Morgunblaðið - 11.03.1984, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984
Ragnar Tómas
Árnason — Minning
Fæddur 13. mars 1917.
Dáinn 3. mars 1984.
Elskulegur föðurbróðir minn,
Ragnar Tómas Árnason, er látinn.
Minningarnar sækja að allt frá
bernskudögum. Ragnar eða Bonni
frændi eins og við kölluðum hann
alltaf, hafði óvenju fallega rödd.
Reyndar þá fallegustu sem ég man
eftir. Hann byrjaði að syngja lítili
drengur, við undirleik móður sinn-
ar, sem var góður píanóleikari.
Hjá henni fékk hann sína fyrstu
söngmenntun og innsýn til hinna
stóru meistara tónlistarinnar.
Mér er mjög minnisstætt er hann
söng úr óperuaríum Mozarts svo
ógleymanlegt var. Enda var hann
söngmaður góður, söng með Kát-
um félögum um árabil m.a. ein-
söng. Hann hafði óvenju næmt
skopskyn og lék talsvert í leikrit-
um. Hann tók þátt í flestum upp-
færslum á óperettum í Iðnó á ár-
unum fyrir og eftir 1940. En lítil-
látur eins og hann var, þá hló
hann dátt þegar hann lýsti því.
Ragnar Tómas fæddist í
Reykjavík 13. mars 1917, sonur
hjónanna Kristrúnar Tómasdótt-
ur (Hallgrímssonar, læknis frá
Hólmum í Reyðarfirði) og Árna
Benediktssonar (Kristjánssonar,
bónda í Selárdal í Arnarfirði),
stórkaupmanns. Ragnar Tómas
var næstyngstur fimm barna
þeirra hjóna. Þau slitu samvistir,
er Ragnar var þriggja ára að aldri,
en þá fór faðir hans, Árni, til
Bandaríkjanna og lést þar árið
1964. Eins og nærri má geta var
þetta erfið reynsla fyrir lítinn
dreng. Upp frá því bjó Ragnar
með móður sinni.
Árið 1943 kvæntist Ragnar
Tómas Jónínu Vigdísi Schram,
dóttur Kristjáns Schram, skip-
stjóra og konu hans, Láru Jóns-
dóttur. Var mjög kært með þeim
hjónum, og get ég fullyrt að þau
mátu hvort annað mikils. Þarna
sté Ragnar mikið gæfuspor í sínu
lífi, því Vigdís studdi hann með
ráðum og dáð. Þau voru líka góðir
félagar, sbr. það að þau áttu hesta
í 25 ár, og fóru oft í lengri ferðir
með kunningjum og voru þá hrók-
ar alls fagnaðar. Einnig ferðaðist
hann með börnum sínum á hestum
og hafði það fyrir sið að fara í
fyrsta langferðalag með þau á
hestum þegar þau höfðu náð 7 ára
aldri.
Ragnari Tómasi og Vigdísi
auðnaðist mikið barnalán. Þau
eignuðust fimm mannvænleg
börn, en þau eru: Kristján Tómas,
endurhæfingarlæknir í New York,
kvæntur Hrafnhildi Ágústsdóttur,
hjúkrunarfræðingi, og eiga þau
fjórar dætur; Lára Margrét, við-
skiptafræðingur, gift Ólafi Guð-
mundssyni, augnlækni, og eiga
þau tvo syni og eina dóttur; Árni
Tómas, yfirlæknir á elliheimilinu
Grund, kvæntur Selmu Guð-
mundsdóttur, píanóleikara, og
eiga þau þrjá syni; Ásta Kristrún,
námsráðgjafi við Háskóla íslands,
gift Valgeiri Guðjónssyni, félags-
ráðgjafa og tónlistarmanni, og
eiga þau einn son, Árna Tómas.
Yngsti sonurinn Hallgrímur Tóm-
as, viðskiptafræðinemi, kvæntur
Helgu Jónsdóttur, hjúkrunar-
fræðinema. Ragnar Tómas var
mjög barngóður og er hans sárt
saknað hjá barnabörnum.
Það er einkennilegt að á rúmu
ári hafa þrjú barna Ragnars Tóm-
asar komið heim eftir margra ára
framhaldsnám erlendis. Þau voru
lengi búin að hlakka til að koma
heim. Stuttu seinna er Ragnar lát-
inn. Hvers vegna? Hvers vegna?
spyrjum við. En vegir guðs eru
órannsakanlegir. En engu að síður
er þetta erfitt fyrir Vigdísi, sem
missir mann sinn, aðeins tíu dög-
um eftir jarðarför föður hennar.
