Morgunblaðið - 02.03.1984, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
é>//
NÓATÚNI 17 - SÍMAR 1-72-60 & 1-72-61
Nú er svínakjöt á
góðu verði
Aöeins
128
pr. kg.
Árbæjarmarkaðurinn
Símar 78200, 71200.
1/1 skrokkar tilbúnir
í frystikistuna.
MÆÐRAPLATTINN
Eigum einnig jólaplattann ’83.
BLÓMABÚÐIN
BURKNI
Linnetsstíg 3, Hafnarfirði, sími 50971.
rwmk
w
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
Stjórn Nimeiri
á fallanda fæti
STJORN Gaafar Nimeiris forseta í Súdan stendur höllum fæti. Árásir
skæruliða í Suður-Súdan hafa harðnað, til óeirða hefur komið í höfuðborg-
inni Khartum og landið rambar á barmi gjaldþrots. Sumir telja daga stjórn-
arinnar talda.
Astandið í Suður-Súdan er svo
alvarlegt að flytja varð burtu
útlendinga, sem unnu að því að
veita vatni úr Níl og nýta það til
áveituframkvæmda og við smíði
olíuleiðslu til Rauðahafs.
Þessu olli að skæruliðar rændu
níu mönnum, sem unnu við
áveituframkvæmdirnar, og tveim-
ur, sem unnu við olíuleiðsluna. Þó
tókst að bjarga gíslunum. Frakk-
ar sáu um áveituframkvæmdirn-
ar, en bandaríska Chevron-olíufé-
lagið um olíuleiðsluna. Þessum
miklu framkvæmdum hefur verið
hætt.
Skæruliðar sökktu gufuskipi á
Níl nýlega og 600 fórust. Ef Níl-
arleiðin lokast verður að senda
vistir loftleiðis til setuliðsbæj-
anna í suðri, því að vegir eru
slæmir og víða eru jarðsprengjur.
Nimeiri er einangraður í höll
sinni, en varasamt er að afskrifa
hann. Hann hefur oft bjargað sér
úr slæmri klípu. Þrjár alvarlegar
og sex minniháttar tilraunir hafa
verið gerðar til að steypa honum.
Kommúnistar steyptu honum
1971 og vörpuðu honum í fangelsi,
en hann náði aftur völdunum og
tók tugi óvina af lífi. Upphaflega
náði hann völdunum í herbyltingu
1969 og kallaði sig arabiskan
þjóðernissinna á borð við Nasser.
Síðan átti hann vingott við Rússa,
en bylting kommúnista batt
skjótan enda á vináttu þeirra. Ár-
ið 1977 lýsti hann einn fárra Ar-
abaleiðtoga yfir stuðningi við
friðarviðræður Sadats forseta við
ísrael.
Lengi vel fylgdi Nimeiri þeirri
stefnu að koma á þjóðarsáttum og
reyndi að sætta Múhameðstrú-
armenn í norðri og sunnanmenn,
sem eru blökkumenn og heiðnir
eða kristnir. Nú er svo komið að
margir óttast endurtekningu á
borgarastyrjöldinni í Suður-Súd-
an 1956—1972. Nimeiri batt enda
á hana með samningi, sem tryggði
sunnanmönnum sjálfstjórn.
Nimeiri á fárra kosta völ. Ef
hann gerir út fjölmennt herlið til
að ráða niðurlögum skæruliða
getur hann fengið fleiri íbúa suð-
urhéraðanna upp á móti sér.
Einnig væri vafasamt að slíkar
aðgerðir tækjust. Það gæti hins
vegar borið vott um veikleika og
haft alvarlegar pólitískar afleið-
ingar, ef hann settist að samn-
ingaborði áður en skæruliðar
setja fram pólitískar kröfur og
sýna ótvírætt hvers þeir eru
megnugir.
Bardagarnir nú hófust fyrir al-
vöru í ágúst, þótt fyrstu merki
uppreisnarinnar gerðu vart við
sig fyrir rúmu ári þegar skærulið-
ar hreyfingarinnar Anyanya II
hófu aðgerðir við Efri-Níl, nálægt
landamærum Eþíópíu. Skömmu
síðar gerði setulið tveggja bæja
uppreisn og hermennirnir gengu í
hreyfinguna. Síðan hafa nokkur
þúsund stjórnarhermenn gengið í
Anyanya II.
Uppreisnin hófst vegna vaxandi
óánægju með samninginn frá 1972
og efnahagslega vanþróun.
Óánægjan hefur aukizt vegna
skiptingar Suður-Súdan í þrjú
héruð í júní í fyrra og setningar
strangtrúarlaga (Sharia) í sept-
ember. Það vakti einnig reiði
sunnanmanna í fyrra að Nimeiri
stöðvaði innflutning á mörgum
vörutegundum til Suður-Súdans
frá Kenya og Zaire og ákvað að
leggja olíuleiðslu til Rauðahafs,
þegar olía fannst í suðurhlutan-
um, í stað þess að reisa olíu-
hreinsunarstöð I Suður-Súdan.
