Morgunblaðið - 02.03.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
29
Sjötugur:
Ólafur Bjarna-
son prófessor
Kæri nafni.
Sé mér þörf einhverrar andlegr-
ar uppörvunar til að senda þér af-
mæliskveðju nú, þegar við fögnum
og rifjum upp ýmsar minningar í
tilefni af 70 ára afmæli þínu, er
mér það notadrjúgt að minnast
ferðar okkar til Brasilíu í mái
1968. Þetta ferðalag áttum við
mikið vel skilið að mínu áliti, því
að í farangri okkar til Rio de Jan-
eiro á 3. alþjóðaþingið um frumu-
rannsóknir voru greinagerðir
okkar og samstarfsmanna um ár-
angur af 10 ára samfelldri rann-
sóknastarfsemi við krabbameins-
leit á íslandi með frumu- og
vefjarannsóknum. Þetta leiðir
hugann að þeim stóra þætti ævi-
starfs þíns, sem lýtur að barátt-
unni gegn krabbameini. Sú saga
gerðist bæði á Rannsóknastofu
háskólans við Barónsstíg, í bæki-
stöðvum krabbameinsfélaganna, í
ýmsum þekktum lærdómsstofnun-
um erlendis og á ótal læknaþing-
um. Þessi saga nær yfir 40 ár. Eg
minnist þess með ánægju, þegar
þú gerðir mig að liðsmanni í bar-
áttunni gegn krabbameininu. Það
var vorið 1957, þegar þú komst til
London og lagðir til, að ég kynnti
mér frumurannsóknir til grein-
ingar á legkrabbameini, og gafst
mér ritgerð sem þú hafðir samið
Póstur & sími
tekur upp síma-
telexþjónustu
FRÁ OG með 1. mars nk. mun Póst-
og símamálastofnunin bjóða við-
skiptavinum sínum upp á nýja þjón-
ustu við sendingu og móttöku telex-
ritanna, svokallaða símatelexþjón-
ustu. Með þessari nýju þjónustu
opnast öllum símnotendum leið til
að taka á móti og senda telexritun til
sérhvers telexnotenda innanlands
og utan.
Eigin telexbúnaður er ekki
nauðsynlegur. Til þess að senda
telex þarf að hringja í símatelex-
þjónustu stofnunarinnar, sími 07,
en til að taka á móti simatelexi er
nauðsynlegt að vera áskrifandi að
símatelexþjónustu stofnunarinn-
ar.
Gjöld fyrir hina nýju þjónustu
hafa verið ákveðin og eru sem hér
segir: Fyrir sendingu greiðist
grunngjald fyrir hvert telex kr.
80,-, afgreiðslugjald fyrir hverja
mínútu kr. 40,- og telexgjald inn-
anlands eða til viðkomandi lands.
Fyrir móttöku greiðist fyrir sím-
nefni kr. 260,- á ári, áskriftargjald
fyrir hvern ársfjórðung kr. 350,-
og afgreiðslugjald fyrir hvert tel-
ex kr. 80,-.
Söluskattur er ekki innifalinn í
ofangreindum gjöldum, en hann
er 23,5%.
um slíkar rannsóknir 1949. Það
var án efa upphafið á ferðinni til
Brasilíu, þegar ég samþykkti að
takast á við þetta rannsóknasvið,
sem þú ruddir braut fyrstur lækna
hér á landi.
Það var í þessari ferð, sem við
ræddum góða stund um landsins
gagn og nauðsynjar á sviði læknis-
fræði og fleira á góðum veitinga-
stað með ágætum starfsbróður. í
stuttri kvöldgöngu á heimleið eftir
Shaftesbury-stræti hlógum við
dátt, man ég. Allt í einu uppgötv-
aði okkar ágæti starfsbróðir, að
hann hafði verið rændur veskinu,
sem í voru mikilsverðir hlutir.
Við félagar vitum síðan að var-
ast ber að hlæja ógætilega í Shaft-
esbury-stræti. Það kom því ekkert
fyrir þegar við gengum saman
þessa götu 11 árum síðar og áttum
næturdvöl í London á leið okkar
til Brasilíu. En hvað getur ekki
skeð um hábjartan daginn í Ríó.
Þú hefur aldrei sagt mér, hvernig
ég varð á svip, þegar róleg ganga
okkar um hádegisbil eftir Kopaka-
bana-stræti var allt í einu stöðvuð
og ég fékk högg á brjóstið og á
sama augnabliki hugboð um, að ég
myndi deyja. Á næsta andartaki
horfðum við á innihaldið úr eggi
leka niður sparifötin mín.
Lýsing á að verða fyrir byssu-
kúlu var mér löngu kunn úr bók-
um, og kom hún alveg heim við
reynslu mína þarna á gangstétt-
inni. Þá var mér meira létt en
nokkru sinni á ævinni, held ég.
Þeir sem köstuðu egginu úr bíl
hafa sennilega álitið, að við vær-
um ríkir Bandaríkjamenn. Víst er
að ekki gátu aumingjarnir vitað,
að við værum komnir alla leið frá
íslandi til að fræða heiminn um
krabbameinsleit þar.
Tveir alnafnar, þú og afi minn í
Gesthúsum, eruð meðal þeirra
sem hvað oftast hafa komið fram
á sálarskjái mínum af ýmsum til-
efnum á umliðunum æviárum.
Nafnið Ólafur Bjarnason er mér
því meiriháttar nafn, sem skipar
veglegan sess í vitund minni. Það
nafn bergmálar margar kærar
minningar um hjálpsemi og gæfu-
ríkt samstarf, sem dagsins önn
gefur mér of sjaldan tækifæri til
að hugleiða vandlega eins og ég
hef þó oft löngun til.
Við Erla óskum þér, Margréti og
alli fjölskyldunni til hamingju á
sjötugsafmæli þínu.
Ólafur Jensson.
ITIMAÞRONG
GETA NU ANDAÐ
LETTAR
Við vitum sem er að flestir húsbyggjendur eiga það
sameiginlegt að vera í tímaþröng og það er bæði tíma-
frekt og lýjandi að þurfa að þeytast um borgina þvera
og endilanga.
Hvíldu bæði þigogbílinn!
í nýrri ogglæsilegri byggingavöruverslun að Súðarvogi
3-5 leggjum við okkur fram um að hafa allt sem prýða á
góða byggingavöruverslun: Skrúfur, nagla, lamir, tré-
verkfæri, rafmagnsverkfæri, málningarvörur, fúavarnar-
efni, þéttiefni, ýmsar gerðir inni-og útiklæðninga,allar
gerðir einangrunar- og hilluefna, límtrésplötur og bita,
parket, kork, hreinlætistæki, flísar, blöndunar tæki o.fl.
Við minnum á opnunartíma okkar,
semerkl. 8-6virka daga
og kl. 9-12 á laugardögum.
Munið okkar landsfrægu
landsbyggðarþjónustu.
HUSA
SMIÐJAIVI
Góð greiðslukjör.
Þinn hagur, okkar stolt.
SÚÐARVOGI3-5, 104REYKJAVIK TELEX: 2341 HUSA NNR. 4451-5741 P.O.BOX4200 S 687700