Morgunblaðið - 17.03.1984, Qupperneq 18
Jg MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
Svipull er sjávarafli
— eftir Halldór
Hermannsson
Eftir því sem næst verður kom-
ist þegar annálar og önnur tíð-
indaskrif fyrri alda eru skoðuð,
hafa með misjafnlega löngum
köflum gengið yfir afla- eða afla-
leysisár, tímabil allt frá 10 árum
og upp í 50 ár og í einstaka tilfell-
um lengur. Ekki er þess getið að
þessar sveiflur í aflabrögðum hafi
verið af mannavöldum.
Hins vegar gerist það nú á þess-
um alræmdu tímum fjölmiðlunar
að tekist hefur að gera sjómenn að
sökudólgum minnkandi afla-
bragða. Ekkert er talið matur í
blöðum, nema hægt sé að sakfella
einhvern mannlegan mátt. Ekkert
púður er í að bendla náttúruöflin
þar við.
Á síðasta áratug hafa fisk-
verndunarmálin lent út á braut
trúarofstækis og múgsefjunar.
Þegar svo er komið, getur það tek-
ið iangan og erfiðan tíma að ná
áttum.
Enda þótt útfærsla fiskveiðilög-
sögunnar, fyrst í 50 og síðan í 200
mílur, hafi orðið ölium íslending-
um gleðiefni, þá verður þó að telja
að ofstækisalda fiskverndunar
hafi átt upptök sin í þorska-
stríðunum.
Eftir sigurinn í þorskastríðinu
áttum við Islendingar að vera öll-
um þjóðum heims fyrirmynd í
verndun fisks, svo var a.m.k. á
sumum ráðamönnum að heyra.
I deilunni um fiskveiðilögsög-
una voru fiskifræðingar settir í
fremstu víglínu og víst var um
það, að til þeirra var óspart vitnað
okkur til stuðnings. Upp úr þess-
um átökum urðu því fiskifræð-
ingar óskabörn þjóðarinnar og vil
ég ekki gera lítið úr því. En vei
þeim manni sem leyfði sér að ve-
fengja skoðanir þeirra. Fjölmiðiar
hafa sett fiskifræðingana á siíkan
stall, að stjórnmálamönnum hrýs
hugur við öðru en að fara í hví-
vetna eftir ágiskunum þeirra, að
öðrum kosti setja þeir vinsældir
sínar í hættu.
Fjölmiðiamenn umsitja fiski-
fræðinga sem kvikmyndastjörnur
væru. Komi góð aflahrota og vel
veiðist, þykir það liggja í augum
uppi að hún sé af hinu illa og þetta
eigi eftir að hefna sín.
Sjómenn eru því jafnvel farnir
að lita á sig sem hálfgerða saka-
menn fullir sektarmeðvitundar,
enda fer nú álit og orðstír góðra
aflamanna ört minnkandi.
Sfldin sem dó
Við höfum slæma reynslu, segja
friðunarpostular, við veiddum
síldina að mestu upp 1965—68. Við
höfum vísindin fyrir því. Að vísu
var haffræðingur nokkur sem
upplýsti að köld tunga sjávar
hefði komið upp að íslandsströnd-
um á þessum árum. Þessi ummæli
hans birtust á prenti fyrir tæpum
áratug. Þá upplýsti hann að þessi
mikla kalda tunga væri hér enn og
e.t.v. væri hún orsök þess að síldin
hvarf af miðunum, en enginn get-
ur sannað neitt. Fiskifræði er
sennilega einhver erfiðasta fræði-
grein sem um getur og vandi
þeirra manna mikill sem við hana
fást. Geta þeir því oft lent í erfiðri
afstöðu þegar skýr svör eru af
þeim heimtuð, því miður verða
þeir að styðjast við ágiskanir að
mestu leyti.
