Morgunblaðið - 17.03.1984, Page 45

Morgunblaðið - 17.03.1984, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 45 Aths. við ummæli í útvarpsþætti: Þeir sem hafa 3. og 4. sund- stig sökkva ekki til botns Þorsteinn Kinarsson skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Þriðjudaginn 13. mars sl. átti sá sem stjórnar morgunrabbi viðtal við einhvern á Raufarhöfn. Ég náði ekki hver það var en hann var heyranlega gömlu sem nýju kunn- ugur þar og þá hinni ágætu og langþráðu sundlaug, sem þeir Raufarhafnarbúar, 500 talsins, eru að taka í notkun á erfiðum tímum. Þegar viðmælandi vildi leggja áherslu á nauðsyn laugarinnar, þá komst hann einhvern veginn þannig að orði, að jafnvel þeir sem hefðu 3. og 4. sundstig sykkju til botns. Þessa gat hann eftir að hafa lýst hinum undraverða fram- taki, er sundkennsla fór fram um árabil í „sundlaug" sem stúkuð var af í velþveginni síldarþró — og vatn hennar hitað upp með gufu frá síldarverksmiðjunni. Þetta leyfði verksmiðjustjórn vinsam- lega að væri gert áður en síldveið- ar hófust á vorin. Og ekki hefur það torveldað skólastjórn barna- skólans; Guðmundur Einarsson var löngum verkstjóri við verk- smiðjurnar og áhugasamur um þessa sundframkvæmd. Var það kennarinn Leifur Eiríksson, er annaðist sundkennsluna, og flest árin var hann einnig laugarvörð- ur. Á þessu athafnasvæði í þreif- andi gufu og reyk, þurfti að hafa glöggt eftirlit með sundnemend- um. Við þessar einstæðu aðstöðu tóku börn og unglingar tilskilin sundpróf. — Eftir að leggja varð niður þessa sundaðstöðu, voru börn og unglingar sendir til sundnáms í Laugaskóla og síðar í Lundarskóla. Forráðamenn skóla á Raufarhöfn hafa um langt skeið séð um að börn og unglingar lærðu að synda og þeirra áhugi að sigr- ast á erfiðleikum hefur nú leitt til þess að fyrsta áfanga íþróttamið- stöðvar er nærri lokið á Raufar- höfn. Það olli mér gremju, er viðmæl- andinn á Raufarhöfn sagði í gleði sinni yfir að sundlaugin þar er komin upp, að sundlistin þarna væri á svo lágu stigi að þeir sem hefðu þriðja og fjórða sundstig sykkju til botns. — Ég greip til pennans vegna þess að í þessum orðum felst, að allt það starf til þess að gera börn og unglinga sundfær á Raufarhöfn með þeim aðgerðum sem hér hefur verið lýst, hafi verið unnið fyrir gýg. Sá sem einu sinni hefur lært að synda er ævilangt syndur. Við hina miklu og almennu þátttöku íslendinga í fyrstu norrænu sundkeppninni 1951 (200 metra sundið), kom fram í blöðum, hljóðvarpi og í bréfum til framkvæmdanefndar, að aldrað fólk sem ekki hafði komist í laug í 30 til 50 ár, reyndist geta synt, og lét þetta í ljós á ýmsa vegu. Ég minnist bréfs frá 83 ára gömlum manni, sem á miðjum aldri hafði lært að synda hjá Finnboga Þor- valdssyni í laug við Tálknafjörð. Hann kvað þetta stutta sundnám hafa komið því til leiðar að hann hefði náð að bjarga manni frá drukknun, og nú, 83 ára, tókst honum að synda 200 metrana, en hafði ekki komið í laug síðan hann lærði hjá Finnboga. Mörg dæmi eru haldbær um hve oft stutt sundnám á vegum skóla hefur bjargað mannslífum. Síð- asta dæmið er sund Guðlaugs Friðþórssonar aðfaranótt mánu- dagsins 12 mars sl. um 5 km vega- lengd í 6 stiga heitum sjó og tveggja stiga frosti. Þetta sund- afrek ber hæst allra sundafreka sjómanna í Eyjum, en þau hafa þeir mörg unnið, þó sundnám þeirra hafi stundum verið stutt og um langt skeið (1891—1930) í köldum sjó. Þeir hafa notið kennslu ötulla og fórnfúsra sund- kennara — og svo hefur verið með þjóð okkar um langt ára bil, þar á meðal á Raufarhöfn. — Þessum línum lýk ég svo með hamingju- óskum íbúum Raufarhafnar til handa.