Morgunblaðið - 11.03.1984, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.03.1984, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 Plnrgw Útgefandi iiMiifrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. róun kjaramála eftir að samningar tókust milli Alþýðusambands íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasam- bands Islands (VSÍ) hefur verið á þann veg að svo til öll verkalýðsfélög í landinu hafa samþykkt samningana. Und- antekningarnar eru svo fáar að undrun sætir miðað við ofurþungann sem hinn „póli- tíski armur" verkalýðshreyf- ingarinnar, atvinnustjórn- málamennirnir í Alþýðu- bandalaginu, lagði á það að samningarnir næðu ekki fram að ganga. Athyglisvert var að samningarnir skyldu felldir hjá verkalýðsfélögun- um í Vestmannaeyjum, ekki síst fyrir þá sök að í kjara- könnun sem framkvæmd var áður en samið var kom í ljós að laun voru almennt hæst í Vestmannaeyjum. Á það hefur verið bent oftar en einu sinni hér á þess- um stað að afstöðu Dags- brúnar verður að meta með hliðsjón af pólitískri stöðu innan Alþýðubandalagsins og þess ámælis sem Svavar Gestsson og félagar hafa sætt fyrir slælega framgöngu þau tæpu fimm ár sem þeir sátu í ríkisstjórn, 1978 til 1983. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, gerði sér grein fyrir því að léti hann ekki undan þrýstingi, sem öfgafullir vinstrisinnar, Fylkingarfélagarnir, höfðu afl til að beita innan Dags- brúnar, þá myndu þeir hrifsa af honum félagið og ýta hon- um til hliðar. Síðar valdi Guðmundur J. þann kost að vitna í Maó í deilum við trotskýistana sem sýndi best hve mjög hann þarf á fræði- legri endurhæfingu að halda að mati hinna hugumstóru baráttumanna. En það hefur skýrst hvað formaður Dagsbrúnar átti við þegar hann sagðist ætla að láta þúsund blóm blómstra. Síðan þau orð voru mælt hefur Dagsbrún í raun skipst upp í vinnustaðahópa sem setjast að viðræðum við atvinnurekendur hver í sínu horni. Dagsskipunin var að nú ætti hver hópur að berjast fyrir sínu, formaðurinn hefði náð því fram sem á hans valdi væri í samtölum við Al- bert Guðmundsson, fjármála- ráðherra. Gegn þessari hern- aðaráætlun verða þeir að snúast sem vilja koma í veg fyrir að kjarasamningarnir sem samþykktir hafa verið og njóta yfirgnæfandi stuðnings meðal almennings renni út í sandinn. Guðmundur J. Guðmunds- son áttaði sig á óánægjunni með sig og forystusveit Al- þýðubandalagsins í Dagsbrún áður en frá kjarasamningun- um var gengið. Þess vegna skapaði hann sér sérstöðu við samningaborðið. Hann sá það einnig fyrir að stjórn Dags- brúnar gat ekki sjálf leyst úr þeim hnút sem einangrunin hefði í för með sér fyrir fé- lagið. Þess vegna lét hann líta svo út sem það væri með sín- um vilja að Dagsbrún leystist upp í frumeindir eftir vinnu- stöðum. Formaður Dagsbrún- ar hefur enn einu sýnt að hann hefur nef fyrir því sem er að gerast í kringum hann þótt hann hafi ekki vald á at- burðarásinni eins og staða Dagsbrúnar nú sýnir. Þróunin innan Dagsbrúnar ætti í sjálfu sér að ýta undir það að hugmyndir eins og Vilmundur Gylfason kynnti rækilega á sínum tíma, að kjarasamningar væru ekki á valdsviði verkalýðsfélaga heldur færu fram innan fyrirtækja, næðu fram að ganga. Færi vel á því að sú yrði niðurstaðan af öllu brölti vinstrisinnanna í Dagsbrún, þótt allt annað vaki fyrir þeim, sem sé það, að sýna fram á að það skili sér í hærri launum að berjast til þrautar við atvinnurekendur, þeir gefist alltaf upp að lokum, byltingin í Dagsbrún sé fyrsta