Morgunblaðið - 11.03.1984, Síða 35

Morgunblaðið - 11.03.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 35 Sár fátækt og neyð hleður undir galdratrú landsmanna. Miðaldastemmning meðal blakkra í S-Afríku: Galdramenn eru gefnir eldinum Sudur-Atrfku. AP. GALDRATRÚ annars vegar og lög og reglur hins vegar í Suður-Afríku fara engan veginn saman, annað eins hefur komið á daginn. Dæm>- % janúar hætti eldingum að Ijósta niður í þorpsbúa Zebedele eftir þvi .a þorpshöfðinginn, Jan Ledwaba, sagði, eða um leið og þorpsbúar 1 u lokið við að brenna lifandi 75 ára sérvitring og fertuga konu sem , ir rækta óvenjulega gróskumikið korn. „Það varð að einangra þau frá hinum þorpsbúunum, þau voru galdrahyski og notuðu krafta sína til að siga eldingum á fólkið mitt," sagði höfðinginn í samtali fyrir skömmu. 21 þorpsbúi situr nú í varðhaldi hjá sýslumannin- um á svæðinu, en hann segir að málið sé erfitt viðfangs. „Rétt- vísin getur ekki verið viss um að aðrir þorpsbúar vilji bera vitni gegn hinum grunuðu. Trúlega þykir þeim að ekkert rangt hafi farið fram,“ sagði sýslumaður- inn, Janseen Van Vuuren. Hann staðfesti að nokkrir þorpsbúar hafi orðið fyrir eldingum í des- ember og einnig að rafmagns- gangurinn fjaraði út í byrjun janúar, en hann hlær að útskýr- ingum þorpsbúa. „Þorpsbúarnir leituðu til trúarleiðtoga sinna, þeir köstuðu beinum á sendna jörð undir gömlu eikartré og lýstu því síðan yfir að umrætt fólk væri galdrahyski og látun- um myndi ekki linna fyrr en það hefði verið brennt á báli. Fólkið fjölmennti heim til þeirra, batt það við tré og lagði eld að. Síðan klappaði það og fagnaði ákaft er eldtungurnar léku um vesalings fólkið. Viku síðar var eins farið með tvo „galdramenn" í þorpi ekki langt frá. Sá þriðji var sýknaður og er það fremur óvenjulegt," sagði Van Vuuren. Svertingjarnir eru langt frá því að vera ánægðir með íhlutun löggæslumanna hvítra og segja að þetta varði þá ekkert um. „Hvað eru hvítir menn að skipta sér af okkur. Það er landhreins- un að brenna galdralýðinn," seg- ir þorpshöfðinginn Ledwaba. Galdrabrennur eru algengar í Suður-Afríku, flestar árið 1977, 14 talsins. Að undanförnu hefur verið meira um brennur en áður, í desember, janúar og febrúar voru 12 „galdramenn" brenndir. Ledwaba bætir við: „Auðvitað skilja hvítir menn ekkert í galdramálum. Það er vegna þess að þeir eru hvítir, en þetta snert- ir aðeins svarta. Það skiptir ekki máli hvort skottulæknar okkar hafi alltaf rétt fyrir sér, eða bara stundum eða aldrei. Málið er, að við trúum því að þeir viti hvað þeir syngi og hafi alltaf rétt fyrir sér. Trú svertingja í Suður-Afríku á galdra og þar með á skottu- lækna sem frelsandi engla, er af- ar rík þó ekki liggi neinar tölur fyrir þar um. Talsmaður félags- málaráðuneytisins sagði þó könnun benda til þess að allt að 85 prósent blakkra íbúa í Soweto hafi leitað ráða skottulækna einu sinni eða oftar. íbúar Sow- eto eru 1,5 milljón talsins. Blakkir leita ráða skottulækna við ótrúlegustu meinum og at- burðum. Læknar úr röðum hvítra, á sjúkrahúsum Jóhann- esarborgar, segja það grátlega algengt að harmleikir hljótist af því hversu seint fólk leitar til þeirra. Það fari fyrst til skottu- lækna og leiti ekki til þeirra fyrr en í óefni sé komið og þá sé það afar oft allt of seint. „Þegar minni háttar og hættulausir kvillar hrjá, geta skottulækn- arnir staðið sig vei sem hug- læknar, en ef á heildina er litið er langt því frá að mælt verði með þeim,“ sagði hvítur læknir. Starfsemi skottulækna og galdrakukl tekur á sig ýmsar hliðar, ekki bara í Suður-Afríku, heldur einnig víða í Afríku. Vinnuveitendur fá skottulækna til að stilla til friðar í vinnu- staðaerjum og Páfagarður setti af svartan erkibiskup í Zambíu á þeim forsendum að hann bland- aði