Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984
7
HUGVEKJA
eftir séra
Guðmund Óskar Ólafsson
1. sd. í föstu
„Og þeir skildu ekkert af þessu,
og þetta orö var þeim hulið"
Sjá, Lk. 18:34.
Maður heyrir eftirfarandi
setningu nokkuð oft: Ég skil
ekkert í þessu. Það er undur
margt sem maður stendur
frammi fyrir ráðvana og átta-
villtur um dagana. Þessa sér
stað í hrynjandi viðburða og
verkefna á litla blettinum
hvers og eins og einnig og ekki
síður ef litið er út i heiminn
stóra. hefur ekki hver og ein
manneskja fundið á sjálfri sér
brenna einhverntíma þær
knýjandi spurningar sem eng-
an veginn var unnt að svara né
finna skilning á? Hversvegna
þjást þeir sem ég þekki?
Hversvegna er einum kippt frá
hlið minni, sem ekkert til saka
vann? Hvaða myrka vald
stendur að baki mismunun á
kjörum og kröftum? Hvers-
vegna deyja 20 börn á mínútu
úr hungri í heiminum? Tilefn-
in eru óþrjótandi, er færa
okkur vissu um býsna tak-
markaðan skilning, dæmin
fleiri en orðum verði að komið,
þar sem taka má undir með
Jóhannesi úr Kötlum: „Allt í
einu var jörðinni/ kippt undan
fótum mér/ og himinninn
hrundi yfir mig.“
Lærisveinarnir forðum áttu
bersýnilega við líkan vanda að
etja og við hin, öllum þessum
árum síðar. Þeim var fyrir-
munað að skilja þau orð meist-
ara síns að hann ætti að fram-
seljast til þess að hljóta
húðstrýkingu og fyrirlitningu
og síðan dauða uppi í krosstré.
Þeir skildu ekkert af þessu. Lái
þeim hver sem vill. Eða höfum
við kannski lært eitthvað, sem
þeir ekki kunnu, um þau reg-
intök, sem illu valds? Höfum
við eignast nokkurt það næmi,
sem skilur hreyfiaflið að baki
allri kvöl og kröm? Við getum
sagt eins og Golding, nýkrýnd-
ur Nóbelsverðlaunahafi, að
mönnunum sé eins eðlilegt að
framleiða hið illa, eins og bý-
flugunum hunang, en þrátt
fyrir það erum við litlu nær.
Og nú fer föstutími í hönd,
byrjað er að lesa passíusálm-
ana í útvarpinu, þar sem þeirri
píslargöngu er lýst sem læri-
sveinarnir höfðu vægast sagt
tæpan skilning á, hví verða
varð. En þjáningarsálmarnir
flytja fleira en frásögnina um
þá helför, sem mennirnir út-
færðu í aðförinni að Jesú
Kristi, þeir flytja einnig þá
líknstafi hjálpar og huggunar,
sem varð skilningsleysi lærisv-
einanna yfirsterkara og sem
enn þann dag í dag ber uppi
það sem heitir trú í kristnum
barmi, þrátt fyrir allar ósvar-
aðar spurningar. Og hvað er
það þá, sem við sjáum bjart
þegar fastan kemur með þján-
ingarsögu mannsins frá Nas-
aret? Ekki er það fræðileg út-
listun á viðsjálli veröld, né tær
sjón á hversvegna hið illa sem
mennirnir framleiða varð til
að knésetja Hann, sem saklaus
var, heldur hitt, að eftir þann
atburð og páskamorgun, sem á
eftir fór, hefur sigurmerki ver-
ið skráð á hjörtu þeirra, sem
krossberinn hefur helgað sér.
Við segjum enn og æ: Ég skil
þetta ekki, en við getum einnig
sagt til Drottins: „... Ég
skynja þig/ en ég skil þig
ekki/“ (Hannes Pétursson).
Innganga til föstu á okkar tíð
er því ekki aðeins að skerpa
huga til næmis á hið illa, sem
mennirnir framleiða í fortíð og
nútíð og sem yfirtók allt á
föstudaginn langa, heldur og
hitt að horfa til Hans um
björgun og frið sem Séra Hall-
grímur mælti svo til: „Horfi ég
nú í huga mér/ Herra minn
Jesú eftir þér/ dásamleg eru
dæmin þín,/ dreg ég þau
gjarnan heim til mín.“ Er það
ekki eitthvað sem við þurfum
öll að spyrja okkur bæði á
Hin
óskiljan-
lega
föstutíð
föstu, sem í annan tíma, hvaða
dæmi við drögum heim, eins og
Séra Hallgrímur mælti, hvað
það er úr kristinni boðun, sem
vakir í hjörtum okkar og lífgar
og nærir ekki síst þegar skiln-
ings er vant á ýmsu, sem að
ber í fjölbreytileika daganna.
Við getum lesið píslarsöguna,
við getum hlýtt á lestur
passíusálma og notið þeirra
sem dýrmæts kveðskapar, án
þess þó að við horfum í huga
til þess að draga dæmin heim.