skrefið til að breyta verkalýðshreyfingunni allri í „baráttutæki alþýðunnar". Einangrun Dagsbrúnar leiðir til sérkennilegrar stöðu ef litið er á hið hefðbundna bil sem hefur jafnan verið á milli vinnuveitenda og for- ystusveitar launþega í kjara- baráttunni. Nú er svo komið að vinnuveitendur og forystu- sveit launþega stendur sam- an gegn því að hóflegir kjara- samningar sem gerðir eru á viðkvæmasta stigi í slagnum um það að koma efnahagslíf- inu á réttan kjöl verði eyði- lagðir. Með hliðsjón af þess- ari nýstárlegu vígstöðu var samningur fjármálaráðherra við Guðmund J. Guðmunds- son óheppilegur. Ráðherrann hefur líka farið undan í flæmingi gagnvart tals- mönnum annarra verkalýðs- félaga, eins og Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, þegar hún gerir kröfu til þess að „sitt“ fólk njóti sömu kjara og um- bjóðendur Guðmundar J. Guðmundssonar. Samskonar staða í launamálum almennt yrði einungis til þess fallin að grafa undan afkomu þjóðar- innar í heild. Sá vandi sem nú er við að etja verður því mið- ur ekki leystur með því að hækka launin, það gerir hvert mannsbarn sér ljóst. Órökstudd kröfugerð svo að ekki sé talað um pólitíska skemmdarfýsn á ekki upp á pallborðið meðal almennings nú um stundir. Það besta sem verðbólguáratugurinn hefur haft í för með sér að því er stjórnmálabaráttuna varðar er að menn eru farnir að van- treysta þeim sem segjast geta gert allt fyrir alla án þess að hafa önnur efni til þess en prentun á verðlausum pen- ingaseðlum og lán frá útlönd- um. Einangrun Dagsbrúnar beinir athyglinni að þessum staðreyndum og þess vegna er meira í húfi en peningar þegar leitast er við að hjálpa Guðmundi J. Guðmundssyni og félögum út úr herleiðing- unni sem vafalítið verður nauðsynlegt að gera með ein- um eða öðrum hætti eins og jafnan þegar menn hlaupa á sig. Dagsbrún einangruð MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 25 Gáruhöfundur er dulítið áhrifagjarn og fetar því í fótspor dálkahöfunda í blöðum víða um lönd, sem á því herrans ári 1984 lesa aftur sögu Orwells með að- vörun hvar sem bólar á merkjum um einræðisstjórn Stórabróður. Ekki að hún sé endilega komin á 1984 með sínu sannleiksráðu- neyti, hugsanalögreglu, hug- renningaglæpamönnum, svip- glæpum og hlustunarskermum í hvers manns húsi. En að þetta sé á leiðinni ef menn uggi ekki að sér og fylgist með. „Hugrenning- ar eru það sem okkur varðar," útskýrir fulltrúi Stórabróður í heilaþvottinum á söguhetjunni undir lokin. „Við þolum ekki að til sé „röng“ hugsun nokkurs staðar í heiminum, hversu leynd og magnvana sem hún kann að vera.“ Það er kjarni málsins. Að hefta ranga hugsun að dómi stjórnvalda í að komast milli manna. Því verður tungumálið að verða takmarkaðra og fá- brotnara og myndmálið undir eftirliti. Austurríski rithöfundurinn Helmut Svobota segir í sinni út- tekt að við hljótum daglega að spyrja okkur hvort við séum nú frjálsari en við vorum þegar bókin var skrifuð. í frelsi felist þá fyrst og fremst að við eigum án hindrana siðferðilegt val á vondu og góðu, og vitum af hverju við veljum svo. Því fylgi að mega læsa að sér, hugsa ótruflaður og fara að eigin óskum, svo lengi sem þær fara ekki í bága við rétt annarra. Tel- ur hann og einnig Anthony Burgess að frelsi hafi vaxið síð- an 1948 í Austurríki og Bret- landi. Ekki þó í Frakklandi með auknum gjaldeyrishömlum og lögreglu síspyrjandi um skilríki. Mest niðurdrepandi forsjána fann Burgess á Möltu, sem telur Birting Voltaires siðspillandi