Morgunblaðið - 02.03.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
3
Tilkoma Sultartangastfflu:
Isrennsli verulega
minna en áður var
- segir Halldór
Jónatansson,
forstjóri Lands-
virkjunar
„REYNSLAN af Sultartangastífl-
unni, þaö sem af er vetri, sýnir aö
ísrennsliö er verulega minna í
frostum en áður var. Einnig dreg-
ur Sultartangalón mjög úr sand-
buröi inn í inntakslón Búrfells-
virkjunar," sagði Halldór Jónat-
ansson, forstjóri Landsvirkjunar, í
samtali viö Morgunblaðið.
Sultartangastífla er jarðstífla
rétt ofan við ármótin, þar sem
Tungná rennur í Þjórsá. Hún
liggur frá Sandafelli í austur yf-
ir farveg Þjórsár og yfir Sult-
artanga og Tungnáa. I Sanda-
felli við enda stíflunnar er loku-
virki með tveimur geiralokum
og nálægt austurenda hennar er
yfirfall úr steinsteypu.
Lengd stíflunnar er um 6 kíló-
metrar, og er meðalhæð hennar
um 10 metrar, en mesta hæð um
20 metrar. Grafa þurfti burtu
um 485 þúsund rúmmetra úr
stíflustæðinu og fyrir botnrás
og leggja 2.200 þúsund rúm-
metra af jarðefnum í stífluna.
Steinsteypan í lokuvirki og yfir-
falli er um 8 þúsund rúmmetrar.
Undirstöður stíflunnar voru
styrktar og þéttar með steypu-
dælingu í bergið.
Heildarkostnaður við verkið
nam hinn 31. desember sl. um
850 milljónum króna á þágild-
andi verðlagi. Bygging stíflunn-
ar hófst í aprílmánuði 1982 og
var að mestu lokið við stíflu-
gerðina sl. haust. Hinn 8. nóv-
ember sl. var byrjað að fylla
lónið. Fyllingin var látin ganga
hægt eins og venja er um slíkar
aðgerðir en einnig var haft í
huga að ekki þurfti að hleypa
ónauðsynlega úr Þórisvatni.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
' sjöum Moggans!
Varð lónið því ekki fullt fyrr en
í hlákunni sem gerði á Þjórs-
ársvæðinu um helgina 25.-26.
febrúar sl.
Lónið, sem stíflan myndar, er
um 19 ferkílómetrar að flatar-
máli og hefur um 70 milljón
rúmmetra nýtanlega miðlunar-
getu. Þetta svarar til um eins
meters hæðar í Þórisvatni að
vatnsmagni til. Lónið dregur
verulega úr ísrennsli að Búr-
fellsstöð þar sem ísinn, sem
myndast ofan við stíflu, stöðvast
í lóniu. Áætlað er að orku-
vinnslugeta landskerfisins auk-
ist um 130 GWh á ári við til-
komu stíflunnar. Næsta haust
verður hægt að byrja með fullt
lón og fæst þá öruggara mat á
þvi hvaða áhrif stíflan hefur á
reksturinn. Stíflan mun verða
hluti af Sultartangavirkjun,
þegar hún verður byggð.
Norræn yfirlýsing
um súra loftmengun
Beint til brezku ríkisstjórnarinnar
Stokkhólmi, 1. mars frá blaðamanni Morgunblaósins, Magnúsi Siguróssyni.
ALEXANDER Stefánsson undirrit-
aöi í morgun fyrir íslands hönd yfir-
lýsingu frá norrænu umhverfis-
málaráöherrunum um súra loft-
mengun, sem beint var til um-
hverfismálaráðherra bresku ríkis-
stjórnarinnar. í þessari yfirlýsingu
segir m.a., að þaö vísinda- og rann-
sóknarstarf, sem unnið hefur veriö
bæöi í hverju Noröurlandanna fyrir
sig og á alþjóölegum vettvangi, hafi
veitt okkur víðtækar upplýsingar
um orsakir og áhrif súrrar loft-
mengunar.
Súr loftmengun veldur
nú stórfelldum breytingum á nátt-
úruumhverfi okkar og margar af
þessum breytingum geta verið
endanlegar. Það verður því að berj-
ast gegn súrri loftmengun af öllu
afli.
