Morgunblaðið - 17.03.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.03.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 17 Ungur mynd- listarmaður Myndlist Valtýr Pétursson Björgvin Gylfi Snorrason er ungur listamaður með sína fyrstu sýningu hér í borg, ef ég veit rétt. Hann hefur stundað nám í Þýska- landi hjá hinum fræga danska myndhöggvara, Robert Jacobsen, og mun hafa verið aðstoðarmaður hans við kennslu þar. Síðan hefur hann verið gestakennari við Kon- unglegu akademíuna í Kaup- mannahöfn. Og þátt hefur hann tekið í samsýningum hér, í Þýska- landi, Danmörku og Noregi. Af þessu má sjá, að Björgvin Gylfi hefur þegar öðlast nokkra reynslu í faginu, og nú er hann einn á báti í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Það er vandasamt verk að skoða þessa sýningu Björgvins Gylfa. Hann hefur sjálfur sagt að skoða verði þessi verk í samhengi, jafn- vel má leggja þann skilning í hlut- ina, að um eitt heildarverk sé að ræða, en ég verð að játa, að ekki tókst mér að koma þessari skoðun heim og saman. Þarna eru mjög ólík verk að mínum dómi og virð- ist hugur listamannsins nokkuð óráðinn enn sem komið er. Máli mínu til stuðnings bendi ég á ker- amikflísar, sem mynda margþætt og skemmtilegt verk, ljósmyndir, sem eru með innfelldri teikningu, teikningar á pappír, sem virðast vera nokkuð sérstæð verk, en byggð á sömu hugmyndum og margt annað á þessari sýningu. Sýningarskrá er þarna á boð- stólum og eru í henni margar myndir og langur texti, sem lista- maðurinn leggur með þessum verkum og á að skýra, hvað hann er að fara í myndverkum sínum. Þar segir Björgvin Gylfi á einum stað: „Sýning byggist á aðgrein- ingu skapanda verksins og verks- ins sjálfs. Þríhyrningur gagn- kvæmrar skoðunar milli þessara aðila krefst sameiginlegs skiln- ings og túlkunar táknum hvers- dagsins. Sé skilningurinn sameig- inlegur, fellur aðgreiningin um sjálfa sig og skapandi, verk og skoðandi eru orðin ein heild.“ Af þessu má sjá gott dæmi um þann texta, sem liggur eftir Björgvin Gylfa, en textinn sjálfur inniheld- ur margar vangaveltur og skoðan- ir, sem eru í samhengi við þau verk, sem til sýnis eru. Eftirtektarverðust verk á þess- ari sýningu fannst mér vera: Teikningar, sem gerðar eru af mikilli vandvirkni og bera gott vitni um kunnáttu og leikni þessa unga manns. Það er annars ný- lunda að sjá verk unnin af slíkri natni í salarkynnum nýlistar- manna. Þar hefur boðorðið fyrst og fremst verið frelsi og lítt nostr- að við hlutina. Þetta er því nokkuð sérstæð sýning þarna í sveit. Þess- ar teikningar bera þess glögg merki, að listamaðurinn er nokkuð upptekinn af svokölluðum mynd- listarteóríum og það kemur greinilega fram í lesmálinu, sem ég hef verið að minnast á hér. Rögnvaldur og Schu- mann, Chopin og Liszt Hljóm- plotur Árni Johnsen Rögnvaldur Sigurjónsson pí- anóleikari gerði snemma garð- inn frægan með túlkun á verkum meistaranna og nýjasta platan hans sem kom út fyrir síðustu áramót er helguð verkum eftir Schumann, Chopin og Liszt. Að vanda leikur Rögnvaldur með miklum tilþrifum af snilld, en það er skemmtilegt við þessa plötu að á henni er að finna sýn- ishorn af píanóleik Rögnvalds Sigurjónssonar frá ýmsum tím- um á listabraut hans. Er bæði um að ræða endurútgáfur fyrri hljóðritana og hljóðritanir sem koma nú í fyrsta sinn á plötu. Rögnvaldur Sigurjónsson er sér- stæður persónuleiki og kemur það fram í persónulegri túlkun hans á verkum meistaranna. Er mikill fengur að þessari plötu Rögnvalds en þetta er fimmta hljómplatan með Rögnvaldi. Rögnvaldur Sigurjónsson fæddist á Eskifirði 15. okt. 1918, en hann hóf nám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík árið 1931 und- ir handleiðslu Árna Kristjáns-. sonar, frá 1933 til 1937 er hann lauk burtfararprófi. Rögnvaldur nam síðan píanóleik í París og New York, en hann hefur haldið fjölda tónleika bæði heima og heiman og hvarvetna hlotið mik- ið lof gagnrýnenda. Árið 1945 flutti Rögnvaldur aftur heim til íslands og hóf kennslu við sinn gamla skóla, Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann hefur um árabil verið yfirkennari framhalds- deildar skólans í píanóleik. Rögnvaldur Sigurjónsson hefur spilað á öllum Norðurlöndum, í Rússlandi, Rúmeníu, Austurríki, Bandaríkjunum og Kanada auk íslands. Það er auðheyrt á þessari plötu Rögnvalds að hann túlkar hér verk sem hafa verið honum hugleikin lengi, slíkt er öryggið en um leið nærfærnin í við- kvæmum en margslungnum tón- verkum. Borðapantanir í síma 30400 í Húsi verslunarinnar við Kringlumýrarbraut f SÚLNASALSUNNUDAGSKVÖLD Við höldum glœsilega Hollandshátíð í túlipanaskreyttum Súlnasalnum. Frá klukkan 19.00 leikur hollenskur lírukassaleikari fyrir gesti, sem skoða sig og sína i óforbetranlegum spéspeglum á meðan dreypt er á lystaukanum. Kvöldverður hefst klukkan 20.00 Matseðill: Gnsasteik Hollandaise Fylltar ponnukokur Anneke Dekker Fjölbreytt skemmtidagskra: Ómar Ragnarsson skemmtir. Dansstúdíó Sóleyjar með glœsilegt dansatriðf. Viktor og Baldur, nýir skemmtikraftar með bráðlyndna dagskrá. Samkvœmisleikii. FJöldasöngur. Allir fá sumarbœkling með happdrœttisalmanaki. • Kynningarkvikmynd sýnd í hliðarsölum. • Ferðabingó þar sem spilað er um óvenju glœsilega ferðavinninga í tilefni kvöldsins. • Og síðast en ekki síst: Stórkostlegur hollenskur trúður! Kynnir Magnús Axelsson Stjómandi: Sigurður Haraldsson Kvöldverður aðeins kr. 450. Aðgangseyrir kr 50 (yrir matargesti. Þeir sem koma að loknum kvöldverði. eftír kl. 22.00, greiða kr 150 Hliómsveit Magnusar Kjartanssonar sér um snúninginn á gólfinu. Aðgöngumiðasala og borðapantanir ettir kl 16 00 í dag og í síma 20521. Sjáið auglýsingu um íjölskyldulestival í Háskólabiói á sunnudag kl. 14-16.30. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.