Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 10

Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 RITSKOÐUN FEGURÐ & FRAMI Þokkinn er falur í Japan Vestrænir stjórnmálamenn taka stundum svo til orða, að þeir hafi þörf fyrir andlitsiyftingu, en eiga þó sjaldan við þá aögerð í bókstaflegri merkingu. Stjórn- málamenn í Japan, sem eru iönir við aö taka í hendur kjósenda sinna og kyssa börnin þeirra, láta sér hinsvegar ekki nægja að hressa upp á stefnumál sín, heldur er þeim svo annt um aö ganga í augun í umbjóðendum sínum, að þeir leggjast undir hnífinn til aö láta laga á sér nefið, rétta auga- brýnnar og gera aögerð á húöinni. Dr. Fumihiko Umezawa er yfir- læknir á Jujin-lýtalækningasjúkra- húsinu í Tokyo og starfa þar meö honum 20 skurðlæknar og 100 hjúkrunarfræöingar. Að sögn hans koma árlega á sjúkrahúsiö tugir stjórnmálamanna til aö láta lappa upp á útlitsgalla. Meðal annarra viöskiptavina spttalans má nefna um þrjú þús- und karlmenn, sem árlega leggjast þar inn til aö verða sér úti um þykkari augnhár og hvassara nef en náttúran hefur látiö þeim í té, í von um að fá stööuhækkun hjá stóru fyrirtækjunum. Sumir eru farandsölumenn, sem telja, að þeir geti frekar freistað húsmæöra meö áskrift aö tryggingafélagi eða selt þeim ryksugur, ef þeir eru dálítiö vestrænir aö útliti og yfirbragöi, segir Yoichi Tomizawa, aöstoöar- læknir. Traustustu viöskiptavinirnir eru þó áhyggjufullar japanskar stúlkur, sem hafa nýlokiö námi og eiga óvissa framtíö fyrir sér. Þær telja hagsmunum sínum og frama best borgiö, ef þær hafa útlitiö meö sér. Fyrír og eftir aögerdina Og þetta er ekki alveg út i hött. I grein, sem tímaritið Shukan Hos- eki birti kom meðal annars fram, aö framkvæmdastjórar hins grtö- arstóra bruna- og sjóvátrygginga- félags í Tokyo viöurkenna kinn- roðalaust aö þeir láti snoppufríöar stúlkur hafa forgang viö manna- ráðningar. Þá hefur umsvifamikill bóksali, Kinokuniya aö nafni, verið tekinn á beinið fyrir aö gefa út leiöbeiningarrit um mannaráön- ingar, þar sem hvatt er til þess aö ófríðar konur séu ekki ráðnar í vinnu. Dr. Umezawa viöurkennir, aö það geti skipt sköpum fyrir konur aö hafa útlitiö með sér, því að sæki tvær jafnhæfar um vinnu, sé sú fríöari venjulega ráöin. En hvernig vilja japönsku stúlk- urnar láta breyta sér? Yfirleitt halla þær sér aö einhverri kvenímynd, sem svífur yfir vötnum hverju sinni, og setja svo Umezawa og lækna hans inn í málin. Sumar hafa meö- feröis myndir af pop-söngkonum, fyrirsætum og kvikmyndaleikkon- um. Hinar, sem ekki eru eins vissar í sinni sök, geta valið úr vegg- myndum, sem sýna konur fyrir og eftir aögerö. Þá hefur sjúkrahúsiö gefiö út glæsilegt blaö, þar sem viöskiptavinirnir geta séö svart á hvítu ýmisleg hamskipti, sem þar hafa oröiö. Dr. Umezawa hefur greitt mörgum fyrirsætunum fé fyrir aö gangast undir aögerö á sjúkrahúsinu. Þaö er mikill handagangur í öskjunni á skurðarboröunum og margvíslegar aögeröir fram- kvæmdar af meistarahöndum. Til dæmis sá ég skurölækni skera í brjóst á konu og fjarlægja þaöan fituvefi. í öörum tilvikum eru brjóst stækkuð, sé þess óskaö. Þá sá ég aögerö á nefi, sem eigandinn vildi hafa beinna og glæsilegra en þaö haföi veriö. Dr. Umezawa er afar hreykinn af þeirri aöferö sinni að soga í burtu fitu gegnum gat á naflanum. Segir hann þessa aðferð hafa mikla kosti fram yfir skurðaö- gerö, sem óhjákvæmilega skilji eft- ir leiöinleg ör á líkamanum. Viöskiptin hafa blómstrað svo mjög, aö sjúkrahúsiö hefur fært úr kvíarnar og sett á stofn sérverzlun í næsta húsi. Þar er á boöstolum fatnaöur og annaö fínerí, sem framleitt er undir