Tilefni þessarar yfirlýsingar er
skýrsla, sem nú liggur hjá bresku
ríkisstjórninni, en þar er m.a.
gert ráð fyrir því, að skotið verði
á frest að draga úr loftmengun í
Bretlandi, á meðan beðið er eftir
ítarlegri rannsókn. í yfirlýsingu
norrænu umhverfismálaráð-
herranna segir, að yrði sú tillaga
samþykkt, sem í þessari skýrslu
felst, hefði það í för með sér mik-
ið áfall fyrir hið alþjóðlega um-
hverfismálastarf. Norrænu ráð-
herrarnir myndu álíta slíka
ákvörðun verulegt skref aftur á
bak, ef miðað er við þann árang-
ur, sem náðist á Stokkhólms-
ráðstefnunni 1982 varðandi súra
loftmengun, og þá ákvörðun, sem
tekin var á fyrsta fundi með
framkvæmdanefnd EBE-samn-
ingsins um loftmengun milli
ríkja. Því skora norrænu ráðherr-
arnir á bresku ríkisstjórnina að
fylgja tillögu þeirra um að
minnka brennisteinsloftmeng-
unina um 30% fyrir árið 1993
eins og Norðurlöndin hafa lagt
til.
Talsverðar umræður hafa orðið
hér á þingi Norðurlandaráðs um
súra loftmengun, en hún er orðin
að miklu vandamáli sums staðar
á Norðurlöndum og þá einkum
hér í Svíþjóð. í ræðu þeirri, sem
Olof Palme, forsætisráðherra
Svíþjóðar, flutti, gagnrýndi hann
einkum bresku ríkisstjórnina
fyrir aðgerðarleysi í mengunar-
málum.
Hækkandi
fiskverð í
Þýskalandi j
TVÖ skip seldu afla sinn erlendis í |
gær og fyrradag. Þau seldu bæði í '
Þýzkalandi og fengu gotl verð fyrir i
aflann, sem var mest megnis karfi. j
Á þriðjudag seldi Ögri RE 165,1
lest í Bremerhaven. Heildarverð :
var 5.142.200 krónur, meðalverð '
31,14. í gær seldi Karlsefni RE - \
151,6 lestir í Cuxhaven. Heildar-
verð var 4.452.100 krónur, meðal-
verð 29,37.
Eiríkur Guöna-
son forstöðu-
maður hagdeild-
ar Seðlabanka
Bankastjórn Seðlabankans hefur
ráðið Eirík Guðnason, viðskiptafræð-
ing, í starf forstöðumanns hagfræði-
deildar (hagfræðings) Seðlabankans
frá 1. mars 1984. Tekur hann við því
starfi af Bjarna Braga Jónssyni, hag-
fra-ðingi, sem nýlega var ráöinn að-
stoðarbankastjóri við bankann, segir í
freftatilkynningu frá Seðlabankanum.
Eiríkur Guðnason er fæddur 3.
apríl 1945. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Laugarvatni
1965 og viðskiptafræðiprófi frá Há-
skóla íslands 1970. Eiríkur hefur
síðan starfað við hagfræðideild
Seðlabankans einkum að peninga-
málum og haft með höndum for-
stöðu á því sviði frá 1977. Eiríkur er
kvæntur Þorgerði Guðfinnsdóttur
og eiga þau fjögur börn.
Eiríkur Guðnason
Pað er ekki nóg með að Citroén BX sé búinn sófasetti eins
og besta stofa. Hann er með 92 hestafla, 1580 cm3,
vatnskældri, 4ra strokka vél; 5 gira kassa, framdrifi,
diskabremsum á öllum hjólum og vökvafjöðrun.
Eyðslan er aðeins 7,2 I á hundraðið.
Citroén BX er 5 manna og 5 dyra og með þvi að fella niður
aftursætið fæst 1500 I flutningsrými. Meðal „standard"
fylgihluta eru speglar á báðum framhurðum, rafdrifnar rúður
og læsingar, snúningshraða- og smurolíumælir, quartsklukka,
hátalarar og loftnet.
Citroén BX 16 TRS kostar aðeins 424.650 krónur.
Citroén BX Diesel kostar um 370.000 krónur til
leigubílstjóra.
Bílasalan er opin á laugardögum frá kl. 2-5.
G/obusr
LÁGMÚLI5,
SÍMI81555
CITROÉN *