Morgunblaðið - 02.03.1984, Síða 11

Morgunblaðið - 02.03.1984, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 11 lagsins og kjarnorkuáætlunar- nefndarinnar. Samhliða þessu þarf að huga gaumgæfilega að því hvort og með hvaða hætti íslendingar taki að sér rekstur nýju ratsjárstöðvanna sem nauðsynlegt er að reisa á norðvestur og norðaustur horni landsins. Áður hef ég vakið máls á því að eðlilegt sé að huga að ör- yggisgæslu við nýjan flugvöll fyrir millilandavélar sem gerður verður á Norðurlandi hvort heldur það er við Sauðárkrók eða Húsavík. Gætu íslendingar tekið að sér þá gæslu og hvernig? Hvað með sam- vinnu landhelgisgæslunnar og varnarliðsins? Hefur verið staðið nægilega skipulega að fram- kvæmd hennar? Hvarvetna við Norður-Atlantshaf hafa áhyggjur sjófarenda af hættunni vegna sov- éskra tundurdufla vaxið. Er ekki eðlilegt að íslendingar taki að sér tundurduflaslæðingu á leiðum skipa til og frá stærstu höfnum landsins? Hefur verið hugað nægi- lega vel að því hvernig sjóflutn- ingum til og frá landinu yrði hátt- að á hættutímum? Þannig mætti lengi spyrja um viðfangsefni sem rétt er að sinna áður en gengið er jafn langt og Halldór Jónsson vill. Hann vitnar í grein sinni til kafla úr ævisögu Agnars Kofoed-Hansen þar sem varað er við því að Islendingar feli Bandaríkjamönnum alfarið að gæta öryggis síns. Þeir sem hafa kynnt sér aðdraganda þess að Is- lendingar gerðust aðilar að Atl- antshafsbandalaginu vita að með henni var alls ekki ætlað að ís- lendingar yrðu hlutlausir áhorf- endur í öryggismálum, til dæmis sögðu samningamenn íslands af- dráttarlaust að islensk stjórnvöld myndu sinna innri öryggisgæslu. Hernaðarlegt mikilvægi íslands hefur vegna ytri aðstæðna aukist í stað þess að minnka á þeim 35 ár- um sem síðan eru liðin. Ábyrgð íslendinga i öryggismálum hefur vaxið í réttu hlutfalli við það og hana hafa þeir axlað með því að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Nú þarf meira til. Ég minnist þess hve áhrifamikið það var á fundi hjá Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergs þegar einmitt þessi hlið íslenskra öryggismála var þar til umræðu að hlusta á Agnar Kofoed-Hansen, sem þá var orðinn alvarlega veik- ur, fagna því að félögin hefðu frumkvæði að umræðum um það sem hann kallaði í ævisögunni „hið mikla tabú íslenskra stjórn- rnála", hlut okkar sjálfra í vörnum íslands. Þessum umræðum þarf að halda áfram og á Halldór Jónsson þakkir skilið fyrir að byrja þær nú að nýju. Björn Bjarnason er bladamaður við Xlorgunblaðið. Blóma- og gjafavöruverzlun Michelsen opnar í Breiðholti BLÓMA- og gjafavöruverzlun Mich- elsen opnaði nokkru fyrir jól í Hóla- garði, Lóuhólum 2 í Breiðholti. Verzlunin hefur á boðstólum gott úr- val af pottablómum og afskornum blómum, auk gjafavara frá þekktum fyrirtækjum. Ragnar Michelsen er eigandi verzlunarinnar, en hann er lærður skreytingameistari. Blómaverzlun Michelsen starfaði áður í Hvera- gerði í 25 ár. Ragnar er sonur hins þekkta garðyrkjumanns Paul V. Michelsen. Þeir feðgar hafa tekið þátt í mörgum blómasýningum heima og erlendis, m.a. í sýningu í tilefni af 75 ára afmæli Garð- yrkjufélags Danmerkur og unnu þeir þar til verðlauna. „Líf í trú“ yfirskrift æskulýðsdags kirkjunnar Á SUNNUDAGINN er hinn árlegi æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar og ber hann að þessu sinni yfirskriftina „Líf í trú“. Söfnuðir landsins hafa allir fengið sendan bækling með ýmis- konar efni til að nota í guðsþjón- ustum þennan dag, eða næstu sunnudaga ef guðsþjónustum verður ekki við komið þennan dag. f bæklingi