Morgunblaðið - 17.03.1984, Page 15

Morgunblaðið - 17.03.1984, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 15 Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Schubert/Forleikur ad óperunni „Fjögurra ára varðstaða" Mozart/Konsert fyrir klarinett. John Spight/Konsert fyrir klarinett (frumflutningur) R. Strauss/Tónaljóðiö Don Juan. Einleikari: Einar Jóhannesson. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Óperan „Fjögurra ára varð- staða" er eina óperan sem varð- veitt er í heild af þeim er Schubert samdi árið 1815. Svo virðist sem Schubert hafi ætlað sér að leggja stund á óperugerð. Ein af þessum óperum er við texta eftirGoethe, Claudine von Villa Bella. Af þessu verki er aðeins til fyrsti þátturinn, því þjónn Josefs nokkurs Hútt- enbrenners, er átti handritið, mun hafa rifið aftan af handritinu smám saman til að auðvelda sér að kveikja upp. Efnið í Fjögurra ára varðstöðunni er um franskan hermann, Duval að nafni, sem skilinn er eftir á vakt og gleymist er herdeildin yfirgefur Þýskaland. Hann sest að í þorpinu, kvongast dóttur dómarans og hamingjan ræður ríkjum. Fjórum árum síðar brýst út annað stríð og sama her- deildin kemur aftur og er úr vöndu að ráða, annars verði Duval skot- inn, sem liðhlaupi. Hann tekur það ráð að klæðast gamla herbún- ingnum og taka sér varðstöðu á sama stað og fyrir fjórum árum. Mál hans er ekki hægt að taka upp fyrr en hann hefur verið leystur „af vakt“ og þar með er það viður- kennt, að Duval hafi ekki vikið af verðinum, heldur staðið sína vakt með sóma í fjögur ár og óperan endar með miklum fögnuði. Ekki verður sagt að forleikurinn sé til- takanlega mikil tónsmíð, enda var Schubert aðeins 18 ára gamall og á þessum árum stundaði hann kennslu, sem átti fremur illa við hann. Næsta verkefnið var svo klarin- ettukonsert eftir Mozart, sem er eitt af fallegustu verkum snill- ingsins. Einar Jóhannesson lék konsertinn mjög vel, sérstaklega fyrsta þátt. Hægi þátturinn hefði mátt vera ívið hægari og síðasti leikléttari. Þarna er um hraðaval og samspil við hljómsveitarstjóra og hljómsveit að ræða en léttur leikur Einars hefði notið sín enn betur, ef síðasti þátturinn hefði verið ögn léttari í hraða. Því hefur verið haldið fram, að flytjendur þurfi að varast margbreytilega tónlist og að þjálfun í tónmótun, túikun og reyndar allri framsetn- ingu tónhugmynda, sé sama eðlið og atferlisþjálfun. Sé þetta rétt er trúlega erfitt að halda jafnvægi milli jafn ólíkra tónhugmynda og Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá Sigríði Stef- ánsdóttur réttarfélagsfræðingi vegna viðtals við prófessor Ullu Bondeson þann 22. febrúar si. „Því miður barst mér ekki Morg- unblaðið frá 22. febrúar fyrr en það var orðið hálfsmánaðargamalt, en vil þó gera athugasemd á þessum vettvangi til að réttlætinu sé full- nægt. Það er ánægjulegt að lesa viðtalið við Ullu Bondeson og umfjöllunina um þau verkefni, sem sakfræðingar eru að fást við. Á Réttarfélags- fræðistofnuninni við Lundarhá- skóla erum við hins vegar ekki alveg sátt við lýsinguna á starfs- vettvangi prófessorsins. Vissulega er stutt á milli Lundar og Kaup- mannahafnar og e.t.v. dæmi þess, að menn gegni prófessorsembætt- um á báðum stöðum, en Ulla Bonde- son hefur verið í leyfi frá stöðu sinni í Lundi frá því í febrúar 1980. Settur prófessor er Hans Klette. Á námstíma mínum hér hef ég aldrei séð Ullu Bondeson og svo er um marga af eldri nemendum stofnun- arinnar, enda gegnir hún engum störfum við haná.