Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 41 Jóna Þorbergs- dóttir - Minning Fædd 11. júní 1907 Dáin 4. marz 1984 En þó að þagni hver kliður og þó að draumró og friður leggist um allt og alla, ber hjarta manns svip af sænum, sem sefur framundan bænum með öldur, sem óralangt falla. (Tómas Guðmundsson) Hún Jóna hefur fengið hvíld frá sinni hetjulegu baráttu við sjúk- dóma sem endalaust virtust knýja dyra hjá henni. Hún var vissulega búin að sigra þá marga en oft var baráttan tvísýn. Jóna fæddist 11. júlí 1907 á Kleifum í Skötufirði í Ögurhreppi. Hún ólst upp hjá Jóni Hjaltasyni og Maríu Örnólfsdóttur í Kálfavík í Skötufirði. Ung stúlka fór hún í húsmæðraskóla ísafjrðar og tvo vetur vann hún við heimilisstörf í Pálsbæ í Hnífsdal, en á sumrin í Kálfavík. Hún giftist föðurbróður mínum Sigurði Bjarnasyni árið 1930 og eignuðust þau tvo syni, Hauk og Jón Karl. þau settust að á ísafirði og bjuggu þar samfellt til ársins Fæddur 13. maí 1907 Dáinn 5. marz 1984 „Dauðinn kann að hafa ein- hverjar þjáningar í för með sér, en þær eru skammæjar. Einkum á það við um gamla menn. Eftir dauðann líður mönnum annað- hvort ákjósanlega eða kenna sér einskis. Þetta ber oss að festa í minni þegar á æskuárum, ef vér viljum komast hjá því að dauðinn vaxi oss í augum. Ella verður oss aldrei rótt. Hvað sem öðru líður kallar feigðin oss alla, enginn veit hvenær, kannski í kvöld. Svo segir Cicero, sá rómverski spekingur, í bók sinni „Um ellina" og heldur svo áfram: „Ef nú sú trú mín er röng, að sál mannsins sé ódauðleg, þá er mér ljúft að skjátlast og vií ekki láta svipta mig þeirri hug- þekku tálsýn unz yfir lýkur.“ Flest trúum við því þó, að líf sé að loknu þessu. Kristin trú og von er þar skýlaust, en henni erum við flest tengd. Þegar ég nú kveð tengdaföður minn vil ég gjarna trúa því, að þegar tekið verður land handan þessarar sjóferðar, verði þétt handtak öðlingsmanns eins og hans, sem heilsar í höfn. Hans Kristinn Marteinsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Neskaupstað, varð allur mánudag- inn 5. marz sl. á heimili sínu. Hjartaslag varð hans banamein. Kristinn, en því nafni var hann kallaður jafnan, var fæddur 13. maí 1907 í Litlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð, sonur hjónanna Marteins Magnússonar (1864— 1940), sjómanns og formanns að Karlaskála við Reyðarfjörð, og Stefaníu Elizabetar Lilliendahls (1884—1927) frá Austur-Skálanesi við Vopnafjörð, en hún ólst upp hjá móðurbræðrum sínum, Hans Kjartani og Þorvaldi Kristni Beck, á Inn-Stekk við Reyðarfjörð. 1910 fluttu þau hjón að Hjáleigueyri, ögn innar við Reyðarfjörðinn, norðanverðan. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið: Karl Lillien- dahl (1906— 1980), Hans Kristinn, Steinunn (f. 1910) og Magnús Guð- jón (f. 1915, en dó nokkurra mán- aða). Steinunn lifir nú bræður sína, en með þeim systkinum var alltaf mikil eindrægni. Móðir þeirra var lengi heilsuveil og lézt úr blóðspýtingi, þegar Kristinn 1976, þá fluttust þau til Reykja- víkur og síðar sama ár til Kópa- vogs, þar sem þau hafa búið síðan. Baráttan við veikindin hófst snemma. Á meðan drengirnir þeirra voru litlir, varð Jóna oftar en einu sinni að leggjast inn í sjúkrahús í stóraðgerðir, ýmist á ísafirði eða í Reykjavík. Nærri má geta að oft hafa þau spor verið þung. í hvert sinn er hún hafði náð sér, virtist hún einsetja sér að njóta þeirra tímabila sem hún væri frísk og mátti vera með fjöl- skyldu