Morgunblaðið - 11.03.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984
77
poppfréttir
Fjórmenningarnir í 'A7 spóka sig mcð Austurvöll í baksýn.
Hljómsveitin V27 frá Akureyri í Járnsíðuspjalli:
Grunaoi aldrei ao vio ættum
eftir að leika þessa tónlist
ÞEGAR Akureyri og popptónlist
ber á góma í sömu andránni kem-
ur venjulega aðeins eitt upp í hug-
ann: BARA-Flokkurinn. En enginn
skyldi halda. aö á Akureyri þrifust
ekki fleíri sveitir. Vi7 er ein nokk-
urra sveita, sem berjast við
BARA-Flokkinn og allar hinar um
athyglina. Til þessa hefur baráttan
gengiö bærilega því flestum ber
saman um að 1A7 komi næst
BARA-Flokknum af akureyrsku
hljómsveitunum.
V47 er skipuð fjórum frískum
strákum og einni hurö. Er hurðin lík-
ast til sú eina sinnar tegundar í tón-
listar„bransanum“. Hún fylgir fjór-
menningunum hvert sem þeir fara.
Þeir láta vel af henni, segja hana
þægilega í meöförum, auk þess sem
henni bregöist aldrei bogalistin á
tónleikum. Nánast sterkasti hlekk-
urinn í sveitinni. Þaö besta er þó, aö
hún mótmælir aldrei þvi sem viö
hana er sagt.
Fjórir frískir sveinar
En þaö voru hinir holdi klæddu
meðlimir Vi7, sem ætlunin var aö
kynna. Jón Haukur Brynjólfsson
heitir sá, sem mest ber á. Hann leik-
ur á bassa og sér um söng. Þráinn
Brjánsson lemur húðirnar, Jóhann
Ó. Ingvarsson sér um hljómborös-
leikinn og Kolbeinn Gíslason leikur
á gítar.
Járnsíðan hitti hljómsveitina aö
máli á kaffihúsi í miðborginni einn
laugardag fyrir nokkru og lagöi fyrst
fyrir þá spurninguna hversu gömul
sveit 'A7 væri.
„Nafnið er oröiö nokkuö gamalt,
en í núverandi mynd er hljómsveitin
ekki ýkja gömul. Mannabreytingar
hafa verið nokkuö tíðar, en þó hafa
ekki nema 6 menn gist sveitina. Þaö
hefur þó nægt til þess aö mynda
fimm mismunandi útgáfur," sagöi
Jón Haukur. Fjöldi möguleika er enn
fyrir hendi, en ef marka má ummæli
fjórmenninganna (Kolbeinn mætti
þó ekki fyrr en rétt í lokin) hafa þeir
áhuga á aö halda sveitinni í þessari
mynd. „Kolbeinn var sá, sem kom
síöastur inn í núverandi mynd sveit-
arinnar. Var þó einn af stofnendum
hennar," bætti hann viö.
Vantar nýjan Bubba
Er tónlistarlífið sæmilega fjörugt
á Akureyri?
„Það er ekki svo dauft,“ sögöu
strákarnir, „en vandinn er bara sá
að Akureyringar viröast ekki hafa
mikinn áhuga á aö hlusta á hljóm-
sveitirnar í bænum. Þaö viröist eitt-
hvaö spennandi þurfa aö gerast til
þess aö hrista upp í þessu á ný.
Einhvern nýjan Bubba. Annars er
samstarfiö á milli hljómsveitanna
ekki nógu gott. Hálfgerður rígur ríkj-
andi, en þó ekkert í líkingu við það.
sem látiö var liggja aö í viötaii
okkur í Degi fyrir nokkru. Þaö
orðum aukiö. Þú mátt bæta
að Pálmi í Bimbó hefur verið or
mjög hjálplegur.”
Fáið þið þá fá tækifæri til að
spila?
„Já, tækifærin eru ekki ýkja
mörg, enda erum viö komnir alla
leiö hingaö til Reykjavíkur til þess
aö spila. Viö höfum efnt til tvennra
tónleika á Akureyri að undanförnu,
aörir gengu ágætlega, hinir voru
ekki svo góöir.“
V47 er nú aö komast á fullt skriö
eftir nokkuð langt hlé. Sjö mánuöir
voru þaö víst, sem sveitin lá í dvala.
Aö sögn strákanna má e.t.v. aö ein-
hverju leyti rekja deyfðina þessa 7
mánuöi til þeirra sjálfra, áhuginn
kannski ekki verið nógu brennandi
og trúin á sjálfan sig ekki fyrir hendi.
En nú á að hefja nýtt líf. Ég spuröi
þá aö því hvort þetta langa hlé heföi
skilað sér í breyttri tónlist.
„Já, tónlistin hefur gerbreyst hjá
okkur. Viö erum aö spila tónlist
núna, sem okkur heföi aldrei grunað
aö við ættum eftir aö spila þegar viö
byrjuðum. Viö vorum orönir mjög
þungir, bæöi tónlistarlega og and-
lega, áöur en við tókum þetta um-
rædda langa hlé. Þaö var ekki fyrr
en viö settumst niöur og lögöum
máliö niður fyrir okkur, aö ákveöin
hugarfarsbreyting varð hjá okkur.
