Morgunblaðið - 02.03.1984, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
Myndlist
Valtýr Pétursson
Tvær
sýningar
Hringur Jóhannesson er fyrir
löngu þekktur listaniaður, sem
hefur á síðustu árum vakið at-
hygli fyrir framsækna þróun í
verkum sínum, sem gert hefur
hann að sérstæðum listamanni,
sem fer sínar eigin götur. Hér
áður fyrr, var Hringur aðallega
þekktur sem teiknari, en nú er
hann engu síður kunnur fyrir
málverk sín. Hann hefur á und-
anförnum árum verið afar af-
kastamikill og nú munu vera um
fjögur ár frá því er hann sýndi
einkasýningu að Kjarvals-
stöðum. Þangað er hann nú aftur
kominn með sýningu á málverk-
um og teikningum, en sama dag
og hann opnaði sýningu sína að
Kjarvalsstöðum opnaði hann
einnig sýningu á krítarmyndum
í Ásmundarsai. Tvær sýningar
eftir sama mann á sama tíma,
geri aðrir betur.
Að Kjarvalsstöðum eru 93
verk og þungamiðja þeirrar sýn-
ingar eru olíumálverk, en einnig
eru þar nokkrar stórar teikn-
ingar á léreft, sem er sjaldséð
myndlist hér í borg og þá hefur
Hringur og innréttað salarauka
á gangi og komið þar fyrir
myndum, sem hann gerði suður
á Kanarí, teikningum- og litkrít-
armyndum. Sá hluti sýningar-
innar er að mínu viti áhugaverð-
ari en margt annað og ég fæ ekki
annað séð en að þar takist
Hringi mjög vel upp, þegar best
lætur. Þetta eru litlar myndir,
en unnar af mikilli íþrótt og
standa meira en fyllilega fyrir
sínu. Olíumálverk Hrings eru
mjög í ætt við það, sem áður hef-
ur komið frá honum og enn legg-
ur hann mikla áherslu á smáat-
riði í tilverunni, ef svo mætti að
orði kveða. Hann nær ágætum
árangri á stundum, og bestur
finnst mér hann, þegar hann er
ljúfur í lit og svolítið loðinn i
teikningu. Formskyn Hrings er
hnitmiðað og samsvarar vel við-
fangsefninu, en það er oftast úr
átthögum Hrings í Aðaldalnum,
þar sem hann vinnur sumar-
langt í vinnustofu sinni í Haga.
Hringur hefur margþróaða
tækni, sem fellur vel að því er
hann tekur sér fyrir hendur, en
ég er ekki viss um að þessi fág-
uðu vinnubrögð endist listrænt
eins vel og fyrstu áhrif gefa til
kynna, úr því verða tíð og tími
að skera.
í Ásmundarsal eru eingöngu
krítarmyndir og eru þær 38 tals-
ins. Þær eru afar jafnar og
sverja sig hver í ætt við aðra.
Hringur er stundum nokkuð
þungur í litum í þessum verkum,
gangstætt því sem hann var þeg-
ar hann flutti heim frá Kanarí.
Allur frágangur þessara verka
er óaðfinnanlegur og er Hringur
á öllum sviðum mjög vandvirkur
og tækni hans með krít engu
síðri en þegar hann mundar
pensilinn. Það er mikið átak
fyrir listamann að koma fram á
tveim stöðum í senn, Hringur
klárar það vel og svo skulum við
segja að Reykjavík sé orðin
nokkuð stór á þessu sviði. Þetta
er alveg eins og í París, þegar
best lét.
Myndir
úr lífi
mínu
Listasafn ASÍ hefur efnt til
sýningar á smámyndum eftir
hinn þekkta málara okkar, Jón
Engilberts, en hann lést fyrir
nokkrum árum, nánar tiltekið í
byrjun árs nítján hundruð sjötíu
og tvö. Jón var einn af okkar
þróttmestu og afkastamestu
máiurum og eftir hann liggur
mikið og auðugt starf. Nú hefur
verið tekin til sýningar mynd-
röð, er hann kallaði „Myndir úr
lífi mínu“ og entist ekki aldur til
að koma fyrir almenningssjónir,
en ekkja hans og dóttir hafa nú
hrint þeirri hugmynd lista-
mannsins í framkvæmd og sýn-
ing á þessum verkum er orðin að
raunveruleika.
