Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
33
Ljósm. Einar Sigurðsson
Reykjancsmeistarar í sveitakeppni 1984, sveit Hauks Hannessonar. Talið
frá vinstri: Ármann J. Lárusson, Ragnar Björnsson, Stevin Bjarnason,
Haukur Hannesson og Lárus Hermannsson.
Reykjanesmót
í bridge
Um helgina fór fram í íþrótta-
húsinu í Hafnarfirði Reykjanes-
mót í sveitakeppni, en keppnin var
jafnframt undankeppni islands-
mótsins. Sveit Hauks Hannesson-
ar sigraði örugglega i keppninni,
hlaut 83 stig. Með Hauk eru í
sveitinni: Ármann J. Lárusson,
Lárus Hermannsson, Ragnar
Björnsson og Sævin Bjarnason.
Þátttaka var mjög dræm eða að-
eins 6 sveitir.
Sveit Sigurðar Vilhjálmssonar
varð í öðru sæti og fylgir því
sveit Hauks i úrslitakeppnina.
Sveit Sigurðar hlaut 57 stig.
Næstu sveitir:
Ólafur Valgeirsson 50
Erla Sigurjónsdóttir 44
Þórarinn Sófusson 44
U-2 22
I lok mótsins voru afhent
verðlaun fyrir Reykjavíkurmótið
í tvímenningi, sem varð nokkuð
sögulegur vegna veðurs. Þar
hófu 27 pör keppni fyrri daginn
en aðeins 22 síðari daginn. Sig-
urvegarar urðu Magnús og Gísli
Torfasynir með 126 stig yfir
meðalskor en röð efstu para varð
annars þessi:
Sigurður Vilhjálmsson
— Sturla Geirsson 106
Sævin Bjarnason
— Ragnar Björnsson 94
Gísli Davíðsson
— Sigurður Davíðsson 85
Hreinn Magnússon
— Stígur Herlufsen 83
Logi Þormóðsson
— Helgi Jóhannesson 83
Dröfn Guðmundsdóttir
— Erla Sigurjónsdóttir 65
Bjarni Jóhannsson
— Magnús Jóhannsson 47
Margir keppenda komust ekki
til síns heima fyrr en undir
morgun en mótið fór fram í
Safnaðarheimilinu í Njarðvík-
um.
Frá verðlaunaafhendingu fyrir Reykjanesmót í tvímenningi en þar báru
bræðurnir Gísli og Magnús Torfason sigur úr býtum. Það er Gísli sem
veitir veglegum farandbikar viðtöku. Sturla Geirsson og Sigurður Vil-
hjálmsson urðu í öðru sæti en Ragnar Björnsson og Sævin Bjarnason
urðu þriðju.
Bridgefélag
Akureyrar
Nú er lokið firmakeppni
Bridgefélags Akureyrar sem
spiluð var jafnhliða tvímenn-
inskeppni félagsins, Akureyr-
armóti. Spiluð voru alls 24 spil
fyrir hvert fyrirtæki, eftir Baro-
metersfyrirkomulagi, þ.e. allir
spiluðu sömu spilin. Að þessu
sinni sigruðu með yfirburðum
matsölustaðirnir Bautinn-
Smiðjan, sem eru bæjarbúum
svo og ferðafólki að góðu kunnir.
Hlaut Bautinn-Smiðjan 184
stig, en þeir sem spiluðu voru
Stefán Gunnlaugsson, einn af
eigendum Bautans-Smiðjunnar,
og spilafélagi hans Arnar Daní-
elsson.
Röð fyrirtækjanna varð þessi:
Bautinn-Smiðjan
Arnar Daníelsson —
Stefán Gunnlaugsson 184
Almenna tollvörugeymslan
Magnús Aðalbjörnsson —
Gunnlaugur Guðmundsson 135
Verktækni sf.
Gissur Jónasson —
Ragnhildur Gunnarsdóttir 133
Höldur sf.
Ármann Helgason —
Jóhann Helgason 128
Iðnaðardeild Sambandsins
— fataiðnaður
Soffía Guðmundsdóttir —
Þormóður Einarsson 127
Lögfræðiskrifstofa
Gunnars Sólnes
Tryggvi Gunnarsson —
Reynir Helgason 125
Brunabótafélagið
Alfreð Pálsson —
Júlíus Thorarensen 120
Hafskip — umboð Akureyri
Kári Gíslason —
Sigfús Hreiðarsson 111
Ljósgjafinn
Grettir Frímannsson —
Ólafur Ágústsson 108
Fasteigna- og skipasala
Norðurlands
Kristján Guðjónsson —
Jón Sverrisson 107
Næst að stigum voru íspan
með 106 stig, Sjallinn 104, Flug-
leiðir 99, Mjólkursamlag KEA
96, Pan 93, Kjötiðnaðarstöð
KEA 88, Almennar tryggingar
83, Nudd- og gufubaðstofan 81,
Teiknistofa Hauks Haraldssonar
78 og Sjómannafélag Eyjafjarð-
ar með 77 stig.
Bridgefélag Akureyrar þakkar
öllum er þátt tóku í firmakeppni
félagsins fyrir velvild og stuðn-
ing.
CCfftt
CLCEN-GuM
Sjálfvirkar kaffikönnur fyrir
veitingahús og fyrirtæki
• Sænsk gæðafram-
leiðsla úr ryðfríu
stáli.
• Lagar 1,8 lítra af
kaffi á 5 mínútum.
• Sjálfvirk vatns-
áfylling.
• Enginn forhitunar-
tími.
• Nýtir kaffið til
fullnustu í uppá-
hellingu.
• Fullkomin raf-
eindastýring.
• Raka- og hitavarin.
• Fáanleg 2ja og 4ra
hellna.
• Til afgreiðslu strax.
Frá aðeins kr. 7.780.
V
Otrúlega
hagstætt
verð
A IV 1 | r llmbods- og heildverslun, A. KoirlSSOn h. I. Grórinni 1, Reykjavík.
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ
GERPLA
Námskeið í fimleikum
Byrjer.dur 5 ára og eldri miövikudaga og föstu-
daga kl. 11.00—12.00.
Aerobic — Work out
Konur — karlar, mánudaga, þriöjudaga, mið-
vikudaga og fimmtudaga.
Jassleikfimi stúlkna
13 ára og eldri þriöjudaga og fimmtudaga.
Badminton
Eigum nokkra lausa tíma í badminton. Mánu-
dagar og miðvikudagar.
Gufa & Ijós
Innritun og upplýsingar í Gerpluhúsi sími 74925 og 74907.