Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 31

Morgunblaðið - 11.03.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 79 Sigurvegarinn, Óli Laxdal, en hann fór hringinn á 29 höggum. Morgunblafti9/Fri6þj6fur Nokkrir stjórnendur mótsins. Lengst til vinstri er Ottó Pétursson keppn- isstjóri, sitjandi er Jóhann Einarsson ritari, þá María Fjóla Pétursdóttir féhirðir og standandi er Gunnlaugur Jóhannsson. Broadway Óvenjuleg golfkeppni fór fram í Broadway sunnudaginn fyrir hálfum mánuði, 117 kylfingar þreyttu keppni í innanhúspoti, eöa mini-golfi, sem Golfklúbbur Ness (Nesklúbburinn) stóð fyrir í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá stofnun klúbbsins. Þetta var 18 holu keppni og tókst með afbrigðum vel, að sögn formanns NK, Sigurðar Runólfssonar. Sigurvegari mótsins var Óli Laxdal í GR, sem ekki hefur snert á kvlfu í áraraðir, að eigin sögn. Óli fór hringinn á 29 höggum, eða 7 undir pari, sem var 36. Fyrir vikið vann hann til utanlandsferðar á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. „Það er greinilegt að golfarar eru í góðu forrhi um þessar mundir, því fjöldinn allur fór hringinn undir pari," sagði Sig- urður Runólfsson. „í öðru sæti var Pétur Orri Þórðarson frá NK, en hann fór hringinn á 30 höggum. Jón Ögmundsson var þriðji, með 32 högg. Þeir félagar fengu önnur og þriðju verðlaun, djúpsteikingarpott og hrærivél." Þrautirnar voru, eins og geng- ur, margar og mismunandi. Beinar brautir með torfærum, gervigras og plastbretti sem lá í mildum sveig upp að tunnu og þurftu menn að sýna nákvæmni mikla til að slá kúluna alla leið á tindinn án þess að hún endasent- ist yfir tunnuna og út í hrjóstur. Sagði Sigurður að þessi hola hefði reynst mörgum kappanum ofraun. Fjöldi kvenna tók þátt í mót- inu, og virtust þær fóta sig einna best á gervigrasinu, hvernig sem á því stóð. Sigurður sagði að þess hefði verið stranglega gætt að enginn færi æfingaferð áður en sjálf keppnin hæfist, en þó var mönnum frjálst að fara eins margar umferðir og þeir komust yfir. Mjög margir fóru 36 holur, og þó nokkrir 72. Ólafur A. Ólafsson býr sig undir erfitt högg. Guðmundur Á. Geirsson, þjónn á Björgvin Þorsteinsson reynir við áttundu holuna, sem margir sprungu á. Esju, sprcytir sig á plastbrettinu. Jóhann Reynisson, Gunnar Hjartarson og tveir ungir sveinar fylgjast með. r Afmælisbarnið, Ási í Bæ, í hörkuformi á sjötíu ára afmæliskvöldvökunni 27. febrúar sl. Ljósmyndir Mbl. KÖE. Húsfyllir var í Norræna húsinu á afmæliskvöldvöku með Ása í Bæ 27. febrúar sl. en þar komu fram fjölmargir listamenn sem sungu lög og Ijóð Asa í Bæ, en mörg laga hans og Ijóða hafa lifað góðu lífi með þjóðinni í áratugi. Alls voru 24 lög fiutt á kvöldvökunni sem nær 200 manns sóttu og var feikileg stemmning í húsinu, enda tóku kvöldvökugestir lagið með fiytjend- um svo undir tók. Árni Johnsen stjórnaði kvöld- vökunni, en auk afmælisbarnsins sungu Árni, Halldór Kristinsson, Haukur Mortens, Svanhildur og Ólafur Gaukur, Páll Steingríms- son, Guðrún Ölgeirsdóttir og meðal hljómlistarmanna sem léku í Bæjarsveitinni þetta kvöld voru Gísli Helgason, Ingi Gunnar Aðalsteinsson, Arnþór Helgason og Grettir Björnsson. Auk söngs las Ási í Bæ upp úr verkum sín- um. Afmælisbarninu barst fjöldi gjafa og heillaskeyta og m.a. kom blómakarfa frá bæjarstjórn Vest- mannaeyja og Guðjón ólafsson listmálari og Þorsteinn Sigurðs- son frá Blátindi færðu Ása mál- verk frá Eyjum. Hörkustuð á afmæliskvöldvöku Asa í Bæ Kvöldvökugestir sungu með af hjartans list eins og sjá má. Sungið og leikið á gítar, fiðlu (veggmynd), flautu, bassa og píanó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.