Þarna eru á annað hundrað
myndir, gerðar með olíukrít,
vatnslitum, bleki (tússi) og blý-
anti. Allt eru þetta smáar mynd-
ir og í raun líkari frummyndum
að stærri verkum en sjálfstæð-
um myndverkum. Samt verður
ekki annað sagt en að þessar
litlu myndir hafi fullkomlega
sinn persónuleika og að mínu
áliti er þarna um sjálfstæð verk
að ræða. Þau eru runnin úr mjög
margþættum jarðvegi og allt
mögulegt ber þarna á góma. Það
er sannast orða, að hressilegur
blær er yfir þessu öllu saman og
litagleöin sver sig í ætt við þann
Engilberts, sem við þekkjum af
stærri og veigameiri verkum.
Þarna er hressilegur expression-
ismi á ferð, sem sver sig í ætt við
það umhverfi, sem Jón hrærðist
í. Það er skáldskapur og róman-
tík í þessum myndum, bæði hvað
fyrirmynd snertir og ekki síður
litameðferð. Teikning Jóns er
djörf og snögg. Hann lætur smá-
atriði lönd og leið, en höndlar
augnablikið af mikilli innlifun
og tæknilegum fimleik. Það er
ekki langt á milli þessara verka
og sums af því, sem nú er kallað
nýja málverkið. Það er sama
sveiflan og sami þróttur, sem
hér á sér stað.
Þeir, sem ekki þekkja of vel til
verka Jóns Engilsberts, ættu að
geta fengið hugmynd um þrótt
og hugkvæmni þessa málara,
sem var einn af þeirri kynslóð er
bókstaflega skóp þá listgrein,
sem við nú þekkjum undir nafn-
Óði tuddinn
Jake La Motta
Kvíkmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Nafn á frummáli: Kaging Bull.
Ilandrit: I’aul Schrader, Mardik
Martin, byggt á bók La Motta sem
hann ritaði í samvinnu við Joseph
Carter og Peter Savage.
Stjórn: Martin Scorsese.
Myndataka: Michael Chapman.
Ætli Robert de Niro sé ekki
einhver metnaðarfyllsti leikari
sem stigið hefir fram á hvíta
tjaldið? í það minnsta minnist
ég ekki jafn metnaðarfullra
átaka og eiga sér stað milli de
Niro og millivigtarboxarans
Jake La Motta í myndinni: Rag-
ing Bull sem nú er sýnd í Tóna-
bíói. Slíkum hamförum fer de
Niro að engu líkara er en þar sé
á ferð snargeggjaður boxari.
Varð mér hugsað til de Niro í
Taxi Driver sem gerð var árið
1976. { þeirri mynd lék hann
taugaspenntan, innhverfan
mann sem hafði glatað sjálfinu
innan um steinófreskjurnar á
Manhattan. Jake La Motta er
hinsvegar með stáltaugar og
höfuðskel álíka þykka og vísund-
ur. Hann er trylltur af metnaði
og jafn upptekinn af eigin
skrokk og smápía sem er á leið-
inni á sitt fyrsta stefnumót. Það
er sum sé ekki vinnandi vegur að
setja samasemmerki á milli þess
Robert de Niro sem birtist í Taxi
Driver og hins sem nú birtist í
Oða bolanum. Og ekki nóg með
það því de Niro tekst í síðast-
nefndu myndinni að bregða sér í
tvö gerólík hlutverk. Framan af
mynd er hann hinn djöfulóði
Bronx-boli sem lúber jafnt
keppinautana í hringnum og
bráðfallega eiginkonuna, en und-
ir lok myndar fáum við að kynn-
ast Jake La Motta sem útbrunnu
fituhlassi er veifar dýrum vindli
á ódýrum næturklúbbum.
Eins og menn sjá af þessari
lýsingu er aðalpersóna Óða bol-
ans ekki beint spennandi. Samt
held ég að leikstjóranum Martin
Scorsese sé mikið í mun að við
öðlumst einhverja samúð með
persónu Jake La Motta. Enda
næsta fávíslegt af alvöruleik-
stjóra að eyða 129 mínútum í
krufningu dusilmennis. En hvers
vegna vaknar þá samúðin með
þessum slagsmálahundi?
