Morgunblaðið - 02.03.1984, Qupperneq 21
lli í gær
tæki ekki skeytið til sín og félagið
myndi veita starfsfólkinu stuðning,
enda væri það innan Dagsbrúnar.
Vinnuveitendasamband íslands leit
á setuverkfall fólksins í gær sem
ólöglegt og að kröfur Dagsbrúnar á
hendur Mjólkursamsölunni og sér-
kröfur mætti meta til allt að 25%
útgjaldaauka. Eins og fram kemur í
baksíðufrétt í dag náðist síðan seint í
gærkveldi samkomulag milli MS og
starfsfólksins. Leystist deilan með
einhliða yfirlýsingu forstjórans, Guð-
laugs Björgvinssonar, sem féll frá
skaðabótakröfu, gegn því að vinna
hæfist að nýju í dag og engar tafir
yrðu á framleiðslu fyrirtækisins.
vinsemd. Sæljónið fylgist með, en hefur þó
linum. MorgunblaAiö/ÓI.K.M.
kkur upp í boltann og hlýtur sfldarbita að
Karl Steinar Albert Kjartan Þorsteinn Sighvatur Ólafur Ragnar Matthías
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks:
Óvissa um fordæmisáhrif
saumingsins við Dagsbrún
- Heildarkostnaður ríkissjóðs ekki yfir
eina milljón króna, sagði Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra
Óvissa er um keðjuverkandi áhrif þessa samnings vegna
starfsmanna utan BSRB og BHM, annarra en Dagsbrúnar-
manna, sem hliðstæöar kröfur gera, sem og á útgjöld sveitar-
félaga og áhrif á almennan vinnumarkað, sagði Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, efnislega á Alþingi í
gær, er samningur Dagsbrúnar og fjármálaráðherra kom til
umræðu utan dagskrár. Það vekur hinsvegar athygli að í
fjármálaráðherratíö Ragnars Arnalds, þegar Þröstur Ólafs-
son var aðstoðarmaöur hans, var einatt staðið gegn þessarri
samræmingu, og væntanlega hafa fordæmisáhrif fremur en
mannviska ráðið þeirri afstöðu, sagði Þorsteinn ennfremur.
KARL STEINAR GUÐNASON
(A) gerði samkomulag fjármála-
ráðherra og verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, dagsett 28. febrúar
1984, að umræðuefni í utandag-
skrárumræðu í gær. Sagði hann
samkomulagið góð tíðindi. Ráð-
herra kunni skilin milli misréttis
og jafnréttis. Oftlega hafi verið
reynt að ná fram samræmingu af
þessu tagi, í þágu Dagsbrúnar-
manna og fleiri launþega utan
BSRB, í fjármálaráðherratíð
Ragnars Arnalds á stjórnarárum
Alþýðubandalags, en misréttið
haldið velli í valdshendi Alþýðu-
bandalagsins. Karl Steinar spurði
fjármálaráðherra, hvort umrædd-
ur samningur næði ekki til allra
kjaraþátta, yfirvinnu, persónu-
uppbótar (í desember), orlofs, líf-
eyrisréttinda og veikinda- og
slysaforfalla. Karl Steinar las
einnig upp bréf frá Ásmundi Stef-
ánssyni, forseta ASÍ, hvar farið er
fram á hliðstæða samræmingu
fyrir alla launþega ríkisins, utan
BHM og BSRB. Hann spurði fjár-
málaráðherra hvort eitt myndi
ekki yfir alla ganga í þessu efni.
ALBERT GUÐMUNDSSON,
fjármálaráðherra, sagðist hafa, í
krafti þess embættis sem hann
gegnir, gert samkomulag við
verkamannafélagið Dagsbrún, um
að sá hluti Dagsbrúnarmanna,
sem vinnur hjá ríkinu, hljóti sam-
bærileg kjör og starfsfélagar
þeirra í BSRB. Með þessu tel ég
ekki að ég hafi blandað mér í
samninga á almennum vinnu-
markaði. Telji Alþingi að ég hafi
brotið af mér með þessu sam-
komulagi, verð ég að sjálfsögðu að
taka afleiðingum gjörða minna.
Ráðherra vitnaði til greinar-
gerðar frá launadeild fjármála-
ráðuneytis. Þar segir að samræm-
ingin hafi nokkur áhrif í 9.—12.
launaflokki ASÍ, nokkrir tugir
þúsunda fyrir ríkissjóð á ári. Sér-
stakri samstarfsnefnd ráðuneytis
og Dagsbrúnar hefur verið falið að
útfæra samkomulagið og meðan
hún hefur ekki lokið störfum er
rétt að geyma sér allar fullyrð-
ingar um það, hvaða fordæmis-
áhrif samkomulagið hefur fyrir
aðra aðila vinnumarkaðarins.
Verði orðið við öllum kröfum
Dagsbrúnar, undantekningar-
laust, sem stendur að sjálfsögðu
ekki til, þá gæti þessi hugsanlega
upphæð orðið um ein milljón
króna. Þetta er nú stærðargráðan.