og leyfir bara ofbeldismyndir af því kynlíf sé svo óskaplega ógeðs- legt. Ekki var ísland þarna með. Við berum þá bara sjálf saman við orwellskuna. Ætli við séum ekki að komast vel á leið? Þegar komin í lög fyrirfram ríkisskoð- un á öllum kvikmyndum, myndböndum, myndplötum og öllu myndefni af hvaða tækja- búnaði sem er. Skoða skal fyrir- fram hvort nokkurs staðar felist þar „röng“ hugsun. Jafnt þótt fullorðnir kaupi eða leigi og skoði fyrir luktum dyrum heima hjá sér. Þar sem myndmál er nú hinn vaxandi samskiptamiðill til að koma frásögnum og hugsun- um milli manna, er þptta dá- góður áfangi á árinu 1984. Verð- ur vitanlega að verja fullorðna sem börn frá grandi. í orwellska ríkinu er einn mik- ilvægasti liðurinn í að hafa al- gert vald á öllum að veikja fjöl- skylduna og áhrif foreldranna. Erum við ekki að ná okkur obbolítið á strik þarna? Á árinu 1984 er tekið að ganga eftir því að foreldrar fái ekki að fara með börn sín á mynd, sem ríkisvaldið hefur ákveðið að sé „röng“ fyrir þau. Þessum nýju lögum er framfylgt við íslenzku kvik- myndina „Hrafninn flýgur". Enda er slett í henni heilmiklu af tómatsósu þegar landnáms- mennirnir á Islandi eru að drepa hvern annan með spjóti og boga til að hefna. Voðalega ljótt. Að vísu er allur mórallinn í sögunni sá að dráp leiði bara af sér dráp og engin mál leysist með hefnd- um. Hinir kristnu írar vilja ekki vopnaskak, en landnámsmenn- irnir með víkingaandann og ása- trú með blóðfórnum og hefndum fá makleg málagjöld. Vitanlega er rangt að sýna þetta krökkum upp í 12 ára og ekkert vit í að leyfa foreldrum að fara með börnum sínum og hjálpa þeim til að skilja það. Ekkert betra en Njála, þar sem menn eru ekki bara höggnir heldur líka brennd- ir inni. Burt með hana. Til að koma í veg fyrir að slíkt geti haft skaðleg áhrif á siðferði og sálarlíf barna eins og meiningin mun vera, verður líklega að forða þeim frá öllum fslend- ingasögunum, þar sem karlar eins og Egill Skalla-Grímsson eru að gubba upp í menn og Skarphéðinn að renna sér fótskriðu og stökkva langstökk til þess eins að höggva mann. Ekkert vit er heldur í því að mynd á borð við þá sænsku, sem sýnir Höð hinn blinda varpa mistilteininum að Baldri og drepa hann, komi fyrir augu barna. Ég sem ætlaði að fara að hrósa henni í vetur. Hefi nú endurhæfst. I Suður-Ameríkuríkjunum eru þeir vanir að koma á ritskoðun á allt „sem vekur og innleiðir vonda siði“. í sama anda verður þá víst líka að fara Stóri Kláus og Litli Kláus af barnasýningum leikhúsanna, því vildi hann ekki drekkja henni ömmu sinni? Og hún Lína langsokkur hefur alls konar vonda siði fyrir börnun- um. Hvað þá ofbeldisseggurinn hann Tommi þegar hann er að hrekkja Jenna vesalinginn. Ekki er það til fyrirmyndar. Einn þátturinn í baráttu Stórabróður til algerra valda er að láta stöðugt í sannleiksráðu- neytinu útþurrka allt „rangt" í liðinni sögu. Það á líka upp á pallborðið, sbr. lesendabréf Velvakanda þar sem gagnrýnt var, að í fræðslumyndaþættinum um fljótin miklu og allt sem gerst hefur á bökkum þeirra gegn um aldirnar sæjust bardag- ar riddaranna í köstulum sínum við Dóná. Enda voðalega ljótt af þeim að vera að verjast í þessum köstulum með því að hrinda stig- um þeirra sem að sóttu og hella á þá heitu vatni, til að verja yfir- ráð sín yfir flutningaleiðunum. Ekkert betri en Hrói höttur. Slikt verður vitanlega að út- þurrka úr sögunni, áður en það er sýnt í íslensku sjónvarpi. Jafnan ætíð sannleikur er sagna bestur, en minnstu ekki á