Ragnar Tómas hóf þularstörf
hjá Ríkisútvarpinu árið 1948 og
starfaði hann þar í 20 ár. Fjölda-
margir minnast hans þaðan vegna
frábærrar raddar. Hef ég fyrir
satt, að sjómenn sögðu, að rödd
hans heyrðist mun lengra en ann-
arra þula. Hann vann með þul-
arstörfum í nokkur ár við verslun-
arstörf ásamt því að vera þing-
fréttamaður Alþingis á tímabili.
Það var afar spaugilegt að heyra
hann lýsa því hvernig hann flýtti
sér til að koma ekki of seint í
fréttalesturinn. Ekki spillti það
fyrir í þularstarfinu, að hann var
mikill máiamaður. Sjálf man ég
eftir frásögnum hans frá ferðalög-
um í Englandi, að hann talaði
engu síður ensku en Bretar sjálfir.
I kringum 1950 byggja þau
hjónin einbýlishús rétt fyrir ofan
Ártúnsbrekku, sem þau kölluðu
Jörva. Þar voru þau með hesta og
um tíma voru þau með rófurækt í
stórum stíl. Lengi ég m.a. í rófu-
upptöku og hafði gaman af. Mér er
minnisstætt, að rétt við húsið út-
bjó Ragnar grasskífu til að sitja í,
og sagðist ekki kæra sig um
skrautgarða. Hann vildi bara að
fólki liði vel úti í náttúrunni.
Minningarnar hrannast upp. Ég
man Ragnar sem óvenju giæsi-
legan ungan mann, heimsmann,
stórhuga, tilfinningaríkan, fullan
af græskulausri kímni. Hann
hafði góða frásagnargáfu. Man ég
sérstaklega eftir fagnaði á heimili
þeirra hjóna 17. júní sl., en þá
sagði Ragnar nokkrar sögur af
ferðalagi um borð í Gullfossi. Bar
þá svo við, að önnur stofan tæmd-
ist og allir komu inn í hina stof-
una, þar sem Ragnar var, og allir
veltust um af hlátri. Það ánægju-
lega við þetta var ekki sist það, að
alltaf var gamanið græskulaust,
og ekki ósjaldan, sem hann gerði
óspart grín að sjálfum sér. Það
hefði verið gaman ef Ragnari
hefði auðnast að setja á blað ým-
islegt er á daga hans dreif, og að
minni hyggju, oft bitastæðara og
smekklegra en margt sem fram
hefur komið á vettvangi ævisagna.
En því miður, úr því verður ekki
bætt héðan af.
Ragnar kveður þessa jarðvist
fyrstur sinna systkina. Eftirlif-
andi systkin hans eru: Unnur
Sylvia, ekkja Hjartar Halldórs-
sonar, Benedikt Egill, kvæntur
Sigríði Pálsdóttur, Ásta Björns-
son, ekkja Jóhannesar Björnsson-
ar, Katrín Stephenson, ekkja, bú-
sett í Bandaríkjunum, og tvö hálf-
systkin, en þau eru Kurt, banka-
starfsmaður í New York, og Elín
Johansson, búsett í Svíþjóð.
Hugurinn beinist til ekkju og
barna. Elsku Nenna og þið frænd-
systkin mín! Þið syrgið góðan
mann, föður og afa. En minningin
lifir um frænda minn, elskulegan,
sem var af hjarta lítillátur og vildi
öllum gott gera. Honum leiddist
fólk án kímnigáfu, og það get ég
svo sem skilið. Við eigum öll haf-
sjó af minningum um góðar stund-
ir í návist Ragnars Tómasar
Árnasonar. Að lokum vil ég flytja
innilegar samúðarkveðjur frá mér
og systkinum mínum til þín,
Nenna, og barnanna.
Og ég kveð frænda minn með
einu af hans uppáhaldskvæðum
eftir Sigurð Sigurðssonar frá Arn-
arholti:
Sól stattu kyrr þó að kalli þig sær
til hvílu — jeg elska þig heitar.
Þú blindar mín augu’, en þú ert mjer
svo kær,
og eins hvort þú skín eða bæn minni
, neitar.
Jeg sæki þjer nær, þótt þú færir þig
fjær —
þótt þú fallir í djúpið, mitt hjarta til,
geislanna leitar.
Ásta Benediktsdóttir
Látinn er í Reykjavík Ragnar
Tómas Árnason, fyrrv. útvarps-
þulur. Hann lést að heimili sínu
laugardaginn 3. mars sl. tæplega
67 ára að aldri.