skottulækningum saman við hefðbundna kirkjusiði. Hann neitaði alfarið að hafa stundað skottulækningar, en var eigi að síður látinn víkja fyrir nýjum manni. Þannig mætti lengi telja. Kaupmannahöfn Jónshúsi, 29. fohrúar. SNEMMA í febrúar var frumflutt hér í Kaupmannahöfn einleiksverk fyrir litla trommu eftir Askel Másson tónskáld, sem hann haföi sérstaklega samið hér í Jónshúsi fyrir hinn þekkta slagverksleikara Gert Mortensen. Fékk verkið hina lofsamlegustu dóma gagnrýnenda. Áskell Másson hefur dvaiið und- anfarna mánuði í fræðimanns- íbúðinni í Jónshúsi. Daninn Gert Mortensen hefur vakið mikla athygli undanfarin 2—3 ár á Norðurlöndunum og hefur unnið til eftirsóttra tón- listarverðlauna og leikið með „Det kongelige Kapel" síðan 1977, en hann er aðeins 25 ára að aldri. Er hann í skrifum gagn- rýnenda kallaður „hinn stóri ungi maður" slagverksleikara, og sagt er, að hann hafi verið upphafsmaður að nýju frægðar- tímabili slagverkstónlistar. Ástæðuna fyrir því, að Áskell Másson samdi einleiksverkið, sem hann nefnir Prim, nú í janú- ar fyrir Gert Mortensen, má rekja til þess, er harmónikusnill- ingurinn Mogens Ellegaard kom til íslands í fyrra til fyrirlestra- og tónleikahalds. Tók Ellegaard með sér eintak af einleiksrödd úr konsert, sem Áskell hafði samið fyrir litla trommu og hljómsveit, og færði hana Bent Lylloff, pró- fessor við Konunglega danska tónlistarskólann, til notkunar fyrir nemendur hans. Hinn efni- legasti þeirra, Gert Mortensen, sem síðan er orðinn svo þekktur, ákvað að leika verkið, er hann tók við verðlaunum danskra tón- listargagnrýnenda 1983. Fór hann þess síðar á leit við Áskel, að hann semdi einleiksverk fyrir sama hljóðfæri. Samdi Áskell þá skyssur að verkinu og lét duga í bili, en er hann settist að hér í fræðimannsíbúðinni, vann hann úr skyssunum og lauk verkinu á rúmum hálfum mánuði. Og Gert Mortensen frumflutti verkið á tónlistarferðalagi sínu viku eftir að ritun þess lauk. Voru tónleikaranir haldnir víða, m.a. í Berwaldhöllinni í Stokkhólmi, og var þeim tónleik- um útvarpað beint í sænska út- varpinu. Rúmum tveimur klukkustundum síðar var sömu tónleikum útvarpað í danska út- varpinu og stutt ágrip kom einn- ig í sjónvarpi. Hafa tónleikarnir í heild og ekki sízt Prim Áskels fengið mjög góða umfjölluní dagblöðum eins og áður sagði. T.d. segir í Fyns Amtsavis um tónleikana í Óðinsvéum, að Ás- kell Másson hafi dýpkað tján- ingarmöguleika trommunnar með sextándapartsnótum, og hafi það verið stórkostleg byrjun á dagskrá kvöldsins. Aðalviðfangsefni Áskels Mássonar hér í Höfn hefur verið að vinna að óperu, sem bera mun nafnið Klakahöllin og byggja á samnefndri sögu norska rithöf- undarins Tarjei Vesaas, sem kom út í íslenzkri þýðingu Hannesar Péturssonar árið 1965. Þann 20. mars nk. verða tón- leikar í Wigmore Hall í London, þar sem eingöngu verða leikin verk eftir Áskel, alls 7, en þar í borg stundaði hann tónlistar- nám. Munu íslenskir og sænskir einleikarar leika þar ásamt þeim ensku, og má nefna Einar Jó- hannesson, Guðnýju Guðmunds- dóttur, og Unni Sveinbjarn- ardóttur og einnig Roger Carls- son, James Holland, David Jo- hnson, Judith Hall og Helen Keen. Ekki er að efa, að hljóm- ieikararnir verða stór viðburður og mikilvægur þáttur í lífi tónskáldsins, en Áskell hyggst nú helga sig tónsmíðum ein- göngu. Mörg íslensk fyrirtæki styrkja konsertinn og er íslenski sendiherrann í London verndari hans. G.LÁsg. Verk eftir Áskel Másson frumflutt STENH0J pressur á íslandi í 20 ár. Lítið inn á sýninguna hjá okkur um helgina. Það er heiít á könnunni og kjörís á boðstólum. Stenh0j loft- og vökvapressur. Sýning laugardag og sunnudag kl. 13—17. G. HINRIKSSON HE Skúlagötu 32 Sími 91-24033.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.