Fjörutíu og sex tonn af rækju
í Isafjarðardjúpi
Nú ætla ég að geta um atburða-
röð sem ég var þátttakandi í fyrir
hálfum öðrum áratug, sem getur
kannski betur lýst hvernig eðli eða
óeðli þessara mála er. Ég stundaði
rækjuveiðar á ísafjarðardjúpi í
fjölda ára og þegar saga þessi
gerðist var komið að mánaða-
mótum febrúar-mars. Mjög góð
veiði hafði verið og hugðu menn
gott til útmánaða. Þá er það að
skipun kemur frá sjávarútvegs-
ráðuneyti að veiðum skuli hætt.
Beiðni þar að lútandi hafði borist
frá Hafrannsóknastofnun. Reikn-
ingsdæmið í þeirri stofnun sýndi,
að eftir myndu vera 46 tonn alls af
rækju í Djúpinu. Þetta kom
rækjusjómönnum kindarlega fyrir
sjónir, þó ekki sé meira sagt.
Nú voru góð ráð dýr, flotinn var
bundinn þótt mokveiði væri og það
í litlu nót^bleðlana sem þá tíðkuð-
ust, um 300 manns sáu fram á at-
vinnuleysi næstu tvo mánuði.
Við vorum nú fjórir rækjukarl-
ar dubbaðir upp, komumst í skip
til Reykjavíkur, náðum þar tali af
ráðherra og báðum hann þess
lengstra orða að breyta þessum
reglum og heimila veiðar á ný, þar
sem mokveiði hafði verið. Okkur
varð fljótlega ljóst, að við hefðum
eins getað beðið um viðtal við
ráðherrastólinn. Ráðherra kvaðst
skilja þetta erindi okkar vel og
taldi að öll skynsemi mælti með
því að heimila veiðar áfram, en
samt kvaðst hann ekki heimila
neinar veiðar á ný, nema að við
fengjum fyrst leyfi hjá Hafrann-
sóknastofnuninni. Við tjáðum
honum þá að við værum að koma
þaðan og hefðum fengið synjun.
Þá kvaðst ráðherra ekkert gera í
málinu.
Nú bárum við fjórmenningar
saman bækur okkar og tókum þá
ákvörðun að halda á ný upp í Haf-
rannsóknastofnun og reyna til
þrautar. Þar vorum við kvabbandi
og að mestu á hnjánum linnulaust
í þrjá daga, þar til menn urðu það
leiðir á okkur og veittu leyfi sitt,
sem við færðum svo ráðherra sigri
hrósandi.
Að viku liðinni, frá því rækju-
veiðarnar voru leyfðar á ný, voru
þessi 46 tonn af rækju, sem í
Djúpinu áttu að vera, samkvæmt
útreikningum Hafrannsókna-
stofnunarinnar, komin á land og
rúmlega það. Mjög góð rækjuveiði
hélst svo allt til vors.
Ég ætla að geta þess nú, fyrst ég
beindi orðum mínum að rækju-
veiðum, að bátar í Húnaflóa hafa í
fjölda ára verið látnir hætta í
mokveiði, þar sem kvóti þeirra er
naumt skammtaður. Þar hafa
a.m.k. sumir menn orðið að skrá
sig atvinnuiausa allt að 2 mánuði
á ári. Þetta eru óskiljanlegar
ráðstafanir á mjög svo aflasælum
slóðum. Einhver auðugustu
rækjumið á íslandi eru út af fló-
anum.
Loðnuævintýrið
Miklar deilur eru nú með
mönnum sem við sjávarútveg fást
vegna kvótaskiptingar á flestöll-
um nytjafiskum okkar. Þeir sem
fylgjandi eru kvóta, benda á að
hagkvæmni og sparnaður í rekstri
útgerðarinnar muni aukast veru-
lega þegar menn vita nákvæmlega
hve mikill afli kemur í hvers hlut.
Hafa þeir oft bent á loðnuveiðarn-
ar máli sínu til stuðnings. Veiði-
mennska hjá fiskimönnum okkar
heyrir liðinni tíð. Ekki meira mál
að fiska en að moka möl á bíl. Að
fáum hvarflar að þær forsendur
sem aflakvótinn byggist á séu
vafasamar.