Ég minntist á að La Motta
hefði lúbarið eiginkonuna.
Ástæðan var sú að sjúkdómur er
afbrýðisemi nefnist herjaði á
blessaðan manninn í óvenju rík-
um mæli. Höfum við ekki oftast
samúð með slíkum sjúklingum?
Þá ber að hafa í huga, að þrátt
fyrir allt var La Motta sannur
íþróttamaður (ef hægt er að
telja barsmíð til íþrótta), sem
vildi klifra af eigin rammleik
uppá toppinn. En málið er nú
ekki svo einfalt í henni Ameríku.
Mafían ræður hver hlýtur sigur-
inn og hinn frábæri millivigtar-
boxari á ekki annarra kosta völ
en leika eftir hennar nótum.
Virðist manni einhvernveginn að
allt snúist í höndum La Motta
eftir að hann beygir sig undir
vilja Mafíunnar. Hann virðist
glata sjálfsvirðingunni og snýst
jafnvel gegn sínum eigin bróður
sem reyndar er náinn „vinur"
mafíósanna. Og ekki bætir úr
skák að eiginkonan var fyrrum í
slagtogi við hina sikileysku
sjarmöra.
Þannig má túlka — með góð-
um vilja — afbrýðisemi Jake La
Motta sem andóf við ofurveldi
Mafíunnar. Sé myndin skoðuð í
þessu ljósi fær hún allt aðra og
dýpri merkingu en myndir Stall-
one um svipað efni. Hinir enda-
lausu bardagar Jake La Motta
verða ekki bara marklaus, sóða-
leg slagsmál sem þreyta augað,
heldur sjáum við þar sjálfstædis-
baráttu manns sem telur sig búa
í frjálsu landi og vill neyta rétt-
ar síns. Við sjáum líka hversu
djúpt sá maður sekkur sem selur
sannfærinu sína. Sannast hér
rækilega sú kenning að aumari
er feitur þjónn en lúbarinn
þræll. Já, þessi kvikmynd er
merkileg fyrir margra hluta sak-
ir, ekki síst frábæran leik Robert
De Niro og þann boðskap sem er
næstum hulinn á bak við öll
slagsmálin. Verst að myndin
skuli ekki vera í lit. Það er dálít-
ið þreytandi að horfa á svart/-
hvíta mynd í tvo tíma. En svona
ánetjast maður tækninni eigin-
lega án þess að vita af því.
P.S. En við megum ekki blind-
ast af tækninni og ekki róast
prentvillupúkinn á öld tölvunn-
ar. Þeir sem rita að staðaldri í
blöð sjá oft smávillur í eigin rit-
smíðum. Stundum eru slíkar
villur til komnar vegna krots
greinarhöfundar í eigin handrit.
Annars er ómöguiegt að eltast
við slíkt. Þó vil ég að gamni
benda á smávillur er ég greindi í
greinarskrifum mínum er birt-
ust í síðasta miðvikudagsblaði. 1
greininni um nýjasta íslenska
sjónvarpsleikritið er að finna
eftirfarandi málsgrein: En fáir
eru spámenn í eigin föðurlandi
og þótt ... hafi dansað í frægð-
arsölum hins víðlenda Svíaríkis,
þá verður honum rækilega fóta-
skortur. Hér átti að standa ...
verður honum hér rækilega fóta-
skortur. í greininni um sjöttu
kvikmyndahátíðina stendur eft-
irfarandi: Báðar þessar myndir
standa fyrir sínu og að mínu
mati hef ég þegar lýst því yfir að
sögu Kim Skov verði að segja í
sjónvarpinu okkar því þar er
sögð örlagasaga fjölmargra
vandræðabarna. Átti að standa:
Báðar þessar myndir standa
fyrir sínu að mínu mati. Hef ég
þegar lýst því yfir að sögu Kim
Skov verði að segja í sjónvarpinu
okkar ... Ég birti þessa athuga-
semd með von um að prentvillu-
púkinn fitni ekki frekar á fjós-
bitanum. Ég veit að hann á sér
hættulegan óvin þar sem eru
handritalesarar dagblaðanna.