Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
Fræðsluþættir frá Geðhjálp:
Þessir þættir Geðhjálpar í
Morgunblaðinu hafa stundum
verið miklir barlómsþættir, að-
standendur hafa rakið raunir
sínar og sjúklingar Iýst skelfing-
um sínum. Ekki þarf að draga í
efa þessar frásagnir. Geðsjúk-
dómar eins og aðrir sjúkdómar
eru mikil raun en þeir geta einn-
ig verið reynsla er skilur mann-
inn eftir þroskaðri en alls ekki
niðurbrotinn og óhæfan til
þátttöku í samfélaginu.
Ég var geðsjúklingur
Ég sem þessar línur rita er
einn af þeim heppnu sem hafa
fengið að prófa geðsjúkdóma.
Þetta var náttúrulegur geð-
sjúkdómur en hvorki tilkominn
vegna áfengisdrykkju eða fíkni-
efnanotkunar. Sjúkdómurinn
greip mig álíka og kvef eða
magapest. Það var allt í lagi þeg-
ar ég vaknaði en að kvöldi var ég
ekki lengur í þessum heimi. Það
hefur ekkert gildi hér að lýsa
þessum heimi, það má bíða ann-
ars tíma. Þessi frásögn er bara
dæmi um það hve snögglega
menn geta orðið veikir á geði.
Svona getur komið fyrir hvern
sem er, og oft er sá veiki síðastur
að átta sig á að hann er veikur.
í mínum huga var einungis
eitthvað óvenjulegt á seyði en að
þetta væri geðveiki datt mér
ekki í hug. Síðan þegar ég kom
aftur í þennan venjulega heim
þá hugsaði ég sem svo, að ef ég
kæmist aftur í þetta ástand þá
vissi ég hvað væri á ferðinni, og
að ég gæti leitað læknis. Þetta
hefur ekki staðist því þrisvar hef
ég klikkast eftir þetta og
skemmt mér vel áður en ég
komst í læknishendur. Ekki má
—skilja þessi orð svo að ég harmi
að hafa fengið læknishjálp, auð-
vitað geri ég það ekki, því ef
læknisfræðinnar hefði ekki notið
við, gæti ég eins verið dauður
eða lifandi dauður. Ég vil hrósa
læknisfræðinni, mín reynsla er
sú að við réttar aðstæður þurfi
geðsjúkdómar ekki að skilja eft-
ir sig meiri skaða en kvef eða
magapest.
En ég endurtek: það þarf réttar
aðstæður. Þetta er flókið mál,
væri ekki svo væru færri krón-
ískir geðsjúklingar á geðdeild-
um. í mínum huga er það efst að
sjúklingar eigi öruggt athvarf er
sjúkrahúsvist lýkur. Atvinna
verður að vera fyrir hendi og
óhindrað samband við lækni á
göngudeild og samviskusamlega
farið eftir fyrirmælum læknis
varðandi lyfjatöku.
Áhrif sjúkdómsins
á líf mitt
Mig langar að segja frá því
hvernig sjúkdómurinn hafði
- áhrif á líf mitt i byrjun, því mig
grunar að líkt geti verið ástatt
með fleiri þó enginn fáist til að
viðurkenna slíkt.
Ég var byrjaður í námi er ég
veiktist. Veikindin höfðu þau
áhrif að ég hvarf frá námi, eins
og á stóð var það eðlileg ákvörð-
un. Mér bauðst vinna en varð að
hætta enda vart búinn að ná mér
nægilega. Þá hófst hjá mér
tímabil er stóð í rúmlega eitt og
hálft ár er ég vann ekki handtak.
Það hefði ef til vill verið eðlilegt
að ég hefði einn eða tvo mánuði
til að jafna mig, en 20 mánuðir
var nokkuð langt frí.
Ég get játað það nú og ég held
að ég ljúgi því ekki að þetta var
að stærstum hluta leti og sér-
hlífni. Með sjálfum mér vissi ég
að ég gæti vel unnið, en það var
engin brýn þörf sem knúði mig
„Eg hef
aldrei
skammast
mín
fyrir
þennan
sjúkdóm“
til vinnu. Ég hafði aðstöðu til að
slæpast og ég notaði mér aðstöð-
una. Fyrst í stað sótti ég um
sjúkradagpeninga en er leið á
tímann gat ég ekki réttlætt slíkt
fyrir sjálfum mér.
