Morgunblaðið - 02.03.1984, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2 MARS 1984
Hvernig yæri að
hafa rétt eftir?
eftir Erlu
Kristjánsdóttur
„l»að þarf ótrúlega
ósvífni til að leyfa sér að
nota tilvitnanir á þann
hátt er GM gerir. Og
það er með ólíkindum
að maður sem lokið hef-
ur námi í sögu og vís-
indaheimspeki skuli
ekki vandari að virð-
ingu sinni en umræddar
greinar gefa til kynna.“
Tilgangur minn með þessum
línum er að sýna fram á hvernig
Guðmundur Magnússon, blaða-
maður, misnotar heimildir skoð-
unum sínum til framdráttar og
gefur með notkun þeirra falska
hugmynd um viðhorf þeirra sem
hann vitnar til. Umfjöllun mín
verður takmörkuð við tvær síð-
ustu greinar hans, þ.e. „Um mik-
iivægi þjóðarsögunnar" (Mbl. 11.
febr. grein 2) og „Um skilning og
þroska barna" (Mbl. 18. febr. grein
3).
Guðmundur vitnar oft og iðu-
lega til orða minna í tímaritinu
Sögnum og slítur hann þær til-
vitnanir úr samhengi og sleppir
jafnvel orðum úr setningu til að
merking breytist.
Astæða er til að geta þess að
sagnfræðinemar við HÍ hafa mik-
ið velt fyrir sér þeim vandkvæðum
er fylgja sögukennslu. f tímariti
sínu, Sögnum, hafa þeir birt
margar greinar um mismunandi
viðhorf til þeirra mála. í nóv. 1982
lögðu þeir nokkrar spurningar
fyrir ýmsa þá sem þeir töldu að
hefðu skoðun á sögukennslu. Til-
gangur þeirra var að fá fram ólík
viðhorf og skoðanir í því skyni að
fá fram frjóar umræður. Hér er
ástæða til að taka það fram að
umræðan snerist um sögukennslu
almennt, ekki aðeins íslandssögu.
Tímaritið sem þessar spurningar
og svör birtust í kom út ári eftir
að viðtölin voru skráð. Þegar ég
svaraði umræddum spurningum
sagnfræðinema var ég ekki nám-
stjóri í samfélagsfræði heldur
nemandi í uppeldis- og kennslu-
fræði í HÍ. Eg var því ekki tals-
maður menntamálaráðuneytisins
eins og Guðmundur heldur fram.
Dæmi um vinnubrögð
Guðmundar Magnússonar
1. í grein 2 tekur GM hluta af
löngu svari mínu í Sögnum og
túlkar á þann veg að ég hafi
staðhæft að skólabörnum leið-
ist saga og jafnframt túlkar
hann orð mín þannig að ég sé
mótfallin atburðasögu. GM seg-
ir orðrétt: „ ... er haft eftir EK
námstjóra í samfélagsfræði að
afleiðing hefðbundinnar
kennslu í atburðasögu sé m.a.
sú að „langflestir nemendur
líta á sögu sem einn fjandans
atburðinn á eftir öðrum, til-
gangslausa upptalningu á kóng-
um og stríðum". — „Fyrst er á
það að benda að staðhæfing
námstjórans um að skólabörn-
um leiðist saga er engum rök-
um studd." — „Aðfinnsla af
þessu tagi hittir ekki atburða-
sögu sem slíka, heldur það
hvernig hún er rakin í bókum
eða kennd í skólum og það er
vitanlega allt annar handlegg-
ur.“
Ég verð að birta hér bæði
spurninguna sem ég fékk og allt
svar mitt við henni til að sýna
rangtúlkanir GM.
„A. Ef það er rétt að saga/-
samfélagsgreinar sé annars
flokks grein í grunnskóla
hvernig má breyta því?
Ég geri ráð fyrir því að hér sé
einkum átt við efri bekki
grunnskólans , (þegar áhrifa
samræmdu prófanna fer að
gæta) og svara því þessari
spurningu játandi. Það er
freistandi að setja fram stað-
hæfingu um að þessu megi
breyta með því að breyta
kennsluháttum og þá um leið
viðhorfum til sögukennslu og
sögunáms. Þá er nauðsynlegt
að glöggva sig á því hvaða
möguleikar gætu verið fyrir
hendi í sögunámi og má þá
nefna sem dæmi:
1) Nemendur rannsaka fortíð-
ina á sama hátt og sagnfræð-
ingar.
fengið aukið vinnuþol og betri
skilyrði á vinnustað. Miklu
hreyfanlegri slanga gefur líka
aukin þægindi, ekki síst í skipa-
iðnaði. Hafa rafsuðumenn hér í
Danmörku, sem prófað hafa
kerfið, hrósað því mjög og
áhugamenn um umhverfisvernd
og aukna hollustuvernd á vinnu-
stöðum einnig.
