Morgunblaðið - 02.03.1984, Side 1
64 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
51. tbl. 71. árg.
FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Borgarastríðið í Líbanon:
Franska gæsluliðið
verður kallað heim
Ekkert látið uppskátt um viðræður Gemayels og Assads
Beirúl, París og Tel Aviv, 1. mars. Al*.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í París sendi í dag frá sér til-
kynningu þar sem sagði að Frakkar litu svo á að þeir hefðu
lokið hlutverki sínu í Beirút og gaf til kynna að 1200 manna
friðargæslulið Frakka í Beirút yrði kallað heim innan
skamms.
Yfirlýsingin var birt í fram-
haldi af því að Sovétmenn beittu
neitunarvaldi í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna til að
hindra að tillaga Frakka um að
samtökin sendu gæslulið sitt til
Líbanons næði fram að ganga.
Fyrr í vikunni voru síðustu
friðargæsluliðar Bandaríkja-
manna og ítala fluttir brott frá
Beirút, þar sem þeir höfðu verið
í hálft annað ár.
Heimildamenn AP segja það
skoðun frönsku stjórnarinnar að
ástæðan fyrir því að Sovétmenn
lögðust gegn þvi að gæslulið SÞ
kæmi til Líbanons hafi verið sú
að þeir hafi talið það styrkja
stöðu Amin Gemayels forseta á
sama tíma og Sýrlendingar, sem
Sovétmenn styðja, eru taldir
vera að ná tökum á honum.
Gemayel fór frá Damaskus í
dag og vildi ekkert láta hafa eft-
ir sér um niðurstöður tveggja
daga viðræðna sinna við Hafez
Assad Sýrlandsforseta.
Walid Jumblatt leiðtogi
drúsa, sem notið hafa stuðnings
Sýrlendinga, sagði í Beirút að
þótt samkomulag tækist með
Gemayel og Assad breytti það
engu um kröfu drúsa að Gem-
ayel yrði leiddur fyrir rétt,
ákærður fyrir glæpi gegn al-
menningi.
Símamynd AP.
Amin Gemayel forseti Líbanons á
öðrum degi heimsóknar sinnar til
Damaskus þar sem hann hefur átt
viðræður við Hafez Assad Sýrlands-
forseta um borgarastríðið í Líbanon.
Sovétmenn
smíða lang-
drægar kaf-
bátaflaugar
\Va.shington, 1. mars. Al*.
LEYNIbJÓNUSTA bandaríska sjó-
hersins staðhæfir að Sovétmenn hafi
nær lokið smíði njrra langdrægra stýri-
flauga og verið sé að prófa eina gcrð
þeirra með það í huga að þeim verði
komið fyrir í kafbátum nálægt strönd-
um Bandaríkjanna.
„Staðsetning þessara langdrægu
eldflauga, sem hugsaðar eru til
árása á stöðvar í landi, í kafbátum
fyrir utan strönd Bandaríkjanna
kann að verða eitt af viðbrögðum
Sovétmanna við meðaldrægu eld-
flaugunum á meginlandi Evrópu,"
sagði John L. Butts aðmíráll.
Butts, sem veitir leyniþjónustu
sjóhersins forstöðu, sagði að hin
nýja sovéska stýriflaug væri af gerð-
inni SS-NX-21 og hægt yrði að
skjóta henni frá kafbátum að skot-
mörkum í allt að þrjú þúsund kíló-
metra fjarlægð. Butts sagði að
sennilega yrði flaugin tilbúin á þessu
ári.
Austur-þýska
fjölskyldan í Prag:
Fer líklega
til Vestur-
Þýskalands
l*rag, I. mars. AP.
FRÆNKA Willi Stophs, forsætis-
ráðherra Austur-Þýskalands, og
fjölskylda hennar, sem flúðu í
scndiráð Vestur-I'jóðvcrja í Prag
fyrir sex dögum og báðust hælis í
Vestur-Þýskalandi, yfírgáfu sendi-
ráðsbygginguna í morgun og sneru
aftur heim til Austur-Þýskalands.
Heimildamenn AP-fréttastofunnar
segja að samkomulag hafi náöst
bak við tjöldin um að heimila fjöl-
skyldunni að flytjast vestur fyrir
járntjald.