sinni. Henni var umhugað um að líta snyrtilega og hressilega út og bera ekki utan á sér neitt sem gæfi vísbendingu um vanlíðan eða heilsubrest. Hún var glaðlynd og naut þess að hafa fólk í kringum sig. Hún hafði mikið yndi af að prýða heimili sitt og kom þar vel í ljós smekkvísi hennar. Það var því ekki lítið áfall fyrir hana að þurfa síðustu árin að ganga um svo sjón- döpur að hún gat enga handa- vinnu unnið og ekki notið þess að líta í kringum sig á fallega heimil- inu sínu. Ekkert heimili þekkti ég sem barn, sem ég vildi frekar heim- var rétt tvítugur. Faðir þeirra var lengi ævi astmasjúklingur. Dreng- irnir, Karl og Kristinn, vöndust því að taka til hendi áður en nokk- ur mundi ætla 10—11 ára drengj- um að róa til fiskjar og draga björg í bú, en þetta gerðu þeir vor og sumar. Á haustin var gengið til rjúpna, legið fyrir sjófuglum og lögð síldarnet. Fjölskyldan tvístr- aðist því ekki. Þegar móðir þeirra dó 1927, leystist heimilið upp. Bræðurnir fóru að Litlu-Breiðuvík en faðir þeirra og systir að Karla- skála. Innan fárra ára voru þau öll komin til Neskaupstaðar. Breyt- ingar voru í samfélaginu, þéttbýli að myndast. í Neskaupstað kynntist Krist- inn konuefni sínu, Rósamund Ei- ríksdóttur (f. 1906) frá Dagsbrún þar í bæ. Hafa þau hjón alla tíð verið kennd við þetta hús: Rósa og Kristinn í Dagsbrún. Eiríkur Þor- leifsson, faðir Rósu, var atorku- karl og útvegsbóndi. Börn hans dugnaðarfólk. Rósa lifir nú mann sinn, en hún var yngst þeirra Dagsbrúnarsystkina. Bjó hún manni sínum hið bezta heimili. Þau eignuðust tvær dætur: Elísa- betu, f. 1935, gift undirrituðum, og Þórdísi, f. 1950, svæfingarhjúkr- unarfræðingur, gift Kristjáni Karlssyni, raftæknifræðingi. Barnabörnin sex sakna nú afa síns og vinar í stað. Þau hafa minnzt samverunnar hverju sinni við afa sinn með sérstökum hætti og óblandinni ánægju, hvort sem það voru ferðir á láði eða á sjettunni hans afa, skondin orðatiltæki og viðbrögð við gleði barnsins, dorgið á sjettunni var draumur. Minning- in um vammlausan, drenglundað- an gæfumann mun ylja þeim um ófarna ævi. Það fór með ágætum vel á með Kristni og þeim Dagsbrúnarfeðg- um öllum. Þó ágætir hæfileikar væru til ýmissa starfa utan sjó- mennsku, varð sjósókn ævistarf Kristins. Hann tók hið minna fiskimannapróf frá Neskaupstað 1931 og „öldunginn" svokallaða frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1947. Frá 1935 var hann formaður og skipstjóri á ýmsum bátum frá Neskaupstað t.d. Magna, Fylki, Þráni, Draupni og Björgu. 1948 eignaðist hann sinn eigin bát, Hafrúnu NK 80,60 lesta. sækja en heimili þeirra Jónu og Sigga. Þau urðu mér mjög kær og alla tíð verð ég þakklát þeim fyrir að taka mig inn á heimili sitt þegar ég bjó svo fjarri gagnfræðaskóla Isafjarðar, að ég gat ekki sótt skólann heiman frá mér. Hún Jóna mátti horfa upp á stofuborð- ið sitt þakið bókum og blöðum í 3 vetur, þar sem einungis helgar og önnur skólafrí gáfu tilefni til að hún gæti haft stofuna sína án þess að skólastúlka svæfi þar og þyrfti næði við skólavinnu. Þau voru mörg hollráðin sem ég fékk hjá henni Jónu á þessum ár- um og ég minnist þess hve nota- legt var í litla eldhúsinu hennar í Það var víðsfjarri hugsunarhætti Kristins að „gera út á styrki". Hann hófst af sjálfum sér, atorku sinni, hagsýni, nýtni og fengsælni. Þeir eru fáir, ef nokkrir, sem eiga hönk í bak Kristins að honum gengnum. Margur maðurinn, þá ungur að árum, en nú í broddi lífs- ins til sjós og