Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.03.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1984 — 47 Nýtt útvarpshús rís af grunni, vel við vöxt að sögn, þrátt fyrir samdrátt þjóðartekna. Þær spurningar vóru hinsvegar bornar fram á Alþingi í vikunni sem leið, hvort útvarpið gengi — í þjónustu við þegnana — í takt við nútímann; ítem, hvort ekki væri tímabært að koma margvíslegu efni, sem sjónvarpið á handbært, á almennan markað og til afnota í skólum í formi myndsnældna. Þar eru Ijón á vegi: höfundarréttur og að því er virðist viljaleysi í stofnuninni, ef marka má orð Eiðs Guðnasonar, alþingisraanns og fyrrverandi starfs- manns RÚV. ingi þingsályktunartillagna, sem fela ríkisstjórn að kanna eða framkvæma eitt og annað; 2) með fyrirspurnum til ráðherra; og 3) með umræðum utan dagskrár. Ennfremur að fyrirferð tveggja síðast töldu þáttanna, fyrirspurna og umræðna utan dagskrár, hafi vaxið svo á síðari árum, að þrengdi að meginverkefni þings- ins, löggjafarstarfinu. Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, hefur sent bréfritara ábendingu, þar sem segir m.a.: „Að því er þingmenn Alþýðu- flokks varðar þá er þessi fullyrð- ing ritara „þingbréfs" Morgun- blaðsins (innskot: Um æ minna frumvæði þingmanna við flutning frumvarpa til laga) alls ekki rétt. Því til staðfestingar aflaði ég eft- irgreindra upplýsinga frá skjala- safni Alþingis um þingmál, sem flutt hafa verið á þessu þingi. Eru eingöngu talin mál, sem þingmenn hafa flutt, en stjórnarfrumvörp- um sleppt. Mál skiptast þannig: • Alþýðuflokkur: 20 frumvörp og 15 þingsályktunartillögur. • Alþýðubandalag: 10 frumvörp og 18 þingsályktunartillögur. • Bandalag jafnaðarmanna: 5 frumvörp og 8 þingsályktun- artillögur. • Framsóknarflokkur: 1 frum- varp og 12 þingsályktunartillögur. • Samtök um kvennalista: 1 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON frumvarp og 3 þingsályktunartil- lögur. • Sjálfstæðisflokkur: 12 frum- vörp og 11 þingsályktunartillögur. Af þessari töflu sést, að a.m.k. þingmenn Alþýðuflokksins hafa verið iðnari við að flytja frumvörp en þingsályktunartillögur. Hins vegar er sjálfsagt að viðurkenna það, að þegar um mjög flókin mál er að ræða eiga þingmenn oft óhægt um vik og hafa hreinlega ekki aðstöðu til að semja flókin og ítarleg lagafrumvörp vegna þess, að þeir hafa ekki þá sérfræðiað- stoð, sem nauðsynleg er til slíkra hluta. Þrátt fyrir það flytja þing- menn þó allmikið af laga- frumvörpum, mjög misjafnt þó eftir flokkum, samanber ofan- greinda töflu. Það er svo hinsvegar áreiðan- lega rétt hjá bréfritara, að fyrir- spurnum hefur fjölgað nokkuð í vetur. Það held ég eigi sér einkum þær skýringar, hversu ötull forseti Sameinaðs þings, Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, hefur verið við afgreiðslu fyrirspurna. Þau ár sem ég hef setið á þingi eru að vísu ekki mörg, eða síðan 1978, en ég minnist þess ekki að jafn greið- lega hafi gengið að afgreiða fyrir- spurnir og fá þeim svarað eins nú á þessu þingi, og fyrir það á for- seti Sameinað þings þakkir og heiður skilið. Þessu vildi ég koma á framfæri í „þingbréfi“.