En við getum líka í trúar-
trausti beðið þess að eignast
þá upplýsing hjartans, sem
bæði sér og vonar á sigur þrátt
fyrir alla fjötra og þrátt fyrir
að við skiljum næsta fátt. Já,
við getum beðið að fá að
þekkja og ganga veg óeigin-
girni í einhverri mynd og látið
föstuna minna á, að við eigum
öll einhver tækifæri til þess að
þjóna og leggja af mörkum til
góðs við þá sem Jesús kallaði
hina minnstu bræður. Að
draga heim dæmin Hans, sem
sjálfar, sig gaf, það er að veita
og vera í því sem sömu ættar
er, því að elskan er hið eina
sem getur varpað sigurbjarma
jafnvel yfir svartasta myrkur
og umvafið allt með friði þar
sem skilninginn þrýtur.
Gild eru ennþá orð Séra
Hallgríms hér um, sem víðar:
„Upplýstu hug og hjarta mitt/
Herra minn Jesú sæti/ svo ég
dýrðar dæmið þitt/ daglega
stundað gæti.“
Kínverski spekingurinn Lao
Tse sagði: „Sá fram ber fórn
landsins, sem tekur á sig van-
virðu þess, sá sem tekur á sig
böl þjóðarinnar, er konungur
hennar í raun og veru.“ Flestir
virðast sammála um að það
séu erfiðir tímar um þessar
mundir á fslandi. Hver er sá
konungur sem tekur á sig þær
byrðar? Hverjir eru það, sem
leggja harðast að sér, fórna
mestu? Hver er það sem flytur
úr húsum nægta sinna efnin
mörg og dýr, að þegnarnir
megi ekki hafa nóg fyrir sig að
leggja? Verðum við ekki nokk-
uð lengi að leita að slíkum for-
ingjum okkar á meðal? Ég veit
aðeins um einn sem gaf allt.
Ekki aðeins fyrir okkar þjóð,
heldur fyrir hvert mannsbarn,
svo víð sem veröldin er. Æ síð-
an er Hann Herra þeirra
þegna, sem skynja þetta, þó að
þeir skilji það ekki. Hann
sagði líka að viðtaka sannind-
anna væri ekki komin undir
greindarvísitölu, heldur væru
það fremur einfaldir brjóst-
mylkingar sem gætu tileinkað
sér þetta, brjóstmylkingar sem
einnig gætu lært að gefa og
taka nærri sér fyrir aðra. Ég
veit að hver sá sem les þessar
línur á sína ströngu dagleið á
einhvern veg, jafnvel þó að í
mörgum tilvikum sé ýmsu erf-
iði haldið leyndu. Það er eng-
inn, sem fer svo ljúfa leið frá
morgni til kvölds, að ekki
margsinnis vakni þessi setn-
ing: Ég skil ekkert í þessu,
sem fyrir þurfti að koma.
Fastan ber ekki þau boð, er
lyfta af okkur stríðleika
hversdagsins, né skýra til
botns hversvegna það gerist
sem augum okkar og öllu skyni
virðist bæði óskiljanlegt og
óréttlátt. En með inngöngu í
föstutíð erum við á það minnt
að Einn er sá sem tekur þátt í
öllu stríðinu með okkur, Hann
hefur gengið leiðina til hlítar
og horfið inn í þá kvöl versta
sem mennirnir geta úthlutað.
Hann beygði aldrei afsíðis til
að fallast í faðmlög við heim-
inn og bjarga þannig sjálfum
sér, hann sagði • óréttvísinni
stríð á hendur, bar sannleikan-
um vitni og það kostaði Hann
lífið. Lærisveinarnir skildu
það ekki, en þeir fengu þá gjöf
síðar að vita Hann sigurveg-
ara, lifandi og nálægan þrátt
fyrir að veröldin hefði dæmt
Hann úr leik. Og Hann sagði
þeim að fara út í heiminn og
halda verkinu áfram undir
vernd og blessun þeirra handa,
sem eitt sinn voru festar upp á
þvertré krossins. Og allt síðan
er það ætlan kristinna læri-
sveina að „draga dæmin heim
til sín“ og út í lífsverkin öll,
eftir viti og getu, í þeirri
björtu trú að æðra öllum skiln-
ingi sé að vera í þjónustu þess
Drottins, sem hefur breytt
myrkustu nótt í bjartasta dag.
DSTOI
VERÐBRÉFA-
IÐSKIPTANNN.
ENN BATNA KJOR
SPARIFJÁREIGENDA
OG
VALMÖGULEIKAR
AUKAST:
1.
verðtryggöra spariskírteina ríkissjóðs
Nýtt útboö
1984-1. fl.
Vextir: 5,08% á ári.
Binditími 3 ár — Tveir gjalddagar á ári.
Hámarkslánstími 14 ár.
2. Gengistryggð spariskírteini ríkissjóös m/v gengi SDR
1984-1.fl.
Vextir: 9% á ári.