lands, telur það happ sitt að hafa notið kennslu og tilsagnar Kristins til sjós. „Gull af manni" er vitnisburður eins þeirra. Fáum er gefið að kikna ekki undir slíku lofi. Rólegur og öruggur í hafróti íslenzkra vertíð- arveðra, þéttur á velli og traust- vekjandi, hlýr og glettinn. Hann hætti sjómennsku 1966, en var alltaf nátengdur þeim störfum. Hann vann fram á síðustu daga við Netagerð Friðriks Vilhjálms- sonar í Neskaupstað. Þar undi hann hag sfnum vel og vann enda oftast miklu lengur dag hvern en aldur og heilsa leyfðu. Að leiðarlokum kveð ég öðlings- dreng og þakka honum samfylgd- ina. Minningar taka að tala. Við förum ekki oftar saman inn í Norðfjarðarsveit, að Hjáleigueyr- inni við Reyðarfjörð, gönguferðir útí Hundsvík eða uppí Dranga- skarð ofan við kaupstaðinn, þaðan sem sér yfir Mjóafjörð, Nes og Norðfjörð. Við skulum sól sömu báðir hinzta sinni við haf líta. Létt mun þá leið þeim, er ljósi móti vini studdur af veröld flýr. (Jónas Hallgrímsson) (Kristinn verður jarðsettur frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 12. marz.) Geir H. Þorsteinsson Hafnarstræti 1, þegar eldurinn snarkaði í kolavélinni sem hún hafði pússað og fægt svo vel. Hún þurfti líka oftar að kveikja upp í stofuofninum vegna þess að ég var þar. Jóna gaf sér alltaf tíma til að spjalla við mig og margt var það sem unglingsstúlka hafði þörf fyrir að ræða. Þá var gott að eiga hana Jónu að, ekki síst þegar foreldrarnir voru það fjarri að lítið meira en helgarnar voru í návist þeirra. Alla tíð naut ég sömu hlýjunnar og gestrisninnar hjá Jónu og Sigga. Það var notalegt að geta rennt upp að snyrtilega húsinu þeirra á Seljalandsvegi 2 á ísa- firði, vitandi það að þó ég væri með mann og börn og hefði ekki Fæddur 1. júní 1919 Dáinn 1. mars 1984 Síminn hringir, dóttir mín segir mér, að Halli frændi sé látinn. Dánarfregn kemur nær alltaf á óvart, en þessari hafði ég búist við undanfarna daga. Haraldur mág- ur hefur lokið sinni jarðvist, hann, þessi glaðværi maður, sem flesta daga í nær tíu ár hafði verið sjúkl- ingur í hjólastól, getur nú tekið lagið með góðum vinum hinum megin við landamærin, þar sem ríkir eilífur friður og gleði. Fyrir um fjörutíu árum kynntist ég hon- um fyrst og mun ávallt minnast hans eins og hann kom mér fyrir sjónir, tæplega meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fríður í andliti, dökkhærður með há kollvik. Fjör og glaðværð fylgdi honum hvar sem hann var, en alltaf græsku- laus. Hann var músíkalskur og hafði blæfagra tenórrödd. Fram að tvítugsaldri vann hann að mestu á búi foreldra sinna. Föður sinn missti hann um ferm- ingaraldur mjög óvænt, en móðir hans bjó með börnum sínum næstu sex ár, en þá dundi annað reiðarslag yfir er eldri bróðir hans drukknaði af bát, sem þeir voru báðir hásetar á. Báturinn fékk á sig brotsjó í innsiglingunni að Stokkseyri, en aðrir skipverjar björguðust. Við þetta áfall hætti móðir hans búskap, fjölskyldan tvístraðist. Síðar héldu fjögur systkinanna saman heimili með móður sinni í Reykjavík og þar hófust kynni okkar. Haraldur vann í mörg ár að bílaviðgerðum, en síðast í Straumsvík þar til hann lamaðist. Haraldur kvæntist 3. sept. 1949 eftirlifandi konu sinni, Margréti Guðmundsdóttur, úr Reykjavík og eignuðust þau tvær dætur, Ást- rósu Kristínu, maki: Pétur Þór- hallur Sigurðsson og Helgu Ólínu, maki: Ársæll Hauksson. Margrét átti einn son áður en hún giftist, Agnar Guðmund, maki: Hulda GRÁSLEPPUVERTÍÐN hefst 