Morgunblaðið - 02.03.1984, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIP, FÖSTUDAGUR ?. MARS 1984
reglulega af
öllum
fjöldanum!
JIlov^unliInMb
ERMETO
háþrýstirör og tengi
Atlas hf
Ármúii 7 — Sími 26755.
Pósthólf 493, Reykjavík
25. leikvika — leikir 25. febrúar 1984
Vinningsröð: 1 1 1—21 1 — XX2 — XXX
1. vinningur: 12 réttir — kr. 94.600.-
37669(4/1 1>f 39576(4/11)+ 61262(4/11) 85672(6/11) 2. vínningur: 11 réttir — kr. 2.495.-
383 37845+ 40253 57622 87577 92329+ 85199+*
7106 37957+ 40857 57624 88866+ 162272+ 92403+*
7147 39246+ 47465 57844 88951+ 162273+ 21. vika:
19654+ 39376+ 47654 85232+ 89473 180880 46348*
35893 39413+ 48368+ 85264 90808 162267+* 48799+
37670+ 39591+ 53298 87540 92249+ 44213* 24. vika: 60366+* * = 2/11
Kærufrestur er til 19. marz. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboösmönnum og á skrif-
stofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur
veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa að framvísa stofni eöa
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til
Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — REYKJAVÍK
r
© ruM&ic
L
JUICK
r
Y PONTIAC
1 E
■©- OPEL
n L 1
Tegund
Ch Chevette
Ch Monte Carlo
Ch Citation 4 cyl sjálfsk.
Ch Malibu Classic 4 d.
Ch Malibu Classic Station
Ch Malibu Classic Station
Ch Malibu 2 d. Landau
Ch Malibu Classic 4 d.
Olds M. Cutlass diesel
Olds M. Delta 88 diesel
árg. km. Verð
1976 71.000 110 þús.
1979 58.000 315 þús.
1981 10.000 350 þús.
1981 37.000 430 þús.
1981 34.000 600 þús.
1979 83.000 295 þús.
1979 66.000 310 þús.
1979 50.000 265 þús.
1979 40.000 270 þús.
1980 Nývél 390 þús.
BIFREIDADEILD SAMBANDSINS
n
ISUZU
0
HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÓRU
Afmæli í gær:
Björgvin Jóhannes-
son Nesi — Sjötugur
Bændur eru fáir orðnir í
Reykjavík og bújarðir nær engar
lengur í þeirri byggð. Stöku
Reykvíkingur hefur þó ennþá ein-
hvers konar landbúskap sem tóm-
stunda- eða íhlaupavinnu, sjálf-
sagt aðallega til að geta haldið
hross eða sauðfé til yndis sér.
Einn hinna atkvæðameiri í þeim
hópi er Björgvin Jóhannesson,
sem fyllir nú sjöunda áratuginn.
Hann hefur um alllangt árabil
haft á leigu hálflendu hins gamla
höfuðbóls í Nesi við Seltjörn, þar
sem eru nokkuð víðlend tún enn,
og þar heyjar hann handa hross-
um sínum og nokkurra fleiri
manna og hefur þar hesthús sín.
Til skamms tíma hafði hann einn-
ig nokkrar kindur á fóðrum. Þessi
búskapur er þó allur í hjáverkum,
því að Björgvin er starfsmaður
hjá Heildverzluninni H. Ólafsson
& Bernhöft og hefur verið allt frá
stofnun hennar fyrir 55 árum.
Hann réðist þangað sem sé tæpra
15 ára og hefur ekki skipt um
vinnustað síðan. Segir það nokk-
urn veginn það sem segja þarf um
samband húsbænda og hjúa á
þeim bæ. Annar stofnandinn, Gu-
ido Bernhöft, heldur þar enn um
stjórnvöl og veit ég að milli hans
og Björgvins ríkir góð og traust
vinátta. Aðalsvið Björgvins innan
fyrirtækisins hefur verið verk-
stjórn í vörugeymslu og fer því
kaup og sala um hans hendur.
