Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984
Jonathan Motzfeldt, formaður grænlenzku landstjómariimar:
íslendingar full fljótir
að taka afstöðu til samn-
ings okkar við EBE
Stokkhólmi, 27. febrúar. Frá fréttaritara Morgunblaósins, Magnúsi Sigurðssyni.
„ÉG TEL, að íslendingar hafi ver- ingarmesta atvinnugrein Græn-
lendinga og svo yrði vafalaust
lengi enn.
„Úrsögn okkar úr Efnahags-
bandalagi Evrópu er engin til-
viljun heldur afleiðing langrar
þróunar," sagði Motzfeldt enn-
fremur. „Land okkar liggur um
3000 km frá Evrópu og menning
okkar er allt önnur og frábrugð-
in menningu þeirra þjóða, sem
þar búa. Við verðum hins vegar
áfram aðilar að NATO og úrsögn
okkar úr EBE mun engin áhrif
hafa á áframhaldandi aðild
okkar þar.“
ið fullfljótir til þess að taka af-
stöðu til samnings okkar Græn-
lendinga við Efnahagsbandalag
Evrópu. Það er margt, sem þarf að
skýra betur varðandi einstök atriði
þessa samnings og það mun ég
gera á fyrirhuguðum fundi mínum
og Steingríms Hermannssonar,
forsætisráðherra íslands, á mið-
vikudag," sagði Jonathan Mot-
zfeldt, formaður grænlenzku
Undstjórnarinnar, á fundi með
frétUmönnum á þingi Norður-
landaráðs hér í Stokkhólmi í morg-
un. Hann kvaðst ekki hafa haft
tækifæri til þess að kynna sér til
hlítar þingsályktunartillögu þá,
sem samþykkt hefur verið á Al-
þingi íslendinga varðandi samstarf
við Grænlendinga á sviði fisk-
verndar í framtíðinni, en græn-
lenzka landstjórnin myndi fljót-
lega kynna sér hana og Uka af-
stöðu til hennar.
Motzfeldt lagði áherzlu á, að
fiskveiðar væru nú mikilvægasta
atvinnugrein Grænlendinga og
fiskvernd og skynsamleg hag-
nýting fiskistofnanna við Græn-
land væri því lífsspursmál fyrir
þá. Það yki enn mikilvægi fisk-
veiðanna, að verð á selskinni
hefði lækkað mjög undanfarin
ár og væri nú ekki nema brot af
því, sem það var áður. Fjöldi
Grænlendinga hefði haft fram-
færi sitt af selveiðum áður fyrr,
en þar sem ekki væri lengur
unnt að lifa af þeim, hefði þetta
fólk orðið að snúa sér að öðru og
þá fyrst og fremst fiskveiðum.
Grænland byggi að vísu yfir
miklum auðlindum sem eftir
væri að nýta og það yrði auðvit-
að gert í framtíðinni, en eins og
er þá væru fiskveiðar þýð-
Motzfeldt vék síðan að sam-
bandi Grænlendinga við eskimóa
annars staðar og sagði, að
Grænlendingar ættu frændur
bæði í Kanada og Alaska og í
framtíðinni bæri að leggja
aukna áherzlu á samskipti og
tengsl við þessar frændþjóðir.
„Við höfum hins vegar engin
tengsl við eskimóa í Síberíu. Við
höfum boðið eskimóum þaðan að
heimsækja okkur, en engar und-
irtektir fengið," sagði Motzfeldt.
Motzfeldt lét í ljós mikla
ánægju með þá samvinnu, sem
tekizt hefði við Islendinga um að
koma upp sauðfjárrækt á Suð-
*
Morgunblaðið/Pressens Bild.
Svipmynd frá Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi. í forgrunn sér á vangann á Alexander Stefánssyni
félagsmálaráðherra en að baki honum þiggur Kire Willoch forsætisráðherra Noregs ráð hjá einum norsku
þingfulltrúanna.
Jonathan Motzfeldt er fulltrúi Grænlendinga á þingi Norðurlandaráðs og
var myndin tekin þegar hann ávarpaði þingheim í gær.
ur-Grænlandi og sagði Græn-
lendinga vera mjög vongóða um,
að þessi atvinnugrein ætti enn
eftir að eflast og verða með tím-
anum ein öflugasta atvinnugrein
landsins.
Nokkrir aðrir úr grænlenzku
sendinefndinni tóku einnig til
máls á fréttamannafundinum í
morgun. Þeirra á meðal var Otto
Steenholdt, sem á bæði sæti á
grænlenzka landsþinginu og
danska þjóðþinginu. Sagði hann,
að samningurinn við Efnahags-
bandalag Evrópu hefði verið
mjög góður, en væri því miður til
allt of skamms tíma, eða aðeins
fimm ára. Kvaðst Steenholdt
vilja taka það skýrt fram af
gefnu tilefni, að mikil samstaða
væri á meðal Grænlendinga um
samninginn og visaði á bug öll-
um orðrómi sem komizt hefði á
kreik um, að klofningur væri
kominn upp í röðum Grænlend-
inga sjálfra í afstöðunni til
samningsins. Sagðist Steenholdt
ekki vera í neinum vafa um, að
hann yrði samþykktur á græn-
lenzka landsþinginu, þegar þar
að kæmi.