Dinka-ættflokkurinn, sem er
fjölmennastur, taldi skiptingu
Suður-Súdans brot á samningnum
frá 1972. Dinkar búa I þeim hér-
uðum, þar sem uppreisnin geisar,
við Efri-Níl og í Bahr el-Ghazal í
suðvestri. Ibúar héraðsins sem
liggur að landamærum Kenya og
Uganda fögnuðu hins vegar skipt-
ingunni, þar sem þeir eygðu leið
til að losna undan ofurvaldi
Dinkamanna. íbúarnir voru þann-
ig klofnir í afstöðu sinni, en nú
hafa skoðanir margra þeirra
breytzt.
Setning strangtrúarlaganna
vakti mikið uppnám sunnan-
manna, sem töldu þau valdníðslu
og árás á lífshætti sína. Yfirvöld i
Suður-Súdan hafa enga tilraun
gert til að framfylgja lögunum, en
þau hafa stuðlað meira en nokkuð
annað að því að sameina sunnan-
menn og auka likur á samstilltum
aðgerðum þeirra.
Anyanya II er öflugastur
þriggja skæruliðahópa. Leiðtogi
Anyanya II er John G. Garang
ofursti, doktor í hagfræði í Iowa
1982 og félagi í Anyanya II síðan í
júní 1983. Hann hefur stjórnað
nokkrum aðgerðum við Efri-Níl.
Tveir leiðtogar úr fyrra borg-
arastríði, Gai Tut og Akuoth At-
em, ráða yfir talsvert stóru svæði
lengra í suðri. f janúar umkringdi
lið Tuts herstöð í Akobo hjá
eþíópísku landamærunum.
Hundruð hafa fallið i aðgerðum
stigamanna, skæruliða og her-
manna,
Nimeiri hefur sakað Líbýu-
menn, Eþíópíumenn, og Rússa um
að hjálpa skæruliðum. Óbeit
Khadafy Líbýuleiðtoga á Nimeiri
er kunn og hann hefur stutt
nokkrar tilraunir til að steypa
honum. Þeir styðja hvor sinn að-
ila í Chad.
Mengistu Eþíópíuleiðtogi hefur
átt í útistöðum við Nimeiri, sem
hefur veitt skæruliðum frá
Eþíópíu hæli. En hendur Meng-
istu eru bundnar vegna uppreisn-
anna í Erítreu og Tigre.
Bandaríkjamenn hafa stutt
Nimeiri, sem fór til Washington í
desember til að tryggja aukna
hernaðar- og efnahagsaðstoð.
Engin þjóð í Afríku, að Egyptum
undanskildum, fær eins mikla að-
stoð frá Bandaríkjunum og Súd-
anir og í fyrra nam hún 190 millj-
ónum dollara. Súdanir hafa orðið
að treysta á lán frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum vegna efna-
hagskreppu. Skuld þeirra við út-
lönd nemur níu milljörðum dala
og er jafnhá þjóðarárstekjum.
Bandarískir hermenn tóku þátt
í súdönskum heræfingum 1981 og
1983 og í nóvember fór bandarísk
hermálanefnd til Súdans að at-
huga hergagnaþörf Súdana.
Nefndin kannaði líka möguleika á
hernaðaraðstöðu og skoðaði
mannvirki Chevron-félagsins,
sem eru orðin skotmark skæru-
liða.
Reagan forseti og stjórn hans
fullvissuðu Nimeiri um fullan
stuðning. En Bandaríkjamenn
óttast þann möguleika að Nimeiri
hrökklist frá völdum áður en
langt um líður. Fall hans og
myndun róttækari stjórnar
mundi raska valdahlutföllum í
þessum heimshluta, sem hefur
mikla þýðingu, því að hann liggur
að Rauðahafi og þar eru upptök
Nílar og vatnsins sem Egyptar
geta ekki án verið. Áhrifanna
mundi og gæta handan Rauða-
hafs.
Því hafa Bandaríkjamenn
kannað möguleika á að trúarleið-
toginn Sadiq el-Mahdi, fv. forsæt-
isráðherra og afkomandi spá-
mannsins sem Bretar börðust við
fyrir einni öld, miðli málum. Sad-
iq er leiðtogi Ansar-sértrúar-
flokksins og hefur setið í fangelsi
í hálft ár ásamt mörgum stuðn-
ingsmönnum. Áður en hann var
handtekinn sat hann kvöldverð-
arboð í sendiráði Bandaríkjanna
og Nimeiri sá um að nýr banda-
rískur sendiherra var skipaður.
Nú má spyrja hvert leið Sadiqs
liggi úr fangelsinu.
Hermenn grafa upp nokkur flugskeyti, sem Líbýumenn notuðu þegar þeir
gerðu loftárásir á Kolbus og fleiri þorp í Vestur-Súdan fyrir rúmlega
tveimur árum.