Áöur fyrr var þetta hreint og klárt
rokk hjá okkur. Kannski má segja
aö tónlistin hjá okkur sé ennþá
hreint og klárt rokk, en miklu fág-
aðra en fyrst. Lögin spanna áhrif allt
frá U2 yfir í Japan. Þá finnst okkur
sem þróunin hjá okkur sé miklu ör-
ari nú en áöur var.“
Vorum helv ...
sárir
Hvað var það eiginlega sem
orsakaöi þessa hugarfarsbreyt-
ingu?
„Ja, viö getum nú þakkað hana
aö talsveröu leyti „mixer“-mannin-
um okkar, honum Sigurði Árna Sig-
urðssyni. Hann kom á tvær æfingar
hjá okkur og steinþagöi allan tim-
ann. Viö héldum náttúrlega aö hann
væri bergnuminn af hrifningu, en
þaö var þá hiö gagnstæða. Hann
rakkaöi tónlistina niöur hjá okkur og
viö munum það vel að viö vorum
helv... sárir út í hann fyrst. Fórum
svo aö hugsa málið og uröum fljótt
sammála honum."
Hvað er framundan hjá ykkur?
„Ekkert sérstakt, a.m.k. ekkert
fastmótaö prógramm. Við veröum
aö fara að reyna að fá að spila ann-
ars staöar en á Akureyri, þaö geng-
ur ekki lengur aö einskoröa sig viö
heimaslóöir. Annars höfum viö leik-
iö á Króknum (Sauðárkrók) viö
ágætar undirtektir og á leiöinni
hingaö suöur komum við viö á Bif-
röst. Úr þvi stoppi uröu einhverjir
þeir skemmtilegustu tónleikar, sem
viö höfum staöið aö. Það var taum-
laust fjör þótt margmennið væri
ekki beint til trafala.“
Einhver lokaorð?
„Er hún ógift sú?“
Bárujárnsunnendur saman undir einum hatti:
Stofnfundur klúbbs
í Safari á þriðjudag
„Við ætlum okkur aö verða
stærri en Albert," hrópaöi Eiríkur
Hauksson, söngvari Drýsils, yfir
gesti Safari á fimmtudag um leiö
og hann vakti athygli manna á
stofnfundi félags íslenskra báru-
járnsunnenda, sem tilkynntur
haföi verið hálfri klukkustundu
áður.
Já, loksins hefur veriö ákveöiö
aö ráöast í stofnun þessa klúbbs,
sem skýrt var frá á Járnsíöunni
fyrir nokkrum vikum. Stofnfundur-
inn fer fram í Safari á þriöjudag kl.
20.30 og er þar öllum heimill að-
gangur, ungum sem öldnum, há-
um sem lágum.
Eins og skýrt hefur veriö frá er
megintilgangur klúbbs þessa aö
efla samstööu þárujárnsunnenda
hér á landl. Þaö er þó ekki eini
tilgangurinn þvt uppi eru hug-
myndir um kynningu á nýjum plöt-
um og myndböndum, útgáfu
fréttabréfs og jafnvel ritraöar um
helstu bárujárnsflokkana svo og
undirbúning hópferöar á rokkhá-
tíðina viö Castle Donington í
sumar o.fl. o.ffl.
Um leiö og allir þeir, sem áhuga
hafa á að vera með í klúbbnum,
eru hvattir til þess aö fjölmenna í
Safari kl. 20.30 (ath! ekkert kostar
inn) á þriöjudag er þeim, sem
skrifaö hafa Járnsíðunni bréf
vegna fyrirhugaörar stofnunar
þessa klúbbs, bent á að sökum
timaskorts var ekki unnt aö hafa
samband við þá nú fyrir helgina.
Búi menn á Reykjavíkursvæöinu
er bara að drífa sig í Safari. Utan-
bæjarmenn, sem veriö hafa í sam-
bandi viö Járnsíöuna, fá fregnir af
stofnfundinum bréfleiöis.
Þá er rétt aö geta þess í lokin,
aö Ófeigur Ofeigsson á Akureyri
hefur tekiö aö sér að safna saman
nöfnum þeirra, sem áhuga hafa á
aö ganga í útibú klúbbsins þar i
bæ. Hægt er að komast í sam-
band viö Ófeig i síma 24331 eftir
kl. 19 á Akureyri.
