Morgunblaðið - 11.03.1984, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR II. MARZ 1984
43
yngri árum mjög vel sjálfmennt-
aður maður einkum þó á sviði
bókmennta og lista. Hann hafði
meðfædda máltilfinningu, talaði
mjög góða íslensku, var frábær
enskumaður og gat mjög vel
bjargað sér á ýmsum öðrum þjóð-
tungum. Bókmenntaáhugi Ragn-
ars beindist einkum að engilsaxn-
eskum höfundum og kunni hann
skil á verkum bæði þekktra enskra
og amerískra höfunda en einnig
öðrum, sem tiltölulega fáir könn-
uðust við. Hafði hann oft á hrað-
bergi tilvitnanir bæði í bundnu
máli og óbundnu, sem sýndu vel
næmi hans og góðan smekk.
Flutningur hans og framsögn var
einstök, enda röddin fögur, styrk
og karlmannleg. Sem útvarpsmað-
ur naut hann sín vel enda skýr-
mæltur, og þótti rödd hans, að
öðrum ólöstuðum, berast lengst og
best á öldum ljósvakans, bæði til
bænda inn til dala og til sjómanna
á hafi úti.
Ragnar var mjög góður söng-
maður, hafði óvenju djúpa og
þróttmikia bassarödd. Hann
reyndi strax á yngri árum að hlúa
að og þroska þennan hæfileika
sinn. Hann stundaði söngnám um
margra ára skeið, tók virkan þátt
í söng og tónlistarlífi höfuðborg-
arinnar. Hann söng m.a. eitt aðal-
hlutverkið í fyrstu óperu, sem
sýnd var hérlendis, „Systirin frá
Prag“, árið 1937 og lagði lið ýms-
um öðrum merkum uppfærslum.
Hann var félagi í nokkrum kórum
og var þá oft valinn til að syngja
einsöng með þeim, sem hann gerði
við ágætan orðstír. Eru til nokkr-
ar upptökur með söng hans frá
þessum árum, sem munu halda
merki hans á loft á þessu sviði,
enda þótt upptökutæknin hafi ver-
ið fremur frumstæð. Þrátt fyrir
ágæta hæfileika var honum þvert
um geð að flíka þeim eða trana sér
fram. Af þessum sökum naut list
hans sín best í hópi góðra vina eða
í faðmi fjölskyldunnar.
Kynni okkar Ragnars einkennd-
ust alla tíð af mikilli vinsemd,
gagnkvæmri virðingu og skilningi
á kostum og göllum hvors annars.
Samvistir við hann voru mér ætíð
til ánægju. Þó hann segði gjarnan
við Láru Margréti, dóttur sína, á
sokkabandsárum hennar að hann
„vildi ekki láta neinn pörupilt
taka elsku litlu dóttur sína frá
sér“, erfði hann það aldrei við mig
þó ég sýndi síðar hvílíkur pöru-
piltur ég var. Við áttum margt
sameiginlegt en þó helst yndi
okkar af tónlist, einkum söng.
Margar ánægjustundir áttum við
saman v.ið að hlusta á eða ræða
um söng, söngvara eða aðra góðar
listir. Síðustu árin hafði þeim þó
fækkað mjög, bæði vegna lang-
dvala minna og fjölskyldu minnar
erlendis og svo heilsubrests hans,
sem olli því að hann hélt sig meira
heima við en áður og vantreysti
sér til þátttöku í mannamótum.
Eftir heimkomu okkar sl. sumar
vonuðumst við að unnt yrði að
taka upp þráðinn að nýju en örlög-
in höguðu því svo, að samveru-
stundir okkar urðu færri en skyldi
síðustu mánuðina. Nú að leiðar-
lokum syrgi ég sárt látinn vin og
góðan félaga, tryggan tengdaföður
og ástkæran afa barna minna.
Þökk sé honum fyrir alla hans
hlýju og vinarþel í minn garð. Guð
geymi hann og veiti honum frið og
hvíld í nýjum vistarverum.
Olafur Grétar Guðmundsson
Fáum mönnum var eins gaman
að heilsa og tengdaföður mínum,
Ragnari Tómasi Árnasyni. í hon-
um bjó sjaidgæf blanda af sént-
ilmanni, húmorista og manni, sem
ekki hikaði við að taka einarða af-
stöðu til manna og málefna. Hálf-
velgja var honum ekki að skapi, og
kurteisari og heiðarlegri mann hef
ég ekki hitt.
Okkur tengdafeðgunum kom vel
saman þann tíma sem við þekkt-
umst og umgengumst hvorn
annan. Ragnar heilsaði mér jafn-
an með hlýjum orðum og augna-
ráði, sem ég vissi að kom beint frá
hjartanu og ég mun aldrei gleyma.
Ekki er heldur hægt að gleyma
þeim stundum þegar Ragnar fór á
kostum og sagði frá skrýtnum
körlum og kyndugum uppákom-
um. Hann hafði víða farið og ekki
drógu leikhæfileikar hans og
kímnigáfa úr skemmtuninni. Har-
aldur Björnsson leikari, sem var
mikill vinur Ragnars, sagði ein-
hverju sinni að Ragnar hermdi svo
vel eftir sér, að hann sjálfur gerði
það ekki betur.
