Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 13 Biskup frá Malaysíu prédikar í Dóm- kirkjunni BISKIIP frá Malaysíu mun prédika við messuna kl. 11.00 í Dómkirkj- unni á morgun, sunnudag 18. mars. I>að er dr. Yap Kim Hao biskup og aðalritari Kristniráðs Asíu (Christian Conference of Asia). Dr. Yap er hingað kominn til að sitja hér ráðstefnu á vegum Lúth- erska heimssambandsins og Al- kirkjuráðsins, sem Hjálparstofn- un kirkjunnar sér um. Á ráðstefn- unni mun einkum fjallað um aukið hjálparstarf til þeirra, sem eiga um sárt að binda í Afríku vegna náttúruhamfara eða styrjalda og er þar af nógu að taka. Það gerist ekki á hverjum degi, að íslendingar fái heimsókn krist- inna bræðra frá Asíu og fái að heyra kristna rödd þaðan. Þess vegna er dr. Yap boðinn hjartan- lega velkominn í Dómkirkjuna á morgun. Dr. Yap biskup mun flytja pré- dikun sína á ensku, en mál hans verður túlkað á íslensku. Hjalti Guðmundsson. Sjálfsbjörg: Mótmælir ný- gerðum kjara- samningum FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra, hef- ur sent forsætisráðherra bréf, þar sem hún lýsir yfir undrun sinni á því að örorkulífeyrisþegar skuli hafa orðið útundan í nýgerðum kjarasamningum ASÍ og VSÍ. I bréfinu segir að þrátt fyrir að í samningunum sé viðurkennt að lág- marks dagvinnutekjur skuli ekki vera lægri en kr. 12.660 sé þessum hópi ætlað að draga fram lífið af 7.018 sem er samanlagður örorku- lífeyrir og tekjutrygging 29. febr. 1984. Framkvæmdastjórn Sjálfsbjarg- ar mótmælir í bréfinu skertum hlut fatlaðra og skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta hlut örorkulífeyrisþega þannig að hækkun nemi sömu fjár- hæð og hækkun lágmarkslauna í kjarasamningum ASl og VSl og taki gildi frá sama tíma. Einnig telur framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar hækkun vasapeninga um kr. 500, sem talað er um í téðum samningum, villandi, hér sé ekki um eiginlega hækkun að ræða, heldur margra mánaða drátt á framkvæmd á reglugerð frá 14. apríl 1983. Framkvæmdastjórnin skorar því á ríkisstjórnina að vasapeningar verði a.m.k. þriðjungur saman- lagðrar upphæðar örorkulífeyris og tekjutryggingar. HÓTEL BOR Höfum endurvakið rómað andrúmsloft liðinna ára V Vistlegur veitingastaður við allra hæfi Nýr sérréttamatseðill Gisting í stórum og skemmtilegum herbergjum s: 11440. KOMIÐ — SJÁIÐ — SANNFÆRIST iyi é V. II >1 K VORSOLUSYNING á notuðum MAZDA bílum Laugardag frá kl. 10-4 Með hækkandi sól og batnandi veðri höldum við sýningu á landsins besta úrvali af notuðum bílum. Bílarnir eru allir gaumgæfilega yfirfarnir á verkstæði okkar, þeir eru í 1. flokks ástandi og þeim fylgir 6 mánaða ábyrgð frá söludegi. Komið á sýninguna í dag og tryggið ykkur 1. flokks MAZDA bíl fyrir sumarið. Hagstæð kjör. Athugið: Okkur hefur loksins tekist aö fá til sölu örfáa MAZDA 323 Sýnishorn úr söluskrá: Gerö Árg. Ekinn 929 LTD 2 dyra HT '83 19.000 323 1500 4 dyra Saloon '82 13.000 626 2000 5 dyra vökvast. '83 36.000 929 LTD 4 dyra vökvast. '82 11.000 929 SDX 4 vökvast. '82 10.800 626 2000 4 dyra. '82 10.000 626 2000 4 dyra sj.sk. '82 26.000 626 1600 4 dyra '81 20.000 323 1500 Saloon sj.sk. '82 22.000 323 1300 5 dyra '81 38.000 626 1600 4 dyra '80 69.000 626 2000 4 dyra '80 60.000 929 Station '80 63.000 6 mánaða ábyrgð á notuðum bílum Öryggi í stað áhættu BILABORG HF. Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.