VINSÆLDALISTARNIR
Vinsældalisti Tónabæjar og
Járnsíðunnar fyrirfannst hvergi
þegar grípa átti til hans í síð-
ustu viku. Skýringin var ofur
einföld þegar að öllu var gáð —
hann var einfaldlega ekki valinn
þá vikuna. Herranótt MR lagði
nefnilega húsið undir sig á
þriðjudag í fyrri viku. Listinn er
annars hér kominn:
1 BREAK MY STRIDE/Matthew Wilder
2 JUMP/Van Halen
3 LOVE TRAP/Astaire
4 RADIO GA GA/Queen
5 HERE COMES THE RAIN AGAIN/Eurythmics
6 SHAME/Astaire
7 RELAX/Frankie Goes to Hollywood
8 I AM WHAT I AM/Gloria Gaynor
9 BREAK DANCE/lrene Cara
10 RUNNING WITH THE NIGHT/Lionel Richie
Bretland - litlar plötur
1 ( 1) 99 RED BALLOONS/Nena (4)
2 ( 3) JOANNA/Kool and the Gang (3)
3 ( 2) RELAX/Frankie Goes to Hollywood (9)
4 ( 4) WOULDN’T IT BE GOOD/Nik Kershaw (4)
5 (11) STREET DANCE/Break Machine (3)
6 ( 6) SOMEBODY’S WATCHING ME/Rockwell (4)
7 (10) RUN RUNAWAY/Slade (3)
8 ( 8) AN INNOCENT MAN/Billy Joel (3)
9 ( 5) DOCTOR DOCTOR/Thompson Twins(6)
10 (20) JUMP/Van Halen (2)
11 (—) BOLERO/Michael Reed Orchestra(l)
12 (14) HIDE AND SEEK/Howard Jones (3)
13 (19) I GAVE YOU MY HEART/Hot Chocolate (2)
14 (15) LET THE MUSIC PLAY/Shannon (4)
15 (17) GET OUT OF YOUR LAZY BED/Matt Bianco (2)
16 ( 7) RADIO GA GA/Queen (6)
17 ( 9) MY EVER CHANGING MOODS/Style Council (4)
18 (12) BREAK MY STRIDE/Matthew Wilder (7)
19 (—) BREAKIN' DOWN/Julia & Co (1)
20 (13) GIRLS JUST WANT TO HAVE FUN/Cyndi Lauper (7)
Bretland - stórar plötur
1(1) INTO THE GAP/Thompson Twins
2 (—) THE WORKS/Queen
3 ( 3) AN INNOCENT MAN/Billy Joel
4 ( 5) THRILLER/Michael Jackson
5 ( 2) THE SMITHS/The Smiths
6 ( 4) TOUCH/Eurythmics
7 ( 6) KEEP MOVING/Madness
8 (10) CAN’T SLOW DOWN/Lionel Richie
9 ( 7) SPARKLE IN THE RAIN/Simple Minds
10 (—) HUMAN RACING/Nik Kershaw
Bandaríkin - litlar plötur
1 ( 2) 99 LUFTBALLOONS/Nena
2 ( 3) GIRLS JUST WANT TO HAVE FUN/Cyndi Lauper
3 ( 1) JUMP/Van Halen
4 ( 5) THRILLER/Michael Jackson
5 ( 9) SOMEBODY’S WATCHING ME/Rockwell
6 ( 6) NOBQDY TOLD ME/John Lennon
7 ( 4) KARMA CHAMELEON/Culture Club
8 ( 8) LET THE MUSIC PLAY/Shannon
9 (10)1 WANT A NEW DRUG/Huey Lewis and the News
10 (15) HERE COMES THE RAIN/Eurythmics
Af listafólki
★ Fremur rólegt er yfir breska
listanum aö þessu sinni og Nena
situr sem fastast i efsta sætinu
meö stríðssönginn sinn 99 Red
Balloons.
+ Joanna meö Kool and the
Gang er komið í annaö sætiö og
er þetta vinsælasta lag þeirra til
þessa í Bretlandi. Svalur og
gengi hans höföu áöur komist
hæst í 3. sætiö meö laginu Get
Down on It í janúar 1982.
★ I fimmta sætinu sitja þrír ungir
blökkusveinar frá Queens-hverf-
inu í New York. Auk þess aö
syngja eru þessir strákar miklir
snillingar í hinum svokallaöa
breakdance enda kalla þeir sig
Break Machine.
★ Hiö taktfasta tónverk franska
tónskaldsins og pianóleikarans
Ravel, Bolero, situr í 11. sætinu.
Skautadanspariö Christopher
Dean og Jayne Torvill slógu ein-
mitt í gegn á vetrarólympíuleik-
unum í Sarajevo meö dansi sín-
um viö þetta lag. Vinsældir
þeirra, ekki síöur en lagsins
sjálfs, eru með ólíkindum í Bret
landi þessa dagana.
★ Thompson Twins eiga enn
mest seldu breiöskifuna, en
Queen renndi sér rakleiöis inn í
3. sæti listans meö Works. Þetta
er 13. breiðskífa fjórmenning-
anna í Queen.
* Nik Kershaw er ungur Breti
sem skotiö hefur upp á stjörnu-
himininn á síöustu vikum, fyrst
meö laginu Wouldn’t It Be Good
og nú meö breiðskífunni Human
Racing. Hún situr í 10. sætinu
eftir einnar viku sölu.