Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 14

Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 POLICE Vinsælasta rokktríó heimsins „Ég held að það hafl skipt veru- lega miklu, að við fengum að þrosk- ast vel áður en vinsældabylgjan reið yfir okkur,“ sagði Sting, bassaleik- arí Police, í viðtali fyrir skömmu. „Þegar við gáfum Synchronicity út vorum við undir það búnir, að platan fengi frábærar viðtökur. Við vissum, að okkur tækist auðveldlega að selja 5 milljón eintök af plötunni og viss- um líka, að slík sala myndi ekki koma okkur neitt á óvart. Ég á meira að segja von á, að næsta plata okkar seljist enn betur. Þetta er ekkert grobb, einunigs byggt á töl- fræðilegum staðreyndum,** bætti hann við. Þótt einhverjum kunni að þykja ummæli Sting digurbarkaleg hef- ur hann og félagar hans í Police, Stewart Copeland og Andy Summ- ers, vel efni á því að bera sig karlmannlega. Það er nokk sama hvar er borið niður á jarðarkringl- unni, vinsældir Police virðast alls staðar hinar sömu. Nýjasta dæmið er frá Bandaríkjunum. Lesendur hins virta tímarits Rolling Stone útnefndu Police hljómsveit ársins, Synchronicity plötu ársins og lag- ið Every Breath You Take lag árs- ins. Feikilegar vinsældir Vinsældirnar í Bandaríkjunum eru slíkar, að Police hefur verið á nær stöðugu tónleikaferðalagi vestra frá því snemma sl. haust. Eftirspurnin er slík, að líkast til gæti hljómsveitin hafið aðra hringferð þegar þessari lýkur loks. Þremenningarnir munu ekki sitja auðum höndum þótt tónleikahald- inu ljúki um sinn. Leggja þarf síð- ustu hönd á tónleikaplötu, sem væntanleg er með vorinu. Þá þarf Sting að greiða úr þeirri flækju, sem hann er í kominn vegna kvikmyndatilboða víðs vegar að. Sting segir svo frá: „Margir þekktir leikarar sóttu tónleika okkar í Lundúnum fyrir nokkru. Einn þeirra kom til mín eftir eina tónleikana og sagði: „Af hverju langar þig svona óskaplega að leggja út á leiklistarbrautina? Þú ert í einhverju eftirsóttasta hlut- verki sem um getur. Þú hefur fullt vald yfir áheyrendum, þú semur góð lög og texta og hljómsveitin leikur frábærlega. Og svo viltu endilega verða leikari!““ Hann heldur áfram hlæjandi: „Ég á sosum ekki von á því að leggja leiklistina alfarið fyrir mig. Fyrir mér býður leiklistin upp á skemmtileg verkefni, sem mig langar til þess að takast á við. Ég held líka, að ég gæti orðið sæmi- legasti leikari." Hann gerði stutt hlé á máli sínu og sagði síðan: „Leiklistin gerir mér kleift að sjá sjálfan mig í nýju ljósi." Enginn dans á rósum Þótt vinsældir Police séu nú meiri en nokkru sinni er ekki hægt að hafa þau orð um tríóið að hér fari tískubóla. Allt frá árinu 1976 hafa þremenningarnir verið á ferðinni og fyrstu árin voru ekki neinn dans á rósum, fjarri því. Upphafið að stofnun Police má rekja til upplausnar hljómsveitar- innar Curved Air. Stewart Cope- land, f. 16. júlí 1952, barði húðir í þeirri sveit og þótti góður. Hann var að auki svo ánægður með sjálfan sig, að hann skrifaði ítrek- að lesendabréf í dálka New Musi- cal Express, þar sem hann hældi sjálfum sér í hástert. En sjálfshól- ið kom ekki í veg fyrir, að Curved Air leystist upp. „Það rann skyndilega upp fyrir mér, að allt heila draslið var ekk- ert annað en allsherjar skrípaleik- ur,“ segir Copeland um þetta tímabil. „Það skipti engu máli hvað við gerðum, við vorum skuld- um vafðir upp fyrir haus.