Morgunblaðið - 02.03.1984, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2 MARS 1984
íþróttaskór
Sveinbjörg Bjarna-
dóttir — Minning
Gífurlegt úrval, yfir 40 gerðir.
Verð frá kr. 417 — 1.975.
Allar stærðir.
Visa — Eurocard
Póstkröfusími 15599.
Boltamaðurinn,
Laugavegi 27, sími 15599.
T0PP-0FN
SIUL HAm HEÍTA
H.F. Ofnasmiðjan hefur valið nafn á nýjan og
vandaðan ofn, og þakkar þeim fjölmörgu sem
sendu inn tillögur í verðlaunasamkeppnina.
1. verðlaun kr. 5000.- TOPP-OFN
tillaga frá Áróru Jóhannsdóttur
2. verðlaun kr. 3000 - Spar-ofn
tillaga frá Finni R. Stefánssyni
TAKIÐ EFTIR!
Engin suða að ofan og því minni
hætta á tæringu.
Ekki hvöss brún ofan á ofninum.
Sérstakar hitaþynnur sem eru
punktsoðnar mjög þétt á ofnana
sjá um að varmagjöf er mjög mikil
og ofninn því á hagstæðu verði
og ódýr í rekstri.
HÁTEIGSVEGI 7-105 REYKJAVIK - S: 21220
Sveinbjörg Bjarnadóttir átti
sérstæða ævi, fæddist 18. október
1897 á Stokkseyri, dóttir hjónanna
Arnlaugar Sveinsdóttur og Bjarna
Jónassonar sjómanns. 21 árs göm-
ul giftist hún Elíasi Steinssyni
bónda frá Oddhól, 3. nóvember
1918, og tók þá við búi þar en ári
síðar keyptu þau Elías Oddhól
sem þá hafði verið leigujörð
Oddakirkju. Elías var borinn og
barnfæddur í Oddhól og hafði átt
þar heima alla sína tíð. Það voru
glæsileg hjón, ung og hamingju-
söm, sem gengu saman til leiks í
dagsins önn og ekki leið á löngu
þar til fjölgaði í ranni. Laust upp
úr 1930 varð amma að ganga undir
uppskurð og þá skeði ógæfan, hún
lamaðist gjörsamlega, utan það að
geta hreyft höfuðið lítillega. Svipt
frá börnum og búi til fastrar
rúmlegu sem stóð í nær 20 ár.
Lengst af þess tíma lá hún í Víði-
hlíð við Klepp, en oft minntist hún
á lækninn sinn, Grím Magnússon,
sem hún kvað hafa ráðið úrslitum
um það að kraftaverkið skeði, hún
fékk mátt á ný og gat lifað venju-
legu lífi, en víst hefur það verið
undarlegt ævintýr eftir 20 ára
lömun á besta aldri ævinnar. Hví-
líkt þrek hefur ekki þurft til þess
að komast óskaddaður á sál frá
þeim hildarleik? Úr Víðihlíð lá
leiðin á Barónsstíg 31 um 1950 og
þar átti amma heima alla tíð síðan
og aftur varð til heimili Svein-
bjargar og Elíasar frá Oddhól. 16.
janúar 1957 lést Elías, sérstæður
og stórbrotinn persónuleiki sem
var öllum eftirminnilegur sem
honum kynntust. Börn þeirra sem
öll lifa eru Kristín, Steingrímur,
Bjarnhéðinn, Arnheiður og Ey-
þóra.
Elías í Oddhól gekk oft með staf
og þegar hann rölti á milli bæja í
sinni sveit mátti þekkja hann
langt að, því með slíkum tilþrifum
sveiflaði hann staf sínum á göng-
unni. Bæði voru þau Elías og
Sveinbjörg stórpólitísk og blárri
en allt sem blátt er í þeim efnum.
Ég man hvað mér þótti það und-
arlegt þegar ég kom eitt sinn með
afa smásnáði inn á Barónsstíg 31.
Á gólfinu í forstofunni, sem var
sameiginleg fyrir nokkrar íbúðir,
lá dagblað og afi hoppaði á blað-
inu og stappaði dálitla stund. Svo
var það búið. Blaðið var Þjóðvilj-
inn.
Háöldruð gat amma æst sig ein-
hver skelfing yfir pólitíkinni og
var þá ekkert að mylja moðið.