Margt vandað vörumerkið hefur
verið þar til afgreiðslu áratugum
saman, matvörur, nýlenduvörur,
lyfjavörur o.fl., o.fl. og má þá hvað
sízt gleyma skjalaskápunum al-
kunnu, sem runnið hafa gengum
hendur Björgvins í þúsundatali
eins og á færibandi, og tilheyrandi
skjalamöppur sjálfsagt milljónum
saman.
Björgvin Jóhannesson er vestur-
bæingur í húð og hár, hefur lengi
verið búsettur á Ægissíðu (þeim
hlutanum sem áður heyrði til
Nesvegi), en á yngri árum var
hann í foreldrahúsum á Jófríð-
arstöðum, nýbýli litlu vestar og
norðar í bæjarlandinu, sem ekki
sér víst mikil merki um lengur.
Þar bjuggu hjónin Jóhannes
Kristjánsson og Málfríður ólafs-
dóttir, og áttu þau stóran barna-
hóp. Eru þau systkinin flest á lífi
ennþá, þótt komin séu á efri ár,
sem marka má af því að Björgvin
er þeirra yngstur. Jóhannes var
Borgfirðingur og að sögn mikill
dugnaðar- og eljumaður og ekki
mun kona hans hafa látið sinn
hlut eftir liggja. Þrek þeirra og
dugur hefur með vissu gengið í arf
til margra afkomenda. Björgvin
og þeir bræður fleiri voru löngum
að sumarstörfum í Borgarfirði á
æskuárum og vöndust þá búskap
og húsdýrum, ekki sízt hrossum,
sem jafnan síðan hafa verið þeim
„fylgifiskar". Björgvin er þeirra
atkvæðamestur hestamaður, hef-
ur átt fjölda góðhesta og marga
þeirra stæðilega. Og hvorki fatast
honum ásetan né taumhaldið. Nú
standa hjá honum fimm fákar við
stall, svo að hann hefur vel til
skiptanna. Á sumrum hefur hann
oft farið langar ferðir á hestum,
meira að segja milli landsfjórð-
unga, fyrir utan hinar skemmri.
Þrisvar er ég búinn að ríða með
honum og sonum hans á Þingvöll,
Kirkjur á landsbyggöinni
Messur á Æskulýðs
degi þjóðkirkjunnar
EGILSSTADAKIRKJA: I dag, á
föstudegi 2. mars, „Alþjóölegum
bænadegi kvenna“, almenn sam-
koma kl. 21. Á sunnudaginn
æskulýösmessa kl. 14. Sunnu-
dagaskólinn fellur niöur sunnu-
dag. Sóknarprestur.
KIRKJUHVOLSPRESTAKALL:
Guösþjónusta í Árbæjarkirkju á
sunnudaginn kl. 14. Bibliulestur á
prestsetrinu kl. 21 á mánu-
dagskvöldiö kemur. Æskulýös-
fundur Guöfinnu í dag, föstudag,
kl. 17 í skólanum. Auöur Eir Vil-
hjálmsdóttir sóknarprestur.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA: Í
dag, föstudag, á „Alþjóölegum
bænadegi kvenna“, helgistund í
kirkjunni kl. 20. Á morgun, laug-
ardag, kirkjuskóli kl. 11. Æsku-
lýösmessa á sunnudaginn kl. 14:
Leikrit, samtalsprédikun. Börn
og unglingar yngri og eldri deild-
ar Æskulýösfélagsins sjá um
söng og annað efni. Kirkjukaffi
eftir messu. Sóknarprestur.
SIGLUFJARÐARKIRKJA: i dag,
föstudag, á „Alþjóölegum bæna-
degi kvenna”, annast kvenfélögin
í bænum um guösþjónustu.
Þórhalla Hjálmarsdóttir prédikar.
Guðspjall dagsins:
Matt. 3.:
Skírn Krists.
Á sunnudaginn æskulýösguös-
þjónusta kl. 11. Æskulýösfélagar
aöstoöa: Flautuleikur og helgi-
leikur sem tengjast verkefni
dagsins: Lifiö í trú. Sóknarprest-
ur.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA:
Æskulýösguösþjónusta á sunnu-
daginn kl. 14. Sr. Stefán Lárus-
son.