það, Mangi prestur. orti Káinn af öðru tilefni. Kröf- urnar um ríkiseftirlit með myndefni munu hafa komið sem tilraun til að verja börn og ungl- inga fyrir klámmyndum og ofbeldismyndum. Komu fram raddir um að fullorðnir tækju ábyrgð á að slíkt efni væri ekki sýnt börnum heima hjá þeim, eða að bannað yrði að kaupa inn i landið eða framleiða myndir sem gerðar væru eingöngu vegna þessara þátta. En niðurstaðan í þinginu varð víst bara að setja fyrirfram myndskoðun á allt heila klabbið, og verja þannig bæði fullorðna og börn fyrir því að sjá það sem er „rangt“. Það fannst Stórabróður líka hampa- minnst. Jafnframt bauð Listahátið ríkis og borgar á síðustu kvik- myndahátíð sérstaklega banda- ríska kvikmyndastjóranum John Waters, sem frægastur er fyrir að slá alla út í ofbeldi- og klámmyndum. Enda segir hann hér í blaðaviðtölum að hann sé með myndum sínum að þóknast þeirri löngun fólks að hneyksl- ast. Fólk þrái að láta ganga fram af sér, vilji ekki fara á mis við það ógeðslega. Viðbjóðurinn sé konum sérlega að skapi og hann sé bara að koma á móts við þetta. Hann hafi ekki haft bol- magn til að gera myndir og dreifa eins og kvikmyndajöfr- arnir og tók því að gera eigin myndir um allt sem er slæmt, ljótt eða afbrigðilegt. Væntan- lega samkvæmt kenningunni í vísu Piets Heins (þýð. Auðunn Bragi): Fólk er skríll — að frjálsu vali. Færðu mér það í stykkjatali. Einhvern veginn veðja ég nú samt alltaf heldur á „allra ráð“ en einn eða nefnd, enda undir- staðan undir okkar lýðræðisk- erfi. En Að velja er erfitt og verjast grandi. Því eru hlutirnir mismunandi. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ { Reykjavíkurbréf j t......... Laugardagur 10. marz .............j Sala ríkis- fyrirtækja Á undanförnum árum hefur rík- isstjórn Thatchers í Bretlandi selt hlut brezka ríkisins í fjölmörgum einkafyrirtækjum og haft af því drjúgar tekjur, sem hafa komið ríkissjóði Breta vel á erfiðum tím- um. Áfram er haldið á þessari braut og síðustu mánuði hefur verið unnið ötullega að því að und- irbúa enn frekari sölu ríkisfyrir- tækja þar í landi, þ.á m. Jaguar- bifreiðaverksmiðjanna, svo að dæmi sé nefnt, en þær eru nú tald- ar söluhæfar vegna þess, að rekst- ur þeirra gengur vel. Á sl. sumri setti Albert Guð- mundsson, sem þá var nýorðinn fjármálaráðherra, fram hugmynd um sölu ríkisfyrirtækja hér. Þetta var ný og fersk hugmynd, sem vakti verðskuldaða athygli. For- verar ráðherrans í embætti höfðu ekki bryddað á því fyrr að selja ríkisfyrirtæki og slá þannig tvær flugur í einu höggi: Draga úr óeðli- legum afskiptum ríkisvaldsins af atvinnurekstri og afla ríkissjóði tekna. Þessi hugmynd, öðrum fremur, vakti vonir um, að Albert Guðmundsson mundi víkja út af hefðbundinni braut fjármálaráð- herra og standa fyrir nýjungum, sem sköpum gætu skipt. Eftir þær miklu umræður, sem urðu sl. sumar og haust um sölu ríkisfyrirtækja, og þær jákvæðu viðtökur, sem þessi hugmynd fékk hjá almenningi, hefur minna orðið úr framkvæmdum en efni stóðu til og er það miður. Nú, þegar í ljós er komið, að mikið fé vantar í ríkis- sjóð á þessu ári og ráðherrar og þingmenn hafa enn einu sinni haf- ið umræður um hefðbundnar leið- ir til þess að mæta slíkum vanda, þ.e. með aukinni skattheimtu, skyldusparnaði og erlendum lán- tökum, er ekki úr vegi að íhuga, hvort hægt sé að koma sölu ríkis- fyrirtækja á skrið á ný og afla ríkissjóði fjár með þeim hætti. Ófagleg vinnubrögd Þótt fjármálaráðherra sé þjóð- kunnur kaupsýslumaður og njóti trausts