Með Ragnari er genginn góður
drengur og litríkur persónuleiki er
setti svip á bæjarlíf Reykjavíkur
um og eftir Alþingishátíðarárið
1930.
Ragnar (Bonni eins og hann var
ætíð nefndur á sínum unglingsár-
um), fæddist í Reykjavík 13. mars
1917, sonur hjónanna Árna Bene-
diktssonar, heildsala frá Selárdal,
og Kristrúnar Benediktsson, fædd
Hallgrímsson, en móðir hennar
var Ásta Hallgrímsson, fædd
Thorarensen, í Húsinu á Eyrar-
bakka, en eins og kunnugt er var
„Húsið" á Eyrarbakka höfuð-
menningarmiðstöð Suðurlands um
einnar aldar skeið eða meir, og var
hljómlist þar mjög í hávegum
höfð.
Ásta Hallgrímsson, amma
Ragnars, var læknisfrú í Suður-
landslæknishéraði, gift Tómasi
Hallgrímssyni, lækni, en eftir að
hún missir manninn flutti hún til
Reykjavíkur og setti á stofn mat-
sölu og setti upp veislur fyrir betri
borgara bæjarins.
Matsölu Ástu Hallgrímsson
sóttu aðallega námsmenn og fyrir-
menn í bæjarlífinu. Hún þótti svo
fín og maturinn það góður að aðrir
höfðu ekki ráð á að borða þar en
fínir menn.
En Ásta menntaði líka börnin
sín, m.a. setti hún Kristrúnu
(Dúnu) til hljómlistarnáms, en
hún gerðist síðar aðalpíanisti bæj-
arins. Hún lék á slaghörpu sem
var hennar aðalhljóðfæri, við öll
möguleg tækifæri, lék undir með-
an þöglu myndirnar voru við lýði
og kenndi árum saman og þótti
frábær kennari.
Árni Benediktsson og Dúna
bjuggu í Reykjavík. Þeim varð 5
barna auðið og var Ragnar Tómas
næstyngstur þeirra.
Árni og Dúna slitu samvistir
þegar Ragnar var ungur drengur.
Fer Árni af landi burt en Dúna
elur upp börnin og kennir á píanó
og nýtur að sjálfsögðu aðstoðar
sinnar góðu móður.
Að Iitlum tíma liðnum flytur
Dúna til Bandaríkjanna með þrjú
yngstu börnin og dvelur þar um
eins árs skeið, en þar sest Ragnar
á skólabekk og lærir enska tungu
sem kom honum að notum síðar
meir í lífinu.
Næstu árin fara í nám og vinnu,
því hann er stoð og stytta móður
sinnar sem hún kann að meta, því
hún er þegar búin að sjá hæfileika
sonarins. Hann er farinn að taka
þátt í tónlistarlífi móðurinnar.
Hún fer að kenna honum að
syngja. Hann er kominn með
djúpa blæfagra bassarödd. Á þess-
um árum fer hann smám saman
að leika í Iðnó, og þegar fyrsta
óperettan er færð upp, þ.e. Syst-
urnar frá Pragh, var Ragnar ráð-
inn aðalbassasöngvarinn á móti
Pétri Jónssyni, aðaltenor.
Þar með er listamannsbraut
Ragnars ráðin. Þessi sýning og
þær sem á eftir fóru þóttu takast
með afbrigðum vel, og eftir þetta
fer hann að læra söng hjá Pétri
Jónssyni, óperusöngvara, og tókst
með þeim órjúfandi vinátta til
æviloka Péturs.
Eftir þetta rak hver listavið-
burðurinn annan, og varð þetta
æði annasamt tímabil, því nú fer
hann að sinna meira verslunar-
störfum, m.a. leggur hann í það að
geta flutt inn vörur sjálfur. Þá
logaði heimsborgin í sprengju-
regni frá Þjóðverjum. Þetta hafði
engin áhrif á Ragnar. Kjarkurinn
var óbilandi og nú kom sér vel
enskukunnáttan góða frá Amer-
íkuferðinni, og hann lauk sínum
erindum, komst heim og flutti inn
klassavörur og alltaf beið lista-
mannsbrautin bein og greið.
Ragnar átti marga valkosti.
Hann er þarna ungur, glæsilegur
listamaður, hann þekkir sína borg
út og inn, hann þekkir sína lista-
braut, hann þekkir raunar allar
brautir í bænum, en ein er fegurst.
Hún liggur frá sólarupprás til sól-
arlags. Hann velur þessa braut en
ekki Iistabrautina, þetta er Vest-
urgatan í Reykjavík.