vörumerkinu Juj- in. Á okkar tímum skiptir útlit og form meginmáli. Allt er gott sem lítur vel út — þetta er lífsspeki dr. Umezawa. Hann ætti aö fara nærri um þaö sjalfur, því aö fyrir nokkr- um árum greip hann ótti við elli kerlingu, en hann stóðst henni snúning meö því aö láta hressa upp á andlitið á sér. — PETER MCGILL Fangelsuð fyrir að ljóstra upp um ósómann Júgóslavneska blaðakonan Ranka Cicak, sem fræg varö fyrir aö fletta ofan af „svínasvindl- inu“ svokallaöa, var látin laus úr fangelsi í fyrra mánuöi, tveimur og hálfum mánuöi fyrr en dómurinn kvaö á um, en ennþá er hún illa á sig komin andlega eftir vistina. Ranka var látin laus aðeins tvéimur dögum eftir aö ríkissak- sóknaranum í Júgóslavíu haföi borist bænarskjal 68 slóvenskra blaöamanna þar sem krafist var frelsis fyrir hana og að hún fengi uppreisn æru. Þremur vikum áöur höföu 62 blaöamenn í Belgrad krafist þess sama en Ranka var blaöamaöur viö dagblaöiö Vjesnik þar í borg. Ranka Cicak getur rakið raum. sínar til þorpsins Pecinici í Boj- bodina þar sem hún á lítiö sumar- hús. Þar komst hún á snoöir um, aö ekki var allt meö felldu meö greiöslurnar sem bændur fengu fyrir afurðir sínar, og taldi raunar að þar væri stórkostlegt misferli á feröinni. Hún kynnti sér málið í nokkra mánuöi og skrifaöi síöan um þaö greinaflokk og hélt því fram, aö um væri aö ræöa a.m.k. þrjár milljónir dollara, sem bændur heföu svikið út úr ríkinu. Rann- sóknarblaöamennska af þessu tagi er sjaldgæf í Júgóslavíu og vakti þess vegna mikla athygli og var málið almennt kallaö „svína- svindliö". í október 1982 komu lögreglu- menn frá Bojbodina til Belgrad og var erindið þaö aö taka Rönku Cic- ak fasta fyrir fjandsamlegan áróö- ur og fyrir aö hafa fariö Ijótum orö- um um júgóslavneska ríkiö í einka- viötölum viö þorpsbúa. Cicak var seinna dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Cicak var gagn- rýndur bæði í júgóslavneskum blööum og erlendis og hún var þá látin laus þar til áfrýjunin heföi ver- llla á sig komin andlega eftir fangavistina. iö tekin til meðferðar hjá hæsta- rétti Bojbodina. Þar var hins vegar komist aö sömu niðurstöðu um sekt hennar en fangelsisdómurinn styttur í tíu mánuði, sem var væg- ari dómur en kveöið er á um í lög- um um „glæpi" af þessu tagi og þar meö komið í veg fyrir, aö hún gæti áfrýjað málinu til alríkis- dómstólsins. Meöferöin á Rönku Cicak vakti mikla óánægju og mótmæli. Marg- i- töldu hana vísvitandi tilraun til au þagga niöur í samviskusömum blaöamanni í skjóli óljósra laga, sem hægt er aö nota gegn hverj- um sem er og hvenær sem er. Amnesty International tók aö sér málið og samtök, sem berjast fyrir réttindum blaöamanna og aösetur hafa í New York, hafa einnig veriö ötul viö aö kynna þaö víöa um heim. Fangavistin var erfiö reynsla fyrir Cicak og eftir að hún var látin laus þoröi hún ekki aö ræöa viö vini sína nema í hálfum hljóðum af ótta viö, að samstarfsmenn lög- reglunnar og útsendarar hennar væru á hleri. Hún sá þaö í fangels- inu hvernig fólk var gert aö uþp- Ijóstrurum fyrir lögregluna og seg- ist engum treysta lengur. Ekki er vitað hvort Cicak fær aö taka upp aftur sitt fyrra starf sem blaöamaöur viö Vjesnik, annað stærsta dagblaö í Júgóslavíu, en víst er, aö þessu máli er ekki lokiö. Réttarfariö í Júgóslavíu og fram- feröi lögreglunnar er enn óuppgert mál. — PETER RISTIC ÚTVARP/ SJÓNVARP Er botninn að detta úr BBC? Breska útvarpiö, BBC, er nú statt á örlagaríkum tímamót- um. Aö sjálfsögöu hefur þaö allt- af veriö vinsæll skotspónn eins og eölilegt er meö stofnun, sem er jafn ánægö meö sjálfa sig og afreksverk sín, en