“ tíðkast í „klassískri" tónlist og þeirri sem nýtískulegust er. Víst er að marka má mikinn metnað og óvenjulega vandvirkni hjá Einari Jóhannessyni í flutningi Klarin- ettukonsertsins eftir John Speight. Einar lék konsertinn „utan að“ og svo vel, að trúlega verður ekki betur gert nema ef Einar sjálfur tæki verkið upp seinna. Einar er snilldarleikari og skóp verki Speight mjög fallega gerð, með frábærum flutningi. Konsertinn er góð tónsmíð, þar skiptast á leikur með „effekta“ og oft á tíðum fallegar tónhendingar. Hljóðeffektar eru á undanhaldi sem afmörkuð viðfangsefni og mjög áberandi að blæbrigði hljóð- anna tengjast æ meir lagferlis- hugmyndum. í þessu verki jafnar Speight metin milli þessara and- stæðna og gerir það á sannfær- andi hátt. Verkið er ekta einleiks- verk og hljómsveitarþátturinn einfaldur og skýr. Tónleikunum lauk með Don Juan eftir Richard Strauss. Það er sjálfsagt að hljómsveitin takist á við Strauss en heldur vantar á strengjasveitina til þess að vel fari. Það ætti að vera tii athugun- ar hjá stjórn sveitarinnar að hafa sérstaka tónleika, þar sem stærri hljómsveitarverk væru eingöngu flutt og þá fá til liðs við hljóm- sveitina fullskipaða strengjasveit, eða 24 fyrstu fiðlur, 20 aðrar fiðl- ur, 18 lágfiðlur, tíu selló og annað eins af kontrabössum. Þá væri hægt að setja upp tónleika með stórkostlegum höfundum eins og Strauss, Mahler, Bruchner, Strav- insky og Ives svo nokkrir séu nefndir. Don Juan er „prógramm- verk“ og hefði þurft að rekja sögu verksins í efnisskrá. Óstjórnleg kvennalyst Don Juans, þrá hans eftir hinni fullkomnu konu, ótti við útskúfunina vegna syndsemi sinnar, fegurð og ástarhlýja sem birtist í fallegum fiðlu- og óbóein- leik (Donna Anna og Donna Elv- ira), hið tignarlega hornstef er táknar Don Juan sjálfan, óm- streituþátturinn er táknar ótta hans, svall, fordæmingu og dauða eru viðfangsefni Strauss í þessu Einar Jóhannesson magnaða og glæsilega tónverki. Öll þessi atriði merkjast af ákveðnum tónhugmyndum og bæði hljómsveit og áheyrendur þurfa að þekkja söguna og tónhug- myndirnar til að lifa verkið eins og Strauss hugsaði það. Það var töluverð ástríða í flutningi verks- ins og margt vel gert, eins og t.d. óbósólóin, er Kristján Stephensen lék mjög vel. Valdhornaflokkurinn lék Don Juan-stefið vel og sömu- leiðis lék konsertmeistarinn fiðlu- sólóina ágætlega. í heild var flutn- John Speight ingurinn hressilegur en á köflum nokkuð órólegur, einkum þar sem vel hefði mátt gefa ögn eftir í takti. Verkið er í heild þrískipt og skiptast á blæbrigði er tákna ást- ina, óttann og ástríður og er niðurlag verksins ekki aðeins niðurlag á tónverki, heldur og táknandi fyrir það niðurlag sem nefnist Dauðinn. Skáldskapur verksins hefði mátt koma skýrar í ljós en í heild var flutningurinn merkilega góður. . J. Ásg. Þekkir f>ú vandaða innihurð, pegar pú sérðhana? í áratugi hafa hurðirnar frá Sigurði Elíassyni notið álits sökum vandaðrar smíði og fallegs útlits. Margar nýjungar i framleiðslu og frá- gangi mnihurða á íslandi hafa átt upphaf sitt á verkstæði okkar Nú kynnum við enn eina nýjung í smiði SELKO innihurða. Með nýrri gerð innleggs hefurokkur tekist að hafa hurðirnar léttar, en þær eru efnismeiri og þykkari en áður. Að 1/3 massífar, traustar, þola mikið álag og, síðast en ekki síst, veita mun melrl hljóðelnangrun. Þekkir þú næst vandaða innihurð, þegar þú sérð hana? SELKO W AUÐBREKKU1-3 \ 1SIGURÐUR ELÍASSON HF. 200 KÓPAVOGI SÍMI: 4 13 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.