Aðrir halda því aftur á móti
fram, að á sl. vetri, þ.e. 1983, hafi
óhemjumagn af ioðnu gengið á
hrygningarslóðina, og verið í veið-
anlegu ástandi allt fram I apríl
austur af Vestmannaeyjum og
meira magn gengið fyrir Reykja-
nes en á yfirstandandi vertíð sem
nú er að ljúka. Á sama tfma urðu
togararnir út af Vestfjörðum var-
ir við mikla loðnugengd.
Öll þessi loðna fékk að deyja
drottni sínum og svo voru ófor-
skammlegheitin í henni mikil að
fáein loðnukvikindi dóu í fjörunni
fyrir framan Hafrannsóknastofn-
unina. Að sögn fiskifræðinga var
lítil sem engin loðna á ferð I fyrra.
Hverjum á að trúa?
Það er staðreynd sem allir fiski-
menn þekkja, að þó mikill fiskur
Halldór Hermannsson
„Ennþá er svo óendan-
lega lítið vitað um físk-
gengd og stærðir hinna
ýmsu stofna, að menn
sem til fískimiðanna við
ísland þekkja, eftir
ævilanga sjómennsku,
verða gjörsamlega
klumsa þegar spekingar
gefa út sínar hárná-
kvæmu mælingar á físk-
stofnunum, upp á tonn.“
sé í sjónum, gefur hann sig ekki
alltaf til og ekki lóðar heldur á
honum, en svo gýs hann upp þess á
milli. Eitt skýrasta dæmið um
þetta kom fram þegar vetrarsíld-
veiðar voru stundaðar austur i
Bugtum um miðjan næstsíðasta
áratug. Ekki kom þar högg á mæli
yfir birtutímann, en þegar
dimmdi var svartur mökkurinn á
dýptarmælum bátanna og síld frá
yfirborði í botn á margra fersjó-
mílna svæði.
Útilokað má telja, að sá loðnu-
kvóti sem úthlutað hefur verið
komi til með að veiðast á þessari
vertíð. Ef veiðibanns hefði ekki
notið við, er líklegt að verulegt
magn af loðnu hefði veiðst fyrri
hluta sl. hausts, en þá vildi einnig
svo til að heimsmarkaðsverð á
loðnuafurðum var í hámarki. Á
þessum tíma er hlutfall lýsis í
loðnunni í hámarki og veður yfir-
leitt skaplegri til veiða en í
skammdeginu. Þau verðmæti sem
þarna hafa farið forgörðum eru
ómæld og mikil sú ábyrgð á þeim
mönnum sem telja sig það fróða
um fiskgengd að þeir geti sagt
fyrir um ákveðna tonnatölu af ein-
hverri fisktegund í sjónum og það
jafnvel með margra mánaða fyrir-
vara. Það er hægur vandinn að
gefa út einhverjar tölur sem
hvorki er hægt að sanna eða af-
sanna.
Auðugustu fiskimið í heimi
Fram til þessa hefur verið trúað
að i Norðaustur-Atlantshafi séu
einhver auðugustu fiskimið i
heimi. Ekki lengur. Samkvæmt
fyrirmælum fiskifræðinga okkar
er ekki ráðlegt að veiða meir en
200.000 tonn af þorski á þessu ári
við ísland og kemur þó mestaliur
kynþroskaþorskur úr Norðaust-
ur-Átlantshafinu til hrygningar á
okkar hefðbundnu vertíðarsvæð-
um bæði frá austri og vestri. T.d.
eru í hinu litla innhafi, Eystra-
salti, veidd milli 330—390.000 tonn
af þorski árlega.
Allir vita að mestallur sá þorsk-
ur sem út klekst við suðurströnd
íslands leitar á uppeldisslóðina
fyrir norðvestan og norðan land,
þar sem hann heldur sig næstu
árin. Sumar og haust er sárasjald-
an veiddur kynþroska þorskur á
þeim slóðum í einhverjum mæli.