Mér er sagt að þetta samkomulag
hafi lítil keðjuverkandi áhrif
vegna þess að í fáum tilfellum
starfi hlið við hlið, í fyllilega sam-
bærilegum störfum, ríkisstarfs-
maður og verkamaður.
Óskir ASÍ um hliðstæða kjara-
samræmingu er sjálfsagt að skoða
með velvilja. Fólk á að hafa sömu
laun fyrir sömu vinnu, hvort sem
það er í BSRB eða öðrum stéttar-
félögum.
RAGNAR ARNALDS (Abl.)
sagði yfirlýsingar ráðherra og
forystumanna stjórnarflokkanna,
út og suður, æði mótsagnakennd-
ar. Þannig hafi þessir aðilar lýst
því yfir að fjármálaráðherra hafi
heldur betur misstigið sig í þessu
máli. Þá hafi Morgunblaðið birt
leiðara í morgun þar sem vegið sé
hart að fjármálaráðherra. í raun
þýði þessi leiðari það að ráðherr-
ann eigi að segja af sér. Ragnar
kvað yfirlýsingu forsætisráðherra
í þessu máli hafa vakið undrun
sína. Fjármálaráðherra hafi fullt
vald til þess gjörnings, sem hann
hafi gert. Sérkjarasamningar hafi
aldrei verið bornir undir ríkis-
stjórnir, né minni háttar samn-
ingar, öðru máli gegni hinsvegar
um aðalsamning við BSRB. Stefna
fjármálaráðherra í þessu máli er
alveg laukrétt.
KJARTAN JÓHANNSSON (A)
sagði gagnstæðar yfirlýsingar
ráðherra og forystumanna stjórn-
arliðsins vekja spurningar. Þjóð
og þing eigi kröfu til þess að vita,
hvað framundan sé. Hvað felst í
og hvað er að marka þessar yfir-
lýsingar? Fjármálaráðherra hót-
aði hvað eftir annað afsögn, ef
farið yrði út fyrir fjárlagaramma,
þ.e. 4% kauphækkun í kjarasamn-
ingum. Hvað þýddi sú yfirlýsing?
GUÐMUNDUR EINARSSON
(BJ) sagði að vanhugsuð nauð-
hyggja samflotsins héldi niðri
launum í landinu. Auðvitað eigi að
greiða sömu laun fyrir sömu störf.
Hvað eru forsvarsmenn Reykja-
víkur að skipta sér af samningum
fjármálaráðherra? Þeir hafa sinn
ramma, fjármálaráðherra sinn.
Fjármálaráðherra er í fullum rétti
í því frumkvæði sem hann hefur
tekið.
ÞORSTEINN PÁLSSON, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
minnti á að aðilar vinnumarkaðar,
ASÍ og VSÍ, hefðu náð heildar-
samningum. Þeir hefðu borið upp
erindi um hliðarráðstafanir
stjórnvalda, til að rétta hlut hinna
verst settu. Stjórnarflokkarnir
hafi fallizt á þessi tilmæli, enda
ber ríkisstjórn að gæta hagsmuna
þessa fólks, við þær aðstæður sem
við lifum við í dag. Niðurstaða
kjarasamninganna gerði ráð fyrir
nokkrum launahækkunum, í
áföngum, og að ekki yrði hreyft
við öðrum kjaraatriðum. Þessi
samningur var gerður í ljósi hinna
þröngu efnahagslegu aðstæðna,
sem við búum við. Reynt var að
halda þann veg á málum að hvorki
leiddi til nýrrar verðbólguhol-
skeflu né víðtæks atvinnuleysis,
vegna veiktrar rekstrarstöðu at-
vinnuvega og fyrirtækja. Ég tel,
sagði Þorsteinn efnislega, að ekki
hafi mátt ganga lengra en gengið
var, miðað við markmið verð-
bólguhjöðnunar og viðreisnar í
þj óðarbúskapnum.
Þessir samningar eru nú til um-
fjöllunar í verkalýðsfélögum.
Flest þeirra samþykkja þá. Ekki
öll. Af ýmsum aðilum er unnið
markvisst að því, með flokkspóli-
tísk markmið í huga, að fella
samningana, til að stuðla að upp-
lausn í þjóðarbúskapnum, koma
ríkisstjórninni frá — og verðbólg-
unni á. Fyrsta stéttarfélagið sem
felldi samningana var Dagsbrún.
Óeðlilegt er, að mínum dómi, að
ríkisstjórnin, við þessar aðstæður,
gangi til samninga við stéttarfé-
lag sem hefur fellt heildarkjara-
samningana og samþykki hluta af
viðbótarkröfum þess. Það hlýtur
að leiða til meiri óvissu um af-
greiðslu samninganna og stofna
verðbólgumarkmiðum stjórnar-
innar í meiri hættu en ella. Auk
þess binda þessir samningar ekki
frekari samninga við Dagsbrún á
nokkurn hátt. óvissa er og um
keðjuverkandi áhrif þeirra, ekki
aðeins fyrir ríkissjóð, heldur einn-
ig sveitarfélögin og hinn almenna
vinnumarkað. Þessi samningur er
heldur á engan hátt bundin lág-
launafólki sérstaklega.