Á Vesturgötu 46 bíður heima-
sætan fallega. Hún er dóttir heið-
urshjónanna Láru og Kristjáns
Schram, skipstjóra, en hann og
frú Lára eru kunnir persónuleikar
úr borgarlífi Reykjavíkur sem
óþarft er að kynna.
Kristján Schram lést fyrir
nokkrum árum. Blessuð sé minn-
ing hans.
17. júní 1943 gekk unga parið,
Jónína yigdís Schram og Ragnar
Tómas Árnason, í heilagt hjóna-
band og stofnuðu heimili á Vest-
urgötu 46.
Heimilin á Vesturgötunni voru
sett upp af smekkvísi og hlýleik.
Þar var ávallt samkomulag um
hlutina. Fjölskyldurnar stóðu
saman. Þar bar aldrei skugga á.
Á Vesturgötunni eignuðust
ungu hjónin flest sín börn, en þau
eru þessi í aldursröð: Kristján
Tómas, endurhæfingar- og yfir-
læknir í New York. Kona hans er
Hrafnhildur Ágústsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur; Lára Margrét,
hagfræðingur, deildarstjóri hjá
Ríkisspítulunum. Maður hennar
er Ólafur Grétar Guðmundsson,
augnlæknir; Árni Tómas, yfir-
læknir, sérfræðingur í gigtar-
lækningum. Kona hans er Selma
Guðmundsdóttir, píanóleikari;
Ásta Kristrún, námsráðgjafi Há-
skóla íslands. Maður hennar er
Valgeir Guðjónsson, félagsráð-
gjafi og tónlistarmaður; Hall-
grímur Tómas, verðandi við-
skiptafræðingur í vor. Kona hans
er Helga Matthildur Jónsdóttir,
nemi við hjúkrunarbraut Háskóla
íslands, en barnabörnin eru níu.
Þetta er fallegur frændgarður,
vel menntaður og gæfulegur, enda
stórættaður, og leynir sér ekki
ætterni og uppeldi sem er frábært.
Nokkru eftir brúðkaupið hættir
Ragnar að mestu í viðskiptalífinu
og ræðst starfsmaður hjá Ríkis-
útvarpinu, fyrst á tónlistardeild
en síðar sem fréttaþulur, en að
lokum vinnur hann sem dagskrár-
þulur í mörg ár, eða þar til hann
lætur af störfum hjá Ríkisútvarp-
inu og fer í eigin rekstur.
Það fer ekki milli mála að þul-
arstarfið fórst honum vel úr
hendi, enda bráðglöggur á íslensk
mál svo og vel fær í erlendum
málum, sérstaklega ensku.
Um það leyti sem ungu hjónin
stofnuðu heimili á Vesturgötunni,
dvaldi móðir Ragnars oft lang-
dvölum á heimilinu, var þá gjarn-
an mússiserað á kvöldin. Dúna
spilaði á píanóið en Ragnar söng,
og þá gjarnan Mozart, sem var
þeirra uppáhalds tónskáld.
Annars voru þau bæði afar fjöl-
hæf í músík, t.d. spilaði Dúna bæði
klassík og einnig létta músík og
Ragnar var frábær Gluntasöngv-
ari.
Á þessu tímabili voru ungu
hjónin með hesta, sem þau áttu í
tuttugu og fimm ár, eða frá
1940—1965. Að sjálfsögðu voru
gamlir felldir og ungir keyptir í
staðinn. Ég þekkti nokkuð vel
flesta af þessum hestum, og
fannst mér þetta yfirleitt góðir
gripir, en einn var sá er af öllum
bar, en það var Jarpur frá Varma-
læk í Borgarfirði. Hann var eng-
um líkur. Ég sá aðeins tvo menn
sem gátu setið Jarp, en það var
Ragnar og Kristján, sonur hans,
sem nú er læknir í Bandaríkjun-
um.
Saga Jarps frá Varmalæk og
viðskipti þeirra Ragnars væri í
sjálfu sér verðugt verkefni til að
skrifa um, en það verður ekki að
þessu sinni, og þótt ég sé ekki fær
um að lýsa þeim áhrifum sem ég
varð fyrir, er ég sá samspil þeirra
Ragnars og Jarps, þá gat Einar
Benediktsson gert það, því þar fór
sannarlega saman „skaparans
meistaramynd". Annars var öll
umönnun við hestana slík að betra
verður ekki á kosið.
Sem dæmi um það mætti nefna
að fljótlega upp úr 1950 fóru hjón-
in að huga að byggingu íbúðarhúss
og hesthúss í nágrenni bæjarins.