Vogun hf. með meirihlutaaðild að Trésmiðjunni Vfði:
Hyggjast koma á fjárhagslegri og
stjórnunarlegri endurskipulagningu
Haukur Björnsson
ráöinn fram-
kvæmdastjóri
MIÐVIKUDAGINN 15. febrúar
1984 var stofnað hlutafélagið Vogun
hf. að frumkvæði Fjárfestingarfélags
íslands hf., sem jafnframt er stærsti
hluthafinn, segir í fréttatilkynningu
frá Vogun hf., en segir ennfremur,
að stofnun fyrirtækisins grundvallist
á samkomulagi, sem Fjárfestingarfé-
lag íslands hafi gert áður við eigend-
ur Trésmiðjunnar Víðis hf. um meiri-
hluta aðild Vogunar að Víði.
„Tilgangurinn með stofnun hins
nýja hlutafélags er að auðvelda
kynslóðaskipti stjórnenda og
koma á fjárhagslegri og stjórnun-
arlegri endurskipulagningu
Trésmiðjunnar Víðis hf., þannig
að nýta megi þá afkomumögu-
leika, sem taldir eru felast í út-
flutningssamböndum fyrirtækis-
ins, sérstaklega í Bandaríkjunum.
Er vonast til að árangur á þessu
sviði skili ekki einungis hluthöfum
góðum arði heldur verði einnig
upphafið að umfangsmiklum út-
flutningi íslenzkra húsgagna, þar
sem öðru fremur verður lögð
áherzla á sérstæða og smekklega
hönnun og framleiðslugæði," segir
orðrétt í frétt Vogunar.
Á stofnfundi Vogunar hf. sam-
þykktu eftirfarandi fyrirtæki auk
Úr vélasal Trésmiðjunnar Víðis hf.
Fjárfestingarfélags íslands hf., að
gerast hluthafar: B.M. Vallá,
Hilda, Álafoss, Smjörliki, J.L.
bygg'ngarvörur, Kassagerðin, Vöi-
undur, Frjáls fjölmiðlun, Hafskip,
norsk-bandaríska húsgagnasölu-
fyrirtækið Westnofa og fleiri.
Áætlað er að innsafnað hlutafé
verði um það bil 21 milljón króna
og hafa nú þegar safnast hluta-
fjárloforð fyrir rúmlega % hlut-
um þess. Gert er ráð fyrir að
hlutafjársöfnun ljúki fyrir april-
lok nk. Stjórn Vogunar skipa
Gunnar Helgi Hálfdánarson,
formaður, Pétur Eiríksson, vara-
formaður og Gunnar S. Björnsson,
Þráinn Þorvaldsson og Þórarinn
Jónsson.
I sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu frá Vogun hf. og Guðmundi
, Guðmundssyni segir, að nú hafi
náðst að mati Vogunar hf. viðun-
andi samningar við helztu hags-
munaaðila Trésmiðjunnar Víðis
og sé fjárhagslegri endurskipu-
lagningu fyrirtækisins því sem
næst lokið.
„Samkvæmt samkomulagi því,
sem gert hefur verið við Guðmund
Guðmundsson og fjölskyldu hans,
sem verið hafa aðaleigendur
Trésmiðjunnar Víðis frá stofnun,
mun Vogun hf. fara með meiri-
hlutavald í málefnum trésmiðj-
unnar á næstu 5—8 árum. Á þeim
tíma verður unnið að því að
treysta afkomugrundvöll tré-
smiðjunnar Víðis með gjörnýtingu
markaðs- og framleiðslumögu-
leika fyrirtækisins. Eignarhluti
Vogunar hf. verður um það bil
51% og Guðmundar Guðmunds-
sonar og fjölskyldu hans um það
bil 49%,“ segir orðrétt.
Að 5—8 árum liðnum verða
hlutabréf þau, sem Vogun hf. á í
Trésmiðjunni Víði boðin til sölu á
frjálsum markaði, en fyrri eigend-
um er þó gefinn forkaupsréttur að
þeim á sömu kjörum og fengjust á
hinum frjálsa markaði. Á aðal-
fundi Trésmiðjunnar Víðis, sem
haldinn var strax að loknum
hluthafafundi þeim, sem scm-
þykkti hlutafjáraukningu Tré-
smiðjunnar Víðis og umrædda
sölu til Vogunar hf. var kjörin ný
stjórn. Hana skipa Gunnar Helgi
Hálfdánarson, formaður, Pétur
Eiríksson, varaformaður, Guð-
mundur Guðmundsson, Gunnar S.
Björnsson, og Paul Johnson frá
Westnofa. Þá var Haukur
Björnsson, viðskiptafræðingur,
ráðinn framkvæmdastjóri frá 1.
marz nk., en hann hefur áður
gegnt starfi framkvæmdastjóra
Félags íslenzkra iðnrekenda og
Karnabæjar.