Stakk það mjög í stúf við annars
einstaklega hæverska og vandaða
framkomu hennar í hvívetna, en
hún gaf ekkert eftir í sannfæringu
sinni hvort sem við ættingja eða
fjarskylda var að glíma. „Þessir
helvítis kommúnistar," sagði hún
stundum og það varð svo stórt í
munni hennar sem alltaf var vön
að sjá það góða í fari náungans.
Hannyrðir voru hennar yndi eftir
að hún fékk máttinn aftur og
margt listaverkið varð til í hönd-
um hennar, dúkar og annað fínirí
sem eftir er tekið af listunnend-
um.
Það var alltaf gestkvæmt í litlu
kjallaraíbúðinni á Barónsstíg 31,
enda var amma einstaklega gest-
risin heim að sækja og pjattið og
snyrtimennskan slík að ekki var
hægt annað en að dást að fasi
hennar og fyrirkomulagi öllu hjá
henni þótt stundum væri freist-
andi að gera góðiátlegt grín að
öllu saman. En Sveinbjörg
Bjarnadóttir var umfram allt
jákvæð og skemmtileg og þess
vegna laðaðist fólk að henni. Það
var alltaf gott að koma til hennar,
en hún átti líka góða að og ég get
ekki látið hjá líða að minnast eins
manns sem sýndi henni einstakt
vinarþel um árabil þegar hún há-
öldruð komst ekki til að sinna
ýmsum erindum sem hver og einn
þarf i daglegu lífi utan heimilis.
Vilhjálmur Jóhannesson Freyju-
götu 3B var mikil stoð og stytta.
Hann kom á hjólinu sínu sjálfur
háaldraður, og hjálpaði til við svo
margt og margt og ég veit að um
tíma hjálpaði hann a.m.k. 7 öldr-
uðum konum á þennan hátt, náði í
mjólk og mat, fór í tryggingarnar
og fleira og fleira, lagfærði það
sem fór úrskeiðis og sinnti því
hlutverki sem nú þykir sjálfsagt
að launa fólki ríkulega af hálfu
hins opinbera. Villi á reiðhjólinu
snu var frelsandi engill „stelpn-
anna sinna" og mikið held ég að
hann hafi fengið góðar bænir með
sér á vegferð sinni.
I 20 ár lömuð í rúmi, en þó alltaf
málhress. Síðan komu 30 ár með
dagsins önn, gleði og sorgum, unz
síðara áfallið kom og í tvö ár, eða
þar til lausnin kom, lá amma
Minning:
Stefanía Guðmunds
dóttir - Keflavík
Fædd 26. janúar 1900.
Dáin 23. febrúar 1984.
í dag, 2. marz, kveðjum við
hinstu kveðju Stefaníu Guð-
mundsdóttur, Aðalgötu 12 í Kefla-
vík, er hún verður borin til hinstu
hvílu frá Keflavíkurkirkju. Hún
lést í sjúkrahúsinu á ísafirði 23.
febr. sl. eftir langvarandi veikindi.
Stefanía var fædd 26. jan. 1900,
í Hábæ í Bæjarskershverfi í Mið-
neshreppi. Sá bær er nú kominn i
eyði. Foreldrar hennar voru hjón-
in Sigurbjörg Torfadóttir og Guð-
mundur Þorsteinsson, sem þar
bjuggu þá. Bæði voru þau hjónin
ættuð af Suðurnesjum. Sigurbjörg
var fædd í Kirkjuvogi í Höfnum og
Guðmundur var fæddur í Akur-
húsum í Garði. Systkini Stefaníu
voru þessi: Sólveig Sigríður og
Gíslína, þær dóu ungar; Guðný,
gift Sveini Jónssyni, bjuggu í
Reykjavík; Guðmundína gift
Valdimar Einarssyni, bjuggu í
Keflavík; Guðrún gift Guðmundi
Guðmundssyni á Bala á Miðnesi;
Þórarinn, leiksviðssmiður,
Reykjavík, kvæntur Fanneyju
Guðmundsd.; Sigurður, bifreiða-
stjóri í Keflavík, kvæntur Sigrúnu
Hannesdóttur; Jón, verzlunarmað-
ur, kvæntur Rebekku Friðbjarnar-
dóttur, Keflavík. Þessi systkini
Stefaníu eru öll látin, nema Guð-
rún á Bala og Þórarinn, leiksviðs-
smiður í Reykjavík.
