Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 65. tbl. 71. árg._____________________________________SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovézk herskip á leið til Kúbu Washington. 17. marz. AP. BANDARÍSKI flotinn fylgist nú með ferðum sovézkrar flotadeildar í miðju Atlantshafinu, sem talin er sigla til Kúbu og Karíbahafsins, að sögn heimilda í Pentagon. Sovétmenn hafa rúmlega 20 sinnum sent flotadeildir til Kúbu frá í ágúst 1969, en ferðalag skipa- deildarinnar er óvenjulegt að þessu sinni þar sem flugmóður- skipið Leningrad er með í för. Hingað til hafa Sovétmenn ekki sent skip af þessu tagi á þessar slóðir og Leningrad er öflugasta sovézka herskipið sem siglt hefur til Kúbu. Leningrad ber 18 þyrlur af Hormone-gerð og fjölda eld- flauga til árása á flugvélar, fall- byssur og vopn gegn kafbátum. E1 Salvador: Skærulið- Mikið blfðviðri hefur verið á Austfjörðum að undanförnu. Þessi mynd var tekin á Reyðarfirði fyrir nokkrum dögum. Ljósmynd: Snorri Snorrason. Mustafa Tlas, varnarmálaráóherra Sýrlands, í viðtali: Arás Bandaríkjamanna og ísraela yfírvofandi Doha, Qatar og Beirút, 17. mars. AP. HAFT var eftir Mustafa Tlas, hershöfðingja og varnarmálaráðherra Sýrlands, í morgun, að sameiginleg árás ísraela og Bandaríkjamanna á Sýrlendinga væri yfirvofandi á hverri stundu. Sýrlendingar hafa búið sig und- ir árás og munu láta hart mæta hörðu komi til átaka," sagði varn- armálaráðherrann. Hann bætti því jafnframt við, að vandamálin í Líbanon yrðu ekki úr sögunni fyrr en ísraelar hefðu sig á brott. Yfirlýsing Tlas fylgir í kjölfar viðtala blaða í Kuwait við hann undir lok síðasta mánaðar. Þar sagði hann, að hann vildi umfram allt komast hjá því að ágreiningur „Óði hundur“ handtekinn Sýrlendinga og Bandaríkjamanna þróaðist út í hernaðarátök. Átök voru á milli kristinna og múhameðstrúarmanna í Beirút í nótt og féllu þrír og 19 særðust. Þetta er mesta mannfall í höfuð- borginni frá því níu leiðtogar helstu fylkinga landsins sömdu um vopnahlé sl. þriðjudag. Ásak- anir um vopnahlésbrot gengu á víxl í morgun. Starfsmenn bandariska sendi- ráðsins í Beirút sögðust í morgun enn ekki hafa minnstu hugmynd um hvar félagi þeirra, William Buckley, væri niðurkominn. Hon- um var rænt í gær. Tveggja ann- arra Bandaríkjamanna, frétta- manns og kennara, hefur verið saknað síðan í febrúar. ar felldu 39 í árás San Salvador, 17. mars. AP. AÐ MINNSTA kosti 39 létu liTið í árás skæruliða á bæinn Suchitoto skammt norðaustur af San Salvador, höfuðborg El Salvador, í gærkvöld. Að sögn stjórnvalda voru 4 lög- reglumenn og 10 stjórnarhermenn á meðal þeirra, sem létu lífið. Er- lendir fréttamenn, sem urðu vitni að árásinni, segja föllnu hermenn- ina hins vegar hafa verið a.m.k. 20 talsins og tölu látinna hærri sem því nemi. í árás sinni ollu skæruliðarnir miklum skemmdum á mannvirkj- um auk manntjónsins. Aðal- sjúkrahús bæjarins var m.a. brennt til grunna. Talið er að skæruliðarnir í árásinni hafi verið um 400 talsins. 500.000 A-Þjóðverjar vilja flytjast úr landi Berlín, 17. marz. AP. N/ERRI HÁLF milljón Austur-Þjóðverja hefur sótt um leyfi til að flytjast til vesturlanda, og hafa yfirvöld í kommúnistaríkinu af þessum sökum neyðst til að setja á laggirnar sérstaka nefnd til að fjalla um þessar umsóknir, samkvæmt heimildum í Austur-Berlín. Dyflinni, 17. marz. AP. DOMINIC McClinchey, hættu- legasti hryðjuverkamaður írlands, var tekinn höndum ásamt þremur félögum snemma í morgun á degi heilags Patreks eftir skotbardaga nálægt Shannon-flugvelli. McGlinchey hefur 30 mannslíf á samvizkunni og gengur undir nafninu „óði hundur". Hann hafði heitið því að láta aldrei taka sig höndum lifandi, en honum og fé- lögum hans var komið að óvörum í i kofa hjá Newmarket-on-Fergus í County Clare. Langflestir umsækjendanna eru ungt fólk, sem telja sig enga framtíð eiga í heimalandi sínu. En þótt möguleikar á brottfar- arleyfi virðist meiri nú en nokkru sinni frá þvi Berlínar- múrinn var reistur 1961, er með öllu óljóst hvort þessi mann- fjöldi, sem jafngildir 2,5% þjóð- arinnar, fái leyfi til að flytjast úr landi. Frá síðustu áramótum hafa um 6.000 Austur-Þjóðverjar fengið leyfi til að flytjast til vesturlanda, miðað við 7.727 allt siðastliðið ár. Og haft er eftir Franz Josef Strauss, leiðtoga Kristilega sóíalsambandsins (CSU) i Bæjaralandi, sem nýlega var á ferð í A-Þýzkalandi ásamt 50 stjórnmálamönnum, að búast mætti við að milli 30 og 40 þús- und Austur-Þjóðverjar fengju að flytjast brott á árinu. Strauss sagði eftir fund með Erich Honecker, leiðtoga komm- únistaflokksins í A-Þýzkalandi, sl. sunnudag að ekkert benti til að reynt yrði að stöðva burt- flutning fólks frá A-Þýzkalandi. Talið er að ástæðuna megi rekja til efnahagsörðugleika A-Þjóð- verja og atvinnuleysis, en þó eru það ekki ófaglærðir sem fengið hafa að flytjast brott, heldur faglærðir og háskólamenntaðir menn. í Vestur-Þýzkalandi telja menn ástæðuna fyrir slökuninni þá að yfirvöld í A-Þýzkalandi séu að auðsýna þakklæti fyrir eins milljarðs marka lán, sem stjórnin í Bonn veitti A-Þjóð- verjum í fyrra, og að „undirbúa jarðveginn" fyrir frekari fyrir- greiðslu af sama tagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.