þjóðarinnar sem fjármála- maður, verður ekki sagt, að fag- Iega hafi verið staðið að því verki að selja hlutabréf ríkisins í fyrir- tækjum. Lítil auglýsing birtist í blöðum í desember þess efnis, að hlutabréf ríkissjóðs í nokkrum nafngreindum fyrirtækjum væru til sölu. Hlutur ríkissjóðs í sumum þessara fyrirtækja er ekki svo eft- irsóknarverður, að slík sölu- mennska dugi ein saman. Hér þarf meira til að koma. Það er ein af þversögnum okkar þjóðlífs, að mikill hluti stjórnmálamanna, embættismanna og nokkur hluti almennings hefur aldrei viljað viðurkenna atvinnulífið sem einn veigamesta þátt í þjóðfélagsbygg- ingu okkar. Á sama tíma og marg- vísleg fríðindi hafa verið í boði fyrir þá, sem hafa viljað festa fé sitt í verðtryggðum spariskírtein- um ríkissjóðs, hefur markvisst verið stefnt að því að refsa þeim, sem hafa hætt fé sínu í atvinnu- rekstri. Frumforsenda þess, að hægt væri að selja hlutabréf ríkis- sjóðs í atvinnufyrirtækjum var að sjálfsögðu sú, að sparnaður í formi hlutabréfakaupa nyti sömu réttinda og sparnaður í formi verðbréfakaupa af ríkissjóði. Það er ekki hægt að búast við því, að einstaklingar, félagasamtök eða önnur einkafyrirtæki leggi fram fé til þess að kaupa hlutabréf rík- issjóðs í fyrirtækjum, ef fyrir- sjáanlegt er, að arðurinn af þeirri fjárfestingu kemst ekki nálægt því að verða svipaður og arður af því að festa fé í verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs. Að vísu er það til í okkar landi, að menn kaupi hlut í fyrirtækjum til þess að tryggja sér völd og áhrif í viðkomandi fyrirtæki og hirði ekki um arðinn. Það er hins vegar óraunhæft að ætla, að hægt sé að selja hlut ríkisins í mörgum fyrir- tækjum á þeim forsendum. Þess vegna hlaut fyrsta skrefið að vera það, að breyta lagaákvæðum á þann veg, að fjárfesting í atvinnu- lífinu væri a.m.k. jafn arðbær, eða gæti verið, og fjárfesting í verð- bréfum ríkissjóðs. Lagafrumvörp, sem boöa byltingu Fjármálaráðherra hefur ber- sýnilega gert sér grein fyrir þessu, vegna þess, að hann hóf þegar í júlímánuði á sl. ári undirbúning að gerð lagafrumvarpa, sem áttu að tryggja jafna stöðu atvinnulífs- ins að þessu leyti. Þessi frumvörp voru lögð fram í haust, hafa verið afgreidd frá efri deild Alþingis, en bíða enn samþykkis neðri deildar. í frumvörpum þessum er að finna merk nýmæli í skattamál- um, sem öll miða að því að hvetja fólk til þess að leggja fé í atvinnu- rekstur. Þar er í fyrsta lagi gert ráð fyrir því, að fenginn arður af hlutafjáreign verði frádráttarbær hjá einsatklingum, allt að 10% af nafnverði einstakra hlutabréfa að hámarki 25 þúsund krónur hjá einstaklingi og 50 þúsund krónur hjá hjónum. I annan stað er ein- staklingum heimilt að draga frá tekjum sínum árlega aukningu á fjárfestingu í atvinnurekstri allt að 20 þúsund krónur hjá einstakl- ingi og 40 þúsund krónur hjá hjón- um. Þetta má gera með því að mynda bundna stofnfjárreikninga í bönkum og sparisjóðum, sem nota á til að koma á fót eigin at- vinnurekstri. Fjárfesta í hluta- bréfum hlutafélaga, þar sem hlutafé er ekki undir 10 milljónum króna, fjöldi hluthafa er a.m.k. 100 og viðskipti með hlutabréf eru frjáls. Ennfremur með framlögum á starfsmannasjóði, sem eru myndaðir til þess að kaupa hluta- bréf í hlutafélögum, sem þeim eru tengd. Og loks með fjárfestingu í hlutabréfum í sérstökum fjárfest- ingarfélögum, sem mynduð eru til að leggja fram áhættufé í atvinnu- fyrirtæki og með kaupum á skuldabréfum þeirra. I þriðja lagi er lagt til að