Morgunblaðið - 11.03.1984, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.03.1984, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 39 alinn, að um slíkt mátti ekki biöja utan manns eigin heimilis. En þess þurfti heldur ekki með á Sandhóli, því ófáum bitanum gaukaði hún að mér. Það var eins og hún sæi það á mér, þegar ég hafði ekkert á móti því að fá auka- bita. Og ekki brást að hún kallaöi í mig, ef ég var ekki víðs fjarri, þegar hún bakaði flatkökur, til að gefa mér bita. En í þá daga þekkti ég ekkert sælgæti betra en volgar flatkökur með smjöri. Oft átti hún það til að ræða við mig, krakkann, um ýmis málefni, eins og við fullorðinn væri og jafn- vel spyrja ráða um hvernig best væri að standa að hinu og þessu. Ég tók þetta mjög alvarlega og þótti mikið til koma, ekki síst þeg- ar verkið var svo unnið á þann hátt, sem ég hafði lagt til. Seinna skildist mér, að vissulega var ekki þörf á að spyrja mig ráða, en með þessu tengdist ég fólkinu enn nán- ar, var einn af fjölskyldunni, sem tók virkan þátt í lífi heimilisins. Ég hafði aldrei þá tilfinningu, að ég væri einhver utanaðkomandi. Það var mjög gestkvæmt á Sandhóli þau sumur sem ég dvaldi þar. Það hjálpaði margt til: Sím- stöð á bænum og hann í þjóðleið, en síðast en ekki síst hin takmarkalausa gestrisni hús- bændanna og voru þau hjónin samhuga í þessu sem flestu öðru. Þar mátti helst enginn hjá garði fara án þess að þiggja góðgerðir. Þeir voru ófáir kaffibollarnir, sem drukknir voru í gamla Sandhóls- eldhúsinu, og það sem meira er um vert, að í hvern einasta bolla var rennt af fölskvalausri gestrisni jafnt fyrir æðri sem lægri. Við fráfall þeirra hjóna, Ragn- heiðar og Þorláks, er mér ofarlega í huga trygglyndi þeirra. Það breytti engu um þótt stundum liðu mörg ár milli funda, alltaf var manni tekið með sömu einlægn- inni og hjartahlýjunni. Og ekki nóg með það, heldur gilti einnig það sama fyrir mína nánustu. Ég hefi sagt það áður við fráfall Þorláks, að það var gott að vera á Sandhóli vegna þeirrar hlýju, nærgætni og skilnings, sem ég, sem kom þangað sem vandalaus krakki, varð aðnjótandi. Þar var þáttur húsfreyjunnar sennilega stærstur, sem eðlilegt er. Hún var mér sem móðir þann tíma sem ég var hjá þeim hjónum. Heiða var mjög virkur þátttak- andi ! kvenfélagi sveitarinnar, Bergþóru. Það starfaði af miklum krafti a.m.k. þau fjögur sumur sem ég var á Sandhóli og gerir sjálfsagt ennþá. Það stóð fyrir ýmsum þarflegum framfaramál- um í sveitinni, útvegaði kunnáttu- fólk til að kynna og kenna ýmis- legt, sem til framfara horfði. Þetta fólk ferðaðist um, kom m.a. heim á bæina og kenndi og leið- beindi t.d. með réttu handtökin við ýmsa handavinnu, ræktun og nýt- ingu grænmetis, svo dæmi séu nefnd. Heiða tók þátt í þessu starfi af miklum áhuga og nýtti til hins ýtrasta þá tilsögn sem til boða stóð hverju sinni. Fyrir hið óeigingjarna og mikla starf henn- ar í þágu kvenfélagsins var hún gerð að heiðursfélaga þess, og var það að verðleikum. Veit ég að þessi viðurkenning gladdi hana. Það vakti stundum furðu mína það vinnuþrek, sem þessi fíngerða kona hafði, en þrældómur var hlutskipti þessarar kynslóðar og margir voru úrslitnir um aldur fram og voru hjónin á Sandhóli engin undantekning hvað það snertir. En andlegu þreki hélt Heiða, eins og Þorlákur, til hins síðasta, þótt líkamlegri heilsu hafði hrakað. Og sama veitandi ástúðin og kærleikurinn skein úr augum hennar til hins síðasta. Ég held að mér sé óhætt að full- yrða, að Heiða, eins og þau hjón reyndar bæði, var trúuð kona í þess orðs bestu merkingu. Vissu- lega held ég að þau hafi aldrei viljandi látið messugerð í Kot- strandarkirkju hjá líða, án þess að vera viðstödd. En það var ekki að- al atriðið, heldur hitt að líferni þeirra og öll framkoma við náung- ann bar vitni um sanna trúrækni, enda er mér kunnugt um, að þau sóttu mikinn styrk í trúna í sorg og raunum. Á sama hátt er ég sannfærður um að þau voru hon- um þakklát á gleði- og ánægju- stundum. Börn þeirra hjóna urðu sex. Tvö fyrstu börnin létust í bernsku eins og áður var getið og var það þeim þung byrði. Þeim mun meira hlýt- ur það að hafa glatt þau að hin börnin urðu öll hin mann- vænlegustu, þegar þau uxu úr grasi, en þau eru: Rósa, húsmóðir og símamær í Reykjavík, hennar maður er Þorsteinn Kolbeins bif- t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, RAGNHEIOAR RUNÓLFSDÓTTUR, Sandhól, Ölfusi. Sérstakar þakkir til Brynleifs Steingrímssonar laeknis. Páll Auðar Þorláksson, Rósa Þorláksdóttir, Þorsteinn Kolbeins, Runólfur Sveinn