Hentugt á nord-
lægum slóðum
Vacumig-kerfið notar aðeins
20—30 km af lofti á klukku-
stund, sem er um 1/10. af venju-
legri loftnotkun við rafsuðu. Er
það því einkar þægilegt til notk-
unar á norðlægum slóðum, þar
2) Nemendur læra það sem
sagnfræðingar hafa skrifað um
fortíðina (einkum i kennslubók-
um).
3) Nemendur fjalla um sögu
sem fræðigrein og læra vinnu-
aðferðir sagnfræðinga.
4) Nemendur fást við sambland
af þessu þrennu.
5) Nemendur fjalla um valin
viðfangsefni og skoða þau með
hliðsjón af nútímanum og í
sögulegu ljósi (t.d. uppeldi/-
menntun, starfsval, atvinnu-
möguleikar/atvinnuleysi,
verkaskipting o.fl.).
Ríkjandi hefðir í sögukennslu
hér á landi sem víðar hafa verið
samkvæmt lið 2. Afleiðing þess
er m.a. sú að langflestir nem-
endur líta á sögu sem „einn
fjandans atburðinn á eftir öðr-
um“, tilgangslausa upptalningu
á kóngum og stríðum."
GM túlkar þessi orð þannig
að ég telji að öllum skólabörn-
um leiðist saga þótt augljóst sé
að ég er hér að lýsa viðhorfum
allflestra nemenda sem læra
sögu með ákveðnum hætti. Það
má vera ljóst að það eru orð
GM, en ekki mín, að atburða-
saga hljóti alltaf að vera kennd
samkvæmt lið 2.
2. í sömu grein segir GM að
kennslufræðingar vitni í orð
Guðmundar Finnbogasonar um
„andlausar beinagrindur sem
skrölt er með í skólanum" og
leggur síðan út af þeim í til-
vitnun á þann veg að ég líki bók
Jónasar Jónssonar við „and-
lausa beinagrind". Mér er
spurn: Hvar, hvenær og hvernig
gerði ég það? Það er GM sjálfur
sem velur að tengja þessa til-
sem of kalt er til að hafa opið út
að staðaldri. Hitnar því verk-
stæði af suðunni í stað þess, að
áður þurfti að hafa sérstaka
upphitun vegna hitatapsins, sem
varð við útsogun. Er rafsjóða
þarf í frystihúsum er þessi nýja
tækni handhæg, þar sem ekki
þarf að tæma frystiklefa nema
rétt í kringum vinnustaðinn, því
að engar eiturgufur myndast.
Nota má kerfið við venjuleg
rafsuðutæki af öllum stærðum
frá 180—400 amper, bæði við eitt
rafsuðutæki og þar sem mörg
eru samtengd.
Pantanir frá
mörgum löndum
Reyklausa rafsuðukerfið hefur
vitnun „kennslufræðinga og
samherja þeirra", svo ég noti
orð GM, við bók Jónasar. Þessi
tilvitnun í orð Guðmundar
Finnbogasonar kemur ekki frá
mér. Það þarf „hugvit" GM til
að tengja orðin „andlaus beina-
grind“ við dæmigerða vekjandi
sögu eins og íslandssaga JJ er.
3. Undir millifyrirsögninni „Van-
mat á börnum“ fjallar GM af
ótrúlegri fávisku um tengsl
náms og reynslu og setur í lokin
fram eftirfarandi staðhæfingu:
„... Viðhorf Erlu, kennslu-
fræðinga og þeirra sem nefna
sig „róttæka skólamenn" stuðl-
ar að vanþroska og fáfræði."
Þessi staðhæfing er alvarleg
ásökun í garð kennara og hlýt-
ur hver sá er staðhæfir annað
eins að verða að sanna mál sitt.
4. í þriðju grein skrifar GM:
„Skilningur er ekki til í tóma-
rúmi, hann hlýtur ætíð að hafa
eitthvað viðfang." Þetta er
skarplega ályktað. Hverjum
skyldi hafa dottið annað í hug?
Að vísu má álykta að skilningur
GM á skólamálum hangi í hálf-
gerðu tómarúmi. Ef sagt er að
stefnt skuli að auknum skiln-
ingi nemenda á námsefni —
þarf hugarfar GM til að túlka
það á þann veg að sá skilningur
hafi ekki „eitthvað viðfang". En
hvers konar skilningur verður
til af röngum upplýsingum?
Hvaða skilning fá lesendur
Mbl., sem ekkí þekkja betur til,
á skólamálum við lestur greina
GM? Það skyldi þó aldrei vera
misskilningur?
