Morgunblaðið - 11.03.1984, Síða 36

Morgunblaðið - 11.03.1984, Síða 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1984 -v V- „'ycqcx ej \Jaf á p\num aldri, gat 'eg hlaupib 1OO metrana. á. 17. m’inútum." ást er... ... aðeins upphafið TM Rag U S. Pat OfT-aN rights resatved •1984 Los Angetes Times Syndtcate Með morgunkaffinu m>Kf Flýtid vkkur, ég skal segja ykkur hvernig myndin endar! I’ú veist að það er saumaklúbbur í kvöld ... HÖGNI HREKKVISI „ EG PÆ.TI ALUAf Olp 5A1Á5T1EINSEL JUúReiN." Fjárskortur ríkissjóðs — ábendingar og fyrirspurnir til fjármálaráðherra Jón Þorláksson skrifar: „Mikla athygli hefur vakið hinn gífurlegi halli á ríkissjóði, sem talinn er nema 1700—1800 millj- ónum króna árið 1984. Hvað er til ráða? Hér skal bent á þrjú mál, sem öll gætu stuðlað að lausn þessa mikla vanda, án þess að fela í sér aukna skattheimtu á almenning. 1) Ríkið selji þegar í stað, eða svo fljótt sem verða má, rás 2 hjá ríkisútvarpinu. Það ber ekki vott um féleysi, þegar ríkið eða ríkis- stofnanir leggja tugi milljóna króna í nýtt dótturfyrirtæki, né heldur er það í samræmi við yfir- lýsta stefnu ríkisstjórnar um að draga úr ríkisumsvifum og sýna aðhald í ríkisrekstrinum. Þessi lausn hefði auk þess þann stóra kost, að með því væri hægt að skapa samkeppni á útvarps- markaðinum. Er fjármálaráð- herra sammála því, að rétt sé að aflétta einokun stjórnmálamanna á útvarpsrekstri? 2) Ríkið hætti þegar í stað öll- um fjáraustri í steinullarævintýr- ið. Það ber hvorki vott um trú- Police á Listahátíð ’84 Til Velvakanda. „Mikið er skrifað um hvaða hljómsveit eigi að fá á Listahátíð og ber þar hæst nöfnin Duran Duran og Culture Club. En mér finnst furðulegt að engin Police- aðdáandi skuli hafa látið í sér heyra, því Police á fjölmarga að- dáendur hér á landi. Þeir félagar hafa sjaldan verið eins góðir og einmitt nú. Það sannar nýjasta plata þeirra Synchronicity sem alls staðar hefur slegið í gegn. Police er frábær á tónleikum. Því er ég viss um að þeir þremenn- ingar myndu troðfylla höllina. Vonandi láta Police-aðdáendur nú frá sér heyra. Police-aðdáandi.“ Hljómsveitin Police Athugasemdir við bréf ísólfs: „AUt í lagi þó rokkarar landsins sameinist“ Til Velvakanda. Flosi skrifar: „Ég þakka kærlega gott boð ís- ólfs er hann býður mér í félags- skap rokkara og læra allt um rokk. Þú hélst greinilega að ekki væri vanþörf á, en það er ekki rétt. Þegar ég hringdi í Velvakanda var ég að tala um þungarokk (Heavy metal) sem hljómsveitir á borð við AC/DC, Iron Maiden og Scorpions flytja. Á ég að trúa því að þetta sé „original" rokk í þínum eyrum? Mér finnst allt í lagi þó rokkar- ar landsins sameinist (ef þeir eru það ekki þegar) bara ef þeir láta okkur hin í friði, og svo vil ég gjarnan gera þér það ljóst, ísólf, að mér þykir Led Zeppelin góð hljómsveit og eina „Heavy met- al“-sveitin sem varið er í, þótt til séu góð lög með Deep Purple, Krakus o.fl. Aftur á móti finnst mér Iron Maiden, AC/DC, Scorpions, Blackfoot og þessar hljómsveitir hrútleiðinlegar og aðeins slöpp af- sprengi Led Zeppelin og Deep Purple. Ég er sammála því sem þú segir um útvarpið og plötusnúða borgarinnar, en þó finnst mér skjóta skökku við þegar þú talar um „Nýbylgjuléttdiskaða Rolíng- stónsa“? Ef þú heldur því fram að lög eins og t.d. „Satisfaction" séu ekki rokk, þá ættir þú að halda þig heimafyrir. Það er alveg rétt að Ceritaur spilar „original“-rokk (hvað annað?) — en þungarokk — nei, það er af og frá. Að lokum vil ég biðja þig að hlusta á hljóm- sveitir frá suðurríkjum Banda- ríkjanna eins og Molly Hatchet, Lynyrd Skynyrd. Og menn eins og Gregg Allman, Charlie Daniels, því þá veistu hvað ég á við þegar ég tala um suðurríkjarokk." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þv( ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja bér I dálkunum. Nokkur heilræði Gestur sendi eftirfarandi heilræði tl Velvakanda undir yfirskriftinni: Það sem þú get- ur gert til þess að verða ekki þræll vinnu þinnar. Sýndu henni alla virðingu. Reyndu að hafa ánægju af henni. Lát ekki sem þú sért of góður til hennar. Legðu alla andlega krafta þína í hana. Sjáðu fegurð í henni. Starfa þú með ákveðið takmark fyrir augum. Beittu við hana öllum gáfum þín- um. Gerðu allt svo vel sem unnt er. Gerðu aðeins eitt í einu. Vertu meiri en vinna þín. Búðu þig vandlega undir hana. Notaðu hana til þess að þroska mannveru þína. Vinn með gleði, og það þó að vinnan sé leiðinleg. Vinn sem listamaður, en ekki að- eins sem handverksmaður. Notaðu hana sem ráð til þess að hafa þig áfram. Reyndu að gera allt betur en það hefur áður verið gerL Gerðu þig aldrei ánægðan með minna en það sem er fullkomið. verðugheit né ábyrgðartilfinningu að ausa fé í fyrirtæki, sem fram- leiðir 6000 tonn af vöru fyrir markað, sem er aðeins 600 tonn, né heldur er steinull æskilegur iðnkostur sökum heilsuspillandi áhrifa. Alþýðublaðið upplýsti fyrir skömmu, að aðeins í Dan- mörku einni hefðu 11 steinullar- verkamenn látist af völdum stein- ullar á einu ári. Vill fjármálaráð- herra að þessari vöru sé haldið að almenningi? Sæmir slíkt ríkis- stjórn, sem vill fara vel með fé? 3) Ríkið selji öll hlutabréf sín í einkafyrirtækjum, svo og þau fyrirtæki og stofnanir, sem það hefur ekkert með að gera. Þannig mætti fá talsvert fé, það er að segja ef fólki yrði ekki jafnframt refsað fyrir að eiga eða eignast hlutabréf, heldur nyti það sömu skilyrða skattalaga og þeir, sem lána ríkinu sparifé sitt með kaup- um á rikisskuldabréfum. En hversvegna gengur svo hægt að selja hlutabréf ríkisins? Það er bæði tafsamt og þunglamalegt, ef Alþingi þarf að leggja blessun sína yfir sérhverja sölu á hluta- bréfum ríkisins. í því sambandi vaknar sú spurning, hvort aflað hafi verið samþykkis Alþingis fyrirfram, þegar hlutabréfin voru keypt? Eru hlutabréf ekki lausafé á sama hátt og margt annað, t.d. bifreiðir? Er aflað samþykkis Al- þingis, þegar ríkið selur bifreiðir sínar? Það er hlægilegt, ef ríkið getur t.d. ekki selt 10 þús. kr. hlutabréf einum einstaklingi nema eftir samþykki Alþingis, en hafi hinsvegar ekkert með það að gera, ef öðrum einstaklingi er seld ríkisbifreið á 400 þús. kr. Sjá allir að þetta er hin mesta fásinna. Eg vona, að hæstvirtur fjár- málaráðherra geti svarað ofan- greindum spurningum og ofan- greindar hugleiðingar megi verða að liði í því efni að afla ríkissjóði fjármagns. Þegar einstaklingur hefur ekki tekjur til að borga méð útgjöld sín og eyðslu, þá tekur hann til þess ráðs að láta eitthvað af eignum sínum, þ.e. ef hann ætl- ar sér að vera skilamaður. Alveg það sama gæti ríkið gert.“ Jón Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.