hluta- bréfaeign og innstæður á stofn- fjárreikningum einstaklinga verði frádráttarbær frá eignum ein- staklinga við ákvörðun á eignar- skattsstofni, allt að 250 þúsund krónur hjá einstaklingi og 500 þúsund krónur hjá hjónum. Þegar fjármálaráðherra fylgdi frumvörpum þessum úr hlaði á Alþingi sagði hann m.a.: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að atvinnufyrirtæki á íslandi hefur löngum skort eigið fé til rekstrar- ins. Hefur lítið kveðið að því hér á landi, að almenningur legði fé til slíks rekstrar. Má segja, að fram að þessu hafi skattalög gert þenn- an kost lítt fýsilegan. Tilgangur þeirra tveggja frumvarpa um skattamál, sem ég hef mælt fyrir, er að breyta þessu ástandi og örva eiginfjármyndun og fjárfestingu í atvinnulífinu. Þannig yrði stuðlað að traustu og þróttmiklu atvinnu- lífi hér á landi, sem er eina for- sendan undir efnahagslegri vel- sæld almennings og auknum kaupmætti í framtíðinni." Viðbrögð stjórnarandstöðunnar á Alþingi við þessum byltingar- kenndu nýjungum í atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar eru bein- línis sorgleg. Þau sýna slíkt hyl- dýpi fordóma og skilningsleysis, að með ólíkindum er á síðari hluta tuttugustu aldar. Afturhaldið í vinstri flokkunum á íslandi er samt við sig. Við þessar umræður sagði Ragnar Arnalds, fyrrv. fjár- málaráðherra Alþýðubandalags- ins t.d.: „ ... ef ríkisstjórnin telur sig hafa efni á að eyða verulegum fjármunum til lækkunar á tekju- skatti, hvort telja beri þá, að þessi lækkun tekjuskatts í þágu fyrir- tækja í landinu sé sú brýnasta, sjálfsagðasta og sanngjarnasta, eða hvort ekki kynni að vera að einhverjar lækkanir skatta hafi verið töluvert miklu brýnni að dómi þessara samtaka." Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sagði m.a.: „En eitt sýnist mér þó ljóst, að þetta frv. er enn ein staðfesting á því að það er skattastefna þess- arar ríkisstjórnar að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátæk- ari, að þetta er ríkisstjórn fyrir- tækjanna fyrst og fremst, ekki fólksins..." Hin tilvitnuðu um- mæli sýna, að þessir tveir þing- menn gera sér enga grein fyrir því að samþykkt þessara lagafrum- varpa er forsenda nýsköpunar í atvinnulífi okkar íslendinga. Að selja ríkisfyrirtæki Hugmynd Alberts Guðmunds- sonar um sölu ríkisfyrirtækja er góð, framkvæmd hennar til þessa algerlega misheppnuð. Hins vegar má enn bæta úr því. Samþykkt þeirra stjórnarfrumvarpa á AI- þingi, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, er forsenda þess, að sala á hlutabréfum ríkissjóðs í all- mörgum atvinnufyrirtækjum geti skilað ríkissjóði eðlilegu andvirði þessara bréfa. Frumvörpin hafa þegar verið samþykkt í efri deild Alþingis og ástæða er til þess að hraða samþykkt þeirra í neðri deild. Með samþykkt þeirra á Al- þingi verður lagður grundvöllur að sölu fyrrnefndra ríkisfyrirtækja með viðunaridi árangri. Jafnframt á fjármálaráðherra að fela um- boðsaðilum að undirbúa og fram- kvæma sölu þessara fyrirtækja. Á undanförnum misserum hafa komið til sögunnar a.m.k. þrjú fyrirtæki, sem eru að hasla sér völl, sem kauphallarfyrirtæki og munu með starfsemi sinni leggja grundvöll að eðlilegri kauphaíl- arstarfsemi í framtíðinni. Þessi fyrirtæki eru Fjárfestingarfélag Islands hf., Kaupþing og Ávöxtun. Fjármálaráðherra á að semja við þessi fyrirtæki, einhver þeirra eða öll, um að þau taki að sér að undir- búa og selja hlut ríkissjóðs í at- vinnufyrirtækjum. Þessi fyrirtæki eiga að kynna almenningi rækilega