Undantekning er að vetrarlagi
þegar skilyrði í sjónum eru góð að
óverulegt magn af þorski hefur
hrygnt grunnt út af Norðurlandi.
Aldrei friður til að fiska
Mesta furða var hve mikill
þorskur veiddist fyrir Vestfjörð-
um og Norðurlandi á sl. ári, þar
sem Hafrannsóknastofnunin læt-
ur yfirleitt loka þeim svæðum
snarlega sem vel veiðist á. Tími
togaranna fer mikið til í leit að
fiski og þegar hann loksins finnst,
þá eru þeir reknir af slóðinni og fá
sjaldan nokkurn frið við veiðarn-
ar. Hvernig hafa svo friðunarað-
gerðirnar skilað sér? Ekki bendir
sú stofnstærð sem nú á að vera
eftir í sjónum, að sögn fiskifræð-
inga, til að þær hafi haft veruleg
áhrif til betri vegar og margir
orðnir langeygir eftir einhverjum
árangri.
Árið 1975 var möskvi í botn-
vörpu stækkaður úr 135 mm I 155
mm. Þetta hefur orðið þess vald-
andi að engin ýsa fiskast í neinum
mæ|i. Ennfremur segja sjómenn
að þegar vont sé í sjóinn og skipin
hjakka mikið í ölduna þá sfist
ótrúlega mikið magn af vel hirð-
andi fiski út um þennan stóra
möskva. Við eigum að hætta með
þennan stóra möskva og fara aft-
ur niður I 135 mm, því núgildandi
möskvastærð hefur engum
árangri skilað. Hinsvegar hefur
hún valdið miklu tjóni.
Hvaðan kemur vertíðar-
fiskurinn?
Þá er það spurningin sem á
mörgum brennur og fiskifræð-
ingar hafa aldrei svarað. Hvaðan
kemur kynþroska vertíðarfiskur-
inn, göngufiskurinn svokallaði?
Varla fer mikið fyrir honum í
mælingum fiskifræðinganna, þar
sem hann er hvergi að finna hér
við land að heitið geti, nema tvo
mánuði á ári, mars og apríl, og
hvert fer hann að lokinni hrygn-
ingu?
Sjómenn vita, og vonandi fiski-
fræðingar líka, að i venjulegu ár-
ferði hefst vertíðarveiðin af krafti
út af Suðausturlandi og þaðan
gengur þorskurinn vestur á Sel-
vogsbanka. Um svipað leyti kemur
önnur ganga oft upp að Vestur-
landi og gengur suður og austur á
áðurnefndan banka. Ef skilyrði
eru góð hrygnir þorskur einnig
fyrir Vesturlandi.
Þennan fisk hafa menn viljað
kalla Grænlandsfisk. Sannað er að
eitthvað af honum kemur þaðan,
en að hve miklu leyti fiskurinn er
ættaður frá Grænlandi og þá eink-
um Vestur-Grænlandi, veit eng-
inn. Svo mikið er víst að lítil sem
engin fiskgengd hefur verið við
Vestur-Grænland í mðrg ár, vegna
sjávarkulda að talið er.
Stórþorskur veiðist ekki við Is-
landsstrendur, svo um sé talandi,
nema á vetrarvertíð. Hvert þorsk-
urinn fer þegar hann nær kyn-
þroskaaldri vilja menn fá að vita.
Fiskgengd og stærð
fiskstofnanna
Ennþá er svo óendanlega lítið
vitað um fiskgengd og stærðir
hinna ýmsu stofna, að menn sem
til fiskimiðanna við ísland þekkja,
eftir ævilanga sjómennsku, verða
gjörsamlega klumsa þegar spek-
ingar gefa út sínar hárnákvæmu
mælingar á fiskstofnunum, upp á
tonn. Saga þessara spádóma er
ekki löng, en þó dapurleg. Spárnar
hafa aldrei ræst og munu ekki um
ófyrirsjáanlega framtíð, nema þá
fyrir einhverja slembilukku, þar
sem forsendurnar fyrir spádóm-
unum eru allar meira og minna úr
lausu lofti gripnar.