“ Hrafninn flýgur: Skora á Hrafn að halda sínu striki og gefast ekki upp Gunnar A.H. Jensen skrifar: „Til Velvakanda. Mikið var, að við íslendingar eignuðumst ‘loks mann á heims- mælikvarða í kvikmyndalistinni. Hin nýja mynd Hrafns Gunn- laugssonar, Hrafninn flýgur, er tvímælalaust sú langsamlega besta sem birst hefur á hvíta tjaldinu af íslenskum myndum hingað til. Þar hjálpast allt að, svo sem hljóðið, leikurinn, tónlistin og myndatakan. Satt að segja er þetta í fyrsta sinn sem ég hef horft á íslenska mynd og ekki orð- ið óánægður með neitt. í Hrafninum bryddar Hrafn upp á ýmsum nýjungum í íslenskri kvikmyndagerð, má þar helst nefna búningana sem eru mjög frumlegir og ólíkt raunverulegri en þeir sem áður hafa sést, einnig má nefna stærsta kostinn sem er hljóðvinnslan, en allt hljóð var endurupptekið eftir á, þannig að áhorfandinn þarf ekki að leggja sig í líma við að ná því sem sagt er. Klipping myndarinnar var einnig með nýstárlegum hætti, þar naut Hrafn hjálpar vídeó- tækninnar og tókst mjög vel. Gestur er aðalpersóna sögunn- ar, hann hefur komið til fslands til að hefna harma sinna og systur sinnar, en henni var rænt af Þór og Eiríki á írlandi þegar Gestur var lítill drengur. Én þó „nógu stór til þess að sjá of mikið“ eins Helgi Skúlason í hlutverki Þórðar við upptöku myndarinnar. og sagt var, það reyndust orð að sönnu. Því að Gesti tekst að etja fóstbræðrunum þannig saman að það kostar þá báða lífið. f myndinni Hrafninn flýgur er dreginn upp á sannfærandi hátt sá þjóðsagnaheimur sem hin fornu handrit geyma. Þar sem blóð- þorsti, tortryggni og hefndir bar tíðast á góma, heimur hins heiðna manns. Þó fékk ég stundum á til- finninguna að Hrafn væri að hæð- ast að köppunum og barnalegri Ásatrú þeirra. Gestur og systir hans sem eru kristin, eru látin bera höfuð og herðar yfir hinar persónurnar hvað siðgæði snertir, en hatrið í brjósti Gests til bana- manna foreldra sinna og ræningja systur sinnar gerir hann grimman og hefnigjarnan. Eiginleikar sem tæplega hefðu komið fram ef ör- lögin hefðu orðið jákvæðari. Það er sorglegt til þess að vita að þegar svo vel hefur til tekist skuli kappinn Hrafn Gunnlaugs- son ætla að draga sig út úr kvik- myndagerð sökum fjárhagsörðug- leika. Skora ég á hann að halda sínu striki og landa mína að sjá þessa frábæru mynd. 73ilamatíadutinn &uttir,Hu 12-18 rimi 25252 (U lirurt) Nýr bíll Honda Civlc 1983. beinsk. Ókeyröur Verö 28S þús. Range Rover 1980 Drapplitur. ekinn 69 pús.. útvarp, segul- band. snjó- og sumardekk. orginal spil Bill i sérflokki. Verð 700 þús. V * m. Volvo 244 GL 1982 Maron, rauöur, sjálfsk., m/öllu. Ekinn aöeins 18 þús.. sem nýr. Verö 450 þús. Honda Accord EX 1983 Ljósblár, ekinn 11 þús., sjálfsk., aflstýri, út- varp, segulband, topplúga, rafmagn í öllu. Verö 440 þús. Framdrifsbíll Rúaai 1979 innréttaöur, sæti fyrir 6 farþega. snyrtilegur jeppi, ekinn 25 þús. á vél.vVerö kr. 175 þús. (skipti á ódyrari) FILLC0AT gúmmíteygjanleg samfelld húö fyrir málmþök. • Er vatnsheld. • Inniheldur cinkromat og hindrar ryömyndun. • Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA S. Sigurðsson hf. Hafnarfiröi, sími 50538. NOTAÐU FRIDAGINN TIL AÐ SKOÐA ÚRVALIÐ OKKAR HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK « 91-01199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.