þessum eru Biblíu- lestrar, smásögur, Biblíutextar, ábendingar um sálma og söngva, helgileikir o.fl. Ennfremur munu margir söfn- uðir afhenda kirkjugestum plak- atbækling, en í honum er ávarp biskups, hugleiðing um yfirskrift dagsins og á bakhliðinni er plakat sem hægt er að skrifa á og festa á vegg fyrir þá sem vilja. I hljóðvarpinu verður messa kl. 11 f.h. á vegum æskulýðsfélags Akureyrarkirkju og safnaðarins- þar og í Stundinni okkar í sjón- varpinu er heimsókn í sunnudaga- skóla kirkjunnar. Helgistund sjónvarpsins verður að þessu sinni í umsjá æskulýðsleiðtoga. Að öðru leyti verða æskulýðsguðsþjónust- ur kl. 14 í flestum kirkjum lands- ins og síðast en ekki síst verður æskulýðshátíð í Bústaðakirkju í Reykjavík fyrir alla, hvaða sókn sem þeir tilheyra. Verður þar helgileikur, söngur, dans, hugleið- ing, o.fl. Unglingar höfuðborg- arsvæðisins eru sérstaklega hvatt- ir til að fjölmenna þar. Foreldrar eru einnig hvattir til að mæta í guðsþjónustu með börn- um sínum þennan dag, sem og aðra daga og minnast þannig ábyrgðar sinnar sem kristinna uppalenda. Egilsstaðir Menntskælingar efna til menningarviku Kgilsstöóum, 22. febrúar. SÚ VENJA hefur skapast í Menntaskólanum á Egilsstöðum að leggja hefðbundið skólastarf fyrir róða um vikuskeið ár hvert — en taka þess í stað upp fjölþættari og frjálsari starfsháttu, efna til menningarviðburða hvers konar ungum og öldnum hér um slóðir til andlegrar upplyftingar í skamm- deginu. Áð þessu sinni mun menning- arvika menntskælinga hefjast með för þeirra á Snæfell um næstu helgi — en síðan mun hver stórviðburðurinn reka ann- an hér á Egilsstöðum allt til 3. mars næstkomandi. Sérstök nefnd átta nemenda hefur nær lagt nótt við dag undanfarinn mánuð við undirbúning menn- ingarvikunnar og er dagskrá hennar nú fullmótuð eftir því sem fram kom á frétta- mannafundi með nefndar- mönnum í gær. Hinn 1. mars verður mynd Hrafns Gunnlaugssonar „Hrafn- inn flýgur" sýnd í Valaskjálf að viðstöddum höfundinum. Daginn eftir kl. 17.00 mun Hrafn síðan halda fyrirlestur í ME um kvikmyndir sínar og sýna atriði úr þeim. Áð kvöldi þess 2. mars munu Vísnavinir halda tónleika í ME, en rokktónleikar verða í Vala- skjálf daginn eftir og munu hljómsveitirnar Aþena, Dúkku- lísurnar, Fásinna og Sú Ellen koma þar fram. Kynnir á rokk- tónleikunum verður Stuðmaður- inn Valgeir Guðjónsson. Þennan dag verður væntanlega teflt fjöl- tefli í ME og áttu þeir nefndar- menn von á því að fá Helga Ólafsson, skákmeistara, til tafls. Menningarvikunni mun síðan Ijúka með stórdansleik í Vala- skjálf á laugardeginum 3. mars þar sem áðurnefndar hljóm- sveitir munu leika. Öllum, jafnt hinum almenna borgara sem menntskælingum, er frjálst að sækja og njóta menningarviðburða þessara — auk þess sem kaffisala verður opin alla vikuna í ME kl. 15—17 og 20—23. Þar munu jafnframt verða ýmsar uppákomur er nefndarmenn vildu ekki tíunda frekar. Auk ferðar á Snæfell munu menntskælingum standa til boða skíðaferðir í Oddsskarð og báts- ferð úr Norðfirði til Mjóafjarð- ar, ennfremur námskeið í leir- vinnslu, hannyrðum hvers konar og matargerðarlist. Norskur vísnasöngvari heldur söngnám- skeið og alþjóðlegur skákmeist- ari leiðbeinir í skáklistinni. Þá munu hin ýmsu fyrirtæki á Eg- ilsstöðum kynna menntskæling- um starfsemi sína í þessari viku. — Ólafur Enn einn nýr á leiðinni frá MITSUBISHI Hvað heitir 'ann? — Það kemuríljós! Hvernig er 'ann? - Frábær! Hvenær kemur 'ann? — Bráðum! Hvad kostar 'ann? - Lítið! A Hver fær 'ann? - Þú! ▼ (Frétutilkjrnnini;)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.