20. marz næstkomandi á Norðaustur- landi og Austfjörðum, en annars staðar hefst hún seinna. Hefur upp- hafi vertíðar því verið frestað um 10 daga frá því sem verið hefur, í sam- ráði við hagsmunaaðila. Rauðmag- inn eða „vorboðinn" eins og sjó- menn kalla hann stundum er nú far- inn að ganga á hrygningarstöðvarnar til að undirbúa komu kellu sinnar og verður hann fyrir vikið sjómönnum oft að bráð. Landinu er skipt í 6 veiðisvæði og er veiðitími á hverju þeirra 90 dagar, en er tekinn á mismunandi tíma. Á norðaustursvæðinu frá Skagatá að Langanesi er veiðitím- inn 20. marz til 18. júní. Sami veiðitími er á austursvæðinu frá Langanesi að Eystra-Horni. Á suðursvæðinu frá Eystra-Horni að Öndverðarnesi er veiðitíminn frá 18. apríl til 17. júlí. Á Breiðafjarð- arsvæðinu frá Öndverðarnesi að gert boð á undan mér, átti ég þar vísar góðar móttökur og húsa- skjól. Það var eins og að koma heim að koma til þeirra. Margs er að minnast og margt er að þakka, en allt í einu er góð vinkona horfin á braut og það eina sem hægt er að gera er að stinga niður penna og reyna að láta þakklæti sitt í ljós fyrir alla þá elsku og hlýju sem ég naut frá henni Jónu. Þökk sé henni fyrir allt og Guð veri með henni. Ég og fjölskylda mín vottum Sigga frænda okkar dýpstu sam- úð, sömuleiðis frændum mínum Hauki, Jóni Karli og fjölskyldum þeirra. Matthildur Guömundsdóttir. % f * * ái ~ Hafsteinsdóttir. Leit Haraldur jafnan á hann sem eigin son, enda reyndist Agnar honum sem góður sonur, einkum eftir að heilsan bil- aði, svo var eins um dætur og tengdabörn Haralds. Haraldur Gunnar var fæddur 1. júní 1919 að Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði, sonur Kristjáns Björns Guðleifssonar bónda og konu hans, Ólínu Guðrúnar Ólafsdóttur, er bæði voru ættuð úr Dýrafirði. 1926 fluttu þau suður á Álftanes og bjuggu þar í tvö ár, en keyptu þá Efra-Sel í Hruna- mannahreppi og hófust þar handa um byggingar og ræktun enda bæði stórhuga og framkvæmda- söm, en sem fyrr var getið lést Kristján árið 1932 úr hjartaslagi á heimleið af bændafundi. Haraldur var, sem fyrr er sagt glaðvær og vinsæll af vinnufélögum sínum, vann öll sín störf af samvisku- semi, kastaði aldrei höndum til neins, sem hann tók sér fyrir hendur. Slíkir menn eru ekki síður máttarstoðir þjóðfélagsins, en ýmsir, sem meira ber á. Ég kveð mág minn og megi honum vegna vel á framhaldssviðinu. Hafi hann þökk fyrir allar samverustundirn- ar á þessu tilverustigi. Sveinn A. Sæmundsson Bjargtöngum er veiðitíminn frá 25. apríl til 25. júlí. Á Vestfjarða- svæðinu frá Bjargtöngum að Horni er veiðitíminn frá 18. apríl til 17. júlí og á norðvestursvæðinu frá Horni að Skagatá er veiðitím- inn frá 1. apríl til 30. júní. Sækja þarf um veiðileyfi til sjávarútvegsráðuneytisins og eru þau undantekningarlítið veitt öll- um bátum undir 12 lestum svo og stærri bátum, hafi þeir stundað veiðarnar í þrjú ár eða lengur. Að sögn Þórðar Eyþórssonar í ráðu- neytinu liggur fjöldi umsókna ekki fyrir enn, enda sækja menn um á misjöfnum tíma. Sagði hann þó að sér virtist fjöldinn svipaður og á sama tíma í fyrra. í fyrra stund- uðu 387 bátar veiðarnar og náðu samtals um 8.000 tunnum af grá- sleppuhrognum. 1982 var veiðin aðeins um 6.000 tunnur en árið 1981 var metveiði eða 22.000 tunn- ur. Minning: Kristinn Marteins- son skipstjóri Haraldur Kristjáns- son - Minningarorð Grásleppuvertíðin hefst 20. marz nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.