Ekki verður komizt hjá að
minna á að Ragnar Arnalds, sem
fjármálaráðherra, og Þröstur
Olafsson, sem aðstoðarmaður
fjármálaráðherra, stóðu gegn
þessari samræmingu öll valdaár
Alþýðubandalagsins, ekki af
mannvonsku, heldur vegna víð-
tækra keðjuverkandi áhrifa í þjóð-
arbúskapnum og á efnahagsleg
markmið stjórnvalda. Það er
hræsnin einber þegar Ragnar
Arnalds kemur hér í ræðustól og
talar eins og hann gerði. Það
þurfti í raun að koma Ragnari og
Þresti út úr fjármálaráðuneytinu
til að það gerðist sem nú hefur
gerzt.
Hér er um alvarlegt mál að
ræða, sem verður metið innan
okkar flokks og gerð grein fyrir
niðurstöðum, þegar þær liggja
fyrir.
SIGHVATUR BJÖRGVINSSON
(A) kvað Þorstein Pálsson hafa
talað sem formann VSÍ en ekki
formann Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðherra hafi tvímæla-
laust meirihluta fyrir gjörningi
sínum í þinginu. Hér sé ekki á ferð
stærra dæmi en sem svaraði einni
milljón króna.
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
(Abl.) kvað Þorstein Pálsson hafa
hótað Albert Guðmundssyni rétt-
arhaldi innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Morgunblaðsklíkan hafi einn-
ig heimtað það í leiðara, ótvírætt,
að fjármálaráðherra færi frá.
Hann tók undir staðhæfingu um
eina milljón króna sem heildar-
kostnað af samningnum.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, sjáv-
arútvegsráðherra (sem jafnframt
gegnir embætti forsætisráðherra í
fjarveru Steingríms Hermanns-
sonar), sagði slíkan samning, sem
hér um ræð:r, á valdsviði fjár-
málaráðherra. Ef hinsvegar þyrfti
fjáraukalög fyrir útgjöldum um-
fram fjárlög þurfi þau, eðli máls
samkvæmt, að fá umfjöllum í rík-
isstjórn og þar af leiðandi í þing-
flokkum beggja stjórnarflokk-
anna. Hliðarráðstafanir, sem
stjórnvöld standi að, samhliða
heildarsamningum ASf og VSÍ,
hafi þannig verið ákveðnar af
stjórninni í heild.
MATTHÍAS BJARNASON, heil-
brigðisráðherra, sagði sízt sitja á
Ólafi Ragnari Grímssyni að tala
um réttarhöld. Þegar hann hafi
verið þingflokksformaður Alþýðu-
bandalags hefði sá einstæði at-
burður skeð, að hann hafi sent
lögreglu eftir samþingmanni,
Guðrúnu Helgadóttur, og krafizt
þess að hún yrði færð til þinghúss,
til þátttöku í atkvæðagreiðslu.
Það sé eina dæmið um lögreglu-
afskipti þegar þingstörf einstakra
þingmanna ættu í hlut.
Raðherran fjallaði síðan um
fjárlagaforsendur, m.a. ákvarðan-
ir um sparnað í ríkiskerfinu, sem
fagráðuneytum væri gert að ná
m.a. með 2% samdrætti í launa-
kostnaði og 5% samdrætti í öðrum
rekstrarkostnaði. Um þetta hafi
náðst samstaða milli stjórnar-
flokkanna. Ég býst ekki við, sagði
Matthías efnislega, að stjórnar-
andstaða sýni aðstoð við ná þess-
um markmiðum.
Það markverðasta í málflutn-
ingi stjórnarandstöðu í þessari
umræðu taldi Matthías fullyrð-
ingu Ólafs Ragnars Grímssonar
og Sighvatar Björgvinssonar, þess
efnis, að samningurinn, sem hér
væri ræddur hefði um eða innan
við einnar milljónar heildarút-
gjöld fyrir ríkissjóð í för með sér.
Með þessari staðhæfingu eru þeir
að slá því föstu að sagt verði þvert
nei við ASÍ og aðra utan BSRB,
sem kunni að fara sömu erinda til
fjármálaráðherra og Dagsbrún.
KARL STEINAR GUÐNASON
(A) átti lokaorð sem upphafsorð
umræðunnar. Hann ítrekaði að
ASÍ hlyti að fá samskonar leið-
réttingar og Dagsbrún, ekki sízt
verkakonur í Framsókn og Sókn.
Það er óþarfi að gera lítið úr
framvindu samninga í kjölfar
þessa samnings. Hér er um miklu
stærri fjárhæðir að ræða en eina
milljón króna. Vonandi fær fjár-
málaráðherra frið til að efna gefin
fyrirheit sín til allra þeirra mörgu
er málið varða.