Það vildi svo til að ég átti
sjálfur nokkurt fé svo ég gat
leikið sjúklingshlutverkið án
alltof mikilla samviskukvala.
Ég hafði reglulegt samband
við lækni á göngudeild. Sjálfsagt
hefur sá mæti maður verið að
bíða eftir að ég gerði eitthvað í
mínum málum. Ég vildi gjarnan
minnka lyfjaskammtinn, en
læknirinn vildi fara hægt í þau
mál. Ef til vill hefði hann talið
óhætt að minnka lyfjaskammt-
inn, ef ég hefði sýnt meiri fram-
takssemi. Annars bar ég mig yf-
irleitt vel á læknisfundum, sagð-
ist hafa það ágætt og mér liði
vel, en þó varaðist ég að bera
mig of mannalega svo ekki færi
á þann veg að ég yrði rekinn til
vinnu.
Letin erfið
Það verð ég að segja að þessi
langi tími án vinnu eða annarra
ábyrgrar þátttöku í þjóðfélaginu
t.d. námi, var erfiður að því leyti
að því lengur sem ég slæpist því
erfiðara var að rífa sig upp úr
sleninu. Ég skammaðist mín í
hópi félaga, ekki fyrir sjúkdóm-
inn því mér hefur aldrei fundist
ástæða að skammast mín fyrir
hann, ég skammaðist mín fyrir
iðjuleysið, en ég hafði sjúkdóm-
inn sem afsökun en auðvitað gat
ég ekki blekkt sjálfan mig, ég
var á leiðinni að verða að löggilt-
um öryrkja. Þó gekk það ekki svo
langt, en læknirinn hafði á því
orð að ekkert biði mín annað en
örorkustyrkur, en ég hummaði
það fram af mér enda átti ég þá
enn peninga. Ég vil hvorki ásaka
þennan lækni eða aðra um glám-
skyggni, en af þessari reynslu
minni finnst mér vel líklegt að
margir lifi á opinberu fé sem vel
gætu unnið. En menn þurfa
hjálp. Læknirinn bauð mér að
taka þátt í starfsemi á vinnu-
stofu við spítalann, en ég af-
þakkaði, var hræddur um að
tapa þeirri stöðu er ég hafði
fengið, þ.e. sjúklingsstöðunni. Þó
fór svo að lokum að mér bauðst
vinna og ég sló til.
Líf mitt tók
nýja stefnu
Við að byrja að vinna á ný var
eins og hrykkju af mér álaga-
fjötrar og líf mitt tók nýja
stefnu. Ég gat á ný verið upp-
litsdjarfur gagnvart öðru fólki.
Ég féll þó í þá gröf sem ég held
að alltof margir geðsjúklingar
falli í, ég hætti að taka lyfin,
mér fannst ég vera í svo góðu
formi að lyf væru óþörf. Morgun
einn þrem mánuðum seinna,
vaknaði ég ruglaður. Ég var drif-
inn á geðdeild og var aftur kom-
inn til sjálfs mín eftir nokkra
daga. Þá var talið óhætt að ég
færi heim og byrjaði að vinna.
En þarna brást heilbrigðisþjón-
ustan. Það leið ekki langur tími
þar til ég var sokkinn niður í það
svartasta þunglyndi sem hugsast
gat. Ekki bætti úr að ég gat ekki
náð sambandi við lækni minn, sá
var ekki til viðtals nema þriðju
hverja viku, svo var ég líka
ókunnugur læknakerfinu til að
geta leitað hjálpar. Á endanum
var ég borinn ósjálfbjarga inn á
deild. En nú fékk ég nægan tíma
til að jafna mig, og var ekki lát-
inn fara fyrr en allt þótti öruggt
og tryggt með minn hag. Með
fyrri reynslu tryggði ég mér
vikulegt samband við lækni á
göngudeild til að byrja með. Ég
tók lyf samkvæmt læknisráði.
Þrjú ár var ég án þess að kenna
nokkurs meins og á þessum tíma
voru lyfin minnkuð smátt og
smátt þar til ég var orðinn lyfja-
laus. Én er ég hafði verið án
lyfja nokkra mánuði klikkaðist
ég svo aftur. Það var í rauninni
einstaklega ánægjulegur tími.
En til þess að hafa full not og
ánægju af því að ruglast verður
maður að ná vitinu á ný, svo ég
lagðist eitt skipti enn inn á geð-
deild. Ég varð aftur aðnjótandi
góðrar meðferðar og það var
ekki sleppt af mér höndunum
fyrr en öruggt þótti að ég væri
kominn yfir öll eftirköst.
