möguleiki á því að menn gætu tjáð sig. Það er ekki verið að skipuleggja eitt eða neitt af pólitískum aðila", svaraði Svavar Gestsson formaður Alþýöu- bandalagsins, er hann var spurður, hvort líta mætti á niðurstöður Dags- brúnarfundar í fyrrakvöld sem vinn- ing pólitískra afla til vinstri við Al- þýðubandalagið, og að skoðanir Al- þýðubandalagsins, sem formaður Dagsbrúnar, Guðmundur J. Guð- mundsson, framfylgdi á fundinum, hefðu orðið undir. Svavar sagðist telja að það væru engar pólitískar forsendur á bak við niður vegna tímabundinnar verk- efnatregðu á einhverju launa- greiðslutímabili," sagði Þórarinn. „Með þessu ákvæði og tillögu samningsaðila til ríkisstjórnar um sérstakar úrbætur fyrir barnafólk og einstæða foreldra ásamt lífeyr- isþegum var leitast sérstaklega við að mæta þörfum þeirra, er við kröppust kjör búa. Þessar sér- stöku hækkanir á ráðstöfunar- tekjum þeirra er þyngst hafa framfærið og lægstar tekjurnar skerða að sjálfsögðu ekki hlut þeirra sem hærri laun hafa,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ að endingu. niðurstöðu Dagsbrúnarfundarins. Þar hefðu eingöngu faglegar for- sendur verið að baki. Hann var þá spurður, hvort Al- þýðubandalagið hefði ekki löngum talið sig verkalýðsflokk og hvort forustumenn flokksins hefðu ekki lýst yfir hræðslu sinni á síðasta að- alfundi verkalýðsráðs flokksins við of harða afstöðu og aðgerðir verka- lýðshreyfingarinnar. Hann svaraði: „Þú hefur fengið undarlega skýrslu af þeim fundi. Það var engin niður- staða í þá átt, en menn ræða allt mögulegt, jafnvel það áróðursvald sem íhaldið hefur í landinu. Það er verið að gera lítið úr verkafólki með að segja að það sé eins og þægir sauðir í rétt Alþýðubandalagsins og alveg furðulegt að Sjálfstæðisflokk- urinn skuli aldrei læra það, að það er fólkið sjálft sem ræður.“ — Mun Alþýðubandalagið styðja Dagsbrún til harðra aðgerða? „Alþýðubandalagið stendur með verkalýðshreyfingunni, og er partur af þeirri baráttu sem hún er í á hverjum tíma. Alþýðubandalagið er auðvitað hluti af verkalýðshreyfing- unni og sem slíkt fögnum við því ef menn eru tilbúnir til þess að slást, því þetta er ekki spurningin um það hvort fólk ætlar í átök eða ekki. Þetta er spurningin um það hvort fólk vill reyna að hækka kaupið eða ekki.“ Kjarasamning- ar samþykktir í Keflavík ALMENNUR félagsfundur í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur samþykkti nýgerða kjarasamninga ASÍ og VSI með miklum meirihluta atkvæða, að sögn Karls Steinars Guðnason- ar, formanns félagsins. Alls greiddu 27 atkvæði með samn- ingunum og 5 voru á móti. Einar Ingi Halldórsson, bæjarstjóri, tekur á móti mótmælaskjali frá nemendum og kenn- urum Flensborgarskóla. Flensborg og bæjaryfirvöld Hafnarfjaröar f hár saman út af ritvél: Var keypt f heimildar- leysi og því ekki borguð — segir Einar Ingi Halldórsson bæjarstjóri NEMENDUR og kennarar Flensborgar- skóla í Hafnarfirði gengu í gær á fund bæj- arstjóra, Einars Inga Halldórssonar, í því skyni að mótmæla þeim aðgerðum bæjaryf- irvalda að láta fjarlægja ritvél, sem skólinn hafði fest kaup á fyrir bókasafn skólans. Aðdragandi þessa máls er sá, að í haust fóru stjórnendur Flensborgar- skóla fram á það við fræðsluráð að ný ritvél yrði keypt fyrir bókasafnið, þar sem sú gamla var orðin slitin og úr sér gengin. Að sögn Kristjáns Bersa Olafssonar, skólastjóra, var málið rætt í fræðsluráði og varð niðurstaðan sú, að ekki væri stætt á því að fara fram á aukafjárveitingu til ritvélarkaupanna, en hins vegar var samþykkt að mælast til þess að málið yrði tekið upp við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Síðan gerðist það fljótlega eftir ára- mótin, að skólinn festi kaup á ritvél af Facit-gerð á tæpar 60 þúsund krónur, án þess að bera kaupin undir bæjaryf- irvöld sérstaklega, eins og reglur skól- ans gera ráð fyrir. Bæjaryfirvöld brugðust hart við, endursendu seljanda reikninginn fyrir vélinni, með þeim orðum að hann yrði ekki greiddur þar sem kaupin væru gerð í heimildarleysi. Áður en varð af því að seljandi tæki vélina aftur, hafði Kristján Bersi sam- band við fræðsluráð og reyndi formað- ur fræðsluráðs, Páll V. Daníelsson, að finna lausn á málinu sem allir mættu við una. Lagði hann til að ritvélin yrði notuð sameiginlega af skólabókasafn- inu og Bókasafni Hafnarfjarðar. Þeirri hugmynd var hafnað af bæjaryfirvöld- um og var vélin sótt í fyrradag. Kristján Bersi sagði að það hefðu verið mistök, eða slys, af hálfu skólans að hafa ekki samráð við bæjaryfirvöld, en hann hefði staðið í þeirri trú að óformlega væri búið að samþykkja kaupin, þar sem fræðsluráð féllst á þörfina fyrir ritvél í umræðunum í haust. Sagði Kristján Bersi að sér fyndust þetta full harkalegar aðgerðir af hálfu bæjaryfirvalda af litlu tilefni. „Ég er undrandi á þessu upphlaupi nemenda og kennara Flensborgarskóla og það er auðséð á orðalagi mótmæla- skjalsins að þau hafa ekki leitað sér upplýsinga um það um hvað málið snýst," sagði Einar Ingi Halldórsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, þegar Mbl. innti hann álits á mótmælunum í gær. „Kjarni málsins er sá, að vélin er keypt án heimildar og fjárveitingar og því var ekki annað fyrir okkur að gera en að endursenda reikninginn," sagði Einar Ingi. Einar Ingi sagði að fjárhagsáætlun yrði afgreidd nk. þriðjudag og í því frumvarpi sem fyrir liggur sé gert ráð fyrir 430 þúsund krónum til tækja- kaupa fyrir Flensborgarskóla, en til að uppfylla allar óskir skólans þyrfti 1400 þúsund krónur. Sagði Einar Ingi að ekki væri búið að sundurliða það sér- staklega í hvað þessar 430 þúsund krónur yrðu notaðar, það væri seinni tíma verkefni og því ekkert ha*gt að segja um það á þessu stigi málsins, hvort ritvél yrði keypt eða ekki. Gengið á fund bæjarstjóra til að mótmada brottnámi rilvélarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.