Morgunblaðið - 02.03.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
13
hnignunin heldur innreið sína. t
þessari mynd birtist okkur and-
stæðan við stefnu Verzlunarráðs-
ins.
í þessu sambandi hlýtur það að
vera okkur ánænjuefni, að samn-
ingar skuli nú hafa tekist á al-
mennum vinnumarkaði og það án
átaka og án milligöngu sáttasemj-
ara. Vissulega er gengið nokkru
lengra í þessum samningum en
æskilegt hefði verið. Ef þessir
samningar tryggja hins vegar
vinnufrið og eru upphaf þess, að
við stefnum framvegis að því aða
auka framleiðni og bæta árangur
okkar í atvinnulífinu, eru þeir ekki
of dýru verði keyptir.
Lokaorð
ísland er lítið land í stórum
heimi. Við íslendingar erum þó vel
í sveit settir, miðju vegar milli
meginlands Evrópu og Norður-
Ameríku. Á báðar hendur eru
stórir markaðir og ótal tækifæri.
Nýjungar í fjarskiptum og sífellt
betri samgöngur gera okkur æ
auðveldara fyrir að fylgjast með
og vera þátttakendur í umheimin-
um.
Tæknibreytingar eru örar. Við
verðum að fylgjast með og við
megum ekki einangrast. Ef við
setjum okkur að skila árangri,
gera betur í dag en við gerðum í
gær og erum sannfærð um, að við
náum enn betri árangri á morgun,
höfum við tileinkað okkur það
hugarfar, sem mun skila okkur
aukinni efnalegri velferð.
Þótt auðsöfnun sé ekki takmark
í sjálfu sér og sé engin trygging
fyrir hamingju, er hún þó leið að
öðrum markmiðum. Framleiðslan
er undanfari neyslunnar. Full-
komin heilsugæsla, almanna-
tryggingar, fjölbreytt mennta- og
menningarstarfsemi og lengri frí-
stundir byggjast á þeim afrakstri,
sem atvinnulífið skapar. Þannig
njótum við á endanum öll hagræð-
is af velgengni atvinnulífsins og
mættum því oftar muna, að þetta
er undirstaðan.
Frá fundi safnvarðanna. Mori;unblaðið/Kw
Skólasafnverðir mótmæla lágum fjárveitingum til safnanna:
Fjárveitingar til skólabóka-
safna teknar til endurskoðunar
segir Markús Örn Antonsson, formaður fræðsluráðs
„FRÆÐSLURÁÐ hefur tekið undir það sjónarmið að taka skuli til
endurskoðunar fjárveitingar til skólabókasafna, en þetta mál hefur verið
rætt í ráðinu,“ sagði Markús Örn Antonsson, formaður fræðsluráðs
Reykjavíkurborgar, í samtali við blm. Morgunblaðsins, en hann var
spurður álits á mótmælum skólasafnsvarða og lágum fjárveitingum til
safnanna að þeirra mati.
Síðastlinn fimmtudag var
haldinn fundur í Langholtsskóla
en tilefni fundarins var litlar
fjárveitingar Reykjavíkurborgar
til bókakaupa í skólasöfn, eins
og segir í fundarboði.
Að sögn Markúsar Arnar Ant-
onssonar, var á fundinum rætt
um uppbyggingu safnanna og
hefðu menn þar kvartað vegna
naumra fjárveitinga, en nú væri
til athugunar hjá borgaryfir-
völdum að breyta núverandi
fyrirkomulagi í þessum málum.
Sagði Markús Örn að það þyrfti
að taka ýmsa hluti til athugunar
varðandi þetta mál, en endur-
skoðun þess með hvaða hætti
skuli endurskoða fjárveitingar
til skólasafna er nú til athugun-
ar í borgarráði. Markús gat þess
að á fundinum hefði komið fram
að menn væru sammála um að
Reykjavíkurborg hefði haft for-
ystu um uppbyggingu skólabóka-
safna, en heildarfjárveiting á
fjárhagsáætlun þessa árs til
safna grunnskóla og fjölbrauta-
skóla nemur tæpum tveimur
milljónum króna. Hins vegar
hafa fjárveitingar til safnanna
verið mjög mismunandi, en í ár
nemur mesta fjárveiting til
skólabókasafns 144 þúsundum
króna, en sú lægasta 12 þúsund-
um króna, en það væri ekki mis-
munur á upphæð fjárveitinga,
sem til athugunar væri að
breyta.
Mótmæli skólasafnvarða í
Reykjavík, sem send voru
fræðsluráði Reykjavíkurborgar,
eru svohljóðandi: „Fjárveiting
til skólasafrja í Reykjavík hefur
nú enn einu sinni verið stórlega
skorin niður. Allar tillögur
skólasafnafulltrúa um leiðrétt-
ingu hafa verið virtar að vettugi,
einnig óskir um fjárveitingu til
miðsafns.
Ljóst er að verði ekkert að-
hafst til að bæta hag safnanna
geta þau ekki sinnt þeirri þjón-
ustu sem þeim ber. Samkvæmt
lögum um grunnskóla, þ.e. að
vera eitt af megin hjálpartækj-
um í skólastarfinu.
Skólasafnsverðir í Reykjavík
mótmæla harðlega þessari fjár-
veitingu til skólasafnanna."