Morgunblaðið - 02.03.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 02.03.1984, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 Allir ræningjar Heineken fundnir Am.sterdam, I. mars. Al*. IVEIR menn, sem taldir eru hafa stjórnað ráninu á Alfred Heineken, forstjóra Heineken-verksmiðjanna, hafa verið teknir fastir í París. Mennirnir tveir eru 25 og 26 ára og hafa verið eftirlýstir frá því Heineken og bilstjóri hans voru Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ............ 6/3 Jan ........... 19/3 Jan ............ 2/4 Jan ........... 16/4 ROTTERDAM: Jan ............ 7/3 Jan ........... 20/3 Jan ............ 3/4 Jan ........... 17/4 ANTWERPEN: Jan ............ 8/3 Jan ........... 21/3 Jan ............ 4/4 Jan ........... 18/4 HAMBORG: Jan ............ 9/3 Jan ........... 23/3 Jan ............ 6/4 Jan ........... 20/4 HELSINKI/TURKU: Hvassafell ..... 5/3 Hvassafell .... 26/3 LARVIK: Francop ....... 12/3 Francop ....... 26/3 Francop ........ 9/4 GAUTABORG: Francop ....... 13/3 Francop ....... 27/3 Francop ....... 10/4 KAUPMANNAHÖFN: a Francop ........ 14/3 Francop ....... 28/3 Francop ....... 11/4 SVENDBORG: Francop ........ 1/3 Francop ....... 15/3 Francop ....... 29/3 Francop ....... 12/4 ÁRHUS: Francop ........ 2/3 Francop ....... 16/3 Francop ....... 30/3 Francop ....... 13/4 FALKENBERG: Helgafell ..... 14/3 Mælifell ...... 20/3 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ..... 13/3 Skaftafell .... 27/3 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 28/3 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! pior0miMaí>it> leystir úr haldi 30. nóvember, en þá höfðu þeir verið þrjár vikur í haldi hjá ræningjunum. Heineken, sem stendur á sex- tugu, og bílstjóra hans, var rænt 9. nóvember sl. er þeir óku frá höfuð- stöðvum bjórverksmiðjanna í Amsterdam í lok vinnudags. Greitt var lausnargjald fyrir þá tvo 28. nóvember, en er það var afhent tókst ekki að rekja slóð ræningjanna. Hins vegar lék grunur á að þeir væru í haldi í vöruhúsi í útjaðri borgarinnar og var látið til skarar skríða tveimur dögum seinna, og þar fundust þeir hlekkjaðir. Aldrei hefur verið látið uppi hvað lausnargjaldið var hátt, en hollensk blöð hafa giskað á að það hafi verið jafnvirði 10—10,5 millj- óna dollara. Með því að hafðar voru hendur í hári ræningjanna tveggja í París virðist eltingaleiknum við ræn- ingja Heinekens lokið. ' « Símamynd AP. Júmbóþotan stakkst í lækinn ÞESSI DC-10 farþegaþota frá SAS-flugfélaginu rann út af brautinni er hún kom inn til lendingar á Kennedyflugvelli á þriðjudaginn. Hafnaði þotan með nefið úti í læk svo sem sjá má. 117 manns voru um borð og slösuðust 9 manns lítillega og þótti það með ólíkindum vel sloppið. Aðspurður sagði einn af farþegunum, að fólkið „hefði ekki haft tíma til að verða hrætt". Fyrrum fangar Khomeinis leysa frá skjóðunni: „Gæti talað klukkustundum saman en þið mynduð samt ekki trúa méru París, 1. mars. AP. ÁTTA stuðningsmenn Mujahadeen, skæruliðahreyfingar múham- eðstrúarmanna sem berjast gegn yfirráðum Khomeini í Iran, komu fram á fréttamannafundi í París í gær og lýstu dvöl sinni í fangels- um erkiklerksins. Voru það Ijótar frásagnir um hvað fangar mega þola og verða vitni að. Barsmíðar, pyntingar og fjöldaaftökur eru þar efst á baugi og engu líkara en fangaverðir hafi hina bestu skemmtun af öllu saman. 24 ára gamalli stúlku, fyrrum barnakennara sagðist svo frá að hún hefði verið í svartholi Khom- einis í 17 mánuði. Hún sýndi fréttamönnum efri hluta brjósta sinna og mátti þar lesa nafn Mujahadeen brennimerkt á húð hennar. Næsti maður tók til máls, 54 ára gamall fyrrum kaupmaður í Teheran. Hann lýsti fyrst al- mennum barsmíðum sem hann mátti þola, en brast svo í grát er hann greindi frá því er hann var leiddur út í fangelsisgarðinn til að sjá brunnið lík sonar síns hangandi á fótunum í tré. 26 ára gömul kona sagði næst frá, en hún missti fóstur eftir óhemjulegar barsmíðar fanga- varða. „Ég