Ragnar kom mikið við sögu í
leikhús- og tónlistarlífi höfuð-
borgarinnar á árum áður, og mér
eldri og reyndari menn hafa sagt
mér, að fáir hafi staðið honum á
sporði, sérstaklega þó þegar Ragn-
ar hóf upp raust sína. Hann hefði
sjálfsagt getað sungið víða um
lönd, því röddin var mikii og
glæsiieg. En eins og fleiri hæfi-
leikamenn af hans kynslóð lagði
Ragnar ekki út á hina þyrnum
stráðu braut listarinnar. Það hefði
þó verið honum í lófa lagið, því
efniviðurinn var nægur og skapið
mikið.
Þegar við Ragnar kvöddumst,
með virktum eins og við vorum
vanir, fyrir fáum dögum grunaði
hvorugan að við myndum ekki
heilsast aftur hérna megin fljóts-
ins mikla. Með honum er genginn
maður margra eðliskosta, sem
gjarnan eru kenndir við liðna tíð,
sannur klassíker. Þangað til við
heilsumst næst mun ég minnast
Ragnars Tómasar Árnasonar með
þakklæti fyrir viðkynninguna og
allt, sem ég hef af honum lært.
Valgeir Guðjónsson
Minning:
Gróa Halldórsdóttir
Örfá kveðjuorð um vinkonu
mína, Gróu Halldórsdóttur, er lést
á Elliheimilinu Grund 11. febrúar
síðastliðinn. Það hefði ekki verið
að Gróu skapi að lofsyngja kosti
hennar, en í mínum huga voru
þeir margir. Hún var alveg ein-
staklega barngóð og ekki mun ég
hafa verið gömul er hún tók mig
yfir altanið til sín. Og ef hún kom
ekki strax varð ég reið, það var
ekki oft sem hún lét mig bíða. Ár-
in liðu og alltaf var Gróa reiðubú-
in að hlusta og taka þátt í barns-
legri gleði er var á þeim árum. Oft
á dag kom ég til Gróu og sat sem
fastast, en talaði um að fara nú að
drullast heim og hlógum við Gróa
stundum að þessu orðatiltæki er
ég fullorðnaðist. Við Gróa rædd-
um oft um dauðann og báðar vor-
um við sannfærðar um líf að loknu
þessu. I síðasta skipti, núna
skömmu fyrir jól, er ég hitti hana
óvanalega hressa, töluðum við um
það að enginn færi fyrr en hans
tími væri kominn. Ég er viss um
að Gróu líður vel þar sem hún er
komin, engin veikindi framar.
Gróa missti heilsuna snemma og
var oft á sjúkrahúsum. Aldrei
heyrði ég hana kvarta en vissulega
hefur það verið erfitt. Magga syst-
ir Gróu létti mikið undir þegar á
móti blés. En síðstliðin sjö ár
dvaldi Gróa á Elliheimilinu
Grund. Við Bjössi erum þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
Gróu. Hvíli hún í friði.
Elfa Björnsdóttir
DOLBY STEREO
TT. ama EZja
Mjnoið^n cðp*"?-**'
VC-384N/S
□□
DOLBY SYSTEM
Myndsegulband VC 384
HLJÐMBÆR
ÚTVEGGJAKLÆÐNING
EINSTÖK KLÆÐNING SEM EINANGRAR
Ambit utveggjaklæðning, unnin úr trétretja-
plötum, hjúpuöum asfalti og steinsalla, náttúru-
efnum sem upplitast ekki og eru sérstaklega veöur-
þolin. Klæðningin er auk þess bæöi hljóöeinangr-
andi og eldtefjandi.
Ambit útveggjaklæöning hefur veriö notuö í meira
en 50 ár um víöa veröld og uppfyllt ströngustu
kröfur um slíka klæöningu. Island er nú í hópi
ríkja Noröur-Ameríku, Kanada, Noröurlanda og
Færeyja, þar sem hús klædd Ambit útveggja-
klæöningu fegra umhverfiö og veita húseigendum
örugga vörn gegn válegri veöráttu.
Kalmar ik“’8
VC-384
Hljóöupptaka í „Dolby"
Stereo (2 rásir, Stereo/
S.O.S.)
„Video Search". Tifaldur
hraöi á myndleitun, áfram
og aftur á bak.
• 24 klst. „Timer" 14 daga
upptökuminni, 5 pró-
grömm, 5 rásir.
• Truflanalaus kyrrmynd.
• Sjálfvirk bakspólun viö
endaöa spólu
Aðeins
42.940-
Tekur 240 mín. spólur. _ÚtbOTgUn OJEj cftlTSt
• Tengimöguleiki á fjarstýr- í/V/v/\7. “á Sex mánuðum.
ingu, 8 möguleikar.
HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999