VÍKURPRESTAKALL: Kirkjuskóli
í Vík á morgun, laugardag, og
samvera fyrir aldraöa í Laufskál-
um kl. 12 á hádegi. Æskulýös-
guösþjónusta í Víkurkirkju kl. 14.
Börn og unglingar úr kirkjuskói-
anum, tónlistarskólanum og
unglingastarfi aöstoöa. Tekiö viö
gjöfum til æskulýösstarfs safnaö-
arins. Sóknarprestur.
Sarnafi!
- varanleg lausn
VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI
Á ÞÖK - Á ÞAKSVALIR
ÁBYRGÐ Á EFNI OG VINNU
UNNIÐ ALLT ÁRIÐ - SUMAR SEM VETUR
FAGTÚN HF LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230
og hafa það verið hinar skemmti-
legustu ferðir, þar sem gist var
tvær nætur í Skógarhólum hverju
sinni. Björgvin nýtur sín vel í slík-
um ferðalögum, kann ráð við
hverjum vanda, sem upp kann að
koma, og lætur sér fátt fyrir
brjósti brenna. Einig má nefna
ferðirnar vor og haust, þegar við
flytjum hross okkar í og úr sumar-
högum á Kjalarnesi. Þangað er
drjúgur spölur utan af Nesi.
En Björgvin hefur farið langt-
um lengri ferðir en hér voru
nefndar með söngbræðrum sínum
í Karlakór Reykjavíkur, bæði til
Bandaríkjanna og Suðurlanda.
Hann var um fjölda ára virkur fé-
lagi í þeim góða kór, enda hafði
hann hina ágætustu söngrödd og
hefur raunar enn, og fyrir kemur
að gamlir félagar eru kvaddir á
vettvang til að taka lagið með hin-
um yngri, þegar mikið liggur við.
Kona Björgvins er Kristín
Hjartardóttir, ættuð vestan úr
Dölum. Hún er mikil búkona,
jafnt við matargerð og sauma, svo
að þannig er hún á sína vísu jafn-
oki bónda síns. Þau hjónin eiga
fjögur fulltíða börn, dóttur og þrjá
syni, og er öll fjölskyldan afar
samhent í hverju einu — og góður
andi ríkjandi allra í milli. Og oft
leggja barnabörnin leið sína til
ömmu og afa á Ægissíðu. Þau
finna glöggt hvað að þeim snýr í
þeim ranni.
Ég hef verið með hross mín und-
ir handarjaðri Björgvins Nes-
bónda í meira en áratug, og er
reyndar annað þeirra fætt þar í
hesthúsinu. Einn morguninn var
móskjótt merfolald bröltandi í stí-
unni. Úti var glaðbjartur vordag-
ur og lét þá Björgvin sig ekki
muna um að halda á þeirri litlu út
á tún, en ég clti með móðurina í
taumi. Þarna hefur verið gott
samneyti manna og hrossa. Auk
Björgvins hefur Haraldur bróðir
hans haft þar hross sín svo og
tveir synir Björgvins, Haraldur og
Ólafur, en þeir hafa dregið dám af
föður sínum og eru hinir ágætustu
hestamenn með góða reiðskjóta.
Þótt segja megi að reiðleiðir séu
fremur einhæfar á Seltjarnarnesi
er þar vítt og fagurt svið fyrir
augað, og ekki spillir sjávarloftið
góða. Á vorin er gott að láta klár-
ana fara í fótabað í fjörunni og á
vetrum er oft gaman að spretta úr
spori á Bakkatjörn ísi lagðri. Þá
liggur vel á Björgvin og okkur hin-
um — og raular hann þá gjarnan
lag fyrir munni sér í hnakknum
eða kveður hestavísu.
Ég vona að honum endist lengi
aldur til að eiga margar yndis-
stundir á hestbaki og við búsýslu í
sambandi við heimili sitt og hest-
hús. Loks árnum við hjónin
Björgvin Jóhannessyni allra heilla
og nánasta fjölskyldufólki hans,
Kristínu, Nínu, Ólafi, Haraldi og
Loga, og undir þær óskir tekur
áreiðanlega mikill fjöldi góðra
vina víðsvegar.
„Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund
þrautgóðir á raunar stund.“
(G.Th.)
Baldur Pálmason