Þorláksson, Gyöa Thorsteinsson, Eyrún Rannveig Þorláksd., Lúövík Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúöarþakkir til þeirra fjölmörgu er auösýndu samúö og vinarhug viö andlát og útför dóttur okkar og systur, HELGU SÓLVEIGAR DANÍELSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum viö flytja öllu starfsfólki hjartadeildar Landspítalans fyrir ástúölega umönnun. Eva Þórsdóttir, Daníel Einarsson, Kristinn Daníelsson, Sigríöur Daníelsdóttir, Þóröur Guðmundsson, Þór Ingi Daníelsson, Einar Daníelsson, Hraunar Daníelsson, Oddrún Guðmundsdóttir. Þökkum innllega samúö og t hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, INGUNNAR ÞORLEIFSDÓTTUR. Lovísa Eiríksdóttir, Jón Þorsteinsson. Sveinbjörg Eiríksdóttir, Lárus Þorvaldsson, Sigríóur Eiríksdóttir, Arnþór Þóróltsson. Höröur Eiríksson, Sigrún Guómundsdóttir, Þorleifur Eiríksson, Móeiöur Siguröardóttir og tjölskyldur. reiðastjóri. Sveinn, framkvæmda- stjóri á Hvolsvelli, hans kona er Gyða Thorsteinsson. Eyrún Rann- veig, húsfreyja, Krossi, Ölfusi, hennar maður er Lúðvík Har- aldsson, bóndi. Páll, einhleypur, sem búið hefur alla tíð með for- eldrum sínum og staðið fyrir bú- rekstrinum um árabil. Börn þeirra, svo og barnabörn, hafa sýnt þeim einstaka umönnun og natni. Ég vona að á engan sé hall- að, þótt hlutar Páls sé sérstaklega getið í þessu sambandi. Páll, eina barn þeirra sem fæddist á Sand- hóli, bjó þar með foreldrum sínum alla tíð. Fyrir hans tilstilli gátu þau notið árangurs erfiðis síns og búið á Sandhóli til hinsta dags. En það þykist ég vita, að óljúft hefði þeim hjónunum verið að þurfa að flytja burt frá Sandhóli, sem var orðinn þeim svo kær. Slík ræktar- semi, sem Páll hefur sýnt, er því lofsverðari, sem hún er orðin fá- gætari. Nú við brotthvarf Ragnheiðar, er mér efst í huga þakklæti til hennar og Þorláks. Ég tel mig mun ríkari mann fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þeim náið. Það er ávallt sorglegt þegar gott fólk er burt kallað. En það liggur einhvern tíma fyrir okkur öllum. En minningin um þetta fólk er það sem mestu skiptir fyrir þá sem syrgja. í mínum huga er birta og friður yfir þeirri minningu. Það er mér mikils virði að eiga góðar minningar um þau. Það er von mín og bón, að sú góða minning, sem þeir nánustu hljóta að hafa um þau Ragnheiði og Þorlák, megi lýsa bjart yfir þá sorg, sem ástvinamissir ávallt veldur. Jakob Magnússon. Þórarinn Stefáns- son Reyðarfirði Fæddur 11. febrúar 1911 Dáinn 8. febrúar 1984 Mig langar að minnast vinar míns og starfsbróður Þórarins Stefánssonar eða Tóta Stefáns, eins og hann var alltaf kallaður. Hann var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Elínu Maríu Guð- jónsdóttur, kvæntist hann árið 1938 og áttu þau saman 13 börn, sem öll eru vel gefnir og nýtir þjóðfélagsborgarar. Elín féll frá á bezta aldri. Seinni konu sinni, Önnu Björnsdóttur, kvæntist Tóti árið 1959. Er Anna hin indælasta kona og stóð eins og klettur við hlið manns síns og reyndist börnum hans sem hin bezta móðir. Ég minnist þess að eitt sinn sagði Tóti við mig, að ekki vissi hann hvernig farið hefði, ef hann hefði ekki hitt Önnu sína. Þegar ég og aðrir vinir Tóta samfögnuðu honum á sjötugsaf- mæli hans í fyrra, óraði mig ekki fyrir því, að þetta yrði síðasta handtakið okkar, en eins og þar stendur: Enginn ræður sínum næturstað, og nú er Tóti farinn. í fjölda ára vorum við bílstjórar hjá sama fyrirtæki, þ.e. Kaupfé- lagi Héraðsbúa, og allan þann tíma fór ekki styggðaryrði á milli okkar. Reyndi þó oft á þolrifin, því þótt við værum bílstjórar og hefð- um bíla til að aka, vantaði þó oft vegina til að aka á. Að lokum vil ég þakka Tóta fyrir samfylgdina og samstarfið og góð kynni. „Farðu í friði, friður Guðs þig blessi." Jóhann Þórólfsson Musica Nova: Tónleikum frestað TÓNLEIKUM Berwald Strengja- kvartettsins frá Svíþjóð, sem vera áttu 12. mars, er frestað vegna veikinda eins hljóðfæraleikarans. Stefnt er að því að tónleikarnir geti orðið næsta haust. Kréttatilkynning. „SKRAMBI GÓÐ" og ekki dýr... Athugið við eigum dráttarvélar til afhendingar nú þegar. Veltið þessu fyrir ykkur og veljið hina vönduðu DEUTZ dráttarvél, verðið er virkilega hagstætt. Gerið heyvinnuvélapantanir sem fyrst. ®\HAMAR HE WUéladeild Hafið samband við sölumenn okkar, en athugið, nú erum við að Borgartúni 26 Sendum ef óskað er íslenskan upplýsingabækling Og verðlista. Borgartúni 26, Reykjavík. Sími 91-22123. Pósthólf 1444. Skoðið TROMPIÐ OKKAR! DEUTZ-INTRAC

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.