Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 41 fclk í fréttum Reagan vann sigur í Waterloo + I Waterloo í Belgíu beið Napol- eon Bonaparte sinn síðasta ósigur, en í Waterloo í Iowa-rfki í Banda- ríkjunum segist Reagan forseti hafa unnið sinn fyrsta sigur í bar- áttunni fyrir endurkjöri. Reagan kom til bæjarins sama dag og demókratar greiddu um það at- kvæði hver líklegastur væri til að sigra forsetann f haust, og var honum fagnað af þúsundum manna. Var farið í skrúðgöngu um bæinn og að sjálfsögðu var Reag- an i broddi fylkingar. Er ekki ann- að að sjá en hann njóti góðs byrjar + Alþjóðlega gæsluliðið í Beirút er á förum frá borginni eins og kunn- ugt er og virðist ekki hafa haft erindi sem erfiði. ítalarnir fara þó á brott sem sigurvegarar því að þeir unnu bæði hug og hjörtu fólksins, sem þeir þurftu að hafa samskipti við. Langþráður friður rfkti á gæslusvæði þeirra og svo álúðlegir voru þeir og hjálpasamir að konur og bðrn grétu, þegar þeir fóru, og gamalreyndir stríðsmenn kysstu þá í kveðjuskyni. Helen Terry hættir að syngja með Culture Club + Helen Terry, soul-söngkona, sem oft hefur sungið með Boy George og hljómsveitinni Culture Club, ætlar nú að hasla sér völl upp á eigin spýt- ur. Helen, sem er 27 ára gömul, hefur nú gert samning við hljómplötufyrirtækið Virgin Records og fengið greidda fjóra og hálfa milljón króna fyrirfram. Er það fyrir eina stóra plötu og nokkrar litlar. Lögin og textana hefur hún samið sjálf ásamt Boy George og gítarleikaranum Roy Hay, og er búist við plötunni f apríl nk. Michael Jackson, sá frægi söngvari, sá Helen með Cult- ure Club í Las Vegas ekki alls fyrir löngu og sagði á eftir, að hún væri „besta söngkonan síðan Aretha Franklin leið“. Helen Terry átti einu sinni við þann vanda að strfða, að hún var allt of feit, en nú er það löngu liðin tfð. Að vfsu er hún jafn feit og áður en hún hefur ekki áhyggjur af því. „Ég gekk f félagið „Verum bara feit“ og hef nú tekið gleði mfna aftur,“ segir Helen. Helen Terry á sviði með Boy George COSPER — Mér finnst vera farið að kula. Heba heldur vió heilsunni Nýtt námskeið að hefjast. Dag- og kvöldtímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leikíimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kalfi - Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14Kópavogi. MILLIVEGGJA PLOTUR Stærðir: 50x50x 5 50x50x 7 50x50x10 VANDAÐAR PLOTUR VIÐRÁÐANLEGT VERÐ B.M. VALLAf H Fáanlegar úr gjalli eða vikri PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f ÞÍóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945 HV ILJI Bláskógar Armúla 8, sími 86080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.