Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 21 Ólafur Guðbrandsson sem hélt til Thailands í gær. íslendingur til hjálpar- starfs í flóttamanna- búðum í Thailandi ÍSLENSKUR hjúkrunarfræðingur, Olafur Guðbrandsson, 26 ára gam- all, hélt í gær til Thailands á vegum Rauða krossins, en hann mun starfa í flóttamannabúðum í Khao-I-Dang næstu sex mánuði. „Ég starfa sem hjúkrunarfræð- ingur á Landspítalanum, en fyrir tæpu ári fór ég á námskeið á veg- um Rauða kross íslands, sem mið- aðist við að undirbúa fólk undir ýmiskonar hjálparstarf. Þeir sem sækja svona námskeið komast sjálfkrafa inn á svonefnda verald- arvakt, sem þýðir að menn geta verið kallaðir út í hjálparstarf á neyðarsvæðum," sagði Ólafur er blm. Mbl. ræddi við hann skömmu áður en hann hélt til Thailands. „í desember var svo haft sam- band við mig og ég beðinn um að fara til þessara flóttamannabúða í Thailandi, en þær eru mjög fjöl- mennar. Mér hefur verið tjáð að um 50.000 flóttamenn séu þar núna. Ég kem til með að starfa á sjúkrahúsi sem rúmar allt að 130 sjúklinga og þar eru starfandi tæplega 30 læknar og hjúkrunar- fræðingar. Auk þess hafa sumir flóttamannanna verið þjálfaðir til aðstoðarstarfa og vinna sem að- stoðarmenn í búðunum. Ég er spenntur að komast út og taka þátt í þessu hjálparstarfi og takast þannig á við ný verkefni. A leiðinni út kem ég við í höfuð- stöðvum Rauða krossins í Genf þar sem mér verður sagt nánar frá flóttamannabúðunum og starfinu þar og að þessum sex mánuðum loknum fer ég aftur til höfuð- stöðvanna, meðal annars til að gefa skýrslu um starfið," sagði ðlafur Guðbrandsson að lokum. Þess má geta að Ólafur er fjórt- ándi sendifulltrúi íslands sem fer til starfa á þessum slóðum, en í árslok 1979 hóf fimm manna hóp- ur frá Rauða krossi íslands störf í flóttamannabúðum í Thailandi, sem voru reistar í kjölfar hernað- arátakanna í Kambódíu. íslandsmót í vaxtar- rækt á Broadway EGYPSKI vaxtarræktarmaðurinn Mohamed Makkawy mun koma fram sem gestur á íslandsmeistara- mótinu í vaxtarrækt sem haldið verður í Broadway sunnudaginn 25. mars. Undanúrslit fara fram kl. 14.00, en valið milli sigurvegaranna fer fram um kvöldið kl. 20.30. Dómari mótsins er John Martin sem er vaxtarræktendum að góðu kunnur vegna fyrri starfa að vaxt- arrækt hér á landi. Gestur móts- ins, Makkawy, á frægðarferil að baki, og hefur borið sigur úr být- um á hverju mótinu á fætur öðru. Það má því teljast mikill fengur fyrir áhugafólk um vaxtarrækt að berja þennan mann augum. Hestamannafélagið Gustur með fund á mánudagskvöld Hestamannafélagið Gustur í Kópavogi gengst fyrir fundi mánu- daginn 19. mars nk. og verður fund- urinn í Félagsheimilinu í Kópavogi og hefst hann klukkan 20.30. Á fundinum verða rædd tvö mál. Annarsvegar nýjar hug- myndir um hestamennsku og störf hestamannafélaga í framtíðinni og munu tveir menn flytja fram- söguerindi um málið. Þeir eru Pét- ur Behrens og Kári Arnórsson. Þá verður og fjallað um kaup og sölu hrossa innanlands, en um það málefni flytja framsögu Ragn- heiður Sigurgrímsdóttir og Skúli Kristjónsson. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður, en stjórnandi þeirra verður Einar Birnir. Mun þar fundarmönnum gefast kostur á fyrirspurnum og að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. GOLFSTRAUMURINN TIL ÍSLANDS NÝl GOLFINN1984 ER KOMNN OG KOSTIRNIR LEYNA SÉR EKKI Hann ber svipmót fyrirrennarans, en er fyrst og fremst NÝR GOLF STÆRRI LENGD: 3.985 mm — (170 mm lengri) BREIDD: 1.665 mm — (50 mm breiöari) HJÓLAHAF: 2.475 mm — (70 mm lengra) SPORVÍDD, íraman: 1.413 mm (25 mm meiri) SPORVÍDD, aítan 1.408 mm — (50 mm meiri) NÝTÍSKULEGRI Lausnaroröiö viö hönnun þeirra bíla, sem skara íramúr í nútímanum er lágur vindstuðull. Hin mjúku og ávölu íorm bera með sér að loítalls- íraeðileg gildi vom höíö að leiðarljósi þegar yíir- byggingin var hönnuð, enda er vindstuðull GOLF ' 84 aöeins cw= 0.34. OFLUGRI - VERÐMÆTARI Aukið viöbragð og meiri hámarkshraði um leið og eldsneytiseyðslan lœkkar. Farangursrými er 30% stœrra — stóraukin ryðvörn - aukin ending — minna viðhald - ódýrari í rekstri — hœrra endursöluverð. PÆGILEGRI GOLF ' 84 er mun þýðari, vegna aukins tjöðrun- arsviðs. Sœtin eru þœgilegri með íleiri stillingum og bíllinn allur rúmbetri aö innan. Hávaðamörk em mun lcegri, bœði veg- og vélarhljóð. Miðstöð og loítrœsting em endurbœtt, bœði aíköst og loítdreiíing. KOMIÐ OG KYNNIST NÝJA GOLFINUM 6 ARA RYÐVARNARABYRGÐ IHIHEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.