Morgunblaðið - 11.03.1984, Side 21

Morgunblaðið - 11.03.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 69 best að vitna beint í frásögnina í „Svanasöng": — Guðmundur hafði árum saman reynt að fá sigurkufl af barni. Loks gat einhver vina hans náð í hann og gaf honum. Skömmu síðar, er útlit var fyrir fárviðri, lagði hann af stað. Sjálfur sat hann á traustum og góðum hesti og teymdi áburðarhest með hrosshúðunum. Hann fór eins og leið liggur frá Ölvaldsstöðum upp að Svignaskarði. Og þaðan hina fornu leið að Langavatni. Veður fór sífellt versnandi og var nálega óstætt er hann kom að vatninu. Hann kom hestunum í skjól og batt þá rammlega. Tók svo húðirnar og fór með þær niður á vatnsbakkann til að hafa þær við höndina. Breiddi úr þeim og ætlaði að njörva niður með grjóti. En áður en hann fengi gjört svo, skall á fárlegur svipti- bylur og missti hann eina húðina í vatnið. Ekki vildi hann hætta við veið- arnar, þrátt fyrir þetta. Enda kom í hann veiðihugur, er hann sá hin- ar gulllitu geddur brölta og bylt- ast í ölduföldunum. Tók hann nú vað og að agni hafði hann þrjá gullhringa. Þeir eiga að vera þrír, svo að veiðin heppnist. Guðmundur kastaði færinu útí síðan fram og til baka í rúman hálftíma áður en hann sleit línuna og fór sína leið. Það voru til geysi- leg tröll þarna, við fréttum af ein- um sem var 23 pund. I maga hans fundust 7 toppandarungar. — Svo mörg voru þau orð. Það mun þó satt vera, að yfirleitt er silung- urinn fremur smár í Langavatni, þó miklar skepnur séu þar til. Er svo oft í vötnum þar sem bleikja ræður að mestu ríkjum, netaveiði er engin og stangaveiði langt frá því nógu mikil til að grisja stofn- inn. En þjóðsögurnar segja að ým- islegt dularfullt byggi Langa- vatnsdal. Kunn saga og sönn segir að á síðustu öld hafi nautahópum verið beitt í Langavatnsdal. Voru þau einkum á Beilárvöllum við suðausturhorn vatnsins. Eitt sinn er að var komið, sáust nautin hvergi, en er betur var að gáð, fundust þau öll í vatninu og öll . steindauð. Engin skýring fékkst á þessum atburði, en ýmsar sagnir hljóta að hafa skotið upp kollin- um. En eftir þetta var nautabeit hætt með öllu í Langavatnsdal. Sagnir segja, að það sé meira en silungar sem byggi vatnið sjálft. Ekki er það nykur eða skrímsli, svo sem algengast mun vera af furðufyrirbærum í íslenskum vötnum. Nei, í Langavatni eru eitraðar vatnageddur. Sagt er, að þær séu raunar víða í vötnum landsins, einkum á Vestfjörðum. Geddurnar hafa ýmsar náttúrur sem gerði það að verkum að galdramenn sóttust mjög eftir þeim. Kann það að vera skýringin á því að þær voru einkum í vötn- um á Vestfjörðum. Hvergi voru fleiri galdramenn en einmitt þar. í bók eftir Björn J. Blöndal sem ber heitið „Svanasöngur" er greint frá kvikindum þessum. Verður hér endursagt: Sagan er af manni sem vildi endilega næla sér í vatna- geddu, hét hann Guðmundur Ingi-| mundarson. Hann aflaði sér ýmiss konar vitneskju um hvernig fara skyldi að. Sagt var, að hún veidd- ist helst á undan óveðri, helst mannskaðaveðri, og ekki þýddi að bjóða henni aðra beitu en skíra gull. Svo var ekki nóg að ná henni á land, þá vandaðist fyrst málið, ef svo mætti að orði komast, því hin eitraða gedda var vandmeð- farin, ætlaði veiðimaður sér að halda heilsu. Guðmundur varð að afla sér sigurkufls af barni og þriggja hrosshúða. Vegna þess að geddan mátti ekki snerta bert hold, þá varð hann auk þess að hafa með sér smíðatöng til að klípa í gedduna og setja hana í sigurkuflinn. Síðan átti að vefja hrosshúðunum utan um pakkann. Ekki er þess getið hvað Guð- mundur ætlaði að gera við gedd- una, en sem fyrr segir, hafði hún margar náttúrur sem þægilegar voru galdramönnum og gerðu hana eftirsótta í þeirra augum. Ein náttúran var sú, að ekki var til svo magnaður draugur, að hann kæmist upp úr gröf sinni ef gedda var lögð á hana. Guðmundur fór tvær ferðir fram að Langavatni til að freista þess að ná geddu og héðan af er vatnið og fljótlega greip gedda gullið og dró Guðmundur hana á land. Hann tók nú eldtengur sínar og kom geddunni í sigurkuflinn og batt vel fyrir. Töngunum