stöðu þeirra ríkisfyrirtækja, sem ríkissjóður vill selja hlut í, eignir þeirra og rekstur og kanna möguleika á sölu hvers fyrirtækis fyrir sig. Síðan eiga þessi kauphallarfyrirtæki að selja hluti ríkissjóðs í fyrirtækj- unum á nokkrum misserum, þann- ig að markaðnum sé ekki ofboðið hverju sinni með of miklu fram- boði. Ríkissjóður og Seðlabankinn hafa tekið upp almenna sölutækni við sölu á verðtryggðum spari- skírteinum ríkissjóðs. Það þarf a.m.k. jafn mikla sölumennsku til þess að selja hlut ríkisins í ýmsum þeirra fyrirtækja, sem hér koma við sögu. Að fengnum þeim lagabreyting- um, sem hér hafa verið ræddar, mun grundvöllur skapast til þess að ríkissjóður nái inn umtalsverðu fé með sölu hlutabréfa í fyrirtækj- um. Það er t.d. alveg ljóst, að þá eru kaup á hlutabréfum í Eim- skipafélagi Islands hf. arðvænleg fjárfesting. Fyrirtækið er í mikilli sókn og lýtur traustri stjórn, sem hefur vakið athygli fyrir nýjungar í rekstri. Það var rétt afstaða hjá fjármálaráðherra að hafna þeim tilboðum, sem bárust í hlut ríkis- sjóðs í félaginu vegna þess, að verðmæti þeirra bréfa er mun meira en tilboðin gáfu til kynna. Með sama hætti eru Flugleiðir að rétta úr kútnum og nokkur bjart- sýni ríkjandi um rekstrarhorfur á næstu misserum. Hlutur ríkis- sjóðs í því fyrirtæki er vaxandi að verðmæti og miklu skiptir fyrir ríkið, að þau bréf séu seld á rétt- um tíma. Fjármálaráðherra er í erfiðri pólitískri stöðu til þess að selja hlut ríkissjóðs í þessum fyrirtækj- um á þann veg, sem hann og ráðu- neyti hans hafa hugsað sér, vegna þess, að hann mun alltaf liggja undir gagnrýni fyrir það að selja bréfin á of lágu verði og að með því sé verið að hygla einhverjum pólitískum gæðingum. Þetta kom berlega í ljós, þegar Sigló-síld var seld. Þess vegna skiptir miklu máli að selja þessi bréf á opnum markaði, þannig að öllum sé ljóst, að slík gagnrýni á ekki við nokkur rök að styðjast. Enn er tími til að stokka upp vinnubrögðin við sölu ríkisfyrirtækja og nú, þegar ríkis- stjórn og alþingismenn glíma við fjárlagagatið með gamaldagsað- ferðum og úreltum hugsunar- hætti, er ástæða til að snúa við blaði. Atvinnulífið Ríkisstjórnin hefur náð umtals- verðum árangri í baráttu við verð- bólguna. En í raun og veru hefur hún enn ekki gripið á kjarna máls- ins og tekið á grundvallarvanda efnahagslífs okkar, sem er staða atvinnulífsins. Auðvitað skiptir miklu máli, að stöðugar víxlhækk- anir kaupgjalds og verðlags hafa verið stöðvaðar. Og auðvitað hefur það mikla þýðingu að tekizt hafa almennir samningar á vinnu- markaðnum um kaup og kjör, sem eru viðunandi. Þetta breytir hins vegar ekki því, að meðan við notum 100 tog- ara og mikla olíu til þess að veiða fisk, sem 60 togarar með minni olíunotkun gætu veitt, hefur ekki verið ráðizt að rót vandans. Og meðan stjórnmálamenn dæla pen- ingum almennings og erlendu lánsfé í vonlaus fyrirtæki til þess að halda uppi atvinnu hefur ekki verið tekið á vandanum. Bankakerfið, fjármálakerfið í heild sinni og atvinnulífið er kom- ið í spennitreyju. Úreltur fjár- magnsmarkaður getur ekki lengur fullnægt þörfum atvinnulífsins og afskipti stjórnmálamanna og embættismanna af atvinnulífinu koma í veg fyrir uppstokkun og nýsköpun þéss. Breytt skattalög og opin kauphallarstarfsemi mun gjörbreyta allri starfsaðstöðu at- vinnufyrirtækja. Sala ríkisfyrir- tækja með faglegum hætti getur lagt grundvöllinn að slíkri kaup- hallarstarfsemi á skömmum tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.