nú er fariö aö kveöa við nýjan tón í gagnrýn- inni. Gagnrýnendur hafa alltaf litiö svo á, að BBC væri í eöli sínu óumbreytanlegt og ævarandi, svo nátengt gildismati miöstétt- arinnar, raunsæju frjálslyndi og hæfilegri vantrú á nýbreytni í list- um, aö þaö væri ómissandi með öllu. Þess vegna hafa þeir bara beint spjótum sínum aö einstök- um vanköntum þess en ekki að stofnuninni sjálfri. Þaö er aö segja þar til nú, því aö allt í einu, í fyrsta sinn, er fariö aö efast um sjalfan tilverurétt þessarar ginn- heilögu stofnunar. Ein ástæöan fyrir þessu er heldur ólíkleg; bandarískur sjón- varpsmyndaflokkur, sem heitir „Þyrnifuglarnir" og á að gerast í Ástralíu á 19. öld en er tekinn í Kaliforníu með innfluttum keng- úrum og heimaöldum Holly- wood-leikurum. Þátturinn sló í gegn hjá áhorf- endum, nærri 16 milljónir manna sáu síðasta þáttinn, en fyrir kröfuharöa gagnrýnendur var hann eins og köld vatnsgusa beint í andlitiö. Vandlátir áhorf- endur, sem sætta sig alveg við aö lita á „Dallas" og aörar sápu- óperur af því tagi, sem dágóöa afþreyingu eða a.m.k. sem sæmilega brandara, eru líka sammála um, aö „Þyrnifuglarnir" séu upphafiö aö úrkynjuninni hjá BBC. BBC hefur tekjur sína af af- notagjöldunum, sem eru nærri 2.000 kr. á ári fyrir hvern not- anda, og þegar þau veröa endur- skoöuö á næsta ári er búist viö, aö stofnunin fari fram á 33% hækkun. Fyrir nokkru var þaö hins vegar haft eftir ónefndum ráöherra, að ákvöröunin um aö Á siöasta snúningi? sýna „Þyrnifuglana" væri ekki í samræmi viö það meginmarkmiö að vanda til dagskrárinnar og aö „hnignunin" yröi ekki til aö vænt- anleg hækkun á afnotagjöldum rynni Ijúflega í gegn. BBC hefur ekki þara „Þyrni- fuglana" á samviskunni því aö á rúmu ári hefur þaö sýnt tvo aöra þætti, „Kleópötru" og „Borgie- fjölskylduna", sem þóttu svo lág- kúrulegir, aö áhorfendum fannst beinlínis sem verið væri aö gera grín aö þeim. Svona efni er þó aöeins brot af því, sem sýnt er, og enn sem fyrr kemst enginn meö tærnar þar sem BBC hefur hælana í fréttum, fréttaskýring- um, heimildamyndum, íþróttum og barnaefni. Samt sem áöur finnst mörgum sem þessir löngu og lágkúrulegu þættir séu svik viö málstaðinn, þann góöa orö- stír, sem BBC hefur getiö sér í gegnum tíöina. Þaö hefur heldur ekki gert BBC auöveldara fyrir, aö keppi- nautarnir tveir, sem eiga allt sitt undir auglýsingum, hafa gert mjög góöa þætti og má í því samþandi minna á Ættaróöaliö, „Brideshead revisited", eftir sögu Evelyn Waughs og „Gimsteininn í krúnunni", sem byggöur er á sögum Paul Scotts um síðustu valdaár Breta á Indlandi. Verst af öllu er þaö, aö BBC hefur ekki yfir sér sama viröuleikablæ og áöur, enda gera hinar stöövarnar tvær sér far um aö höföa til vandlátari hluta áhorfenda. *> Gangur mála aö undanförnu sýnir vel þá klípu, sefn BBC hefur löngum veriö í. Fyrir afnotin af auglýsingastöövunum greiöa áhorfendur á óbeinan hátt, meö því aö kaupa þær vörur, sem þar eru auglýstar, en afnotagjöldin fyrir BBC greiöir fólk einu sinni á ári meö beinhöröum peningum og mikilli ólund. Til aö réttlæta þessi gjöld veröur BBC aö geta sýnt fram á, að þaö nái augum og eyrum verulegs hluta þjóöar- innar. Ef þaö á fyrir stofnuninni að liggja aö veröa aðeins skemmtan tiltölulega fárra, er máliö þar meö falliö um sjálft sig. Samtimis þessu veröur BBC aö gæta viröingar sinnar sem vandfýsinn og kröfuharöur fjöl- miöill. Ef þaö leyfir sér aö þjóöa upp á sömu súpuna af sápuóper- um og ómerkilegum hasarmynd- um og auglýsingastöövarnar er máliö líka þar meö falliö um sjálft sig. — LAURENCE MARKS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.