“ Þetta tilskrif skal þakkað. Það er rétt að þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur verið öðrum stjórnarandstöðuflokkum iðnaðri við flutning lagafrumvarpa; hefur raunar þrjú frumvörp í vinning umfram hina stjórnarandstöðu- flokkana fjóra samtals. Þingflokk- ar, sem að ríkisstjórn standa, flytja hinsvegar mál bæði sem stjórnarfrumvörp (en þeim er sleppt í samanburðartölum Eiðs) og í formi þingmannafrumvarpa. Eftir sem áður stendur sú stað- hæfing bréfritara að umræður utan dagskrár, sem og fyrirspurn- ir til ráðherra, hafa vaxið svo að umfangi á síðari árum, að þrengf hefur að meginverkefni þingsins. Máli sínu til stuðnings minnir hann á, að formaður Alþýðu- flokksins, Kjartan Jóhannsson, sá ástæðu til að flytja á þessu þingi (35. mál 106. löggjafarþings) frumvarp til breytinga á þing- sköpum Alþingis. Frumvarp þetta spannar m.a.: • Nýjar og að sumu leyti þrengri reglur um fyrirspurnir, þ.e. að að- eins fyrirspyrjandi og ráðherra, sem svarar, fái að taka til máls, sem myndi stytta þann tíma sem hver fyrirspurn tekur mjög mikið. • Nýjar og að sumu leyti þrengri reglur um þingsályktanir, þ.e. að þeim verði skipt í tvo flokka, eftir efni, og fái annar flokkurinn að- eins eina umræðu í stað tveggja; ennfremur að ræðutími þing- manna verði takmarkaður. • Að ákvæði verði sett í þingsköp um umræður utan dagskrár (sem ekki eru þar fyrir); þær fari aðeins fram í Sameinuðu þingi (en ekki þingdeildum) og að settar verði hömlur á ræðutíma, „svo að slíkar umræður fari ekki úr böndum og ryðji öðrum þingstörfum frá“, svo vitnað sé í greinargerð flokks- formannsins. Þetta frumvarp var sannarlega ekki flutt án tilefnis. — Tilefnið á rætur í öllum flokkum, „mjög mis- jafnt þó eftir flokkum", svo það orðalag sé endurnotað. Hljómsveitin Sú Ellen. Egilsstaðir: Hljómsveitin Dúkkulísurnar. Dúndrandi rokktónleikar í Valaskjálf KgilsstiMium, 4. mars. MENNINGARVIKU Menntaskól- ans á Egilsstöðum lauk í gær með aimennum dansleik í Valaskjálf þar sem hljómsveitirnar Aþena, Sú Ell- en, Fásinna og hinar landsfrægu Dúkkulísur léku fyrir dansi — en fyrr um daginn voru rokktónleikar í Valaskjálf þar sem áðurnefndar hljómsvcitir komu fram. Það er orðinn árlegur viðburð- ur og föst venja í skólahaldi ME að víkja út af hefðbundnu skóla- starfi um vikuskeið ár hvert og efna til svonefndrar menningar- viku. Að þessu sinni hófst menning- arvika menntskælinga með helg- arferð á Snæfell — en síðan hóf- ust störf í margvíslegum hópum eða klúbbum auk þess sem hver menningarviðburðurinn rak ^nn- an. Hátindur menningarvikunnar var líklega sýning hinnar nýju kvikmyndar Hrafns Gunnlaugs- sonar „Hrafninn flýgur" á föstu- dag og rokktónleikarnir í gær. Rokktónleikarnir sem báru yf- irskriftina „Rokk 1“ eru líklega fyrstu rokktónleikarnir hér um slóðir sem rísa undir nafni. Að sögn forvígismanna mennt- skælinga vaknaði hugmyndin að „Rokk 1“ fyrir u.þ.b. hálfu ári og hefur undirbúningur staðið nær síðan en einkum þó síðasta mán- uðinn. Höfuðmarkmið rokktón- leikanna skyldi vera að kynna austfirskar rokkhljómsveitir og stuðla að auknu tónlistarlífi hér austanlands. Ekki var annað að heyra á þeim menntskælingum í gær en þeir væru vongóðir um að markmiðinu yrði náð. Tónleik- arnir voru mjög vel sóttir og teknir upp á mynd- og hljóðband. Kynnir á rokktónleikunum var Valgeir „Stuðmaður" Guðjóns- son. - Ólafur. ' > Verslið í Cheltenham — Gloucestershire Komið og skoðið England, verslið í Cheltenham og gist- ið hjá Hönnu. Þægilegar feröir beint frá Heathrow- flugvelli. Hanna Gunnars Byfield Stanbrook House Pittville Circus Cheltenham, Gloucestershire England, sími 90-44-242-511628.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.