kastaði hann af hendi út í vatnið, eins langt og hann gat. Svo bjó hann um gedduna í hrosshúðunum tveim. Hugði, að allvel myndi duga, og hélt af stað heim. Veðrið var með eindæmum vont og varð Guðmundur að ríghalda sér á hestinum. Er hann var skammt frá Tandraseli, kippti áburðarhesturinn þjösnalega taumi úr höndum hans. Sá hann þá, að húðirnar voru brunnar af eitri geddunnar og hesturinn skaðskemmdur. Og þarna sá Guð- mundur gedduna smjúga í jörð niður og hverfa. Hann komst til bæjar í Tandraseli, blautur og hrakinn mjög. Nokkrum árum síðar eignaðist Guðmundur sigurkufl af barni. Aftur lagði hann leið sína að Langavatni og í óveðri. Þrjá gullhringa hafði hann að agni. En geddan leit ekki við beitunni, þó að Guðmundur sæi hana brölta í landbárunni við fætur sér. Löngu seinna komst hann að raun um, að einn af hringunum, sem hann hafði þá að agni, var falskur. Gullroðinn, ódýr málmur. Þóttist hann þá vita, hvers vegna geddan hefði ekki tekið beituna." Sjálfsagt eru fleiri sögur til um undrahluti og atburði í Langa- vatnsdal, en skal hér látið staðar numið. Eftir sem áður munu veiði- og ferðamenn vera sumargestir í dalnum, en þeir ættu ekki að kippa sér upp við þó þeir verði varir við nautahjörð, kirkju- klukknahljóm ... eða geddur. Texti: Guðmundur Guðjónsson Teikningar: Herdís Benediktsdóttir vatnsdal, að stúlkan stal hesti til að flýta sér heim með vistirnar. Bjargaði það lífi þeirra. En stuld- urinn vitnaðist og var mæðgunum gert að sæta ómannúðlegri refs- ingu fyrir vikið. Er þær höfðu hana út tekið, fluttust þau vestur undir Jökul og dalurinn fór í eyði á nýjan leik. Risasilungar, vatnageddur og fleira illskýranlegt Langavatnsdalur hefur líklega búið búendum sínum sæmilega lífdaga á sumrum. Dalurinn er grösugur á köflum og gott sauða- land. Þá hefur frá ómunatíð verið mikill silingur í Langavatni og sagt er, að þar séu til mjög stórir fiskar. Bæði urriði og bleikja eru í vatninu og er urriðinn fáliðaðri en mun stærri. Greinarhöfundur hef- ur séð vatnableikju sem veiddist í Langavatni fyrir nokkrum árum. Var það hinn myndarlegasti fisk- ur, 5 pund að þyngd. Dálítið var af fólki við vatnið er fiskurinn var á land dreginn og dáðust allir að. Undrun kom þó í svip flestra, er veiðimaður gerði að stórfiskinum í lækjarsytru skömmu síðar. Bar þar fyrst fyrir sjónir hálfmelta bleikju, sem í lifanda lífi hefur vegið um það bil % úr pundi. Þótti mönnum bæði fróðlegt og sér- kennilegt að sjá slíkt. En er hreinsað var innan úr fiskinum, varð undrun manna margfalt meiri. í maga bvleikjunnar gat að líta önglalausan íslandsspón, 7 grömm að þyngd, sem er algeng- asta stærð áf því veiðarfæri fyrir silungsveiðar. Hvað varð af öngl- unum? Og hvað hafði gripurinn lengi verið í maga fisksins? Hafði bleikjan kyngt spóninum er öngl- arnir ryðguðu burt? Já, það er von að spurt sé. En sumum þætti þessi 5 punda silungur ekki merkilegur við hlið- ina á þeim fiskum sem til eru í vatninu. I bókinni „Varstu að fá hann“, sem er viðtalsbók við stangaveiðigarpa, segir Garðar H. Svavarsson kaupmaður um Langavatn: — Ég á margar góðar minn- ingar frá silungsveiðum og það er synd hvað maður hefur stundað slíkar veiðar lítið síðustu árin. Veiðiklúbburinn Strengur var með Langavatn á Mýrum á leigu í nokkur ár á sjöunda áratugnum og þá lögðum við vegarslóðina sem farin er enn í dag. Það var mikið ævintýri að standa 1 því. En við fórum yfirleitt í Langavatnið snemma sumars og renndum þá fyrir stórurriðana sem þar eru til. Eg veiddi aldrei tiltakanlega stór- an urriða, fékk þó 5, 8 og 13 punda fiska. Sveinn Kjarval heitinn var í þessum félagsskap og ég fór einu sinni út á bát með honum skammt frá upptökum Langár. Hann ætl- aði að reyna nýja veiðiaðferð sem var í því fólgin að hann var bæði með stóra pungsökku og gott flotholt til þess beitan maraði á góðu dýpi. Beitan var hálf bleikju- murta. Við vorum á báti og rerum fram og til baka. Hann fékk væna fiska, en líklega hefur hann verið stærstur sem við sáum aldrei. Hann tók beituna og dró bátinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.