Hugmyndir mínar
um brjálæðinga
breyttust
Það eru nú 6 xh ár síðan ég
varð fyrst veikur, þá 21 árs gam-
all. Ég býst ekki við að losna við
þennan eiginleika sem ég leyfi
mér að nefna svo. Lyf mun ég
sennilega þurfa að nota ævi-
langt. Það er óvíst hvað bíður
mín, en ég hræðist ekki sjúk-
dóminn, það er miklu fremur
spennandi að fylgjast með
hverju fram vindur. Þess vegna
segi ég að mín veikindi hafa ekki
orðið til að eyðileggja líf mitt,
miklu fremur hafa þau gefið mér
víðari útsýn yfir mannleg örlög.
Mér hefði aldrei dottið í hug sem
unglingur að ég ætti eftir að
veikjast á geði og dvelja á
Kleppsspítala. Hugmyndir mín-
ar um brjálæðinga breyttust. Ég
sé nú að það eru engir brjálæð-
ingar til, aðeins mismunandi
veikt fólk.
Mér finnst ég ekki með fullum
rétti geta kvartað vegna þeirrar
þjónustu er ég hef fengið er ég
hef lagst inn á geðdeild. Samt
gæti ég tínt til óþægileg atvik og
jafnvel mistök, en mér finnst
allt það fólk er ég hef kynnst
gera sitt besta í þágu sjúklings-
ins. Það er sjúkdómurinn sem er
erfiður og óútreiknanlegur og þó
læknisfræðin sé komin langt í
baráttunni við geðsjúkdóma er
ennþá langt í land svo vel verði
við unað. Ennþá er mikið af
langlegusjúklingum, þó þeim
hafi víst fækkað frá því sem áð-
ur var. Það er í rauninni stór-
kostlegt að Kleppur skuli vera
sjúkrahús þar sem fólk kemur og
fer, en ekki hæli þangað sem fólk
fer án þess að eiga afturkvæmt.
Með því að festa þessi orð á
blað langar mig að vitna um það
að þó fólk fari inn á geðsjúkra-
hús þá er það ekki endir alls, í
dag eru batahorfur betri en áð-
ur. Það er oft farið í felur með
sjúkleik af þessu tagi. Ég hef
aldrei skammast mín fyrir þenn-
an sjúkdóm. Það eru engar
skynsamlegar ástæður fyrir því
að skammast sín fyrir sjúkdóm
sem maður á engan þátt í að
skapa sjálfur. Ég rita því nafn
mitt kinnroðalaust undir þessi
orð, þökk þeim er lásu.
Olav Einar Lindtveit
Hótel Loftleiðir og Öskjuhlíð
bjóða gestum sínum
heibsurækt og hressingu
Á gonguskiði í Oskjuhlið
Ef þú sækist eftir hollri hreyfingu og
heilsurækt, skalktu huga að því hvað Hótel
Loftleiðir og næsta umhverfi hafa að bjóða.
Útivistarsvæðið í Öskjuhlíð er spölkom frá
hóteldymnum. Hafa nú verið mddar þar
skíðagöngubrautir, sem ættu að fullnægja
áhugafólki í þessari skemmtilegu íþrótt. Það
er ekki nauðsynlegt að leita langt eftir hollri
hreyfingu í skemmtilegu umhverfi.
Að skíðagöngu lokinni er tilvalið að skola af
sér svitann og mýkja vöðvana í Sundlaug
Hotels Loftleiða. Þar em góðar sturtur,
innisundlaug, vatnsnuddpottur, gufubað,
hvíldarherbergi og ljósböð. Þú verður nýr
maður á eftir!
Síðan er það næringin
Eftir skíðagöngu, sund og gufubað er tími
kominn til að sækja sér næringu í
Veitingabúðina. Þar em á boðstólum kaffi,
kökur, smurt brauð og fjöldi smárétta. Allt
gegn vægu verði.
Góður dagur er síðan fullkomnaður á
Vánlandsbarnum, þar sem hægt er að skála
í ljúffengum „Víkingamiði"
Sundlaugin er opin alla virka daga og sunnudaga ffá 8.00 til 11.00,
og 16.00 til 19.00. Og laugardaga frá 8.00 til 19.00.
yjg mlnnnm á skíðaleiguna við Umferðarmiðstöðina.
Heill heimur út af fyrir sig
HOTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA ÆÆ HÓTEL
Góócrn daginn!