5. í þriðju grein sinni sýnir GM
vel hvað hann hefur lítið kynnt
sér þær hugmyndir er liggja að
baki samfélagsfræði.
Hann tekur bók Margaret
Donaldson sem andstætt dæmi
þeirra hugmynda. Það er al-
rangt. Hið rétta er að hug-
myndir Donaldson um þroska
og skilning barna falla mjög vel
að þeim hugmyndum sem liggja
að baki samfélagsfræði. M.
Donaldson var nemandi J.
Piaget í eitt ár og var það
kveikjan að athugun hennar á
börnum á forskólaaldri. Hún
segir sjálf að þótt hún setji
fram ákveðna endurtúlkun á
hugmyndum Piaget um skiln-
ing forskólabarna — í fyrstu
köflum bókar sinnar — þá sé
það, er á eftir kemur, á engan
hátt í mótsögn við hugmyndir
Piaget — enda skrifað undir
jákvæðum áhrifum af þeim
hugmyndum. Það eru einmitt
kaflarnir um nám og skóla.
Reyklaus rafsuða inni á skrifstofu.
fengið mjög góðar móttökur víða
um lönd, en það kom ekki á
markaðinn fyrr en um sl. ára-
mót. Ekki síst hjá rafsuðumönn-
unum sjálfum, sem geta nú farið
fram á bætt vinnuskilyrði, og
munu stéttarfélög þeirra bregða
fljótt við, ef að líkum lætur. Mun
Vacumig-fyrirtækið framleiða
kerfið fyrir Danmörku, Noreg,
ísland og Sviss, en miklar pant-
anir hafa borizt frá Hollandi og
Austurríki og beiðni um einka-
leyfissölu frá mörgum löndum.
Alþjóðleg sýning
á rafsuðutækjum
Stærsta alþjóðleg sýning á
Kaupmannahöfn:
Reyklaus rafsuða
Athyglisverð dönsk nýjung á íslenzkan markað
Jónshúsi 27. febrúar.
NÝLEGA voru íslenzkir fréttarit-
arar í Kaupmannahöfn boðaðir til
fundar hjá fyrirtækinu Varumig á
Peter Ibesens Alle. En þar fór
fram kynningarsýning á reyklausri
rafsuðu, algjörri byltingu á sviði
rafsuðutækni, sem tveir danskir
verkfræðingar hafa fundið upp og
þróað. íslenzkt fyrirtæki hér í
borg, Krisvil Import, mun hafa
milligöngu um kynningu og sölu
heima á rafsuðukerfinu Vacumig.
Vacumig-kerfið
Verkfræðingarnir tveir, sem
heita E. Ravnmose og P. Karild,
hafa unnið saman og þróun þess-
arar tækni sl. 3 ár, en samstarf
við Krisvil Import hfu þeir eftir
auglýsingu í Erhvervsbladet,
iðnaðarblaði, sem út kemur dag-
lega. Er Ravnmose sérfræðingur
í rafsuðu, en Karild forstjóri
fyrirtækisins H.R. Nielsen, en
starfsmenn þess hafa í 28 ár
unnið við loftræstikerfi í iðnað-
arhúsnæði. Sýndu þeir félagar
iðnráðgjafa Vesturlands, Ólafi
Sveinssyni, fréttariturum og
fulltrúum Krisvil Import
myndband um notkun Vacum-
ig-kerfisins, en það samanstend-
ur af háþrýstitúrbínu, rafsuðu-
byssu með sogstykki og mjög
sveigjanlegri slöngu, og er tengt
við venjuleg rafsuðutæki. Fjar-
lægir kerfið suðureykinn strax
við suðupunktinn. Var greinilegt
af myndinni, að hér er um að
ræða geysilega byltingu fyrir þá,
sem vinna við rafsuðu, og enn
betur sannfærðust viðstaddir
síðar á kynningarfundinum, er
þeir fengu sjálfir að rafsjóða
þarna inni á skrifstofunni og
loftið breyttist ekki hið minnsta,
jafnvel þótt reynt væri við galv-
aniseraða plötu. Reykurinn var
enginn.
Hjálmurinn verndar
augun, Vacumig-
kerfið verndar
innvortis líffæri
Hlýtur uppgötvun þessi að
gjörbreyta starfsaðstöðu og
heilsufari rafsuðumanna, sem
hafa orðið að búa við vanlíðan á
vinnustað vegna gassins, og
bronkítis og fleiri lungnakvillar
orðið atvinnusjúkdómar þeirra.
Ætti nú að geta orðið stór breyt-
ing til batnaðar og rafsuðumenn