Frá ársbyrjun 1978 hefur Haf-
rannsóknastofnunin sent frá sér á
hverju ári skýrslu um „Ástand
nytjastofna á Islandsmiðum og
aflahorfur". Við skulum nú athuga
nánar hvernig þessir spádómar
um þorskinn hafa ræst frá ári til
árs og hafa einnig „Svörtu skýrsl-
una“ til hliðsjónar:
Svarta skýrslan miðar við að ef í
versta falli 378 þús. tonn af þorski
væru veidd 1975, þá yrði hrygn-
ingarstofninn 214 þús. tonn
o.s.frv. Menn geta svo dundað sér
við að bera þessar spádómstölur
við raunveruleikann, því alltaf
utan 1975 var aflað ögn meira og
samkvæmt þessu væri hrygning-
arstofn þorsksins löngu uppurinn.
Línuritið skýrir best hrun hrygn-
ingarstofns þorsksins sem unnið
var eftir hávísindalegum forsend-
um á þessum tíma. Ef farið hefði
verið eftir fyrirmælum fiskifræð-
inga þegar svarta skýrslan var
gefin út, vantaði nú nokkurra ára
þorskafla inn í efnahagssögu ís-
lands.
Hrygningarstofn þorsksins
Hver raunverulegur hrygn-
ingarstofn þorsksins er, veit eng-
inn. Við lestur skýrslna Hafrann-
sóknastofnunarinnar frá ári til
árs eru þeir spádómar hreint rugl
sem ekkert samhengi er í.
I ársbyrjun 1982 spá fiskifræð-
ingar því að ef við héldum okkur
við jafnaðar ársafla 400.000 tonrt,
myndi hrygningarstofninn vera
650.000 tonn árið 1984. Samkvæmt
nýjustu skýrslunni um „Ástand
nytjastofna á íslandsmiðum og
aflahorfum 1984“ sem er að koma
út þessa dagana, þá er hrygn-
ingarstofninn á þessu ári 300.000
tonn. Hafrannsóknastofnunin
lagði til 1982 að veidd yrðu 450.000
tonn af þorski, sem I reynd varð
ekki nema 387.000 tonn. Þó svo
fiskifræðingar okkar hefðu náð
fundi spákellingar, með kaffibolla
í hendi, hefði henni trauðla tekist
að vera fjær I spámennskunni frá
ári til árs en þeim. Að stofnun sem
vill kenna sig við vísindi skuli
senda frá sér aðra eins spádóma
og Hafrannsóknastofnunin hefur
gert á sl. 10 árum, er óskiljanlegt.
Eftirfarandi töflur eru teknar
úr hinum árlegu skýrslum um
„Ástand nytjastofna á íslands-
miðum og aflahorfum“. Fyrsta
taflan er frá ársbyrjun 1982 og er
þar spáð 4 ár fram I tímann um
áætlaða stærð hrygningarstofns
þorsksins miðað við mismunandi
ársafla. í fyrra og í ár spá þeir
aðeins 3 ár fram í tímann.
Ár „SvarU Áetlaður Afli samkv. Hrygning- Raunveru-
skýrslan" hrygningar- tillögum arstofn, ef legur þorsk-
Afli sem stofn samkv. Hafró gefnum veitt er afli á !s-
befði ger- „Svörtu skýrsl- í byrjun samkv. till. landsmiðum.
eytl þorsk- unni.“ hvers árs. Hafró.
stofninum
Þús. tonn Þús. tonn Þús. tonn Þús. tonn Þús. tonn
1975 378 214 371
1976 329 154 205 348
1977 314 213 250 340
1978 318 141 270 330
1979 213 72 250 200 368
1980 300 296 435
1981 400 275 468
1982 450 570 387
1983 350 560 300
1984 200 300