Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 37 Kveðjuorð: Guðleifur Kristinn Bjarnason símvirki Við skiljum öll eftir okkur spor. í önnum dagsins erum við oft svo upptekin af líðandi stund, að flest annað gleymist. Mat okkar á sam- ferðamönnum mótast einnig af því, sem fyrir augu og eyru ber hverju sinni. En þegar einhver okkkur nákominn hverfur af sjón- arsviðinu, er okkur eðlilegt að líta um öxl yfir farinn veg og þá kom- um við auga á sporin. Ferðamað- urinn er horfinn, en sporin tala sínu þögla máli og sýna okkur oft heildarmynd, sem við skammsýnir menn eigum annars erfitt með að greina. Við andlát tengdaföður míns, Guðleifs Kristins Bjarnasonar, vildi ég óska þess, að mér mætti með fáum orðum auðnast að bregða upp þeirri mynd, sem við ástvinir hans sjáum nú fyrir okkur að leiðarlokum. Lifandi er hún mér sú mynd. Ekki einungis vegna þess að fótsporin eru enn svo fersk og ný, heldur vegna þess að ég hefi lengst af orðið að virða hana fyrir mér úr fjarlægð. í 32 ár naut ég þess að vera tengdasonur hans, en aðeins 12 ár áttum við heimili í sama landi. Fáir hafa þó verið okkur nálægari í anda en hann, hvar sem við fórum og hvernig sem á stóð. Og þess vegna veit ég, að mynd hans mun aldrei mást úr hugum okkar og barna okkar. Guðleifur var rólyndur maður og þéttur á velli. Ekkert gat hagg- að rósemi hans. En samtímis var í dag er borin til hinstu hvílu tengdamóðir mín, Ingiríður Árna- dóttir. Með henni er farinn sá mesti mannvinur, sem ég hef kynnst um ævina. Hjartagæska, umburðarlyndi og hógværð voru hennar einkenni. í návist hennar leið mér alltaf vel. Margs er að minnast þau ár, sem ég fékk að njóta nærveru hennar. Ég ætla mér ekki að reyna að tíunda æviár hennar. Með vor- dögum hefði þessi elskulega kona orðið níræð. Lái mér hver sem vill að segja: „Hvíldin var henni kær- komin eftir langa og erfiða sjúkralegu." Með söknuði og trega kveð ég þessa mætu konu. Við öll, sem vor- um henni náin, höfum misst mikið og ekki síst barnabörn hennar, sem voru henni svo kær. Fæddur 1. september 1909. Dáinn 17- febrúar 1984. Brottför okkar af þessum heimi ber að með ýmsum hætti og eng- inn veit á hvaða stundu, utan þeirra er sjúkdómar hafa lagst á með fyrirsjáanlegum afleiðingum. En hvernig sem kveðjustundina ber að er -nokkuð víst að leið okkar allra liggur til framlífs á landi al- mættisins, það er mín bjargfasta trú. Nú hefur einn af vinum mínum, Þórður Jörgenson, Fagrahvammi, Garði, horfið inn á þá braut er liggur til ljósheima. Kynni okkar hófust er börn okkar gengu í hjónaband fyrir all- mörgum árum, og voru það góð kynni. Strax fann ég að þessi veð- urbarði sjósóknari var fljotur að vinna hug okkar hér fyrir norðan með ljúfmennsku sinni og ein- stakri hjartahlýju. Kom það ljós- lega fram í tali hans um heimilið, hann tilfinninganæmur, og traustari vin og hjálpfúsari föður hafa fáir átt en börn hans og tengdabörn. Og líklega engin lítil börn átt betri og natnari afa en barnabörnin hans. Sjálfur gerði hann ekki miklar kröfur til sam- ferðamannanna og kvartaði ekki, þótt börnin dreifðust innanlands og utan. Hann æðraðist heldur ekki, þegar langvarandi sjúkdóm- ur og erfiðar læknisaðgerðir tærðu krafta hans og lífsþrek. Þá hrósaði hann læknum og hjúkrun- arliði, eins og verðskuldað var, og þakkaði fyrirbæn vina sinna, sem hann einnig treysti á. Það tvennt fór saman í vitund hans, hjálp Guðs og þjónusta manna. Guðleifur Kr. Bjarnason fædd- ist í Hafnarfirði 13. júní 1906. For- eldrar hans voru hjónin Bjarni Kristjánsson sjómaður og Niko- lína Tómasdóttir. Bjarni var ætt- aður af Vatnsleysuströndinni, en Nikolína kona hans úr Garða- hreppi í móðurætt. Faðir hennar var hins vegar af norskum ættum. Áttu þau hjónin lengi heima í hinu svokallaða Félagshúsi í Hafnarfirði og var það bernsku- heimili