“ Hann sagði því skilið við Curved Air og lagði höfuðið í bleyti. Út- koman varð í hnotskurn sú, að hann vildi stofna hljómsveit, sem skipuð væri vinnuþjörkum og hefði eins litla yfirbyggingu og kostur væri. Síðan yrði bara að vona að allt gengi upp. Ekki þarf að leiða að því getum, að Copeland grunaði aldrei á þessum tíma hver framtíð hans átti eftir að verða. I miðju lagi á tónleikum. Sting rakar sig fyrir tónleika. hafði komið ótrúlega víða við á ferli sínum. Var hins vegar í lé- legri sveit þegar þeir Copeland og Sting ræddu við hann. Það tók þá enda ekki langan tlma að sann- færa hann um að söðla um. Þrátt fyrir mannabreytingarn- ar varð engin stökkbreyting á hög- um Police þótt tónlistin tæki breytingum. Lög Sting tóku nefni- lega að verða ráðandi á efnisskrá sveitarinnar. Sveitin gaf út tveggja laga plötu, sem rétt náði að seljast fyrir kostnaði og fram- stöðum náðu þeir að vekja á sér athygli og er þeir sneru heim á ný voru þeir með fullar hendur fjár. Þrátt fyrir velgengnina nú á dögum segist Sting stundum verða hundleiður á rokkinu. „Stundum finnst mér þetta allt saman vera orðið rotið og myglað, en síðan koma dagar þegar mér finnst ekk- ert listform heppilegra til þess að koma hugsunum mínum á fram- færi.“ Fljótlega eftir tónleikaferðina um Bandaríkin kom fyrsta „Ömurleg lög“ Upphafið varð sem fyrr sagði brösótt eins og títt er hjá popp- hljómsveitum. Copeland gróf upp gítarleikara að nafni Henry Pado- vani og síðar Sting (skírnamafn Gordon Matthew Sumner), f. 2. október 1951. Padovani var enginn snillingur á hljóðfærið, en það var kraftur í honum. Copeland samdi upphaflega nær öll lögin og það voru einmitt lagasmíðar hans, sem leiddu til fyrstu árekstranna á milli hans og Sting. „Mér fannst lögin hans ömurleg," sagði Sting eitt sinn um tónsmíðar Copeland. Framan af ferlinum var tónlist- in hjá Police nær einvörðungu pönk og Sting var ekki alls kostar sáttur við hana. Hún tók þó breyt- ingum og fljótlega gerðu þeir tveir sér grein fyrir því, að hæfileika- skortur Padovani varð þeim æ meiri fjötur um fót. Þeir ákváðu því að losa sig við hann í eitt skipti fyrir öll. Þeir kynntust Andy Summers, f. 31. desember 1942, á tónleikum í París. Summers hafði orð á sér fyrir að vera góður gítarleikari og Police-tríóið; Stewart Cope- land, Sting og Andy Summers. tíðin lofaði ekkert sérstaklega góðu. Miles á æfíngu En svo var það dag einn, að Mil- es, bróðir Stewart, mætti á æfingu hjá þremenningunum. Eftir að hafa lýst öllum lögunum sem „al- geru drasli" léku þeir fyrir hann lagið Roxanne. Hann heillaðist gersamlega, tók lagið upp á seg- ulband, fór með upptökuna til A&M-plötufyrirtækisins, sem gleypti við því. Gaf það út á tveggja laga plötu og Miles gerðist umboðsmaður sveitarinnar. Roxanne sló þegar í gegn í Bretlandi jafnvel þótt breska út- varpið, BBC, skirrðist við að leika lagið á þeim forsendum að í text- anum væru ýmis vafaatriði. Frægðin í Bandaríkjunum lét hins vegar bíða eftir sér. Það var ekki fyrr en Miles datt í hug að fara með hljómsveitina vestur um haf þótt aurarnir væru heldur betur af skornum skammti að hjólin tóku að snúast. Með herkjum tókst strákunum að öngla saman fyrir flugfari með Laker-félaginu. Með því að leika í öllum tiltækum klúbbum og smá-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.