Þetta framkvæmdi svo fjölskyld-
an sameiginlega, byggði einbýlis-
hús, gjört af kjörviði, og hesthús
fyrir 12 hesta.
Þetta var stórátak, sem mikinn
kjark þurfti til að fara út í, en allt
fór vel. Það var lokið við bygging-
una og fjölskyldan bjó í húsinu
þar til borgarskipulag þrýsti svo
að Jörva, en það var húsið skírt, að
hjónin urðu að selja og flytja inn í
borgina.
Um þetta leyti ákvaðu hjónin að
hætta við hestaeign, ef til vill
vegna þessa atburða. Þau keyptu
sér íbúð við Rauðalæk og undu
glöð við sitt, því Nenna, eins og
frúin er ævinlega kölluð meðal
vina og vandamanna, hefur ávallt
lag á að gera alla hluti að lista-
verkum sem hún snertir, enda
voru hjónin samhent í því að
kaupa fagra hluti, ekta hluti, sem
gera heimilið einkar aðlaðandi.
Ef til vill hefur heimilið að
Rauðalæk 29 verið þeirra mesti
sælureitur. Börnin mennta sig
hvert af öðru. Þau eignast öll
indæla maka og börn, frúin fór að
vinna úti og Ragnar vann við
enskar bréfaskriftir meðan heils-
an entist. Börnin dvöldu mikið er-
lendis við nám og þá gafst tilefni
til að heimsækja þau, og það gerðu
þau oft, Ragnar og Nenna.
Þótt börnin séu öll með eigin
heimili er Rauðalækur 29 alltaf
athvarf allrar fjölskyldunnar. Þar
kemur hún saman á góðum stund-
um, húsbóndinn er hrókur alls
fagnaðar, segir brandara, fer með
spakmæli á ensku, syngur aríur úr
sígildum verkum þrátt fyrir sár-
ustu veikindi sem hann ber aldrei
á torg. Hann stendur þráðbeinn
upp úr hverri raun, skapgerðin
viðkvæm en sterk og varð aldrei
beygð, en skaparinn sem öllu ræð-
ur, ákveður stundina. Hann vísar
veginn yfir móðuna miklu, fjöl-
skyldan syrgir látinn ástvin.
Hann verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni mánudaginn 12.
mars kl. 13.30. Ég votta eiginkonu,
börnunum og öðrum aðstandend-
um, innilega samúð.
Guð blessi minningu Ragnars
Tómasar Árnasonar.
Gísli Jónsson
„En ef stýrimaðurinn kallar á
þig, þá hverf þú frá öllu, hlauptu
til skips og líttu aldrei um öxl. En
ef þú gerist gamlaður, þá gakktu
aldrei langt frá skipi, svo þú verð-
ir ekki eftir þegar stýrimaðurinn
kallar."
(Epiktets.)
Ragnar Tómas, tengdafaðir
minn, hefur nú verið kallaður til
skips til að halda áfram þeirri
löngu ferð, sem enginn veit hvar
hafin var, eða hvert heitið er. Þótt
kallið hafi komið skyndilega og á
stundu þegar minnst varði held ég
að hann hafi verið vel undir lang-
ferð búinn. Lengi framan af ævi
sinni lifði hann lífinu lifandi um-
fram flesta aðra og kunni manna
best að kætast í glöðum vinahópi.
Hugsjónir hans voru stórar í snið-
um og ávallt reynt að láta þær
rætast þó draumur yrði ekki alltaf
að veruleika eins og gengur.
Ragnar var að flestu leyti frá-
bærlega vel gerður maður. Fríður
sýnum, höfðinglegur og glæsilegur
í allri framgöngu, hress í bragði,
ómyrkur í máli og lét vel að leggja
orð í belg þá er hin margvísleg-
ustu mál voru rædd. Hann var lík-
amlega hraustur vel og naut úti-
vistar og ferðalaga á yngri árum
en þó einkum hestamennsku, sem
um langt skeið var hans helsta
tómstundagaman. Hann var einn-
ig liðtækur skíða- og sundmaður.
Börn hans og barnabörn kynntust
á skemmtilegan hátt, er hann var
kominn vel yfir miðjan aldur, hve
liðtækur íþróttamaður hann hefði
getað orðið ef hugur hans hefði
beinst í þá átt. í leikjum með fjöl-
skyldu sinni sýndi hann oft undra-
verða snerpu, úthald og kraft en
einnig óvenjulegt næmi fyrir
tæknilegum atriðum. Langskóla-
menntunar naut Ragnar ekki og
tel ég víst að hann hafi lengst af
saknað þess þó hann ræddi það
ekki. Hins vegar var hann strax á