Guðleifs. Bróður átti hann sem hét Jóhann og var 12 árum eldri, en hann lést fyrir allmörg- um árum. Foreldrar Guðleifs lét- ust bæði árið 1949 á heimili hans og tengdadóttur sinnar, þar sem þau höfðu orðið mikillar um- hyggju aðnjótandi síðasta tímabil ævinnar. Guðleifur hafði hlotið Guð blessi Ingu er hún fer á vit feðra sinna. Jón Helgi Hálfdanarson eiginkonuna og allan ástvinahóp- inn sinn, þar var hann enginn meðalmaður, enginn gleymdist, allir voru honum jafn kærir, öllum vildi hann hjálpa og aðstoða af samviskusemi sinni, fórnfýsi og alúð, þannig var og verður Þórður mér í minningunni. og ræktaði garð við hús sitt og undi þar löngum, hann unni manninum, börnunum og öllu lífi. Dótturdóttir hans hér á Akureyri var mikil afastúlka. Kom andlát hans við hennar næmu tilfinn- ingar. Ég sem amma hennar reyndi að benda henni á að afi hefði verið orðinn þreyttur' og sagði við hana: „Nú hefir Guð vantað góðan mann og valið hann afa þinn sér til hjálpar." Síðan sátum við saman í hljóðri stund með hugann við hann sem kvatt hafði jarðlífið. Hann Þórður fær áreiðanlega mikla tæknilega hæfileika í vöggugjöf. Allt, er laut að sam- setningu fíngerðari véla, gat hann skilið næstum því, að því er okkur hinum fannst, ósjálfrátt. Og ótelj- andi munu þær vélar og þau heim- ilistæki vera, sem höfðu bilað en byrjuðu aftur að ganga, þegar lipru fingurnir hans höfðu snert við tækinu. Hann nam ungur rafmagnsiðn, og starfaði í nokkur ár hjá rafmagnsveitu Hafnar- fjarðar. Nokkru fyrir síðari heimsstyrjöld var hann ráðinn til starfa við símstöðina í Reykjavík. Eftir það var hann símvirki til æviloka, að vísu með nokkurra ára hléi, en hann vann aftur og aftur að því að stækka og endurbæta símakerfi höfuðborgarinnar. Vorið 1930, alþingishátíðarárið, gekk hann að eiga eftirlifandi eig- inkonu sína, Sigurborgu Eyjólfs- dóttur Stefánssonar frá Dröngum. Var það mikið gæfuspor fyrir þau sjálf, en eigi síður fyrir afkomend- ur þeirra og mikinn fjölda ástvina og kunningja. Ekki vil ég gera neina tilraun til að lýsa samlífi þeirra hjóna, til þess eru þau mér of skyld. Ólík voru þau og ósam- mála stundum, eins og óhjá- kvæmilegt er í hverju góðu hjóna- bandi þar sem tveir persónuleikar gæddir miklum hæfileikum fá að þroskast sjálfstætt hlið við hlið. En einmitt það var þeirra besta einkenni. Þau stóðu alltaf hlið við hlið á hverju sem gekk, virtu hvort annað og treystu hvort öðru. Mik- ill verður því söknuður okkar allra, þegar það fyrir alvöru lýkst upp fyrir okkur, að 54 ára sambúð þessara góðu hjóna er nú lokið. Börnin þeirra fimm bera öll með sér blessun og andlega auðlegð bernskuheimilisins. Elsta barn þeirra hjóna, Jensína Kristín, fór ung sem kristniboði til Konsó. Er hún gift undirrituðum og búsett í Danmörku. Anna er gift Stefáni Sigurkarlssyni lyfsala á Akranesi. Bjarni Eyjólfur er doktor í land- búnaðarvísindum og kunnur fyrir störf sín norðanlands. Hann er kvæntur Pálínu Jónsdóttur. Fjóla er gift Sigurði Jónssyni lyfsala á Patreksfirði, og sjálf er hún ■ góða heimkomu á landi ljóssins, öll verk hans á jörðu hér bera þess fagurt vitni. Við hjónin kveðjum hann með þökk fyrir ljúfa kynningu og send- um Sveinbjörgu og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Laufey Tryggvadóttir Ingiríður Árna- dóttir — Minning Þórður Jörgenson Fagrahvammi - Kveðja hjúkrunarkona að mennt. Yngsta dóttirin, sem mest hefur litið eftir föður sínum í langvarandi veik- indum hans, er Hanna Lilja, gift dr. Þorsteini Loftssyni lyfjafræð- ingi og háskólakennara. Nú er ævibrautin öll og sporin tala. Dagsverkið að mestu unnið í kyrrþey, svo mikið, að nú er erfitt að átta sig á því, að hin virka hönd er visnuð og köld. Við eigum þó öll ótal minningar um hjálpfýsi hans og umhyggju. Oft lagði hann í erf- ið ferðalög, til þess að geta aðstoð- að