Morgunblaðið - 28.02.1984, Síða 40

Morgunblaðið - 28.02.1984, Síða 40
HLEKKUR í HEIMSKEÐJU ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Tveir menn hafa játað ránið á peningum ATVR Byssan fannst í gærmorgun í sjó í Kópavogi - 950 þúsund krónur af ráns- fénu fundnar — 19 ára piltur úrskurðaður í gæzluvarðhald í gærkvöldi Geirfinnsmálið: Fjórmenningarnir fá 6—800 þúsund krónur í miskabætur TVEIR MENN hafa játoð að hafa rænt 1.840 þúsund krónum af tveim- ur storfsmönnum ÁTVR fyrir fram- an útibú Landsbanka íslands fóstu- daginn 17. febrúar síðastliðinn. William James Scobie, 22 ára gam- all Reykvíkingur, hefur játoð að hafa framið ránið og 19 ára gamall piltur játoði að hafa verið að verki með honum. Ekki liggur enn Ijóst fyrir með hvaða hætti hann kom við sögu, en Ijóst er að William framdi sjálft ránið á Laugavegi og er sterklega grunaður um að hafa verið að verki í Iðnaðarbankanum. Pilturinn var handtekinn á Óðali og færður til yfirheyrslu í fangelsið við Síðumúla. Mennirnir tveir ját- uðu svo verknaðinn og að hafa kast- að byssunni í sjó þar sem kallað er Kópavör í Kópavogi. Hún fannst í gærmorgun eftir ábendingu ræn- ingjanna. Þá fundust 950 þúsund krónur af ránsfénu við húsleit og unnið er því að endurheimta af- ganginn. „Unnið er að rannsókn málsins af fullum krafti. Ég er mjög ánægður með framgang hennar og stoltur af mínum mönnum," sagði Hallvarður Einvarðsson í samtali við blm. Mbl. seint í gærkvöldi eftir að pilturinn sem handtekinn var í Óðali hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. mars. Á laugardag var Willi- am Scobie úrskurðaður í gæslu- varðhald til 14. mars. Faðir hans og eldri bróðir voru úrskurðaðir til 1. mars, en RLR hafði gert kröfu um gæsluvarðhald yfir þeim til 7. mars. Samkvæmt heimildum Mbl. komst RLR á slóð ræningjanna eftir að ábending barst frá fyrrum starfsmanni ÁTVR. Hann kvaðst hafa skýrt William frá því hvernig fé ÁTVR við Lindargötu væri flutt í banka. William hefði færst mjög í aukana við þessi tíðindi og lýsti áhuga á að ræna peningunum. Rannsóknarlögreglumenn fylgdu síðan William hvert fótmál, án þess að honum væri það Ijóst. Feðgarnir voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn þegar þeir hugðust fara til Bandaríkjanna. Húsleit var framkvæmd í íbúð í Breiðholti og grunur RLR styrktist þegar þar fundust meðal annars lambhúshettur, griplur, úlpa og skófatnaður sem komu saman við lýsingu sjónarvotta á báðum ránun- um. Mbl. hefur heimildir fyrir því að vitni hafi borið að ræninginn hafi talað með erlendum hreimi, þó ekki hafi verið frá því skýrt opin- berlega, en þess má geta að William hefur verið langdvölum í Bandaríkj- unum. En það var ekki fyrr en í gær, að haglabyssan, sem William sagaði hlaupið af, fannst, svo og ránsféð. William hefur enn ekki viður- kennt þjófnaðinn úr útibúi Iðnað- arbankans við Drafnarfell en hann er sterklega grunaður um að hafa einnig þar verið að verki. Þykir fatnaðurinn sem fannst í Breiðholti renna stoðum undir þær grunsemd- ir. Margt er enn óljóst um mál þetta. Feðgarnir eru enn í gæsluvarðhaldi, og hlutur þeirra óljós. Samkvæmt heimildum Mb' munu faðir William og bróðir ekki hafa vitað fyrirfram um ránið. William hafi komið með féð f föðurhús og þá hafi feðgarnir reynt að hylma yfir með honum. Fjármálaráðherra hefur í samráði við þingflokksformenn og fjárveit- inganefnd Alþingis gengið frá greiðslu miskabóto til fjórmenn- inganna, sem snemma árs 1976 sátu í gæsluvarðhaldi að ósekju í 90—105 daga í tengslum við rannsókn Geir- flnnsmálsins. „Við teljum okkur hafa unnið ágætan sigur í þessu máli. Því er nú lokið af okkar hálfu og við telj- um það úr sögunni," sagði einn fjórmenninganna, Valdimar Olsen, í samtali við Mbl. í gær- kvöld. Hæstaréttardómur um miska- bæturnar féll fyrir ári. Síðan hef- ur verið deilt um útreikning vaxta. Fjórmenningarnir hafa gert kröfu til að þeim væru greiddir vextir eins og bótaupphæðin hefði legið á banka en af hálfu ríkisvaldsins hafa vextir verið reiknaðir af óbreyttum höfuðstól. Á endanum viðurkenndi fjármálaráðuneytið rétt þeirra til vaxtavaxta frá miðjum júní 1979, þegar sett voru lög um dómvexti. Fá þeir nú bæt- ur, sem eru á bilinu 600 til 800 JÓHANN Hjartarson, Helgi Ólafs- son og Samuel Reshevsky sigruðu á XI. Reykjavíkurskákmótinu, sem lauk á sunnudag, hlutu 8 vinninga. Jóhann og Helgi náðu áfanga að stórmeistoratitli með árangri sínum. Hver um sig hlaut liðlega 100 þús- und krónur í verðlaun fyrir sigurinn. þúsund fyrir hvern þeirra. „Þrátt fyrir alla misgóða vaxta- útreikninga margra lögfræðinga hefur þetta tekist," sagði Valdi- mar Olsen. „Við teljum okkur því geta ágætlega við unað.“ Þegar stig voru reiknuð kom í ljós, að Jóhann Hjartarson telst sig- urvegari mótsins þar sem andstæð- ingar hans hlutu fleiri vinninga, en andstæðingar Helga og Reshevsky. Jóhann hlaut 61,5 stig, Helgi Ólafs- son hafnaði í öðru sæti með 61 stig og Samuel Reshevsky hlaut 59,5 stig. Jóhann Hjartarson hefur nú náð tveimur áföngum af þremur að stórmeistaratitli, en Helgi einum. Til að ná stórmeistaratitli þarf skákmaður að ná tilteknum árangri í 24 skákum. Þar sem Jóhann tefldi á tveimur ellefu umferða mótum, þarf hann þriðja mótið. Hefði hann náð sambærilegum árangri í 11 og 13 umferða mótum, þá væri hann nú stórmeistari. Sjá frétt af Reykjavíkurskákmótinu, viðtöl og skákskýringar á bls. 46—47. Fimm nýir í efri flokki Listamannalaunum var úthlutoð Þá var í gær úthlutað starfs- í gær og hljóto 128 launin í ár. launum úr Launasjóði rithöf- Fimm nýir eru í efri flokki: Helgi unda. Að þessu sinni hljóta 90 Sæmundsson, Herdís Þorvalds- rithöfundar starfslaun, í tvo til dóttir, Kristinn Hallsson, Ragnar sex mánuði hver. Kjartonsson og Svava Jakobsdótt- Sjá listo yfír úthlutanir á bls. 34. ir. Reykjavíkurskákmótið: Jóhann Hjartarson sigurvegari á stigum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.