Binditími 5 ár.
Hámarkslánstími 5 ár.
3. Eldri flokkar verðtryggðra spariskírteina og happ-
drættisláns ríkissjóös
Vextir: 5,3—5,5% á ári
Binditími og hámarkslánstími frá 25 dögum til allt að
5 árum.
4. Verðtryggð veðskuldabréf tryggð með lánskjaravísi-
tölu.
Vextir: 8,75—9,87% á ári.
1—2 gjalddagar á ári.
Hámarkslánstími 1 —10 ár.
Samanburður é ávöxtun Meöalhnkkun Hakkun Hakkun
ofangreindra á éri siöuetu 1. jan ’83 1. okt '83
sparnaöarkoata: 4 ér til 1. jan ’84 til 1. jan ‘84
1. Ný sparisk. 66,26% 82,17% 7,50%
2. SDR 68,81% 78,41% 3,92%
3. Eldri sparisk. 66,92% 82,89% 7,61%
4. Verðtr. veöskbr. 73,84% 90,47% 8,77%
Kynniö ykkur nýjustu ávöxtunarkjörin á markaðnum í
dag. Starfsfólk Veröbréfamarkaöar Fjárfestingarfélags-
ins er ávallt reiðubúiö aö aðstoða viö val á hagkvæm-
ustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum hvers og eins.
SÖLUGENGI VERÐBRÉFA <§
12. mars 1984
Sparískírteini og happdrættislán ríkissjóðs
Veðskuldabréf - verðtryggð
Ár-flokkur
1970- 2
1971- 1
1972- 1
1972- 2
1973- 1
1973- 2
1974- 1
1975- 1
1975- 2
1976- 1
1976- 2
1977- 1
1977- 2
1978- 1
1978- 2
1979- 1
1979- 2
1980- 1
1980- 2
1981- 1
1981- 2
1982- 1
1982- 2
1983- 1
1983-2
Sölugengi
pr. kr. 100
Ávöxtun-1 Dagafjöldi
arkrafa I til innl.d.
Sölugengi m.v.
2 afb. á ári
17.415,64
15.058,15
13.740,56
11.201,50
8.517,64
8.184.54
5.348.73
4.002,39
3.021,25
2.877,97
2.273.74
2.089,28
1.735,23
1.416,59
1.108.55
951,45
720,36
604.64
466.94
399.64
296,29
279,75
207,28
159,80
102.88
1974-D
1974-E
1974- F
1975- G
1976- H
1976- 1
1977- J
1981-1. fl.
5.268,97
3.588,90
3.588,90
2.354,41
2.180,21
1.700.68
1.534,61
319.52
Innlv. i Seölab. 5.02.84
5,30% 1 ár 183 d.
5,30% 1 ár 313 d.
5,30% 2 ár 183 d.
5,30% 3 ár 183 d.
5,30% 3ár 313 d.
5,30% 4 ár 183 d.
Innlv. i Seölab 10.01.84
Innlv. i Seölab 25.01.84
Innlv. i Seölab. 10.03.84
Innlv. í Seðlab 25.01.84
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
13 d.
178 d.
13 d.
178d.
Innlv. i Seðlab. 25.02.84
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
5,50%
5,50%
5,50%
5,50%
5,50%
5,50%
5,50%
5,50%
1 ár
1 ár
1 ár
2 ár
1 ár
1 ár
2 ár
1 ár
2 ár
2 ár
3 ár
2 ár
183 d.
33 d.
223 d.
313 d.
213 d.
349 d.
199 d.
349 d.
229 d.
8 d.
259 d.
259 d.
259 d.
18 d.
258 d.
19 d.
49 d
1 ár 95,69
2 ár 92,30
3 ár 91,66
4 ár 89,36
5 ár 88,22
6 ár 86,17
7 ár 84,15
8 ár 82,18
9 ár 80,24
10 ár 78,37
11 ár 76,51
12 ár 74,75
13 ár 73,00
14 ár 71,33
15 ár 69,72
16 ár 68,12
17 ár 66,61
18 ár 65,12
19 ár 63,71
20 ár 62,31
Nafnvextir
(HLV)
2Vk%
2'4%
3'4%
3'4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
Avöxtun
umtram
verötr.
8.75%
8,88%
9,00%
9,12%
9,25%
9,37%
9,50%
9,62%
9,75%
9,87%
10,00%
10,12%
10,25%
10,37%
10,49%
10,62%
10,74%
10,87%
10,99%
11,12%
Vedskuldabréf óverðtryggð
Sölug.m/v 1 alb á ári 14% 16% 18% 20% (Hlvj 21%
1 ár 87 88 90 91 92
2 ár 74 76 78 80 81 I
3 ár 63 65 67 69 70 I
4 ár 55 57 59 62 63
5 ár 49 51 54 56 57
Hlutabréf
Hlutabréf Eimskips hf. óskast
i umboössölu.
Daglegur gengisútreikningur
Veröbréfamarkaöur .
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaóarbankahúsinu Simi 28566