börn sín og glatt. Það vakti at- hygli meðal norsku kristniboð- anna í Suður-Eþíópíu árið 1956, þegar fyrsti kæliskápurinn kom á kristniboðsakurinn. Það var sér- staklega byggður skápur, sem gekk fyrir steinolíu og pantaður beint frá Electrolux í Svíþjóð handa dóttur Guðleifs í Konsó. Þannig var umhyggja hans alla tíð. Og hann þreyttist ekki, þótt við yrðum æ fleiri, er ný barna- börn eða barnabarnabörn komu í heintinn. Blessuð sé minnig hans. Nú er Guðleifur Guði falinn. í sjúkdómsstríðinu treysti hann því sjálfur, að „í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð". Nú felum við hann í náð- arhendur Guðs. Guðleifur þýðir hendi Guðs. Við vitum, að sú hönd, sem leiddi hann og ástvini hans á ævileiðinni, heldur okkur föstum, þegar leiðin liggur að lokum gegn- um hinn dimma dal. „Enginn get- ur slitið þá úr hendi Föðurins", sagði Jesús. Því fulltreystum við öll. Stenlese, 16. febrúar 1984, Felix Ólafsson. Ólafía Guðmunds- dóttir — Fædd 9. september 1901 Dáin 25. nóvember 1983 Þann 25. nóvember síðastliðinn lést á elliheimilinu Grund í Reykjavík Ólafía Guðmundsdóttir frá Helgastöðum í Biskupstung- um, 82 ára að aldri. Ólafía var fædd 9. september 1901 á Eyrar- bakka, en fluttist á fyrsta ári að Iðu í Biskupstungum og var þar til 7 ára aldurs, fór þá með móður sinni að Árhrauni á Skeiðum, en var þar stutt, því 1910 hóf móðir hennar búskap í Löngumýri í sömu sveit. Þaðan flutti hún með móður sinni og stjúpa að Helga- stöðum í Biskupstungum 1920. Þar hóf hún sjálf búskap með eftirlifandi manni sínum, Eiríki Jónssyni, 1933. Bjuggu þau þar til ársins 1967, er þau fluttu til Hveragerðis. Það má því segja að Helgastaðir væru hennar heimur. Hún var ekki hneigð til ferðalaga. Heima fannst henni best. Á Helgastöðum bjuggu þau Ólafía og Eiríkur í 34 ár. Þar sá hún árangur af starfi sínu, fjögur bðrn sín vaxa og þroskast. Byggt nýtt íbúðarhús, túnin bætt og jörðin gerð að góðri bújörð. Eirík- ur sagði eitt sinn er þetta barst í tal: „okkur leið vel, Helgastaðir fóru vel með okkur“. ólafía var ekki margmálug kona, hennar hlutskipti í þessu lífi var við heim- ilisstörf, barnauppeldi og annað sem hún komst yfir að gera. Hún mun hafa verið starfandi frá morgni til kvöld. Húsmóðurstörf eru ekki hátt metin til launa, en eru og voru hornsteinn íslenskrar menningar. ólafía var sein til kynna, en fyrir þá sem hún tók vinfengi við vildi hún allt gera og fylgdist vel með þeirra högum. Mér er það minnistætt þegar ég lít aftur þessi fáu ár sem ég naut þess að þekkja Ólafíu hvessu mikla umhygöu hún bar fyrir sínum nánustu. Eg kynntist þessari umhyggju oft þegar ég kom í Laufskóga 9, en þar bjuggu þau í Hveragerði. Þá dvaldist oft fram á kvöld að farið væri heim til Reykjavíkur, því ekki var talandi um annað en að Minning þiggja veitingar, og var þá oft hangikjöt eða saltkjöt í pottum. Eftir að hafa kvatt bætti hún oft við, þið hringið þegar þið eruð komin heim. I Laufskóga var gott að koma. Húsbóndinn tók á móti gestum í útidyrum, en húsfreyja I eldhús- dyrum og bauð strax kaffi, allt var þar í röð og reglu og tók ég strax eftir hversu blóm þrifust vel þar í stofunni enda mun vel hafa verið , um þau hugsað eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur, það var gert af alúð og nærgætni. Heilsa ólafíu bilaði og fluttu þau þá á elliheimilið Ásgarð i Hveragerði ásamt systur Eiríks, Guðrúnu, sem lengi hafði búið hjá þeim. Er heilsu ólafíu hrakaði enn meira fóru þau á Grund í Reykja- vík. Þann tíma sem hún var þar var umhyggja Eiríks fyrir líðan hennar eftirtektarverð og sýndi hversu mikils virði hún var hon- um. Þá kom í ljós hve mikinn mannkost hún hafði valið sem lífsförunaut. Ég bið Guð að geyma ólafíu, styrkja Eirík og okkur hin. Orn Guðmundsson Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.