Snemma varð Stefanía að fara
að heiman til þess að vinna fyrir
sér. Hún fór fyrst að Hrúðurnesi í
Leiru, en um 1917 er hún vistráðin
hjá Ingiber Ólafssyni og Marínu,
konu hans í Keflavík. Hjá þeim
var hún þar til hún giftist Eiriki
Jóel Sigurðssyni, en þau gengu í
hjónaband 14. sept. 1922. Þau
bjuggu fyrst að Aðalgötu 7 í
Keflavík, í rishæðinni. Þar fædd-
ist fyrsta barn þeirra, Jónína
Valdís. Síðar fluttu þau að Hafn-
argötu 20 og bjuggu þar í nokkur
ár, í rishæð hússins, þar til þau
keyptu húsið við Aðalgötu 12, og
þar var heimili þeirra síðan. Ei-
ríkur var lagtækur vel, sem hann
átti kyn til. Hann lagfærði húsið
og endurbætti og hélt því vel við
meðan hann mátti og hans naut
við. En hann lést 10. nóv. 1982.
Stefanía var samhent maka sínum
að gera litla húsið við Aðalgötu
snyrtilegt og aðlaðandi, svo af bar.
Alltaf var jafn ánægjulegt að líta
inn til gömlu hjónanna, þegar
rnaður hafði tóm til.
Börn þeirra hjóna, Stefaníu og
Eiríks, eru þessi í aldursröð: Jón-
ína Valdís, býr í Reykjavík, látinn
maki Einar Simonarson, börn
þeirra eru 5; Guðrún Magnea
þunga legu, einmitt það sem hún
hafði alltaf óttast.
En nú hefur birt á ný við móð-
una miklu, því amma var ætíð
sannfærð um það að afi biði þegar
þar að kæmi og víst var það til-
hlökkun á sinn hátt, því aldrei
heyrði ég minnst svo á Elías að
amma gæti leynt því hve skotin
hún var í honum.
Sérstæð kona er gengin, sem
með kjarki og ótrúlegri þolinmæði
mætti örlögum sínum. Hún auðg-
aði líf þeirra sem voru svo lán-
samir að eiga samleið með henni,
hún setti svip á samtíð sína þótt
það færi aldrei hátt. Hún var
þeirrar kynslóðar sem skilaði
þessu landi fullu af möguleikum í
hendur ungs fólks þess tíma. Hún
er af tímamótakynslóð í sögu ís-
lands sem opnaði dyrnar til sjálf-
stæðis þjóðarinnar, kynslóð sem
mat reisn og skildi hvað virðing er
fyrir lífinu sjálfu.
Megi góður Guð fylgja ömmu til
þeirrar tilveru þar sem ekkert fær
grandað hugsun né heilsu.
Árni Johnsen
Að kveldi þess 21. febrúar
hringdi mamma í mig og flutti
mér þá fregn að hún Sveinbjörg
amma væri dáin. Var hún mjög
þakklát að hafa setið hjá ömmu er
yfir lauk, því henni þótti svo vænt
um gömlu konuna og heimsótti
hana oft á Landakot, þar sem hún
hafði legið síðastliðin tvö ár.
Ég man nú ekki mikið eftir
ömmu í bernsku minni, enda ekki
von, því hún lá öll sín bestu ár
lömuð á spítala. En hún komst á
fætur — þökk sé Grími Magnús-
syni lækni og ekki síður óbilandi
Bergmann, býr í Bandaríkjunum,
látinn maki Gill Del Ecoile, börn
þeirra eru 4; Sigurbjörn Reynir,
trésmíðameistari, kvæntur Mónu
Erlu Símonardóttur, heimili
þeirra er að Eyjaholti 11, Garði,
þau eiga 5 börn; María Erla, gift
Birgi Valdimarssyni, fram-
kvæmdastjóra, þau búa á ísafirði
og börn þeirra eru 4. Hjá þeim átti
Stefanía heimili síðasta árið eftir
að maður hennar féll frá. Barna-
börn Stefaníu og Eiriks eru 18 og
barnabarnabörn 24.
Lífsgöngu þessara mætu hjóna
er lokið hér á jörðu. Við sem
kynntust þeim og nutum starfa
þeirra og góðvildar, kveðjum þau
með virðingu og þakklæti.
Blessuð sé minning þeirra.
Ragnar Guðleifsson