Fjölskyldan hafði áður neitað
að snúa aftur til Austur-Þýska-
lands nema tryggt yrði að hún
fengi að fara þaðan til Vestur-
Þýskalands. Auk Ingrid Berg,
sem er frænka Stophs, er um að
ræða mann hennar Dieter, börn
þeirra tvö, 7 og 3 ára gömul, og
móður Dieters.
Undanfarna daga hafa hátt-
settir embættismenn í Austur-
og Vestur-Þýskalandi átt viðræð-
ur um mál fjölskyldunnar, en
ekkert hefur verið látið uppskátt
um niðurstöður þeirra. Opinbera
fréttastofan í Austur-Þýskalandi
hefur farið hörðum orðum um
Dieter Berg og m.a. staðhæft að
hann sé afbrotamaður. Þá hefur
verið birt yfirlýsing frá forsæt-
isráðherranum þar sem hann
segist engin tengsl hafa við
Berg-fjölskylduna, en neitar því
hins vegar ekki að Ingrid Berg sé
frænka sín.
Landamærayfirvöld í Vestur-
Þýskalandi segja að að undan-
förnu hafi æ fleiri Austur-Þjóð-
verjar fengið leyfi til að flytjast
úr landi, og á síðustu tveimur
dögum hafi 126 Austur-Þjóðverj-
ar flust til Bæjaralands eins.
Heimildamenn AP telja að
austur-þýskum útflytendum
muni halda áfram að fjölga á
þessu ári.
Að meðaltali fá um tíu þúsund
manns að flytjast á ári hverju
frá kommúnistaríkjunum til
Vesturlanda.
50 óbreyttir borgarar létu lífið og 225 særðust þegar íraskar eldflaugar lentu
á íbúahverfi í borginni Khorramabad í fran fyrir nokkrum dögum. Myndin
sýnir björgunarstarf eftir árásina. símamynd Al\
Ekkert lát á stríðsrekstrinum við Persaflóa:
íranir segjast
hafa fellt 1300
óvinahermenn
Nikósíu, I. mars. AP.
HERIR írana og íraka háðu í dag
harða bardaga í lofti og á landi aust-
ur af borginni Basra. Íranir segjast
hafa fellt 1300 hermenn í þessum
átökum og tekið marga höndum.
Útvarpið í Bagdad sagði að ír-
aski flugherinn og sióherinn hefði
haft í fullu tré við Irani í þessum
átökum, og þeir hafi að auki ráðist
á og sökkt sjö herbátum, sem voru
á siglingu til Bandar Khomeini í
norðausturhluta Persaflóa.
Ennfremur sagði útvarpið að í
loftorrustu austur af Basra hefðu
þrjár íranskar herflugvélar og
þrjár herþyrlur verið skotnar
niður.
írakar höfðu fyrr viðurkennt að
innrásarher írana hefði náð fót-
festu í landinu, en segja nú að þeir
hafi umkringt hann og hann verði
„þurrkaður út.“
Leitin að óþekkta kafbátnum:
Froskmaður sást á
eyju við Karlskrona
Stokkhólmi, 1. mars. AP.
SÆNSKI herinn staðfesti í fyrsta
sinn í dag að sést hefði til útlends
froskmanns á Aspo-eyju rétt fyrir
utan Karlskrona, þar sem sjóher-
inn, sem þar hefur bækistöðvar,
hefur undanfarnar þrjár vikur leit-
að að óþekktum kafbáti.
„Froskmaðurinn hvarf í sjóinn
fyrir utan girðinguna sem um-
lykur flotastöðina, og hefur ekki
sést til hans síðan," sagði H.G.
Wessberg, talsmaður sænska
varnarmálaráðuneytisins, en
vildi ekki ekki gefa neinar frek-
ari upplýsingar.
Fram að þessu hafa sænsk
hernaðaryfirvöld aðeins gefið til
kynna að þau væru jafnt á hött-
unum eftir óþekktum frosk-
mönnum sem dvergkafbátum í
sjónum fyrir utan Karlskrona,
en tilkynningin í dag er fyrsta
staðfesting þessa efnis.
Aspo er ein af þremur eyjum í
eyjaklasanum rétt fyrir utan
Karlskrona. Vitað er að sænski
herinn hefur varpað djúp-
sprengjum í sjóinn umhverfis
eyjarnar, en fréttir um að hand-
sprengju hafi verið varpað á
Aspo hafa ekki fengist staðfest-
ar.
Sænskir lögreglumenn vopnaðir skammbyssum sjá um að cnginn úr
óþekkta kafbátnum geti flúið landleiðina.