gæti talað um hryll- inginn í margar klukkustundir án þess að þið gætuð gert ykkur nokkra hugmynd um hversu viðbjóðslegt þetta í raun er,“ sagði hún. Önnur ung kona sagð- ist hafa verið nefbrotin, brennd með vindlingum um allan líkam- ann, svo skorin á handlegg að 50 spor þurfti til að græða sárið og misst heyrn á hægra eyra, auk þess sem hún ætti enn erfitt um gang eftir að nokkrir fangaverðir hefðu „sparkað sér eins og tusku- dúkku fram og til baka um yfir- heyrsluherbergið". Öll sögðu þau að fjöldaaftökur væru algengár og barsmíðar, pyntingar og nauðganir væru daglegt brauð. Þetta munu yfir- leitt vera ungir byltingarverðir. „Stundum halda þeir drykkju- veislur og þá er hápunktur veisl- unnar að smala saman nokkrum tugum fanga og taka þá af lífi með hinum ýmsu aðferðum. Son- ur minn var tekinn af lífi í einni slíkri „veislu" og 56 manns voru þá drepin, þar á meðal virtur læknir, kona hans sem var komin átta mánuði á leið, svo og 12 ára sonur þeirra. Þetta eru ekki mú- hameðstrúarmenn, þetta eru skepnur, mestu skepnur allra tíma,“ sagði rúmlega fertugur maður. Hann slapp með svipuð- um hætti og hinir sem þarna tóku til máls, var laumað af sjúkra- húsi þangað sem hann var sendur eftir að hafa verið laminn til óbóta af byltingarvörðum. Tvíburarnir hans Mengeles minnast áranna í Auschwitz Tel Aviv, I. mars. AP. HÓPUR tvíbura, sem stríðsglæpa- maðurinn og læknirinn Joseph Mengele gerði á erfðafræðilegar tilraunir í útrýmingarbúðum Nas- ista í síðustu heimsstyrjöld, kom í gær saman í Tel Aviv í ísrael í fyrsta sinn í 40 ár til að minnast hörmunganna, sem þetta fólk mátti líða sem börn, og til að leggja sitt af mörkunum í leitinni að „Engli dauðans“ en talið er, að Mengele búi nú í Paraguay. Fundinn skipulögðu einir þeirra 100 tvíbura, sem enn eru á lífi og voru fórnarlömb Mengeles í útrýmingarbúðunum í Ausch- witz í Póllandi. f fyrra sendu þeir út áskorun til allra þeirra, sem enn kynnu að vera á lífi af þessum hópi, og hvöttu þá til að mæta í Tel Aviv að ári. „Samtökin heita „Ljósin" og þau vinna að því að hafa uppi á þessu fólki og kanna örlög þess og þau áhrif, sem tilraunir Mengeles höfðu á það,“ segir Eva Moses Kor, bandarísk kona og annar upphafsmanna samtak- anna, en tvíburasystir hennar býr í ísrael. „Manstu, manstu," voru þau sársaukafullu orð, sem heyra mátti í öllum hornum á fundin- um þegar fólkið hittist í fyrsta sinn frá 1944 og rifjaði upp barnsárin í fangabúðunum, í röndóttum fangaklæðum og gaddavír fyrir öllum gluggum. A fundinum voru sýndar myndir frá Yad Vashem-stofnuninni, minnisvarða helfararinnar, og þar sá fólkið sjálft sig eða ein- hverja, sem það þekkti, föl og tekin barnsandlit með enga von í augunum. Sumir tvíburanna minntust Mengeles, sem myndarlegs manns í foringjabúningnum sín- um, og hann var alltaf svo „und- ur góður" við börnin. „Þegar hann tók okkur blóð var hann miklu nærgætnari við okkur en hjúkrunarkonurnar. í búðunum voru þriggja ára gamlir þríburar og það var eins og einn þeirra hefði svip af Mengele. Hann var vanur að koma og leika sér við hann í hverri viku,“ segir Hava Blau, sem var tekin 11 ára gömul af heimili sínu í Tékkóslóvakíu og flutt til Auschwitz. „Mengele vildi komast að því hvernig unnt væri að fá konur til að ala tvíbura og auka þannig fólksfjölgunina í Þýskalandi. Sagt var, að hann ætlaði að flytja blóðið úr okkur í þýskar konur í því skyni," segir Rahel Oren, systir Hava Blau. Hedva Katz var 13 ára gömul þegar hún, systir hennar og móðir voru settar í lest og flutt- ar í Auschwitz-fangabúðirnar. „Við hrópuðum á mömmu og báðum hana að fara ekki frá okkur. Hún grét og sagðist mundu koma aftur til okkar. Þeir fóru með hana í burtu og við biðum við gaddavírinn í þrjá daga. Þá kom til okkar kona og sagði: „Sjáið þið reykinn, sem líður þarna til himins? Þar eru þeir að brenna hana mömmu ykkar," sagði Hevda Katz. Gyðingafjölskyldur á leið til Auschwitz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.